Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 12
12 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 3. Ruth Rendell: Slmlsola. 4. Tom Clancy: Debt of Honour. 5. Chaterlne Cookson: The Tinker’s Glrl. 6. Robert Harris: Fatherland. 7. Jane Austen: Pride and Prejudlce. 8. Barbara Tayior Bradford: Everythlng to Gain. 9. Robert James Waller: The Brldges of Madlson County. 10. Maeve Blnchy: The Glass Lake. Rit almenns eölis: 1. Alan Bennett: Writing Home. 2. lan Botham: Botham: My Autoblography. 3. J. Loweil & J. Kluger: Apotlo 13. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Blll Bryson: Made In America. 6. Jung Chang: Wild Swans. 7. A. Llttle & L. Silber: The Death of Yugoslavla. 8. Peter de la Billére: Looking for Trouble. 9. S. Britwlstle & S. Conklln: The Maklng of Pride and Prejudlce. 10. Richard Preston: The Hot Zone. (Byggt á The Sunday Tlmos) Danmörk 1. Robert J. Waller: Broerne I Madison County. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Peter Hoeg: De máske egnede. 4. Josteln Gaarder: Sofies verden. 5. Barbara Vlne: Astas bog. 6. Allce Hoffmann: Lysenes nat. 7. Llse Norgaard: Kun en pige. (Byggt á Polltlken Sendag) vísindi Metsölukiljur Bannaðar bækur fara á uppboð Óvenjulegt uppboð verður haldið í Lundúnaborg í byrjun nóvember- mánaðar. Þar verður hægt að bjóöa í bækur sem eiga það eitt sammerkt að hafa verið bannaðar af stjórn- völdum vestanhafs eða austan á slð- ustu áratugum. Þetta er gert til þess að afla fjár- magns til að auka dreifingu tímarits sem hefur barist gegn ritskoðun áratugum saman. Það nefnist Index on Censorship og kemur út sex sinnum á ári á vegum samtakanna Writers and Scholars International. Þau hyggjast koma tímaritinu til lesenda í Austur-Evrópu og þróun- arríkjunum þar sem stjórnvöld standa víða að víðtækri ritskoðun. Uppboðinu stjórnar Hindlip lávarð- ur, sem ræður ríkjum hjá frægu uppboðsfyrirtæki, Christie’s. Bannaðar bækur frægra höfunda Mikið af frægum bókum hefur borist til tímaritsins að undanfórnu. Af nýlegum verkum má til dæmis nefna ritlinga sem Vaclav Havel, núverandi forseti Tékklands, samdi sem andófsmaður á sínum tíma og eru þeir áritaðir af honum. Einnig fleiri andófsrit frá tímum kommún- istaríkja þar austur frá, svonefndar samizdat-útgáfur. Af kunnari verkum má nefna prentaðar útgáfur og handrit að rit- um á borð við Krabbadeild Solzhenitsyns, safn ljóða Borís Pasternaks, pólska útgáfu af Dýra- garði Orwells og ítalska útgáfu af Fear of Flying. Umsjón Elías Snæland Jónsson Þá verða boðnar upp nokkrar ólíkar útgáfur af þeirri frægu bók Lady Chatterley’s Lover, en þessi opinskáa skáldsaga D.H. Lawrence var bönnuð áratugum saman í Bret- landi og vtðar. Þar á meðal er eitt eintak af frumútgáfu sögunnar, sem var prentuð fyrir höfundinn í Flór- ens á Ítalíu árið 1928, og er árituð af honum. En þrjú eintök af Penguin- útgáfunni sem kom á markaðinn árið 1960 um það leyti sem réttar- höld vegna bókarinnar stóðu yfir í London þykja einnig forvitileg. Þetta eru nefnilega þau eintök sem lögmenn notuðu við málaferlin og hafa þeir ritað athugasemdir hér og þar á spássíurnar. Þá eru ónefnd sögufræg rit á borð við Queen Mab eftir Shelley, en sú bók var bönnuð árið 1828 fyrir guðl- ast. Alls verða um sjötíu bækur og rit boðin upp 6. nóvember næstkom- andi. Bækur eru enn víða bannaðar Þetta tiltæki Index on Censorship vekur einnig athygli á þeirri stað- reynd að bækur eru enn bannaðar víða um heim. Það kemur auðvitað ekki á óvart í einræðisríkjum. En slíkt gerist einnig oft í lýðræðisríkj- um. Stjórnendur bókasafna, skóla eða annarra hliðstæðra stofnana gera oft tilteknar bækur útlægar af því þeim líkar ekki efni þeirra. Vel er með slíku fylgst í Banda- ríkjunum. Þar er árlega efnt til sér- stakrar viku til þess að vekja at- hygli á tilraunum yfirvalda til rit- skoðunar. Til er nýleg bók þar sem slíkum málum sem upp hafa komið síðustu áratugina í Bandaríkjunum eru gerð ítarleg skd. Hún nefnist: Banned in the USA: A Reference Guide to Book Censorship in Schools and Public Libraries og er eftir Herbert N. Foerstel. Þeir sem eru netvæddir geta fengið lista yfir bannaðar bækur á Internetinu, til dæmis á netfanginu: http://www.cs.cmu.edu/Web/Pe- ople/spok/banned-books.html. Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danlelle Steel: Wlngs. 2. Sidney Sheldon: Nothing Lasts Forever. 3. Dick Francis: Wlld Horses. 4. Patrlcia Cornwell: The Body Farm. 5. Stephen King: Insomnia. 6. Roger MacBride Allen: Showdown at Centerpoint. 7. Nelson DeMllle: Spencerville. 8. Tom Clancy & Steve Pleczenik: Mirror Image. 9. Carol Shields: The Stone Diaries. 10. Judith Mlchael: A Tangled Web. 11. John Irving: A Son of the Circus. 12. Phyllls A. Whitney: Daughter of the Stars. 13 Celeb Carr: The Alienist. 14. Ann Quindlen: One True Thing. 15. Brenda Joyce: Beyond Scandal. Rit almenns eðlis: 1. Paul Reiser: Copplehood. 2. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 3. Rlchard Preston: The Hot Zone. 4. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 5. Clarissa Pinkota Estés: Women Who Run with the Wolves. 6. B.J. Eadle & C. Taylor: ÍEmbraced by the Light. 7. Thomas Moore: Care of the Soul. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. LouAnne Johnson: IDangerous Minds. 10 J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 11. Jlll Ker Conway: True North. 12. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 13. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 14. Thomas Moore: Soul Mates. 15. Hope Edelman: Motherless Daughters. (Byggt á New York Times Book Review) I>v Salvía gegn alzheimer Jurtin salvía, sem margir eiga uppi í kryddhillunni sinni, kann að vera lykillinn að lækningu alzheimersjúkdómsins. Læknar við sjúkrahús í Newc- astle á Englandi hcifa komist að því að salvíuolía kemur í veg fyrir starfsemi ensímsins AChE sem talið er eiga þátt í minnis- leysi alzheimersjúklinga. Helstu einkenni sjúkdómsins er vaxandi minnisleysi. Því sam- fara minnkar magn asetílkólíns, efnaboöa sem AChE brýtur nið- ur. Læknarnir, undir forustu Ela- ine Perry, prófuðu sig áfram með nokkrar jurtir sem sagðar eru hafa áhrif á minnið og reyndist salvíuolían best. Frek- ari rannsóknir verða gerðar á salvíunni. Moskítóflugur í táfýlu Hollenskir skordýrafræðingar segja að moskítóflugur, sem valda malaríu, sæki í sveitta fætur og hinn ilmsterka hol- lenska Limburgerost. Vísindamennirnir gáfu mo- skítóflugunum kost á að velja milli táfýlulappa og hreinna fóta og völdu flugurnar hinar fyrr- nefndu. Talsmaður vísindamannanna sagði að það væri þó ekki nægi- leg vörn gegn malaríu að þvo sér oft um fætuma. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Heili fiðluleikaranna stærri en okkar hinna Hvað er stærra í fiðlu- leikurum, sellóleikur- um og gítarleikurum en öðrum mönnum? Jú, sá hluti heilans sem stjórnar hreyfingum fingranna á vinstri hendi, fingranna sem hlaupa upp og niður hálsinn á hljóðfærinu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem vís- indamenn skýrðu frá nýlega og gæti haft þýð- ingu fyrir fólk sem hef- ur fengið heilablóðfall. „Strengjaleikarar þurfa að nota fjóra síð- ustu fingur vinstri handar mjög mikið og andsvar heilans er að stækka til að auðvelda þeim verkið sem krefst mikillar fingrafimi," segir Edward Taub, einn vísindamann- anna sem stóðu að rannsókninni og sagt er frá í tímaritinu Science. Eiginkona Taubs er óperusöng- kona og það var hún sem átti hug- myndina að rannsókninni. Taub og félagar hans rannsökuðu níu tónlist- armenn, sex fiðluleikara, tvo selló- leikara og einn gítarleikara. Auk tónlistarmannanna tóku sex aðrir þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir komust að því að það var nærri fullkomin fylgni milli þess hversu athafnasöm vinstri höndin var og stækkunar viðeigandi svæðis í heilanum. Taub segir að mikilvægt hafi ver- ið að rannsaka strengjaleikara þar sem þeir noti aðallega vinstri hönd- ina. Því væri auðveldara að greina og mæla heilastækkunina. Flest verkefni sem krefjast mikillar fimi í höndunum eru fyrir báðar hendur og því mundi stækkunin vera svip- uð báðum megin í heilanum. Rannsókn Taubs og samstarfs- manna byggist á rannsóknum á öp- um sem tókst að endurheimta ein- hverja hreyfingu í útlimi eftir að búið var aö fjarlægja allar tilfinn- ingar með skurðaðgerð. Taub og félagar komust að því að mannskepnan, rétt eins og aparnir, getur endurskipulagt heila sinn til að svara kröfum umhverfisins eða sem andsvar við skemmdum í taugakerfinu. Þar til nýlega héldu vísindamenn að aðeins óþroskuð spendýr gætu slíkt. Taub segir að þetta geti gefið heilablóðfallssjúk- lingum vonir um að geta fengið aft- ur mátt í útlimi sem hafa skaddast. Næsta rannsókn Taubs miðar að því að hjálpa þeim sem hafa fengið heilablóðfall að endurheimta hreyfi- getu útlims. Það er gert með því að setja heilbrigða handlegginn í fatla og þjálfa þann sem missti mátt að hluta af völdum heilablóðfallsins til að gera ýmis verkefni. Megrunin ruglar fólk Ekki einasta eru megrunar- kúrar gagnslausir heldur valda þeir gleymsku og gera fólk sljótt. Þessu halda breskir vís- indamenn fram. Þeir segja þó að það sé miklu fremur stressið sem fylgir megrunarkúrnum en minni fæðuneysla sem hafi þessi áhrif. Vísindamennimir gerðu til- raunir á sjötíu 'sjálfboðaliðum og mátu andlega hæfni þeirra, m.a. minni, viðbragðsflýti og úrvinnsluhæflleika. Mike Green við bresku mat- vælarannsóknarstofnunina, ; sem stjórnaði rannsókninni, ! sagði að þeir sem hefðu ekki staðið sig sem skyldi hefðu und- antekningarlaust verið í megr- un. Hann sagði að geta þátttak- enda hefði minnkað ámóta mik- ið og eftir tvo sjússa. Elstu sveppir í heimi hár Elstu sveppir heimsins eru fundnir. Þeir eru 90 milljón ára gamlir og eru varðveittir í rafi. Sveppirnir fundust í New Jers- ey-fylki í Bandaríkjunum. Sveppirnir em ekkert ósvip- aðir sveppum eins og við þekkj- um þá sem þykir benda tU þess að sveppir hafi fundið óska- form sitt fljótlega á þróunarferl- inu. í bréfi til vísindaritsins Nat- ure segja vísindamennirnir sem fundu sveppina að þeir séu meira en þrisvar sinnum eldri en elsti sveppurinn sem hafi fundist fram að því. Sá var ný- lega aldursgreindur og reyndist vera 25 til 30 mUljón ára gam- all.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.