Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 23
U \T LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1995 sviðsljós Lauren og Jim eru hin hamingjusömustu og hyggja á giftingu en hjónaband ið verður að bíða þar til kaupmálinn er undirritaður. , Ástamál Jims Carreys og Lauren Holly: í upphafi skyldi endirinn skoða - hjúskaparáform stranda af ótta við afleiðingar skilnaðar Heitasta parið í Hollywood um þessar mundir eru Jim Carrey og Lauren Holly sem landinn þekkir líklega betur sem Maxine Steward í þáttunum Lögverðir sem sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir nokkru. Samband þeirra er ekki bara í brennidepli því bæði hafa þurft að kljást við fyrri maka sína. Sjónvarpið og raunveruleikinn Lögverðir fjölluðu um lífið og til- veruna með öOum sínum vandamál- um, ástinni, trúnni, veikindum, fjöl- skyldulífi og peningum. Velgengni þáttanna má líklega skýra með því að fólk sá sjáift sig í mörgum þeim persónum sem þar komu fram. Max- ine, sem Lauren túlkaði, lék ákafan lögregluþjón sem átti það til að láta tilfinningarnar ráða og oftar en ekki hlaupa með sig í gönur. Eftir að Lauren kynntist Jim Car- rey við tökur á myndinni Vitlaus, vitlausari hefur einkalif Lauren ekki síður verið viðburðaríkt. Þau urðu strax ástfang- in upp fyrir haus hvort af öðru og fóru ekki leynt með að hjúskapur væri á næsta leiti. En leiðindin eru aldrei langt undan því fyrrum mak- ar þeirra hafa krafið þau um mikla peninga í kjölfar skilnaðanna. Lauren var gift syni Antonys Quinns, Danny, og við skilnaðinn varð að samkomulagi að hún greiddi honum 240 þúsund krónur mánaðarlega. Það eru þó smámunir í samanburði við þær 350 milljónir sem Melissa, eiginkona Jim Car- reys, krefst af spaugaranum með andlitin þúsund. „Lauren og Jim eru eins og sköp- uð hvort fyrir annað en bæði eru mörkuð af fyrri samböndum. Þegar þau ganga upp að altarinu er ljóst að þau verða að vera fjárhagslega nægjusöm í framtíðinni og jafn- framt að vera með öll mál er svona lagað varðar á hreinu," lét vinur parsins hafa eftir sér. „Ég er bálskotinn í Lauren en ég mun ekki stinga höfðinu í gin ljóns- ins aftur,“ segir Jim Carrey og á þar við fyrirsjáanlegt fjárhagslegt skip- brot sitt eftir fyrra hjónabandið sem skilur þó eftir sig fleira en skuldir því saman eiga þau Melissa 7 ára dóttur, Jane. Lauren hefur sett sem skilyrði að áður en þau Jim giftist skrifi hann undir kaupmála sem tekur fyrir all- ar efasemdir í pen- ingamálum ef hjónabandið fer út um þúfur. „Jim tók þessu eins og hverju öðru gríni því hann þénar tífalt meira en hún,“ sagði áðurnefndur vinur skötu- hjúanna. „Ég hef sagt við Jim að hann verði að skrifa undir kaupmálann, sem lögfræðingurinn minn hefur útbú- ið, áður en við giftum okkur," hefur Lauren látið hafa eftir sér. Jim er harmi sleginn yfir kröfu Lauren. Hann óskar þess af öllu hjarta að ganga að eiga stúlkuna kröfuhörðu en hjúskaparáform þeirra hafa verið sett á ís um tíma eða þar til þau hafa komist að sam- komulagi um hver skuli borga'hvað komi til skilnaðar. reglumanninn tilfinningasama, Maxine Steward. Hún hefur sýnt að hún er ekki síður tilfinninga- söm í raunveruleikanum. MUNIÐ NYTT SIMANUMER 550 5000 FIMM FIMMTÍU FIMMÞÚSUND INNBYGGT ÖRYGGl FYRIR BÖRNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrSri samlœsingu á hurSum, fjarstýrSu útvarpi og segulbandstœki meS þjófavörn, tviskiptu niSurfellanlegu aftursœti meS höfuSpúSum og styrktarbitum í hurSum svo fátt eitt sé taliS. Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr. kominn á götuna. OPIÐ í DAG, LAUGARDAG KL. 10-17. RENAULT fer á kostum ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Með einu handtaki lyftist barna- stóllinn upp og barnið getur notað bílbeltið ð öruggan hátt. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.