Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 31
JL>V LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995
39
Þegar tæplega fimm hundruð ís-
lendingar stigu út úr Boeing 747,
fyrstu breiðþotu í eigu íslensks flug-
félags, eftir átta tíma flug, á Ba-
hamaeyjum í síðustu viku biðu á
flugvellinum fjölmiölar, ungfrú Ba-
hamaeyjar, ferðamálafulltrúar og
fjörug hljómsveit. Atburðurinn var
ekki síður merkilegur þar en hér á
landi. Nokkrir úr hópi farþeganna
voru teknir í viðtal við þarlenda
sjónvarpsstöð en aðrir létu tækifær-
ið að mynda sig með Miss Bahamas
ekki ganga sér úr greipum.
Það eru sjö hundruð eyjar sem til-
heyra Bahama. íslendingar flugu til
New Providence, þar sem höfuðborg-
in Nassau er, og dvöldu þar. Eyjan er
agnarsmá og þar þekkjast ekki stærri
hópferðabílar en fyrir tuttugu
manns. Það þurfti þess vegna tuttugu
og fimm rútur að flytja þennan stóra
hóp á milli staða.
í september og október er rigning-
artímabil á þessum slóðum og því
ekki ferðamannatími. íslenski hóp-
urinn var því sannarlega kærkom-
inn. Þó að hópurinn hafi kynnst
óteljandi rigningardembum lét hann
það ekki á sig fá því sólin skein heit
á milli. Það var yfir þrjátíu stiga
hiti þó skýjað væri og menn fóru
inn fyrir dyr til að kæla sig.
Spilavítið lokkaði
Föstudaginn 13. október var sér-
stakur dagur á eyjunum, svokallað-
ur „Discovery Day“ sem innfæddir
halda hátíðlegan þar sem talið var
að Kristófer Kólumbus hefði fyrst
stigið á land á eyjunni San Salvador
á Bahama 12. október 1492. Þennan
dag voru bankar lokaðir og verslan-
ir. Á San Salvador voru hátíðahöld
alla helgina.
íslenski hópurinn gisti á Marriott
hótelinu sem er gríöarstórt og með
867 herbergjum. Stærsta spilavítið í
öllu Karíbahafinu er sambyggt hót-
elinu og þar var sannarlega nóg að
gera hvort heldur menn vildu leggja
undir eða bara horfa á. Sögur herma
að allmargir hafi fengið glaðning -
aflt upp í 2000 dali. Konur voru ekki
síður kræfar en karlar í spilavítinu.
Hópurinn fylgdist með skemmti-
legri dans-, söngva- og skemmtidag-
skrá í spilavítisleikhúsinu þar sem
ungar stúlkur dönsuðu berbrjósta.
Þrír íslenskir herramenn voru
drifnir upp á svið og dönsuðu undir
stjórn gamanleikara.
Engir skattar
Á Bahamaeyjum búa um 260 þús-
und manns, um helmingur þeirra
býr á New Providence. Rúmlega
80% þjóðarinnar eru svart fólk. Eyj-
an hefur haft fullt sjálfstæði frá ár-
inu 1973 en er innan Breska sam-
veldisins. Vinstri umferðin ber þess
glöggt vitni. Þó eru aðeins um 97 km
Það var skemmtilegt að kafa og
skoða marglita fiskana í tærum
sjónum.
Tæplega 500 íslendingar til Bahamaeyja:
viðburður fyrir innfædda
Það var glatt á hjalla á ströndinni og Haukur Halldórsson, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda, ræddi kvennapólitík af fullum krafti við hressar
dömurnar.
til syðsta odda Flórída og 80 km til
Kúbu. Innfæddir Bahamabúar fara í
innkaupaleiðangra til Miami en lög
í landinu heimila þeim að koma
með varning með sér fyrir allt að
600 dali. Þessar verslunarferðir eru
mjög viðamiklar fyrir jólin. Ástæða
þess að Bahamabúar leita annað til
að versla er kannski sú að þeir lifa
á ferðamönnum og því er verðlag
hátt á eyjunum. T.d. kostar glas af
bjór um 300 krónur og góð máltíð
fyrir hjón varla undir 100 dölum
(6.500 krónum). Þjórfé tíðkast á þess-
um slóðum og er um 15% af verði. Á
sumum veitingahúsum er þjórféð
reiknað inn í verðið. Bahamabúar
greiða enga skatta og þess vegna
hafa bankar víða um heim komið
sér fyrir á eyjunum. Margt frægt
fólk hefur einnig stofnað fyrirtæki
sitt á Bahama og má þar t.d. nefna
Björk Guðmundsdóttur.
Hinum stóra hópi íslendinga
bauðst að fara í skoðunarferð til
Nassau á laugardeginum, skoða
gömul virki, sem reyndar aldrei
þurfti að nota, hverfi ríkra og þeirra
fátæku. Áherslur íbúanna virtust
töluvert öðruvísi en við þekkjum
því ágætis bílar og risastórir gervi-
hnattadiskar voru fyrir utan fátæk-
leg og lítil húsin.
Sungið og dansað
Á sunnudeginum fór hópurinn í
afar skemmtilega bátsferð í eyju sem
kölluð er Blue Lagoon. Þar er
ströndin hvít og hrein og sjórinn svo
grænn og heitur sem hann getur ver-
ið. Sólin skein heit þennan dag og
því voru allnokkrir orðnir nokkuð
rauðir þegar líða fór að kveldi. Á
eyjunni var boðið upp á mat, ómælt
hvítvín og fjörug hljómsveit lék und-
ir dansi. íslenskur piltur, Júlíus
Guðmundsson, lét sig ekki muna um
að fara á svið og syngja með. Það
voru allir sammála um að þessi tæp-
lega fimm hundruð manna hópur
kynni sannarlega að skemmta sér.
Fylgst með limbódansi fyrir utan hótelið.
DV-myndir ELA
Þessir skrautlegu búningar seldust
upp á eyjunni Blue Lagoon en þeir
fengust bæði á smáa og stóra.
Á Bahamaeyjum er köfun mjög
vinsæl og sérstakir þjálfarar æfa
menn í henni í sundlaugum við hót-
elin áður en lagt er upp í ferðina.
Þeir sem eru lærðir kafarar telja það
þó kannski ekki nægilegt, menn
verði að fara varlega þegar djúpt er
kafað. Þeir sem prófuðu voru alsælir
með þessa nýstárlegu reynslu en
skrautlegir fiskar, jafnvel höfrungar,
sjást vel í hreinum og tærum sjónum.
Bubbi ómaði í garðinum
I sundlaugagarðinum var diskó-
tek og þar var spilað bingó, farið í
limbó eða dansað undir stjórn
fjörugra heimamanna. íslendingun-
um líkaði vel hinn bráðijörugi takt-
ur í tónlist heimamanna en þó voru
ekki margir dagar liðnir þegar
Bubbi Morthens og kúbverska
hljómsveitin hans voru farin að
óma í loftinu. Innfæddir kunnu vel
að meta því þeir dilluðu sér í takt
við hinn íslenska kóng.
Á Bahamaeyjum er mikið lagt upp
úr sjávarréttum og um síðustu helgi
var stór fískmarkaður þar sem menn
gátu smakkað alls kyns glænýtt góm-
sæti úr sjónum. Fiskurinn þykir góð-
ur á þessum slóðum og því óhætt að
prófa hinar ýmsu tegundir. Sérstök
sjávarréttasúpa þar sem skeljarnar
eru muldar í er einn af þjóðarréttun-
um og sjálfsagt að prófa hana.
Helsti ferðamannatíminn á Ba-
hamaeyjum er í desember, janúar
og febrúar, mars og apríl. Þá hækk-
ar verð á hótelum og sjálfsagt fleiri
hlutum. Bahamaeyjar eru nýstárleg-
ur ferðakostur fyrir íslendinga enda
munu flestir þeir sem í ferðinni
voru ekki hafa verið í ferðahugleið-
ingum þegar þeir sáu ferðina aug-
lýsta - heldur stokkið á hið óvænta
kostaboð. Það glumdu við húrra-
hróp fyrir Atlanta og Samvinnuferð-
um hjá ánægðum ferðalöngum þeg-
ar breiðþotan lenti aftur á Keflavík-
urflugvelli eftir vel heppnaða ferð.
íslensku blómarósirnar voru skraut-
legar um háriö þegar innfæddar
maddömur voru búnar að fara hönd-
um um þær.