Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 22
Priscillu Gardner Benbow brá verulega þennan morgun í júní árið 1976 þegar tíu ára gömul dóttir hennar, Maryann, sagði frá draumi sem hana hafði dreymt þá um nótt- ina. „Það stóð gráhærð kona við hlið- ina á rúminu. Hún lyfti vinstri hendinni og benti á einn fingurinn á henni með flngri á þeirri hægri. Ég var ekkert hrædd þótt draumurinn væri afar raunverulegur. Það var al- veg eins og hún stæði við hliðina á mér. Hún leit út fyrir að vera döpur. Mér sýndist hún hafa grátið.” „Það var bara draumur, elskan mín,” sagði frú Benbow. „Hugsaði ekki meira um það.” „Já, en það var svo raunveru- legt,” sagði Maryann. „Það var eins og hún vildi sýna mér eitthvað.” „Hugsaðu ekki meira um þetta,” sagði móðir hennar þá. „Flýttu þér nú í skólann.” r I annað sinn Um leið og Maryann var farin út um dyrnar varð frú Benbow alvar- leg á svip. Sex árum áður hafði eldra bróður Maryann, Charles, sem var þá sjö ára, dreymt sama draum. Þá hafði Maryann aðeins verið fjög- urra ára og hvorki frú Benbow né maður hennar. Richard Benbow, höfðu sagt Maryann frá draumnum. Þegar Charles kom heim spurði móðir hans hann hvort hann hefði sagt systur sinni frá draumnum sem hann hafði dreymt sex árum áður. Hann varð hissa yfir spurningunni en svaraði þvi svo til að það hefði hann ekki gert enda hefði hann ver- ið búinn að gleyma draumnum. Um kvöldið þegar börnin voru háttuð sagði frú Benbow manni sín- um söguna og var hann henni sam- mála um að mjög erfitt væri að finna eðlilega skýringu á því að börnin dreymdi sama drauminn með svo margra ára millibili. Féllst hann á tillögu konu sinnar um að hún færi á fund kunns geðlæknis, frú Claire Lloyd, sem bjó í smábæn- um Orillia í Ontario í Kanada, heimabæ Benbows-fjölskyldunnar. Amma barnanna Frú Lloyd reyndist ekki vera heima því hún var á ráðstefnu í Toronto en sonur hennar, Hubert, sem var tuttugu og sjö ára, var geð- læknir og hlustaði hann á frásögn frú Benbow. „Það er enginn vafi á því í mínum huga að konan sem þau sáu í draumnum var móðir mín,” sagði hún. „En hún lést árið 1968 svo að Charles á ekki miklar minningar um hana. Og Maryann getur alls ekki munað eftir henni.” „Mér sýnist enginn vafi leika á því,” sagði Hubert Lloyd, „að móðir þín geti af einhverjum ástæðum ekki fundið frið fyrir handan og það sýnist ljóst að það hafi eitthvað með vinstri höndina að gera. Þótt margir séu vantrúaðir á það eru allmörg dæmi um að framliðnir hafi sent boð en það gerist þó því aðeins að okkar megin sé fólk sem hefur til að bera sérstakan næmleika. Bæði börn þín virðast hafa hann.” Frú Benbow spurði hann þá hvernig á því gæti staðið að móöir hennar hefði fyrst reynt að hafa samband við Charles og svo við Maryann sex árum síðar. „Það getur verið að' móðir þín hafi gefist upp í fyrra sinnið af því að sonur þinn skildi ekki boðskap- inn eða þá af því að þið hjónin tók- uö ekki mark á draumnum.” Hringurinn Benbows-hjónin reyndu að ráða draum barna sinna en án árangurs. Fór nú Maryann að dreyma hann á hverri nóttu, alveg eins og Charles áður. Móðir frú Benbow, Ethel Rose Rafferty, hafði gifst Charles Gardn- er í Orillia árið 1937. Þau höfðu Maryann Benbow. eignast son sem lést skömmu eftir fæðinguna en síðan höfðu þau eign- ast Priscillu sem hafði gifst Richard Benbow árið 1963. Þau Priscilla og Benbow mundu bæði eftir því að faðir hennar hafði gefið konu sinni mjög verðmætan hring á þrjátíu ára brúðkaupsafmæli þeirra árið 1967. Hringurinn var úr gulli, með ör á og settur demöntum. A hann var graf- ið: Ethel-Dennis 1937—1967. Benbows-hjónin mundu einnig eftir því að sama ár og hún fékk hringinn veiktist frú Gardner af krabbameini. Þegar henni varð ljóst að hún var dauðvona bað hún um að hringurinn yrði grafinn með sér. Hún lést svo árið 1968 og var þá beð- ið um að ósk hennar yrði uppfyllt. Þegar þau hjón höfðu rifjað upp söguna um hringinn fór þau að renna grun í hvað gæti hafa gerst. Einhver ástæða hlyti að vera til þess að konan í draumnum benti þeim Charles og Maryann á vinstri hönd sína. Rannsóknin hefst Frú Benbow spurði nú Maryann hvort hún hefði séð hring á vinstri hendi konunnar. Hún svaraði hik- Ethel Rose Gardner. laust: „Nei. Hún var ekki með neinn hring.” Síðdegis sama dag fór frú Benbow í heimsókn til grannkonu sinnar, frú Söndru, en hún var gift rann- sóknarlögreglumanni, Norman Philps. Sagði hún henni allt um þær grunsemdir að móðir hennar hefði ekki verið grafin með hringinn eins og hún hafði beðið um og kynni það að vera ástæðan til þess að hún kom margsinnis fram við barnabörn sín í draumi. Um kvöldiö kom Philps rannsókn- arlögreglumaður í heimsókn til frú Benbow og bað hana að endurtaka sögu sína. Hún gerði það. „Það er aðeins ein leið til að ganga úr skugga um hvað hefur gerst,” sagði Philps þegar hann hafði heyrt söguna. „Biöja verður um leyfi til að grafa líkið upp. Við verðum hins vegar að hafa hljótt um þetta mál svo að grafarræningjar verði ekki á undan okkur og steli hringnum ef hann skyldi enn vera í kistunni.” Horfinn Philps fékk bráðlega leyfi til að grafa líkið af frú Gardner upp. Við- Priscilla Benbow. Paul Maycock. staddir voru lögreglumenn og rétt- arlæknir. Þegar kistan var opnuð kom í ljós að hringinn vantaði. Philps tók að sér rannsókn máls- ins. Hann dró strax þá ályktun að mestar líkur væru til að hringnum hefði verið stolið í útfararstofunni en hún var í eigu Pauls Maycock. Fyrirspurnir leiddu í ljós að árið 1968 hafði Maycock haft þrjá aðstoð- armenn. Tveir þeirra voru hins veg- ar hættir störfum þar. Philps hafði uppi á þeim báðum og sögðu þeir að Maycock hefði alltaf séð sjálfur um að loka kistum látins efnafólks en aðstoðarmennirnir hefðu hins vegar verið látnir sjá um þá efnaminni. „Mig grunaði alltaf að hann stæli skartgripum og öðru verðmætu sem lagt var í kistur þess,” sagði annar aðstoðarmannanna, „en ég gat ekk- ert sannað. Og ég sagði ekkert til að missa ekki vinnuna.” Maycock heimsóttur PhOps þóttist nú hafa aflað nægra upplýsinga tO þess að taka sjálfan útfararstjórann til yfirheyrslu og var yfirmaður hans honum sam- mála. Um kvöldmatarleytið dag einn seint í júlí 1976 barði Philps svo að dyrum hjá Paul Maycock. Hann var þá á leið með konu sinni tO kvöldverðar í ráðhúsinu og dró ekki dul á hve slæmt honum þætti að geta ekki mætt stundvíslega. Og þegar honum var skýrt frá ástæð- unni tO heimsóknar rannsóknarlög- reglumannanna brást hann illa við og hótaði að beita áhrifum sínum til þess að fá PhOps rekinn úr starfi. En þá hafði Philps séð hring sem frú Maycock var með og liktist hann mjög hringnum sem horfið hafði úr kistu frú Gardner. Hann spurði hvort hann mætti fá að skoða hann. Maycock ætlaði að hreyfa mót- mælum en þá sagði kona hans: „Það getur ekkert gert tO, Paul. Er þetta ekki hringurinn sem þú fékkst upp í útfararkostnað hjá manninum sem gat ekki gert upp við þig til fuHs? Hvað hét hann? Var það ekki herra Gardner?” Dóttirin fákk hringinn Maycocks-hjónin fóru ekki í kvöldverðinn í ráðhúsinu. Þess í stað var Paul Maycock færður á lög- reglustöðina. Þar var fljótlega sýnt fram á að herra Gardner hafði haft efni á að borga útfor konu sinnar og að hringurinn hefði átt að fylgja henni í gröfma. Maycock játaði nú aö hafa tekið hringinn áður en hann lokaði kist- unni. Hann neitaði hins vegar ákaft að hafa stolið skartgripum eða öðr- um verðmætum af öðrum framliðn- um og þar eð ekki var hægt að sanna að hann hefði gert það var lát- ið nægja að ákæra hann fyrir stuld- inn á hringnum. Maycock fékk allháa sekt, tveggja ára skOorðsbundinn fangelsisdóm og var sviptur leyfi til að reka útf- ararstofu. En vandræðum hans var ekki lokið. Kona hans fór frá honum skömmu síðar og lýsti hún þá af- broti hans þannig að það væri „það vesalmannlegasta og fyrirlitlegasta sem hægt væri að fremja.” Hringurinn fór nú til Benbows- fjölskyldunnar og viö það tækifæri sagði PrisciOa Benbow. „Dóttir mín fær hann þegar hún verður tuttugu og eins árs. Ef verða ætti við ósk móður minnar yrði að grafa kistu hennar upp aftur en mér finnst innst inni að hún muni faUast á þá lausn að barnabarn hennar fái hringinn.” Það bendir tU þess að frú Ethel Rose Gardner hafi orðið sammála þessari lausn og hún hafi nú fundið frið að hún hefur ekki komið fram í draumum ungmennanna aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.