Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Side 30
38
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995
Bás Pósts og síma á Telecom 95 í Genf hefur vakið feiknaathygli og reiknað
með að hátt í 2 þúsund manns staldri þar við.
Hallgrímur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Asks, kynnir upplýsingaturn-
inn fyrir Geoff Hall frá Teleglobe í Kanada sem sýndi Aski mikinn áhuga.
Hluti starfsmanna Pósts og síma á sýningunni fyrir framan kynningarskjá
um Cantat-3 sæstrenginn. Frá vinstri Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst-
og símamálastjóri, Karl Bender, yfirverkfræðingur, Kristján Bjartmarsson,
yfirverkfræðingur í gervitunglafjarskiptum, Halldór Guðmundsson, yfir-
tæknifræðingur á fjölsímasviði, og Jódís Birgisdóttir, ritari póst- og síma-
málastjóra. A myndina vantar Hilmar Ragnarsson yfirverkfræðing og Jón
Valdimarsson tæknifræðing, sem hafði veg og vanda af undirbúningi þátt-
töku Pósts og síma á Telecom.
Gestir Telecom gátu virt íslenska póst- og símamálstjórann vel fyrir sér á
stórum skjá þegar tekið var við hann viðtal í myndveri France Telecom.
annarra þjóða á f]arskiptasviði,“
sagði Halldór.
Eitt af baráttumálum Halldórs er
að gera Póst og síma að hlutafélagi,
til að byrja með í eigu ríkisins.
„Þegar ég var á þessari sýningu
fyrir fjórum árum var aðeins eitt
símafyrirtæki í Vestur-Evrópu orð-
ið einkafélag. I öðrum löndum var
málið í biðstöðu eða undirbúningi. í
dag eru flest Evrópulöndin búin að
breyta símafyrirtækjunum í hlutafé-
lög sem starfa sjálfstætt og óháð
fjárlögum viðkomandi lands. Við
erum að þessu leyti að dragast aftur
úr. Þetta undirstrikar þýðingu þess
sem ég er að berjast fyrir, að breyta
rekstrarformi Pósts og síma. Ég sé
fyrir mér að það verði hlutafélag í
eigu rikisins. Að öðrum kosti mun
fyrirtækið ekki hafa nægjanlega
vaxtarmöguleika. Ég vona að á Tel-
ecom 1999 verði Póstur og sími
kynntur sem jafnoki annarra fyrir-
tækja í þessu sambandi en ekki sem
saltstaur," sagði Halldór.
Póstur og sími verði
ekki saltstaur 1999
Ólafur Tómasson, póst- og síma-
málastjóri, hefur að sjálfsögðu verið
á sýningunni. Hann sagði við DV að
Póstur og sími væri á sýningunni
fyrst og fremst til að sjá framtíðar-
sýn framleiðenda og þjónustuaðila.
„Fjarlægðir í heiminum eru
smám saman að hverfa vegna góðra
fjarskipta. Á nánast engum tíma
kemst þú í viðskipti við mann t.d. í
San Francisco. Hann gæti þess
vegna verið í næsta herbergi hvað
gagnaflutninga varðar,“ sagði Ólaf-
ur.
Ólafur sagði að markmið þátttöku
Búist við 133 þúsund gestum á Telecom 95 í Genf, stærstu tæknisýningu heims:
Helmingur mannkyns
hefur aldrei talað í síma
- margmiðlun upplýsinga með nýjustu tækni mál málanna
Telecom 95, alþjóðlega fjarskipta-
og simatæknisýningin, hófst í Genf í
Sviss á þriðjudag og henni lýkur á
miðvikudag. Alþjóðasímastofnunin,
ITU, í Genf stendur fyrir sýning-
unni sem haldin hefur verið á fjög-
urra ára fresti frá 1971. Fjarskipta-
hugbúnaður er í öndvegi á sýning-
unni þar sem tölvur og nýjasta
tækni í margmiðlun er notuð til
hins ýtrasta. Flestir helstu framleið-
endur fjarskiptahugbúnaðar í heim-
inum sýna tæki sem ekki enn eru
komin á markað, heldur væntanleg
á næsta ári eða síðar.
Yfirskrift sýningarinnar er
„Tengdu!“ og ekki að ástæðulausu. 1
opnunarræðu Nelsons Mandela, for-
seta Suður-Afríku, kom fram að
helmingur mannkyns hefur aldrei
talað í síma. Markmið ITU er að
koma fleiri jarðarbúum í samband
og nota til þess nýjustu tækni. Horfa
menn helst til fjarskipta um gervi-
hnetti í því sambandi.
Frá siðustu sýningu 1991 hafa orð-
ið stökkbreytingar í fjarskiptum
með útbreiðslu farsímakerfisins og
síðar Internetsins. Enda er ekki sá
maður með mönnum á sýningunni
sem ekki er með GSM-síma í
annarri hendinni og fartölvu í
hinni.
640 milljónir síma-
lína í heiminum
Eins og áður sagði er helmingur
mannkyns án símatækninnar. Gríð-
arlegt verkefni bíður ITU að koma
vanþróuðu rikjunum í samband.
Yflr 640 milljónir símalína í heimin-
um eru tengdar, þar af 15 milljónir
farsímalína. Reiknað er með að far-
símalínum fjölgi um 300—400 millj-
ónir á næsta áratug en farsíminn
var vart þekktur fyrir 15 árum.
Af eitt þúsund sýnendum frá 50
löndum er Póstur og simi með 50
fermetra bás á sýningunni af alls 15
þúsund fermetra plássi í Palexpo-
sýningarhöllinni. Básinn hefur vak-
ið feiknaathygli og gróflega má
reikna með að um 200 manns hafi
staldrað við í básnum daglega. Mið-
að við níu daga sýningu munu því
hátt í 2 þúsund manns kynna sér af
alvöru fjarskiptatæknina á íslandi.
Mestur áhugi hefur verið á Cantat
sæstrengnum og hvernig símkerfið
er uppbyggt hér á landi. Þá bauð
Póstur og sími Skýrsluvélum rikis-
ins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, að
kynna upplýsingakerfið Ask á sýn-
ingunni.
Þegar DV var á sýningunni í vik-
unni voru Norðurlöndin með uppá-
komur í básum sínum, en sýnend-
um var skipt niður eftir þjóðemi.
Halldór Blöndal samgönguráðherra
var gestur sýningarinnar af því til-
efni.
„Það skilar okkur kannski ekki
svo miklu að vera á einni sýningu.
Það sem skilar er að vera alltaf vak-
andi fyrir nýjungum sem eru að
koma upp hverju sinni og hvernig
þær færast út á markaðinn. Þetta
hefur Pósti og síma tekist síðustu
árin og veldur því, annars vegar, að
við erum með lægri þjónustugjöld
en víðast annars staðar og hins veg-
ar að við erum fyllilega jafnokar
Pósts og síma á Telecom væri fyrst
og fremst að kynna þá möguleika
sem ísland hefði til að taka þátt í
þróun alheimsmargmiðlunar, t.d.
með því að tengja saman Evrópu og
Ameríku með Cantat-3 og að halda
ráðstefnur.
„Cantat-3 verður okkar lífþráðui
tO útlanda en við höfum einnij
svigrúm til að selja öðrum þjóðun
aðgang að strengnum með aukinn
afkastagetu hans,“ sagði Ólafur.
Askur í harðri
samkeppm
Hallgrímur Thorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Asks, fór á Telecom
95 í vikunni til að kynna upplýs-
ingakerfið og viða að sér fróðleik
um það nýjasta sem er að gerast í
þeim geira.
„Sýningin í Genf sannar að marg-
miðlunin er orðin staðreynd í at-
vinnulífinu. Aðaláherslan liggur í
margs konar farsímakerfum og
þessari ATM-tækni, flutningsaðferð
fyrir margmiðlun á neti. Það var
gaman að fara þarna út og sjá sam-
keppnina við Ask frá t.d. Olivetti,
Nec og IBM, þessum risum í tölvu-
heiminum. Við þekkjum til þeirra
upplýsingaturna og höfum verið í
samkeppni við þá um verkefni í
Englandi. Núna er mikilvægt að
nýta okkur þann styrk sem við höf-
um og þróa okkar sérstöðu í sam-
keppninni. Askur á bjarta framtíð
fyrir sér,“ sagði Hallgrímur.
-bjb
Póstur og sími setti upp gamla símstöð á Telecom 95 sem vakið hefur gríðarlega athygli gesta, svo mikla að nokkr-
ir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hana. Símtæki voru tengd við stöðina, annað frá 1932 og hitt frá 1995. Hér
hringir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, úr gamla símanum í Halldór Blöndal samgönguráðherra. Hjá
þeim stendur Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts og síma.
DV-myndir Björn Jóhann Björnsson