Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÖBER 1995 Fréttir x>v Barátta skipafélaganna um þjóðvegina: Samskip vilja kaupa eða reka okkur úr Landflutningum - segir Kári Svavarsson á Egilsstöðum „Samskipamenn hafa verið eins og grenjandi Ijón hérna um alit. Þeir hafa hringt oft í Svavar Sig- urðsson sem er fyrir þessu fyrir- tæki. Síðast hringdu þeir um helg- ina með þær hótanir að gengjum við ekki að kröfum þeirra um að selja þá yrði þetta fyrirtæki rekið úr Landflutningum," segir Kári Svavarsson, starfsmaður flutn- ingafyrirtækis Svavars og Kol- brúnar á Egilsstöðum. Hann segir að Samskipamenn hafi lengi legið í forsvarsmönnum fyrirtækisins til að ná tii sín fyrirtækinu. Eins og DV skýrði frá í síðustu viku á sér nú stað mikið kapphlaup mUli risanna tveggja, Eimskips og Samskipa, um flutninga á þjóðveg- um landsins. Báðir þessir aðilar hafa komið sér fyrir á Egilsstöðum. Kári Svavarsson segir að hótunin um að vísa fyrirtækinu úr Land- flutningum hf. sé furðuleg. „Máhð er það að Samskip eiga ekki beinan hlut í Landflutningum. Þessi stöð var byggð upp af bíistjór- unum sem þar keyra,“ segir hann. Kári segir að svo virðist sem Landsbankinn standi að baki Sam- skipa i þessu máli. „Það er mjög undarlegt að þeir skuli hafa sagt að þegar Svavar væri tilbúinn til aö selja þá yrði bara farið í Landsbankann og geng- iö frá þessu þar. Er Landsbankinn að púkka undir þetta fyrirtæki og keppa við sína eigin kúnna? Ég veit ekki betur en öll velta þessa fyrirtækis fari í gegnum Lands- bankann. Þeir virðast ganga í okk- ar peninga í bankanum og nota þá til að keppa við okkur,“ segir Kári. Hann segir að fyrirtækið hafi þjónað Austfirðingum í tvo áratugi og fólk sé síður en svo ánægt með þessa ásókn í fyrirtækið. „Þetta snýst um það að einhverjir karlar suöur í Reykjavík ætla að drottna yfir þessu og peningaflæðið fer beint suður. Fólk hér fyrir aust- an er mjög óánægt með þessar að- ferðir,“ segir Kári. -rt Ragnar Guðmundsson, deildarstjóri Samskipa: Segjum hlut- ina eins og þeireru - búnir aö semja um meirihluta í Landflutningum „Kári hefur verið að reyna að þyrla upp einhverju moldviðri. Ástæðan fyrir því er sú að hann er sjálfur að reyna að kaupa upp reksturinn í samkeppni við okkur. Við höfum átt fjölda funda með þessum aðilum þar sem nánast var samkomulag um samstarf eða kaup. Síðan virðast fleiri hafa fengiö áhuga á fyrirtæk- inu,“ segir Ragnar Guðmundsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Samskipa, vegna ásakana Kára Svavarssonar um að Samskip sé með öllum ráðum að reyna að ná flutn- ingafyrirtæki Svavars og Kolbrúnar undir sig. Ragnar segir áhugann á fyrirtæk- inu stafa af því að Svavar og Kolbrún hafi áratugareynslu í flutningum á landi. Varðandi það að Samskip hafi hótað að vísa fyrirtækinu úr Land- flutningum þá segir Ragnar að hann hafi tamið sér að segja umbúðalaust sannleikann þegar um viðskipti sé að ræða. „Viö segjum hlutina eins og þeir eru. Við erum búnir að semja um það við stóran hluta hluthafa að kaupa meirihluta hlutabréfa í Landflutn- ingum hf. Það veldur ákveðnum vandkvæðum, ef við sameinum af- greiðslu Samskipa innanlands og Landfiutninga hf., ef það eru tveir aðilar að móttaka vörur á sama stað. Við höfum þó ekki hug á að fara á bak viö gerða samninga í þeim mál- um eða brjóta rétt á mönnum," segir Ragnar. Hann vísar því á bug að Lands- bankinn fjármagni fyrir Samskip uppkaup á fyrirtækjum. „Viö höfum ekki fengið neina pen- inga að láni hjá Landsbankanum til slíkra hluta hingað til og það stendur ekki til,“ segir Ragnar. Hann segir að enn sé alls ekki úti- lokað að samstarfsgrundvöllur finn- ist. -rt ForsetiAlþingis: í upphafl þingfundar í gær á- ing aö þingmenn þurfi aö sinna minnti Ólafur G. Einarsson, forseti brýnum erindum annars staðar en Alþingis, þingmenn fyrir skróp á þá ber þeim jafhframt að tilkynna þingfundum. Hann sagði aö síðast- sig. Þingmönnum til hagræðis hef- liðinn fóstudag hefði þingfundur ur komist á sú venja að safna at- hafist klukkan 10.30 eins og venja kvæðagreiðslum saman og láta er um þingfundi sem haldnir eru á þær fara fram í upphaii þingfund- fóstudögum. Þingfundurinn hefði ar, alla jafnan. En þegar ekki er verið kynntur í starfsáætlun Al- heldur hægt aö láta atkvæöa- þingis og um hann heföi því ölium greiðslur fara fram á þeim tíma þingroönnum mátt vera kunnugt. verður að minna á skyldur þing- „Þrettán alþingismenn boðuðu manna í þessu efni. Forseti væntir forföll þennan dag með veruu- þessaðhérverðibreytingá," sagði bundnum hætti, Jétu skrifstofuna Ólafur G. Einarsson, forseti Al- vita um fórföil sín. Eigi að síður þingis.meðalannarsíræðusinni. var ekki unnt að hafa atkvæða- Hannminntiþingmennáaðsam- greiðslu um fyrsta dagskrármáliö kvæmt þingskaparlögum væri á fúndinum þvd oinungis 25 þing- þingmönnum skylt að sækja alla menn voru viðupphafþingfundar- þingfundí nema nauðsyn banni. ins. Forseti finnur að því að þing- Forfðll beri að tilkynna forseta svo menn ræki ekkí fundarskyldu sína. fljótt sem unnt er og meti hann Forseti hefur þó á því góðan skiln- nauðsynina. Karl Olafsson við nýuppteknar kartöflur. DV-mynd Jón Ben Sæmileg kartöfluupp- skera á Suðurlandi Jón Benediktsson, DV, Suðurlandi; Kartöfluuppskera er sæmileg á Suðurlandi að sögn Karls Ólafsson- ar, kartöflubónda í Þykkvabæ. Hann sagði aö ekki hefði Utið vel út með sprettu í sumar en úr hefði ræst í september. Þá stækkuðu kartöflur vel þar sem grös féllu ekki. Karl taldi að uppskeran á landinu væri ekki næg og flytja þyrfti inn kartöflur. Forathugun á rekstri ylræktarvers 1 Svartsengi: Líf rænt ræktað græn- meti til útf lutnings - markaöurinn er stór Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; „Markaðurinn er mjög stór þarna úti fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við erum að tala um tvo 40 feta gáma vikulega af tómötum til aö byrja með,“ sagði Friöjón Einarsson, fram- kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar. Skrifstofan er þessa dagana ásamt Hitaveitu Suöumesja, Grindavík- urbæ og Gjögri hf. í Reykjavík að vinna að forathugun á rekstri og byggingu ylræktarvers sem yrði í Svartsengi. Heildarkostnaður viö bygginguna er áætlaður 330 milljónir og er gert ráð fyrir að 40 manns fái starf þar. Ylræktarverið mun fá alla orku í Svartsengi. Að sögn Friðjóns yrði aðallega stefnt að útflutningi. Hann segir að til að byrja með veröi ræktaðir tóm- atar fyrir markað í Vestur-Evrópu sem er mjög stór. Stefnt er aö því að niðurstaða í málinu liggi fyrir 1. fe- brúar á næsta ári. Nauðgunítogara: Gæsluvarð- haldtilmán- aðamóta Breskur togarasjómaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 31. október vegiia nauðg- unarmáls sem upp kom um helg- ina. Sjómaðurinn var að skemmta sér í Reykjavík með ís- lenskri konu um fimmtugt að- faranótt sunnudags. Að sögn Rannsóknarlögregl- unnar munu þau hafa farið á milli skemmtistaða í miðbænum áður en haldið var um borð í is- lenskan togara í Reykjavíkur- höfn. Konan kærði manninn fyrir nauðgun eftir veruna í togaran- um. Vaktmaður um borð kom henni til hjálpar. Bretinn er sjómaður á breskum togarasemiétúrhöfnígær. -GK Tilvísanakerfið: Ekki á dagskrá „Ég tel, eftir að hafa kynnt mér álit nefndarinnar, að ef við náum sambærilegum samningum við lækna í þessu máli og við höfum gert sé tilvísanakerfíð ekki leng- ur á dagskrá, Ég ætla ekki að fullyrða að það sé úr sögunni um aldur og ævi en það er ekki á næsta leiti, náist samningar,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra um nýtt nefnd- arálit um tilvísanakerfiö sem tal- íð er að jarði þá hugmynd. Hún tók skýrt fram aö þaö væri bundið þvi að samningar næðust við lækna að tilvísanakerfið yrði ekki sett á og sagðist vongóð um aö slfkir samningar tækjust. KeflavíkurflugvöUur: Áttalögreglu- mennráðnir Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum; „Það hefur alltaf verið skoríö niö- ur hjá okkur og nú þurfti að flölga lögreglumönnum. Það er mjög ánægjulegt og nauösynlegt. Það er ekki endanlega búið að ganga frá hvernig þetta verður,“ sagði Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslumannsins á Keilavíkiirílugvelli. Búið er að fastráöa tvo nýja lög- reglumenn við embætti sýslu- mannsins á Keilavíkurflugvelli. Að sögn Sævars verða mjög lík- lega sex í viðbót ráðnir á næst- unni. Sumir þeirra hafa verið lausráðnir og aðrir umtið við afleysingar í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.