Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 25
DV LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
25
Hyggur hann
á f orsetaf ra mboð?
Það er ekki bara á íslandi sem
menn eru að velta fyrir sér hugsan-
legum forsetaframbjóðendum. í
Bandaríkjunum verða forsetakosn-
ingar næsta haust og hefur Colin
Powell, fyrrum formaður bandaríska
herráðsins og öryggisráðgjafi Reag-
ans forseta, verið orðaður við fram-
boð.
Nýlega gaf Powell, sem er 58 ára
gamall hershöfðingi á eftirlaunum,
út endurminningar sínar, Ferð mín
um Bandaríkin, og hafa menn veriö
í vafa um hvort taka beri bókinni
sem hverri annarri ævisögu eða vís-
bendingu þess að Powell hyggi á
frekari frama í Hvíta húsinu. i bók-
inni segir Powell meðal annars frá
ferð sinni um Bandaríkin haustið
1962, ásamt eiginkonu sinni, en þau
voru þá nýgift. Enginn hafi viljað
hýsa þau á leið þeirra frá Massachu-
„Þessi maður er svo heppinn að
vera hann sjálfur," sagði vinur Pow-
ells um hann.
setts til herstöðvarinnar Fort Bragg
í Noröur-Karólínu. Þau hafi þurft að
ferðast í Volkswagen-rúgbrauði sínu
og gera þarfir sínar á víðavangi þeg-
ar þau fundu ekki salerni fyrir þel-
dökka og fleira í þeim dúr. Segir
hann í viðtali við bandaríska vikurit-
iö People að Bandaríkin séu nú mjög
frábrugðin því sem var þegar kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnan réð ríkjum.
I raun er breytingin svo mikil að það
eru fáir bæir rúmlega 30 árum seinna
sem ekki þætti heiður að taka á móti
herra og frú Powell og spyrja í leið-
inni hvort hann hygði ekki á forseta-
framboð. Undanfamar vikur hefur
Powell ekki svarað spurningunni af-
dráttarlaust.
Alls staðar
aufúsugestur
Hann er nins vegar aufúsugestur
alls staðar þar sem hann kemur,
nema kannski þar sem andstæðingar
fóstureyðinga ráða ríkjum því hann
hefur lýst yfir stuðningi við rétt
Colin Powell bjargaði nokkrum
mönnum eftir að ein af þyrlum
Bandaríkjahers brotlenti í Víetnam
árið 1968.
Colin Powell í nærmynd
kvenna til að taka ákvörðun um fóst-
ureyðingar. Svo vinsæl er bók Pow-
ells að fólk beið í um kílómetra langri
röð nýlega tii að fá áritun hans á
bókina og að loknu dagsverki höfðu
3.300 lesendur fengið ósk sína upp-
fyllta.
Powell gerði hermennsku að ævi-
starfi sínu en hann var fyrsti þel-
dökki fjögurra stjörnu hershöfðing-
inn. Foreldrar hans em innflytjend-
ur frá eyju í Karíbahafinu en sjálfur
er Powell fæddur í Bronx-hverfi í
New York.
Hershöfðinginn á fundi með þáverandi forseta Bandarikjanna, George
Bush. Powell varð þess heiðurs aðnjótandi, meðan hann gegndi herþjón-
ustu í Þýskalandi árið 1958, að hitta Presley nokkurn sem þá var liðþjálfi
í Bandaríkjaher.
A LEIÐ TIL BETRI
LÍFSKJARA
Til þess að lífskjör á íslandi verði sambærileg eða betri en lífskjör í nágrannalöndunum er grundvallaratriði að koma
ríkisfjármálum í gott horf. Enn eru gjöld ríkissjóðs meiri en tekjur og halli er á ríkisrekstrinum. Það gengur ekki. Enginn
vill láta börnin greiða fyrir eyðslu foreldranna. Stöðva verður skuldasöfnun ríkisins. Ekki dugar að skrifa áfram á reikning
þeirra sem erfa landið. Lífskjör komandi kynslóða, og okkar, eru í húfi.
Um tvær leiðir er að velja, leið S Með sparnaði eða leið ■ Án aðgerða
Afkotna ríkissjóðs
Verölag 1995
Hagvöxtur
1995
áætlun
1996
áætlun
1997
áætlun
1998
áætlun
1999
áætlun
I Meö sparnaöi 81 Án aögeröa
Hagvöxtur heldur áfram
Afkoma ríkissjóðs batnar
Náist jafnvægi í ríkisfjármálum mun hagvöxtur á
íslandi halda áfram að aukast. Hagvöxturinn
verður sambærilegur við það sem best gerist í
Ríkissjóður verður rekinn með fjögurra milljarða króna
halla á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Miðað er við að jafnvægi náist í rikisfjármálum árið 1997.
Verði ekkert að gert, blasir við 16 milljarða króna halli á
ríkisrekstrinum á árinu 1999.
Aukning kaupmáttar
Vis 'itala er 100 áriö 1994
Vaxtagreiðslur lækka
t Meö sparnabi ■ Án aöger&a
Ef tekst að draga úr eftirspurn ríkisins á lánamarkaði
með auknu aðhaldi geta vextir lækkað. Ef vextir
lækka um 1 % léttist greiðslubyrði fjögurra manna
fjölskyldu sem skuldar 5 milljónir króna um 50 þúsund
krónur á ári. Ríkið greiðir í ár vexti sem svarar til nær
190 þúsund króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Ef ekkert er að gert hækkar sú tala í 270 þúsund
Kaupmáttur heimilanna eykst
Fólk fær meira fyrir peningana sína nú en áður.
Kaupmáttur hefur aukist umfram hagvöxt'síðustu tvö
ár og eykst enn á næsta ári með sparnaði í
ríkisrekstrinum. I lok næsta árs hefur kaupmáttur
fjögurra manna fjölskyldu með 200 þúsund króna
ráðstöfunartekjur aukist um 9.500 krónur á mánuði.
TÖKUM ABYRGÐ A FRAMTIÐINNI
Ríkisstjórnin hefur valið sparnaðarleiðina. Leiðina til betri lífskjara. Gert er ráð fyrir að halli á ríkissjóði 1996 verði minni
en hann hefur verið í tíu ár og árið 1997 verði jafnvægi náð. Slíkur sparnaður er vissulega erfiður, en hann er forsenda
Framsóknarflokkurinn