Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Sviðsljós Háir símareikningar hjá stórleikkonunni Emmu Thompson: Hringir í nýja kærast- ann á hverjum degi Emma Thompson er búin aö finna sér nýjan kærasta. Hún hringir í hann á hverjum einasta degi og hvíslar ástarorðum í eyra hans. Ein- hver bið verður þó á því að þau geti fallist í faðma því hinn heittelskaði er hinum megin á hnettinum, hvorki meira né minna. Nýi kærastinn hinnar 36 ára gömlu Emmu heitir Greg Wise, 28 ára gam- all leikari, og dvelur hann þessa dag- ana einhvers staðar í frumskógum Ástralíu þar sem hann er að und- irbúa sig fyrir næstu mynd sína. Eru ekki allir annars með það á hreinu að Emma er fyrrum eigin- kona stórleikarans Kenneths Bra- naghs, sjálf engu minni leikkona? „Þau eru örugglega saman og ganga í gegnum allar þær þjáningar sem nýtt kærustupar má þola vegna svona aðskilnaðar," sagði vinur hjú- anna. Greg er mikill séntilmaður og ku hafa boðist til að draga sig alveg í hlé til að gefa Emmu færi á að lappa upp á hjónaband sitt og Kenneths. Þau Kenneth gáfu út tilkynningu fyrr í mánuðinum um að þau væru skihn að borði og sæng. „Greg er mjög viðkvæmur maður og hann hefur áhyggjur af Emmu þar sem hún er nýskilin við eiginmann- inn," sagði vinur þeirra enn fremur. Þau Greg og Emma hittust við tök- ur myndarinnar Sense and Sensibi- lity, sem Emma skrifaði eftir skáld- sögu Jane Austen um ástir á átjándu öldinni. í myndinni leikur Greg hinn glæsilega John Willoughby en Emma sjálf leikur Eleanor Dashwood sem verður ástfangin af Edward Ferrers, sem enginn annar en hjartaknúsar- inn Hugh Grant leikur. Vinir Emmu segja að hún líti á sjö vikna aðskilnað þeirra Gregs sem prófraun á samband þeirra. En hún hringjr í hann á hverjum degi og á því von á svimandi háum símareikn- ingum. I Ástrahu leikur hinn vöðvastælti Greg í ævintýramynd um breskan herflokk sem týndist á Borneó í fyrra og allir voru búnir að telja af þegar leitin bar loks árangur. DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landiö sf TÍGRI verður í afmælisskapi / HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa V SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum V ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Stykkishólmur DV og Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi bjóða þér og allri fjölskyídunni til afmælishátíðar í anddyri íþróttahússins miðvikudaginn 18. október frá klukkan 17-19. Skemmtiatriði: V Nemendur í tónlistarskóla Stykkishólms leika létta tónlist Gómsætt í gogginn: >T Kaffi •/ Afmælisveitingar S Ópal sælgæti V Tomma og Jenna ávaxtadrykkir A FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! é 4/lTlí8 *> Greg Wtse, nýi kærastinn hennar Emmu Thompson. Fallinnfráað ákæraRobert Leikarinn Robert De Niro slapp raeð skrekkinn að þessu sinnt Hann, svo og fleiri, faaíöi fastlega búist við þvi að vera ákærður fyrir líkamsmeiðingar í kjölfar þústra hans við kvikmyndatðku- mann fyrir utan næturklúbb á Manháttan fyrir skömmu. Heyrst hefur að kvikmyhdatökumaður- inn hafi farið frara á 9 miUjónir króna fyrir að hætta við einka- mál Fyrirsæta i dragt frá franska tískuhönnuoinum Dorothee Bis en vor- og sumartískan var kynnt í Paris um helgina. Sfmamynd Reuter Pamela heim afspítala Pamela Anderson, siii- konbomba og fiotholtadrotrning, fékk að fara heim af sjukrahúsi í Kalilbrníu á surmudag en stúlkan hafði verið lögð inn meö „flensu- einkenni". Ijósvakamiðlar sögðu i kjölfar innlagnar leikkonunnar á föstudag að niðurstöður þung- unarprófs hefðu reynst jákvæð- ar. Famela missö fóstur fyrr á árinu. AlPaeinoleik- ur stórkóng Al Pacino er án nokkurs vafa einhver fjöihæfasti leikarinn í Hoilywood og hefur lengi verið, jafhvígur á báðar hendur. Nú heyrist að hann hafi tekið að sér að gera mynd um Ríkharð kóng þriðja, mynd þár sem verða bæði atriði úr leikriti Shakespeares og heimildarmyndir. Fullt af fræg- um leikurum verður með í mynd Paöinos.:; ShirleYÍser liðsauka Enn bætist í hop úrvalsleikara sem verða með í Kvðldsrjöm- unni, mynd eftir samnefhdri sögu Larrys McMurtrys og framhaldi af Terms of Endearment Nu síð- ast var það Miranda Richardson sem slóst í hóp með Shirley MacLaine, Jack Nicholson og fleirum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.