Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 25 ’úMWWÍfl Með Black Line myndlampa, 40W Nicam Stereo magnara með Surround, aðgerða- birtingu á skjá, textavarpi með ísl. stöfum, fullkominni fjarstýringu, Timer, klukku á skjá, S-VHS inngangi og tveimur Scart-tengjum. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS STGR. SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Tuttugu ár frá kvennafrídeginum 26. október 1975: Þá lamaðist atvinnulífið Skólahald fór úr skorðum á kvennafrídaginn og barnamergð einkenndi vinnu- staði. Karlar máttu gæta barna sinna og svo fór líka fyrir Ólafi Ragnarssyni, fyrrum fréttamanni Sjónvarpsins, sem hér er með sonum sínum tveimur, Ragnari Helga og Hilmari Erni, á kvennafrídaginn. hartnær tvær klukkustundir og all- an tímann var jafn mikill fjöldi á Lækjartorgi, í Bankastræti, upp að Ingólfsstræti og Lækjargötu allt að Amtmannsstíg. Þá var mikili fjöldi fólks í Austurstræti að Pósthús- stræti. Konur héldu á kröfuspjöldum með slagorðum eins og: Ást er sameigin- leg barátta, Jafnrétti strax í dag, Við erum margar, Hver er nakti maður- inn í listinni?, Jafnrétti í stöðuveit- ingum, Kvennafrí, hvaö svo? og svo framvegis. Upphafið 1970 Hugmyndin um kvennafrí má rekja aftur til ársins 1970 en fyrsta formlega samþykktin fyrir því að láta daginn verða að veruleika var gerð í janúar 1975 á ráðstefnu rauð- sokka og verkakvenna um kjör lág- launakvenna. í þessari samþykkt skoruðu þær á kynsystur sínar að taka sér frí frá störfum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Skriður komst hins vegar á málið um sumarið þegar ráðstefna kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum lagði fram tillögu þess efnis að kon- ur létu verða að því að taka sér frí umræddan dag. í ágúst hittust svo flutningsmenn tillagnanna og sendi konum bréf þar sem kvenfélög og hagsmunafélög kvenna voru beðin að senda fulltrúa í framkvæmda- nefnd um kvennafrí. í kjölfarið var 10 manna framkvæmdanefnd stofn- uð. Eitt af fyrstu verkefnum hennar var að útbúa dreifibréf í 47 þúsund eintökum sem bar yfirskriftina „Hvers vegna kvennafrí?“ og var það sent um allt land. Feður gæta barna Eins og fyrr segir kynntust feður kvennafrídeginum helst þannig að börnin þurftu að koma með þeim í vinnuna. Á stórum vinnustöðum var barnamergðin slík að karlarnir skiptust á að gæta þeirra. Sjónvarp- ið, sem hóf útsendingar í lit einmitt á kvennafrídaginn, var einn þessara vinnustaða. „Ég man eftir að við vorum með samkomuhald fyrir börn starfs- manna þennan dag þannig að þarna voru engir nema karlar og börn. Við skiptumst á að sinna þeim á milli þess sem við unnum að verkefnum dagsins,“ segir Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi sem var fréttamaður Sjónvarpsins á þessum tíma. Hann segir menn almennt hafa tekið þessum aðgerðum kvenna mjög vel og sýnt því skilning að þær þyrftu að bæta stöðu sína. Sjálfur segir Ólafur að honum hafi þótt gam- an að því að sjá samstöðu kvenna þennan dag en erfitt sé að mæla ár- angur þessara aðgerða. Árangur hafi þó náðst og óneitanlega hafi kvenna- frídagurinn orðið til þess að konum hafi reynst auðveldara áð hasla sér völl á ýmsum sviðum þjóðlífsins þar sem hlutur þeirra var minni fyrir frídaginn. „Markmiöið var að sýna fram á að atvinnulífið myndi lamast við það að konur legðu niður vinnu. í kjölfar „Ég var á ísafirði á þessum tíma og þetta var óskaplega gaman. Við gerðum verkfall og það var ekki starfhæft í bönkum, frystihúsum, kaupfélaginu, skólum og víðar. Ég man að maðurinn minn varð að fara heim og ég held að hann hafi steikt kótelettur handa bömunum í fyrsta skipti á ævinni þennan dag og hann var óskaplega montinn af því,“ segir Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands, um reynslu sina af 24. október 1975. Á þriðjudaginn eru 20 ár frá því tugir þúsunda kvenna á íslandi lögðu niður vinnu í einn dag i tilefni kvennafrídagsins á íslandi. Óhætt er að fullyrða að nær allt atvinnulif hafi lamast á landinu, að mínnsta kosti þær atvinnugreinar þar sem konur voru i meirihluta. Aukinheld- ur máttu karlar gæta barna sinna þennan dag því að leikskólar og nán- ast allt skólastarf fór úr skorðum. Kvennahátíð á ísafirði „Við héldum kvennahátíð á ísa- firði og vorum með leikfimi að morgni dags fyrir allar konur í bæn- um. Agnes Bragadóttir, sem var bú- sett á ísafirði þá en er nú menning- arritstjóri Morgunblaðsins, sá um hana. Það var gífurleg þátttaka í leikfiminni. Að deginum héldum við svo hátíð í félagsheimilinu í Hnífsdal og vorum þar með leikrit, dansa, fyr- irlestra og ýmsar aðrar uppákomur. Ég man að Þuríður Pétursdóttir var með fyrirlestur á Mánakaffi en hún var mjög framarlega í kvennahreyf- ingunni. Hún var nýkomin að sunn- an, kenndi við Menntaskólann og kom með í farteskinu allar þær hug- myndir sem höfðu verið að gerjast," segir Bryndís sem stjórnaði hátíða- höldunum á ísafirði. í Reykjavík var haldinn gríðarlega fjölmennur útifundur á Lækjartorgi, líklega sá íjöhnennasti sem haldinn hefur verið, ef frá er talinn Land- helgisfundurinn 1959. Haft var eftir lögreglu í fjölmiðlum að 20 til 25 þús- und manns, mest konur, hefðu sótt fundinn og hlýtt á ræður og skemmtiatriði. Dagskráin stóð í ryndís Schram á áttunda áratugnum: „Það er mín sannfæring að við get- um allt sem við viljum. Ef við erum tilbúnar að leggja út í baráttuna þá stöðvar enginn karlmaður konu,“ segir Bryndís um kvennabaráttuna í dag. þessa vöknuðu konur til meðvitund- ar um sjálfar sig og eigin mátt. Sjálf- straust þeirra jókst og þær komust að því að vilji er allt sem þarf,“ seg- ir Bryndís. Hún segir að þrátt fyrir þessa góðu þátttöku á ísafirði hafi sér fundist ísfirskar konur ekki hafa skilið út á hvað kvennabaráttan gekk. Þær hafi, líkt og margar aðrar konur í sjávarplássum á íslandi, séð um allt. Þær hafi kannski ekki verið fyrirvinnur en séð um fjármál fjöl- skyldunnar, barnauppeldi og dagleg- an rekstur heimilisins á meðan karl- arnir voru á sjónum. „Þær höfðu þegar öðlast þá stöðu í samfélaginu sem margar aðrar konur voru að sækjast eftir.“ Hafði sína galla Bryndís segir að þrátt fyrir alla kosti kvennabaráttunnar hafi hún vissulega haft sína galla. Til dæmis hafi móðir hennar, sem var húsmóð- ir og sjö barna móðir, fengiö það á tilfinninguna að ævistarf hennar hafi verið fyrirlitið og einskis metið. „Mamma tók þetta mjög nærri sér og spurði sig: „Hef ég þá lifað til einskis?"!“ Þá segir Bryndís karlfyr- irlitninguna hafa farið í taugarnar á sér. Hún hafi viljað líta á karla og konur sem einstaklinga og heyja bar- áttuna á jafnréttisgrundvelli. Aðspurð um hvort þörf sé á nýjum leiðum í kvennabaráttunni með það í huga að launamisrétti kynjanna viðgengst enn svarar Bryndís því til að þær leiöir komi af sjálfu sér. Áður 20 til 25 þúsund konur fylltu miðbæ Reykjavíkur á skipulögðum útifundi. Tug- ir þúsunda kvenna lögðu niður vinnu og víða á landsbyggðinni var skipulögð dagskrá eins og Bryndís Schram, sem skipulagði hátíðahöldin á Isafirði, skýrir frá í viðtali. fyrr hafi karlar sjálfkrafa verið fyrir- vinnur heimilanna þótt konan hafi unnið úti en nútíma sambúðarform og skilnaðir geri það að verkum að einstæðum mæðrum hafi fjölgað til muna sem verði til þess að nauðsyn breyti ríkjandi fyrirkomulagi. Lýs- andi dæmi um það sé launabarátta hinna dæmigerðu kvennastétta. „Sök kvenna er hjá okkur sjálfum. Það er mín sannfæring að við getum allt sem við viljum. Ef við erum til- búnar að leggja út í baráttuna þá stöðvar konu enginn karlmaður," segir Bryndis. Hún segist sjá fram á að konur muni berjast einar í framtíðinni án hjálpar karla. Með hið fyrrsagða í huga, um ríkjandi sambúðarform, þá muni konur óhjákvæmilega sækja meira í störf sem gefa meira af sér. Aðgerðir kvenna þennan dag vöktu athygli langt út fyrir land- steinana og fjölluðu erlendir fjöl- miðlar ítarlega um samtakamátt kvenna hér á landi. Óneitanlega má fullyrða að konur vöktu athygli á mikilvægi sínu á vinnumarkaðnum um árangurinn verður hins vegar lengi deilt.-pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.