Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 14
14 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1995 Lagaval við útfarir: Eitthvað nýtt í hverri viku - segir Jón Stefánsson organisti „Ég er búinn að vera að spila við útfarir í yfír þrjátíu ár og er nú með þriðju kynslóð af tösku undir nót- urnar. Eftir svona langan tíma hefði maður haldið að flest af því sem ver- ið er að leika ætti að vera fil í tösk- unni en það er öðru nær. í hverri viku fæ ég eitthvað nýtt í hendur, eitthvað sem ég hef ekki spilað áður, og því fer því fjarri að þetta séu alltaf sömu lögin," segir Jón Stefánsson, organisti í Langholts- kirkju, aðspurður hvort einhver breyting hafi orðið á því sem fólk biður um að leikið sé við útfarir. Jón segir að í flestum tilvikum ¦* | ¦ séu það aðstandend- [ ur sem velji lögin, { " stundum hafi fólk, sérstaklega það eldra, sett fram ósk- ir um lagaval áður en það féll frá en yfirleitt sé þetta þó mál á milli presta og aðstandenda. Hann segist gefa fólki kost á því að ráðgast við sig um lagaval. Lögin ráða „Oft á tíðum eru það einhverjir sérstakir atburðir sem ráða því um hvað er beðið og ég hugsa að í flest- um tilvikum séu það einmitt lögin en ekki textarnir sem ráða því hvað er flutt hverju sinni," segir JónrAð- spurður segir hann að eflaust komi upp sú staða að benda þurfi fólki á að eitthvað sé varla við hæfi en það sé þó yfirleitt mál milli presta og að- standenda. Hann minnist þess einu sinni að við giftingu hafi hann bent fólki á að lagið Please release me let me go væri vart viðeigandi. í textan- um er þess óskað að viðkomandi verði sleppt og að hann fái að kom- ast í burtu. Það hefur því líklega verið lag frekar en texti sem réð því að sóst var eftir því að það yrði leikið. Parið féllst á röksemd organistans. „Fyrirkomulagið er það sama og áður, kór, organisti og oft einsöngvari eða einleikari, en það hef- ur orðið bylting í tón- listarflutningnum því kórarnir eru miklu betri en áður. Með til- komu Ljóðakórs- ins, sem var ein- göngu skipaður atvinnusöngv- urum og var nánast einráður um tíma, varð mikil breyting til batnaðar'. í dag eru nokkr- ir hópar sem standa í þessu og með stutt- um fyrirvara geta þeir sung- ið hvað sem um er beðið," sagði Jón Stefánsson. -sv Langholtskirkja Jón Stefánsson: Oftast beðinn að spila Largo (orgel) Pflagrímakórinn (orgel) Ave Maria (Schubert) (einsöngur/orgel) Allsherjar Drottinn (einsöngur) Ave Maria (Kaldalóns) (einsöngur) Það er svo margt (einsöngur) Allt eins og blómstrið eina Á hendur fel þú honum •Hærra, minn Guð Lýs milda ljós Bústaðakirkja ni p. víuomunasson: íu lög í uppáhaldi Á hendur fel þú honum Vertu hjá mér, halla tekur degi , 0, þá náð að eiga Jesú Ég kveiki á kertum mínum Lýs milda ljós Þú, Guð míns lífs Friðarins Guð h ruf zu dir (orgel Bach) Fagna þú, sál mín Litany (Schubert) Söngur við útfarir: Alltaf jafnerfitt segir Sigrún Hjálmtýsdóttir „Ég starfa ekki fast við jarðar- farir eins og svo margir söngvarar en syng ef sérstaklega er um mig beðið. Þetta eru afskaplega við- kvæmar stundir og mér finnst þetta alltaf jafnerfitt. Maður sjóast einhvem veginn ekki í þessum út- fararsöng," segir söngkonan Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, í sam- tali við DV. Diddú segir aðstand- endur oft biðja um eitthvað sér- stakt, eitthvað sem tengist hinum látna, uppáhaldslag hans eða hennar eða eitthvað slíkt. Hún segir að sér falli best að syngja eitthvað_sem veiti fólki hugarró og nefnir bænina Faðir vor sem dæmi. Hún segir að það hafi kom- ið fyrir að hún hafi verið beðin um að syngja lag sem henni hafi ekki fundist viðeigandi en segist þá bara hafa reynt að syngja það þannig að sér liði vel. Aðspurð sagðist hún aldrei hafa neitað því að syngja eitthvert umbeðið lag. „Ég hugsa að ég sé búin að syngja við jarðarfarir í 12-15 ár og ef marka má einhverja breytingu á athöfnunum er það kannski helst að nú er fjölbreytnin meiri. Kórarnir eru fleiri og sífellt eru að koma inn nýir sálmar," segir Diddú. -sv Þrjár útfararstofur í Reykjavík eru þrjár starf- andi útfararstofur. Stærst er sú sem er í eigu Kirkjugarða Reykjavfkur og er starfrækt í Fossvogi. Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar er í Vest- urhlíð 3 og Útfararþjónustan Fjarðarási 25 er sú þriðja. Davíð Ósvaldsson: Fyrirtækið stofn- að 1899 „Afi stofnaði fyrirtækið á giftingardegi þeirra hjóna, 25. nóvember 1899, og það er því elsta útfararstofan í landinu. Við erum þrír sem vinnum hérna og veitum alla þjónustu sem viðkemur útför- um," sagði Davíð Ósvaldsson en hann rekur Líkkistu- vinnustofu Eyvindar Árnason- ar. Hann sagði að tilfinning sín væri sú að útfarir hefðu breyst á síðustu árum í þá átt aö þær væru nú vandaðri, léttari og uppbyggilegri. Hann sagði að algengasta verð fyrir jarðarför væri í kringum 150 þúsund krónur og að í mörgum tilv'ik- um borguðu lífeyris- og styrkt- arsjóðir a.m.k. hluta þess fjár. Rúnar Geirmundsson: Persónuleg þjónusta „Ég reyni að veita sem per- sónulegasta þjónustu og tek þátt í öllu ferlinu með aðstand- endum. Ég tek á móti fólkinu og tala við það, er við kistulagn- inguna og er við jarðarförina. Þá ráðlegg ég fólki um lagaval," sagði Rúnar Geirmundsson, hjá Útfararstofunni. Hann sagðist taka minna verð fyrir þjónust- una en Kirkjugarðarnir væru að gera. Rúnar sagðist eiga aukakistur frá Hollandi en byði að öðru leyti upp á hvítar kist- ur frá Kirkjugörðunum og Dav- íð Ósvaldssyni. Rúnar starfaði í 7 ár hjá Kirkjugörðunum en hefur frá 1990 unnið sjálfstætt. Hann sagði að útfararstofurnar hefðu allar sama aðgang að lík- húsi hjá Kirkjugörðunum 1 Fossvoginum. ísleifur Jónsson: Leiðandi á markaðnum „Við erum leiðandi á þessum markaði og sjáum um u.þ.b. 85% af útförum í Reykjavík. Að- standendur ráða vitaskuld ferð- inni en við förum með þeim í gegn- um hlutina og þeir velja þá þjónustu sem þeim hentar," sagði Ísleifur Jónsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna, dótturfyrir- tæki Kirkjugarða Reykjavíkur. ísleifur sagði að algengasta verð á útfórum væri 120 til 160 þúsund en ódýrustu athafnirn- ar kostuðu um 100 þúsund krónur. Hann sagði að í þessu eins og öðru væri það á valdi aðstandenda hvaða þjónustu þeir fengju og hvernig henni væri háttað. Hann sagði að að- standendur gætu valið úr a.m.k. átta kórum og orelleikararnir væru sjálfsagt á milli 30 og 40. Bálförum fjölgar Á landinu voru á síðasta ári um 1.700 útfarir og þar af eru 1.000 til 1.100 í Reykjavík. Reikn- að er með aðfjóldinn verði svip- aður á þessu ári. Miðað við um 130 bálfarir fyrir þremur árum voru þær 170 á liðnu ári og verða álíka margar í ár. -sv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.