Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NYTT SIMANUMER Frjálst,ohaö daqblaö LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995. LOKI Ber karmski að líta á Hring dauðans sem starfskynningu fyrir verðandi mafíósa? txothec tölvu límmiða prentari 1É Nýbýlavegi 28 - símí 554-4443 Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart veður syðra Á morgun verður fremur hæg norðlæg átt í fyrstu en vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum. É1 verða um landið norðanvert en nokkuð bjart veður syðra, hiti 0 til 4 stig að deginum en víða næturfrost. Á mánudaginn verður nokkuð hvöss norðaustanátt um landið norðvestanvert en hægari annars staðar, áfram él norðanlands en þurrt að mestu sunnanlands. Vægt frost verður á Vestfjörðum en 0 til 4 stiga hiti í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 61. m m , 1. nóvember: Gera samning að ,Jre pa“ mann „Bestu morðin eru þau þar sem fórnarlambið hefur ekki einu sinni hugmynd um hver drap,“ segir i leikreglum fyrir drápsleik sem hefjast mun á götum Reykjavikur á allraheilagramessu - 1. nóvemb- er. Leikurinn flokkast með svoköll- uðum hlutverkaleikjum og er hug- myndtn hingað kornin frá Banda- ríkjunum. Leikurinn var reyndur einu sinni hér í haust með fámenn- um hópi. Nú er skráning haíin í næsta hóp „morðingja". Leikurinn er í þvi fólginn að hver þátttakandi fær úthlutað fórnar- lambi sem hann á að „drepa“ með öllum ráðum - en þó ekki þannig að likamstjón hljótist af. Hver sá sem fengið hefur slíkan „samning um morö“ er einnig fórnarlamb einhvers í leikum. Haldið er áiram að leika þar til aðeins einn er eftir „lifandi" og er sá sigurvegari, <rt Ftagnar Brynjúlfsson, 21 árs Seltirningur, segir að drápsleikurinn Hringur dauðans sé saklaus skemmtun, en Áskell örn Kárason sálfrœðlngur segir þetta óheilbrigt tómstundagaman. DV-mynd Brynjar Gautí „Þaö eru aðallega menntaskóla- krakkar sem eru með í þessu. Þetta er ekkert verra fyrir unglingana en að horfa á glæpamynd og að minu viti bara heilbrigð skemmtun eöa í það minnsta skárra en að kaupa landaflösku og drekka sig fullan niðri í bæ,“ segir Ragnar Brynjúlfsson, 21 árs Seltirningur, sem stjómar leiknum. Hann segir að þegar hafi margir látiö skrá sig og ekkert því til fyrir- stööu að hefja leikinn á allraheil- agramessu. Hægt er að láta skrá sig í tveimur verslunum í Reykja- vik. Þá er og hægt að tilkynna þátt- töku á Intemetinu. í leiknum eru öll vopn leyfileg. Vatnsbyssur munu vinsælar en einnig er mælt með að nota sprengjur og gildrur af ýmsu tagi. Óll munu þó vopnin skaðlaus. Hefur leitt til morða Erlendis hafa leikir af þessu tagi verið ýmsum þymir í augum og á síðasta ári gerðist þaö í Svíþjóð að unglingar urðu dreng að bana og gáfu þá skýringu að þeir hefðu ver- ið í hlutverkaleik og ekki áttað sig á alvörunni. Áskell Öm Kárason, sálfræðing- ur hjá Meöferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, sagði við DV að leikir af þessu tagi væru mjög varasamir, einkum fyrir þá unglinga sem væm veikir fyrir og þyldu illa mikla spennu. „Þetta er mjög óheilbrigt tóm- stundagaman. Hættan er að börn eöa unglingar sem eru veikir fyrir þoli ekki álagið og upplausn veröi í lifi þeirra. Það getur leitt til að þátttakendurnir rugla saman leik og veruleika,“ sagði Áskell Örn. -GK Bankaránið: Einsdæmi að máli á einum sólarhring Sunnudagur Mánudagur Engin dæmi eru til frá síðari tímum um að íslendingur hafi verið hand- tekinn, ákæröur og dæmdur á sama sólarhringnum eins og gert var í máli mannsins sem reyndi að ræna Háaleitisútibú Landsbankans fyrr í vikunni. Eftir upplýsingum frá ríkis- saksóknara mun slíkt þó hafa gerst þegar útlendingar eiga í hiut og á liggur að ljúka málunum. Skýringar frá ríkissaksóknara á skjótum framgangi málsins eru að maðurinn var handtekinn snemma á vinnudegi lögreglu, öll vitni voru á ~ staðnum, játning lá fyrir og engar skaðabótakröfur voru lagðar fram. „Allar ytri aðstæður voru þannig að það var hægt að ljúka málinu á einum sólarhring. Þetta var engin illmennnska í garð þessa eina manns og raunar furöulegt að við erum bæði gagnrýndir fyrir að ljúka mál- um of fljótt og eins fyrir að draga afgreiðsluna of lengi,“ segir Guðjón Magnússon, fulltrúi hjá ríkissak- sóknara en hann annaðist „banka- ránsmálið" fyrir embættið. — . Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, : sagði í samtah við DV í gær að lög- reglan hefði lengi knúið á um að i málum síbrotamanna yrði flýtt: „Heimildin til að flýta málum með þessum hætti er til staðar og hana mætti nota oftar þegar um raunveru- lega síbrotamenn er að ræða.“ Maðurinn sem reyndi aö ræna Háaleitisútibúið var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Guðmundur Ágústsson, skipaður verjandi hans, sagði við DV að dómurinn væri óvenjuþungur. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.