Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1995, Síða 37
I>v LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER.1995 fréttir, ■ ' ' Það gerði hitabeltisskúr þegar franskir hermenn leiddu málaliðann Bob Denard á brott á fimmtudag eftir að valda- rán hans og málaliða hans var brotið á bak aftur. simamynd Reutei höndinni, leynilegum félagsskap sem var þekktastur fyrir árásir sínar á frjálslynda Frakka sem studdu kröf- una um sjálfstæöi Marokkós. Undir árslok 1954 tók Denard þátt í misheppnuðu tilræði gegn Pierre Mendes France, sem þá var forsætis- ráðherra Frakklands og vildi losa tökin á nýlendunum. Fyrir tiltækið var Denard dæmdur í Qórtán mán- aða fangelsi. í þjónustu föðurlandsins Franski blaðamaðurinn Pierre Pé- an segir í bók sinni Affaires Africai- nes, eða Afríkumálefnum, að Bob Denard hafi í tæp tuttugu ár unnið beint eða óbeint fyrir frönsk stjórn- völd og leyniþjónustuna án þess þó að nafn hans kæmi neins staðar fram. Stjómvöld hafi fengið hann til að fremja ýmis myrkraverk, en gert hann síðan að blóraböggli þegar þurfa þótti og látið hann taka á sig alla reiði stjómarandstöðunnar og fjölmiðlanna. Fréttaljós á laugardegi Bob gekk í lið með Moise Tsjombe og aðskilnaðarsinnum í hinu mál- mauðuga Katanga-héraði í þáver- andi Kongó upp úr 1960 og gat sér gott orð í baráttu gegn Mobutu, nú- verandi forseta Saír, og liðsmönnum hans. Hann sveik svo aðskilnaðar- sinna og gekk í lið með Mobutu. Árið 1967 tók hann svo virkan þátt í seinni uppreisninni í Katanga og í þetta sinn sveik hann Mobutu. Á áttunda áratugnum hafði Bob Denard aðsetur í Gabon og á þeim áratug tók hann þátt í mörgu mi- sjöfnu þar í landi, þar á meðal morð- inu á þekktasta stjórnarandstæð- ingninum, Germain M’Ba, í septemb- er 1971. Frá annarri plánetu Eftir skilorðsbundna dóminn árið 1993 héldu allir að þessi frægi stríðs- maður heíði nú loksins sest í helgan stein á æskuslóðum, í þorpinu Gray- an-et-l’Hopital. íbúar þorpsins héldu Bob Denard veislu við heimkomuna og þá lét h'ánn þessi orð falla: „Ég er búinn að vera á löngu ferðalagi og spyr sjálfan mig hvort ég sé ekki að koma frá annarri plánetu. Ég er kominn aftur heim á vit róta minna." Annað kom þó á daginn. Það hefur sjálfsagt ekki verið nógu spennandi að skrifa endurminningarnar, taka þátt í gerð sjónvarpsmyndar um sjálfan sig og gera drög að rekstri líkamsræktarstöðvar. Kómoreyjar voru enn á sínum stað og óvinsæll forseti við völd. Núna hlýtur Bob þó ætla að hafa hægt um sig, eða hvað? „Er ég þesslegur að ég fari að setj- ast í helgan stein?“ svaraði Bob Den- ard -aðspurður á fimmtudag, skömmu áður en hann gaf sig frönsku sérsveitunum á Kómoreyj- um á vald. „Þetta er ekki uppgjöf." Reuter o.fl. -sem Bob Denard er bara einn margra nafntogaðra, eða öllu heldur al- ræmdra, máialiða sem hafa skiiið eftir sig blóði drifna slóð um Afríku þvera og endilanga. Nöfn eins og „brjálaði Mike“ Hoare og Callan ofursti, sem var stríðsnafn Kýp- urbúans Costasar Georgious, koma upp í hugann þegar dauðateygjur nýlenduveldisins í Afríku eru skoðaðar og öll ólgan sem fylgdi í kjölfarið. Á blómaskeiði málaliðanna voru mestu harðnaglarnir kallaöir „les affreux”, eða hinir hræðilegu. „Gegn greiðslu tóku þeir að sér aö gera skítverkin sem Afríkubúar gátu ekki gert sjálfir,” segir David Lamb i bók sinni The Afrícans. missti marga menn fallna þegar hann reyndi fyrir sér í Angóla áriö 1976. Sjálfur var hann handsamað- ur og tekinn af lífi. Valdaránstil- raunir málaliöa geta einnig snúist upp í skrípaleik, eins og misheppn- uð valdaránstilraun btjálaða Mi- kes á Seychelles-eyjum árið 1982. Misjafn sauðurinn er í mörgu fé. Og þar eru málaliðar engin undan- tekning, nema síður sé. í hópi þeirra, sem létu glepjast af dýrðar- ljómanum og ölium peningunum sem má þéna í þjónustu stríðsherra í þriðja heirainum, má finna fyrr- um hermenn úr frönsku útlend- ingaherdeildinni, breska fállhlífar- hermenn, útlæga Ródesíubúa, Suö- ur-Afríkumenn. Svo og Belga og Portúgala sem hörmuðu endalok nýlendustefnunnar. Sjálfsagt hafa margir sitthvað að athuga við síðferðiskennd málalið- anna. Engu að síður hefur einhvers konar dýrðarljómi löngum verið um störf þeirra, og bæði kvik- myndir og sönglög hafa veriö gerð þeim til dýrðar. Meðal frægra mynda um málaliða og ævintýri þeirra er Wild Geese, með þeim Richard Burton og Roger Moore i aðalhlutverkunum. Hémaðaraögerðir málaliða end- uöu oft með ósköpum. Ágætt dæmi um það eru örlög Callans, sem íeqn og menn hans börðust í Angóla fyrir skæruliðalireyfingu Holdens Robertos, FNLA, gegn keppinautunum í MPLA, sem nutu stuðnings Kúbustjórnar, þegar keppst var um völdin eftir að Port- úgalar yfxrgáfu landið árið 1975. Aö sögn þeirra sem til þekkja var Callan ekki með öllum mjalla. í bókinni The New Mercenaries eftir Anthony Mockler segir að eitt sínn hafi Callan viljaö prófa nýja hagla- byssu. Hann kallaöi þá á nærstadd- an hermann FNLA, skipaði honum að standa í réttstöðu, stakk byssu- hlaupinu upp i hann og hleypti af. Menn Callans gerðu uppreisn en' hann lét taka 14 þeirra af lífi fyrir hugleysi. Stjórnarhermenn handt- óku hann síðar og tóku af lifi, ásamt með öörum málaliöum. Brjálaði Mike Hoare, snyrtilegur íri, lét fyrst að sér kveða i Afríku á sjöunda áratugnum þegar hann fór fyrir málaliðum sem börðust í borgarastyrjöldinni í Kongó. Hami var síðan í fararbroddi valdaráns- manna á Seychelles-eyjum árið 1977. Hann gerði aðra valdaránstil- raun árið 1982 en þá fór heldur illa fyrir honum. Hoare og menn hans komu með áætlunarflugi frá Suður-Afríku og þóttust þeir vera félagar í svall- klúbbinum Hinni fornu reglu froðublásaranna. Tollarar fundu hins vegar vopn þeirra innan um bamaleikföng. Málaliðarnir rændu þá flugvél frá Air India og létu flytja sig aftur til Suður-Afríku þar sem þeim var stungið inn um stundarsakir. Gullöld málaliðanna í Afríku er að baki en þó geta þeir sem hafa burði og áhuga á fundið sér eitt- hvað viö sitt hæfi. Fréttir herma að flokkar málaliða haíi veriö send- ír til Sierra Leone þar sem upp- lausnarástandríkir. Reutcr Opnað hefur: Sálfræðistofan Andartak (Skúlagötu 63, Reykjavik) Sálfræðingar: Simar: Guðrún íris Þórsdóttir 5881619 Jón Sig. Karlsson 553 6695/5688765 Kolbrún Baldursdóttir 568 2488 Lárus H. Blöndal 567 6048 Loftur Reimar Gissurarson 566 7747/5621383 ^ Innrömmun -gjafavarah Listaverkaeftirprentanir Sérverslun með innrammaðar myndir eftir ísl. og erl. listamenn ítalskir rammalistar - Falleg gjafavara p / S* J 1/lLZO ínnrömmunarþjónusta ^_________V_______Fákafeni 9 - sími 5814370. f Höfum opnað 04 fpemánöi veitingastað að Laugavegi 72. Við sérhæfum okkur í mat frá fyiðí<íd&hk<4fou, en aðaluppistaðan er ýmiss konar keUkétth Síðan getur þú valið meðlæti af salatbarnum okkar sem samanstendur af bæði hefbundnu salati og líka öimifi 04 $ou)Mk$H. Kíkið inn og verið velkomin. Ó[muHtotifoohitU Opið mánud.-fimmtud. 11.30-22.00. Föstud.-laugard. 11.30-23.30. Sunnud. 14.00-22.00. MATTHÍASAR v/Miklatorg Opin aftur Mazda E-2200 dísil ’86, ek. 88 Toyota Corolla sedan 1,6 GLI ’93, þús. km, skiptl mögul. á ód. Verð ek. 31 þús. km. Verð 1.150.000. 470.000. Mazda 323 F '91, ek. 52 þús. km, Nissan Sunny ’90, ek. 72 þús. km, skipti mögul. á ód. Verð 890.000. skipti mögul. á ód. Verð 610.000. Vantar allar gerðir bíla á skrá og á staðinn. Útvegum bílalán. Sími 562-4900 Ingi Garðar Friðrikss. og Björgvin Harðars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.