Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 DV > skjainn Það hefur ekki mikið frést af leikkonunni Cybill Shepherd upp á síðkastið enda virðist frekar lítið ha verið að gerast hjá henni fra því hún lék í sjónvarpsþáttun um með Bruce Willis. Nú er hins vegar allt á uppleið hjá Cybill. Hún er með sína eigin sjónvarps- þætti sem nefnast ein- faldlega „Cybill" og fjalla um einstæða móður með tvær táningsstelpur. Þátturinn hefur náð vinsæld- um. Söguefnið er í raun ekki mjög ólíkt lífi leik- kon- unnar því hún er einstæð móðir með þrjú börn, Clementine 16 ára og tvíburana Ariel og Zack sem eru sjö ára. ...að David Copperfield, kær- asti súpermódelsins Claudiu Schiffer, hefði keypt gömlu snekkjuna Marlin en hún var í eigu Johns F. Kennedys og eigin- konu hans, Jackie. Sagt er að parið sigli til framandi staða til að fá frið með sitt einkalíf. ..•.að leikarinn Lorenzo Lamas (36 ára) hefði fallið fyrir mótleikkonu sinni, Shaunu Sand (24 ára), í framhaldsþátt- unum Renegade. Hvað fyrrver- andi kona hans, Kathleen Kin- mont, sem einnig leikur í þátt- unum, segir vitum við ekki en ætli þessir leikarar séu ekki öllu vanir. Olyginn sagði... ...að siðgæðisyfirvöld í Malasíu hefðu lagt bann á Bar- biedúkkuna frægu vegna þrýst- ings frá foreldrum og dagblöð- um. Það er ekki bara vegna ljósa hársins, löngu leggjanna eöa óausturlenska útlitsins heldur þar sem kynþokki þess- ara fögru meyja er talinn geta brenglað siðgæðisvitund barna. Bók um ævi Arne Næss: Mun valda æsingi í Noregi Norðmenn biða spenntir þessa dagana eftir nýrri bók um ævin- týramanninn Arne Næss. Bókin segir frá lífi Arne og um þrjátíu manns, sem hafa kynnst honum, segja frá þessum athafnamanni. Það er blaðamaður við Aften- posten, Mona Levin, sem skrifar bókina en þrír Íaðilar komu til greina sem höfundar. Það var : Arne sjálfur sem valdi Monu enda hafði hún : tekið viðtal við hann eitt sinn. Arne Næss er líklegast þekktastur fyrir að vera kvæntur söngkonunni Díönu Ross en jafnframt hefur hann gert út risa- Auðkýfingurinn Arne Næss og eiginkona stór skemmtiferðaskip. hans, Díana Ross söngkona. Arne er Norðmaður en hefur búið í Bandaríkjunum allnokkur ár og er meðal helstu auðkýf- inga Norðmanna. Hann þykir þó engu að síður sparsamur. Sögur gengu um það síðasta sumar að Arne og Díana væru aö skilja og breska blaðið Daily Mirror birti frétt um það. Sagt er að peningamál hafi verið ástæða þess að hjónabandið væri að fara út um þúfur en Díana þolir Ola sparsemi eiginmannsins. Skilnaður hefur hins vegar ekki átt sér stað. Díana Ross gaf út ævisögu sína árið 1991 og þar kom vel í ljós hversu peningamál eru viðkvæm í hjónabandinu. Helst þarf hún að borga sjálf af eigin bankareikningi ef hana langar að kaupa eitthvað. Sagt er að bókin um Arne Næss muni valda miklum æsingi í Noregi en sjálfur fær hann ekki að lesa hana fyrr en hún er komin út — rétt eins og aðrir. „Sumir segja að best sé fyrir mig að koma ekki nálægt Noregi eftir aö bókin er komin út,“ segir Arne en vildi ekki láta hafa neitt frekar eftir sér. Hann hefur sjálfur gefið út bækur, t.d. um fjallgöngu sína í Himalaja en Arne hefur alla tíð þótt mikill ævintýramaður. ...að Rosanna Della Corte, sem er 63 ára og elsta smá- barnamóðir í heimi, hefði hug á að eignast annað barn. Þetta sagði hún á ársafmæli sonar síns, Riccardos. Rosanna fékk hjálp frá ítalska lækninum Severino Antinori sem fram- kvæmir tæknifrjóvganir á eldri konum. Þrisvar sinnum tvíburar Shirley Webre, sem er aðeins 21 árs gömul, getur aðeins eignast tví- bura - að minnsta kosti hefur hún eignast þrenna tvíbura á þremur árum. Hún segist vera búin að fá nóg og ætli sér ekki að eignast fleiri börn. Shirley og eiginmaður henn- ar, David, 29 ára, búa í hjólhýsi með sex börnum sínum í Louisiana í Bandaríkjunum. í hjólhýsinu eru þrjú lítil herbergi og eldhús. Þau hjónin ætluðu sér einungis að eignast eitt barn i upphafi en nú eiga þau fjórar stúlkur og tvo drengi. Davíð og Elísabet urðu þriggja ára í júlí, Angel og Bethany urðu tveggja ára í ágúst og þau yngstu, Courtney og Christen, eru aðeins nokkurra vikna gömul. Þegar um glasafrjóvganir er aö ræða er ekki óalgengt að konur eignist fjölbura en Shirley hefur aldrei verið á hormónalyfjum né heldur þurft á glasafrjóvgun að halda. Læknum finnst því ákaflega merkilegt að hún skuli eignast þrisvar sinnum tvíbura og þeir telja að hún muni alltaf ganga með tvö böm í einu. Hjónin eru fjárhagslega illa stæð og hafa því ekki átt auðvelt með að fæða og klæða þessa stóru fjöl- skyldu. Þau eru engu að síður að reyna að safna sér fyrir stærra hús- næði. Davíð er ekki óvanur stórum fjölskyldum því hann er yngstur ell- efu systkina. Hann segist hafa verið mjög glaður þegar elstu tvíburarnir fæddust og ekki minna þegar þeir næstu voru fæddir. „En mér leist þó ekki alveg á blikuna þegar við feng- um tvíbura í þriðja skiptið — jafn- vel þótt við séum mikið fyrir börn,“ segir sex barna faðirinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.