Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 34
unglingaspjall Skiptinemi í Venesúela Þegar maður er ungur og í blóma lífsins er margt sem mann langar að gera. Flestir eru fullir af hugmynd- um um framtíð sína, hvað þeir ætla að starfa o.s.frv. Ég hef alltaf verið staðráðinn í að starfa við eitthvað sem gefur mér möguleika á að ferð- ast um og skoða heiminn. Útþráin byrjaði snemma. Sumrunum eftir 8. og 9. bekk eyddi ég í Bandaríkjunum hjá frænda mínum og fjölskyldu hans. Hann er flugmaður og við gátum þess vegna ferðast mikið um á ódýrum fargjöld- um. Við heimsóttum ein tíu fylki, fórum m.a. til Hollywood og ókum svo þaðan niður til Mexíkó. Hollywood heimsótt Hollywood er veröld út af fyrir sig en engan veginn eins og maður sér í bíómyndum eða ímyndar sér. Ég hélt að ég sæi fræga fólkið á gangi í „stjörnugötunni" og að versla á Rod- eo Drive. Svo var þó ekki. Til að bæta sjálfri mér það upp að hafa ekki hitt frægt fólk lét ég taka mynd af mér og pappaspjaldi af Tom Cru- ise. Síðan sagði ég náttúrlega öllum vinum mínum að ég hefði hitt hann og þeir biðu spenntir eftir að sjá myndina. Eftir tíunda bekk lá leið mín svo til Venesúela þar sem ég dvaldi eitt ár á vegum skiptinemasamtakanna AFS. Hjá okkur skiptinemum stend- ur AFS fyrir „Another Fat Student" því flestir ef ekki allir koma heim nokkrum kílóum þyngri en þegar þeir fóru. Árið mitt í Venesúela var yndis- legt út í gegn. Ég var heppin með allt og alla. Fólkið þarna er svo ein- lægt, allir vilja kynnast manni og gera allt fyrir mann. Ég átti stóra fjölskyldu í Venesú- Kristín Björk Þorvaldsdóttir, 19 ára, nemandi í Fjölbraut í Breiðholti. DV-mynd GS ela — tala alltaf um mömmu, pabba og systkini mín þar. Mamma mín var nokkurs konar „sálfræðinorn". Hún spáir fyrir fólki með því að púa vindlinga. Ég varð mjög undrandi fyrst, skildi þetta alls ekki þótt fólk- ið reyndi að útskýra þetta á spænsku. Ég sagði bara si, si (já, já) og hélt að þau væru biluð. Lærdómsríkt ár Ég gæti skrifað heila bók um all- ar þær frábæru stundir sem ég upp- lifði í Venesúela. Ég tel nauðsynlegt fyrir alla að búa einhvem tíma í öðru landi, kynnast annarri menn- ingu og upplifa lifnaðarhætti ann- arra þjóða. Maður verður miklu opnari og lítur öðrum augum á líf sitt. Ég lærði t.d. að meta hvað við höfum það í rauninni gott hér heima á íslandi miðað við marga aðra. í Venesúela er mikil fátækt, fólk býr í kofum sem haldið er uppi með fjórum spýtum. Fólkið lætur ekki eymdina buga sig, lifir hvern dag fyrir sig, hamingjusamt og alltaf brosandi. Svona er Venesúela í dag. Við erum alltaf að leita að ein- hverju spennandi í lífinu, viljum prófa eitthvað nýtt. Þess vegna mæli ég eindregið með því að fara á fjar- lægar slóðir. Ekki hika við það. Kristín Björk Þorvaldsdóttir, nemi í Fjölbraut í Breiðholti hin hliðin Áhugamálið er hestamennskan - segir Unnur Steinsson, aðstoðarmaður Hemma Gunn „Þegar ég var að vinna sem þula í Sjónvarpinu sl. vetur fylgdist ég oft með vinnslunni á þáttum Hemma Gunn og kynntist bæði honum og Agli Eðvarðssyni. Það var í framhaldi af því sem mér bauðst að aðstoða Hemma í þess- um nýja þætti, Happ í hendi,“ seg- ir Unnur Steinsson, flugfreyja og nú nýr dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. „Mér fannst þetta spennandi enda hef ég alltaf verið óhrædd að takast á við nýja hluti. Ég er viss um að þessir þættir eiga eftir að njóta vinsælda meðal fólks,“ segir Unnur sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Unnur Steinsson. Fæöingardagur og ár: 27. aprU 1963. Maki: Vilhjálmur Skúlason. Börn: Þau eru þrjú. Unnur Birna, sem er 11 ára, Steinar Torfi, 9 ára, og Vilhjálmur Skúli, 3ja ára. Bifreið: Pajero jeppi, árgerð 1989. Starf: Flugfreyja og nú að- stoðarkona Hemma Gunn. Laun: Samkvæmt taxta Flugfreyjufélags íslands. Áhugamál: Hestamennska fyrst og fremst. Fjölskyldan stundar hestamennskuna allt árið um kring en einnig reynum við að komast á skíði. Hefur þú imnið í happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. Ég hef því miður ekki orðið svo heppin. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera í vaskahúsinu. Uppáhaldsmatur: Ætli það sé ekki villibráð. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstnr í dag? Það er hand- boltakappinn Valdimar Gríms- son. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan eiginmann- inn? Það er enginn - ég er svo ánægð með hann. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ætli þaö sé ekki O.J. Simpson. Uppáhaldsleikari: Mel Gibson. Uppáhalds- leikkona: Judie Foster. Uppáhaldssöngvari: Ég get ekki gert upp á milli Bjögga og Bubba. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Grín myndir. Uppáhaldsveitingahús: Ég fer mjög sjaldan út að borða og get því ekki svarað þessari spurningu. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég var að klára bókina Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö og Bylgjan. Ég skipti nokkuð jafnt á milli þeirra. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni Dagur. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2? Ég horfi álíka mikið á báðar, vel bara það besta hverju sinni. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég verð nú að spgja Hemmi Gunn. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer ekki mikið út að skemmta mér en hef kikt inn á Kaffi Reykjavík. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtiðinni? Að standa mig vel í því sem ég geri hverju sinni. Hvað gerðir þú í sumarfrí- inu? Fjölskyldan ferðaðist um landið, um Vestfirði, fór í Ásbyrgi og um Suðurland. Við ferðumst um landið á hverju sumri en þann tima viljum við ekki nota til ferða- laga til útlanda. Unnur Steins- son mun að- stoða Hemma Gunn í vetur. DV-mynd LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1995 3C> Sylvester Stallone og kærastan, Jennifer Flavin, í réttu fötunum. Allir eru stjömur í Planet Hollywood Þeir eru opnaðir hver af öðrum, Planet Hollywood staðirnir. Nú ný- lega var enn einn staðurinn opnað- ur og nú í Beverly Hills, sá tuttug- asti og áttundi sem opnaður er í heiminum. Planet Hollywood er hamborgarastaður, ekki ósvipaður Hard Rock. Eigendur eru hins vegar heimsfrægir, Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Bruce Willis og eiginkona hans, Demi Moore. Unglingum þykir mjög skemmti- legt að heimsækja Planet Hollywood og sjálfsagt hafa nokkrir íslenskir unglingar komið inn á slíkan stað. Einn er t.d. í London og hefur hann öðlast miklar vinsældir. Þegar staðirnir eru opnaðir er það hins vegar fræga fólkið sem kemur fyrst á vettvang og ekki er dónalegt að klæðast þá flík sem merkt er staðnum. Það eru ótrúlega margir minjagripir sem fylgja Planet Hollywood: bolir, húfur, jakkar, kjólar, hálsmen og ýmis merki. Meðal gesta í Planet Hollywood 17. september, þegar staðurinn var opnaður í Beverly Hills, voru Elton John, körfuboltasnillingurinn Shaquille O'Neal, leikkonan Geena Davis, sjónvarpskonan Oprah Win- frey, fyrirsætan Cindy Crawford, popparinn Rod Stewart og kona hans, Rachel Hunter, leikarinn Pat- rick Swayze, auk margra annarra. Hvar skyldi næsti Planet Hollywood staðurinn verða opnaður - varla hér á landi - og þó, það er aldrei að vita. Pabbi unglingaþáttanna í Hollywood. Ástæða þess er sú að hann fann upp og skrifaði þættina Beverly Hills 90210 og Melrose Place. „Það var frekar auðvelt að fá hugmyndirnar að þessum þáttum þar sem ég er í raun að skrifá um mitt eigið líf,“ segir hann. „Ég minnist þess gjarnan hvers konar menningarsjokk það var að flytja til Kalifomíu frá Maryland, þar sem ég bjó sem barn. Ég lét því Brandon og Brendu upplifa það sama,“ segir Darren sem hefur keypt villu þá er Clark Gable átti á sínum tíma. Eftir að þættirnir Beverly Hills 90210 náðu þessum gífurlegu vin- sældum fékk Aaron Spelling Darren til að skrifa líka handrit að Melrose Place sem áttu þó að vera öðruvísi. „Nú hef ég skrifað um táninga og ungt fólk svo kannski ég eigi eftir að skrifa um fólk á mínum aldri í næsta sinn,“ segir Darren sem er ókvæntur og barnlaus. Darren Star er 34 ara gamall og er einn af þeim sem eru mest áberandi Demi Moore hefur látið tattóvera Planet Hollywood á öxlina á sér. Geena Davis í Planet Hollywood kjól ásamt Matthew Modine.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.