Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 15 Skiýtnir fuglar Rjúpnaveiðitíminn hófst um síðústu helgi. Þetta er alltaf spenn- andi tími í fjölmiðlum. Ekki vegna rjúpnaveiðinnar sjálfrar heldur vegna veiðimannanna. Spurning- in er sú hversu margir veiðimenn týnast á fjöllum uppi og hve fljótt á tímabilinu. Sagan segir að veð- mál séu jafnvel í gangi vegna þessa. Það er að vísu ekkert grín að tapa áttum fjarri byggð en sem betur fer endar þetta yfirleitt far- sællega. Óhætt er að segja að björgunarsveitarmenn fái góða leitaræfmgu á þessum árstíma. Það brást ekki að leit var hafin að rjúpnaskyttu strax á fyrsta veiðidegi. Skyttan skilaði sér og allt endaði vel. Ég hef mikla sam- úð með mönnum sem viilast enda ekki ratviss sjálfur. Rjúpnaveiði eða fjallamennsku stunda ég lítt þannig að ég er ekki í stórhættu þar. Ferðist ég hins vegar í út- lendri borg veit ég ekki hvað snýr fram og hvað aftur og treysti því á aðra að koma mér rétta boðleið. Menn með dellu Týndar ijúpnaskyttur hafa þó engin áhrif á þá menn sem ganga með alvarlega veiðidellu. Þeir fá mikinn fiðring í sig þegar líður að miðjum október. Tilhlökkunin er svo mikil að fátt annað kemst aö 1 huga þeirra. Byssan er strokin og pússuð, felubúningurinn tekinn fram og mátaður og skotin talin. Þeir sem eru lengra komnir hlaða sín skot sjáifir, aðrir kaupa tilbúin. Ég á félaga og tengdamenn sem eru illa haldnir af skotveiðidell- unni. Hjá þeim er ekkert til spar- að. Byssumar eru af vönduðustu gerð, sjónaukar á þá pantaðir úr dýrum sérverslunum og einn á jafnvel utan um sig gúmbát til þess að komast út á vötn. Lappim- ar á honum standa niður úr þessu farartæki og tilsýndar er máður- inn eins og Andrés önd þegar hann skrýðist þessu. Tengdamenn mínir í allar áttir hafa komið sér upp fjallajeppum og skýra kaupin fyrir konum sínum sem algera nauðsyn vegna veiðanna. Mikil- vægt sé að draga björg í bú þegar hausta tekur. Nýtt áhugamál Vegna kynna minna af veiði- mönnum fylgdist ég af nokkmm áhuga með veiðidellu sem greip tvo vinnufélaga í fyrra. Vissara er að gæta nafnleyndar en fil hægð- arauka getum við kallað annan Per og hinn Kristmund Atla. Per er hávaxinn og grannur en Krist- mundur Atli heldur lægfi og þétt- byggðari. Síðsumars í fyrra fóru þeir fé- lagarnir að ræða opinskátt um byssur, veiðileyfi, veiðikort og fiallaferðir. Þetta var nokkur nýlunda því áhugamál þeirra voru önnur áður. Þeir höfðu komist yfir einhverja hólka og sóttu því námskeið í skotfimi. Engum sög- um fer af hittni fóstbræðranna á námskeiðinu en svo mikið er víst að báðir fengu þeir byssuleyfi. Áhyggjur af stærð rjúpnastofnsins Mikil tilhlökkun var greinileg í fyrrahaust en þó mátti greina að fýrirfram höfðu þeir Per og Krist- mundur Atli nokkrar áhyggjm- af stærö rjúpnastofnsins og að þung- vopnaðir myndu þeir ganga nokk- uð nærri honum. Svo varð þó ekki' þrátt fyrir nokkrar ferðir á fiöll. Við talningu í jólamánuði, þegar þeir félagar voru að ræða jólasteikna, kom í Ijós að Per hafði fargað þremur fuglum en Krist- mundur Atli var með hreina sam- visku. Hann sendi engan fiðraðan yfir móðuna miklu. Rjúpnastofninn stóð því þessa aðfór af sér. Ekki veit ég hvort það er þeim Per og Kristmundi Atla að þakka en stofninn mun í örum vexti um þessar mundir. Þe'ir ætla sér því stóran hlut á þessari ver- tíð. Ekki nóg með það. að þeir metti munna fiölskyldna sinna um jólin heldur eiga vinir og frændur von á aðfangadagsrjúpu svo ríf- legri að dugi í tartalettur á jóladag. Enginn áttaviti Kristmimdur Atli og Per voru því vígalegir á sunnudaginn var. Þá fyrst mátti halda til fialla til ijúpnaveiða. Dagana áður réðu þeir vart við sig fýrir spenningi. Klæddir felubúningum og með viðeigandi höfuðfót, líkt.og vík- ingasveitarmenn, héldu þeir félag- ar með byssur sínar til veiöa á Reykjanesskaganum. Veður var þungbúið og versnaði heldur þegar sunnar dró á skagan- um. „Það er þoka,“ sagði Per þeg- ar þeir stöðvuðu bílinn neðan við líklegt rjúpnafell. „Ertu ekki ör- ugglega með áttavitann?" „Nei, hann gleymdist víst,“ svaraði Laugardagspistill Jónas Haraldsson Kristmundur Atli. „Það gerir ekk- ert til,“ bætti hann við eftir nokkra umhugsun. „Við vorum heldur ekki það góðir á áttavitann þarna á námskeiðinu. Áttviti rugl- ar okkur bara.“ Per.var svolítið undarlegur á svipinn svo Krist- mundur Atli hughreysti hann: „Þú ert nú það hávaxinn að þú ættir að ná upp úr þokunni.“ Við svo búið héldu veiðimennirnir af stað. Lífshætta í þokunni „Við skulum hafa svona 40—50 metra á milli okkar,“ sagði Krist- mundur Atli. „Láttu bara heyra í þér annað slagið svo ég viti af þér. Það sést víst ekki á milli okkar. Passaðu bara að skjóta mig ekki i ógáti. „Ég segi nú það sama, sagði Per. „Það er nú kannski ekki mik- il hætta á því,“ sagði hann og höfðaði til þess að Kristmundur Atli hitti enga rjúpu í fyrra. Það mátti greina örlítið yfirlæti þess manns sem slátrað hefur þremur rjúpum á veiöiferlinum. Krist- mundur Atli lét vin sinn ekki eiga neitt hjá sér. „Gættu þess að bákka ef þú sérð fugl á leiðinni. Ég man ekki betur en þú skytir eina af þessum rjúpum þínum í fýrra í þvílíku návígi að ekkert varð eftir nema fiðrið og lappim- ar.“ „Vertu ekki með þessa öfund- sýki,“ sagði Per um leið og hann hvarf inn í þokuna. Þeir félagam- ir paufuðust áfram án þess að rekast á ijúpur enda sáu þeir vart handa sinna skil. Þeir kölluðust þó á og fengu þannig styrk hvor af öðrum. Eftir nokkra göngu komust þeir að því sér til skelfing- ar að þeir voru ekki einir á ferð. Aðrar rjúpnaskyttur höfðu farið á sömu slóðir og með sömu bjart- sýnina að leiðarljósi. Þeir gátu heyrt skytturnar talast við í þokunni en sáu ekki neitt. Það sló út á þeim köldum svita. Var það hugsanlegt að aðrar skyttur heyrðu í þeim og létu vaða á þá kúlnadembu. Óttalegar sögur um horfnar rjúpnaskyttur komu upp í hugann og ekki síður örlög veiði- tíkur nokkurrar sem skaust um i ljósaskiptunum í fyrra og mætti þar örlögum sinum. Þeir óttuðust unrlíf sitt í þokunni. Allt um kring voru rjúpnaskyttur og eng- inn sá neitt. „Per,“ kallaði Kristmundur Atli til skyttunnar, vinar síns. „Held- urðu að hér sé nokkuð að hafa? Eigum viö ekki aö kíkja á aðra staði.“ Per var fljótur að sam- þykkja það og merkilegt nokk röt- uðu okkar menn til baka í bílinn. „Þarna séröu, sagði Kristmundur Atli. „Maður er með innbyggðan áttavita." Þeir óku nokkurn spöl og reyndu fyrir sér á öðru fialli. Þokan var minni og þeir komust upp fyrir snjóröndina. „Ansi er mikið af sporum héma,“ sagði Per. „Það er eins og einhveijir hafi komið hingað á undan okkur. Hvemig á maður að ná í rjúpu ef umferðin á fiöllum er eins og á Laugaveginum. Drífum okkur héðan.“ Hve margar? Þeir Per og Kristmundur Atli mættu snemma til starfa á mánu- daginn. Harðsperrur sögðu svolít- ið til sín og þeir gengu því hálf- skakkir. Vinnufélagar þeirra tóku þeim fagnandi og spurðu þá tíð- inda úr veiðiferðinni. „Var þungt að bera bráðina?" spurði einhver. „Þið verðið að muna eftir þvi að hengja rjúpumar upp,“ sagði ann- ar. „Það gerir góða bragðið," bætti hann við. „Hvað fenguð þið ann- ars margar?“ spurði sá þriðji. Veiðimennimir gáfú lítið út á það. „Það var erfitt að athafna sig,“ sagði Kristmundur Atli. „Það gerði þokan, sjáðu til,“ bætti Per við. „Genguð þið nærri rjúpna- stofninum?" spurði einhver og þóttist finna veikan blett í frásögn skotveiðimannanna. „Það gengur bara betur næst,“ sagði nærstödd kona og vildi bera klæði á vopnin. „Þið fenguð að minnsta kosti hreyfingu út úr þessu," sagði hún. „Það er meira en segja má um ykkur, letihaugarnir ykkar,“ bætti konan við og sneri sér að nærstöddum vinnufélögum hinná meintu fugladrápara. Harkalegur sláttur Kristmundur Atli og Per fóru sér hægt framan af viku en í gær var kominn glampi í augun á þeim á ný. Það skal halda á heiðamar á ný. Rjúpan bíður í lynginu. „Hún hlýtur að vera þarna einhvers staðar," heyrðist í Per um leiö og hann skundaði heim í gær. Hann mundaði frethólkinn svo svaka- lega í draumum sínum að konan gaf honum olnbogaskot. „Andskoti slær byssuskrattinn,“ umlaði okk- ar maður og skaut í hina áttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.