Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 17 „Það er ágætt að fá smáfrí, mér sýnist á öllu að ég geti hvílt lúin bein fram að áramótum. Ég vona bara að ég þurfi ekki að képpa við Attenborough sjálfan þegar ég mæti jafningjum mínum," sagði Ármann Jakobsson þegar hann tók við verðlaunum úr hendi Jónasar Haraldssonar, fréttastjóra DV, fyrir frammistöðu sína í spurningakeppni DV. Verðlaunin eru nýútkomin bók, Einkalíf plantna, eftir David Attenborough. Nú eru liðnar fjórar vikur frá því að spurningakeppni DV hóf göngu sína í blaðinu. Eftir að skorað var á Ármann til að taka þátt í keppninni fyrir þremur vikum hefur hann verið ósigrandi, sigrað þann sem hann keppti við fyrst og einnig lagt að velli tvo áskorendur. DV hefur því valið þá leið að verðlauna hann með bókagjöf. Þátttöku Ármanns er þó engan veginn lokið en hann mun nú hvíla sig frá þátttöku um tíma. Ármann skipar nú vitringahóp spurn- ingakeppninnar sem er smár enn sem komið er því að Ármann er þar einn en bíður þess að fleiri sem ná sama árangri og hann bætist í sömu fylkingu eftir einhvern tíma. Bókin sem Ármann hlýtur að launum er sem fyrr segir Einkalíf plantna, gróður jarðar eftir David Attenborough en í íslenskri þýðingu Óskars Ingimarssonar. Bókin var nýlega gefin út af bókaúígáfunni Skjaldborg en í henni sýnir Attenborough okkur h^im náttúrunnar af mikilli snilld. Bækur hans og sjónvarpsmyndir eru öllum kunnar en þær eru í fremstu röð og hafa reynst einn mesti fróð- leiksbrunnur á seinni hluta 20. aldar. Að sögn Attenboro- ughs er Einkalíf plantna þungamiðjan í verkum hans, grunnurinn að öllu sem hann hefur rannsakað hingað til. Attenborough var nýlega staddur hér á landi til að árita bók sína en eintak Ármanns er einmitt áritað af höfundi. -pp Ármann Jakobsson tekur við verðlaununum úr hendi Jónasar Haraldssonar, fréttastjóra DV, á ritstjórn blaðsins. DV-mynd GVA Verðlaun fyrir góða frammistöðu í spurningakeppni DV: Ágætt að fá smáfrí GLEYMJJM EKKI rnmmmum Á hverju ári fá á annað hundrað börn og unglingar meðferð vegna geðvandamála. Talið er að margfalt fleiri þurfi á aðstoö að halda. Kiwanismenn hafa safnað fyrir geðsjúka á K-deginum frá 1974 og fengið frábærar viðtökur landsmanna. Söfnunarfé veröun að þessu sinni varið til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík, svo foreldrar geti verið meö börnum sínum á meöan meðferð stendur yfir. Þaö sem safnast umfram íbúöarveröið fer til tveggja vemdaöra vinnustaða á landsbyggöinni: Réttargeö- deildarinnar aö Sogni og Plastiðjunnar Bjargs á Akureyri. Tökum vel á móti Kiwanismönnum í dag og kaupum K-lykilinn til styrktar geðsjúkum. Kiwanishreyfingin á íslandi Einnig er tekið á móti framlögum í síma 588 2700 lE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.