Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 51
33'V LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 59 Björn Ástmundsson, forstjóri Rey- kjalundar, til heimilis aö Amarfelli viö Reykjalund í Mosfellsbæ, verö- ur fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Bjöm fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ1966 og emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ1973. Björn stundaði skrifstofustörf hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík jafn- hhða námi frá 1966 og til ársloka 1973, var skrifstofustjóri vinnu- heimihs SÍBS að Reykjalundi frá ársbyijun 1973-77 og hefur verið forstjóri Reykjalundar frá 1977. Bjöm situr í stjóm Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa á íslandi frá 1979 og er formaður þess frá 1988, situr í stjórn Landssambands sjúkrahúsa frá 1981, var formaður Sambands vemdaðra vinnustaða frá stofnun 1985-88, er formaður sóknamefndar Lágafehssóknar frá 1985, í stjórn íslenskrar getspár frá stofnun 1986 og formaður stjómar 1988-90, er fuhtrúi sýslumanns í Hafnarfirði og síðar lögreglustjór- ans í Reykjavík í Almannavamar- nefnd Kjósarsýslu frá 1981, í vara- stjórn Garðastáls hf., Héðins, smiðju hf., og Héðins, verslunar hf., frá 1994. Fjölskylda Björn kvæntist 16.9.1967 Guð- mundu Guðnýju Arnórsdóttur, f. 13.9.1945, verslunarmanni. Hún er dóttir Amórs Sigurðssonar, verka- manns í Hnífsdal, á Siglufirði og í Reykjavík, og k.h., Aðalheiðar Jó- hannesdóttur húsmóður sem lést 1984. Börn Bjöms qg Guðmundu Guðnýjar eru Ágústa, f. 13.7.1968, húsmóðir og kennari á Akureyri, gift Pétri Bjarnasyni kaupmanni og er sonur þeirra Ari, f. 20.1.1993; Arnór, f. 13.7.1968, markaðsfræð- ingur og verslunarmaður í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Ástu Eyþórs- dóttur iðjuþjálfa og er sonur þeirra Eyþór Björn, f. 20.12.1993; Áslaug, f. 6.11.1973, nemi við HÍ, en sambýl- ismaður hennar er Örn Amarson og er sonur þeirra Skúh Ágúst, f. 22.6.1995; Agnes, f. 8.3.1978, nemi við MA. Systur Björns em íris Ástmunds- dóttir, f. 23.5.1936, búsett í Reykja- vík; GuðlaugÁstmundsdóttir, f. 6.10.1941, bankastarfsmaður í Reykjavík; Ásta Ingigerður Ást- mundsdóttir, f. 20.7.1954, meina- tæknir og húsmóðir í Hafnarfirði. Foreldrar Björns: Ástmundur Guðmundsson, f. 28.7.1910, d. 19.4. 1983, framkvæmdastjóri Stálsnúðj- unnar hf. í Reykjavík, og k.h., Ág- ústa Ágústsdóttir, f. 8.10.1914, hús- móðir. Ætt Ástmundur var hálíbróðir Guð- mundar, kaupfélagsstjóra á Eyrar- bakka, afa Kjartans Lárussonar, forstjóra Ferðaskrifstofu íslands, og Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur, dagskrárstjóra bamaefnis ríkis- sjónvarpsins. Ástmundur var son- ur Guðmundar, kennara og bók- bindara á Eyrarbakka, Guðmunds- sonar, bókbindara á Minna-Hofi, Péturssonar. Móðir Guðmundar kennara var Ingigerður Ólafsdóttir frá Þjóðólfshaga í Holtum. Móðir Ástmundar var Snjólaug Sveinsdóttir, b. í Bjamastaðarhlíö í Skagafirði, Guðmundssonar, b. í Fremri-Svartárdal, Guðmundsson- ar og Helgu Steinsdóttur frá Þor- ljótsstööum. Móðir Snjólaugar var Þorbjörg Ingibjörg Ólafsdóttir, hreppstjóra í Litluhlíð, Guðmunds- sonar og Þóreyjar Ólafsdóttur frá Litluhlíð. Ágústa er systir Margrétar, móð- ur Ágústs Einarssonar, forstjóra Lýsis, og systir Guðmundar, bak- arameistara og skákmanns, föður Edgars verkfræðings. Ágústa er dóttir Ágústs, fiskmatsmanns á ísafirði og bílstjóra í Reykjavík, Björn Ástmundsson. Guömundssonar. Móðir Ágústs var Helga Símonardóttir, hómópata á Bjamastöðum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Ágústu var Ingigerður Sig- urðardóttir, systir Steinunnar, konu Sveins Hjartarsonar í Sveins- bakaríi og Kristjönu, móður Péturs Snælands og systir Sigurðar Sigurz hehdsala. Guðmunda, kona Björns, varð fimmtug 13.9. sl. í tilefni afmæl- anna taka þau hjónin á móti gest- um í Hlégarði í Mosfehsbæ sunnu- daginn 22.10. kl. 17.00-20.00. Dagur Hannesson Dagur Hannesson, járnsmiður og tónlistarmaður, Efstasundi 82, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Dagur fæddist í Hólum í Stokks- eyrarhreppi og ólst þar upp. Hann lærði járnsmíði í Vélsmiðjunni Héðni og gekk í Iðnskólann í Reykjavík. Dagur hefur unnið við iðn sína ahan sinn starfsaldur, lengi í Ofna- smiðjunni í Reykjavík, síðan um skeið hjá Reykjalundi og loks um árabh hjá Tækni hf. í Reykjavík. Fjölskylda Dagur kvæntist 30.9.1938 Sigfríði Sigurðardóttur húsmóður, f. 28.6. 1901, d. 5.3.1972, frá Flatey á Breiðafirði, húsmóður. Hún var dóttir Sigurðar Sigurðssonar, sjó- mannsíFlatey. Sonur Dags og Sigfríðar er Sig- urður, f. 27.9.1944, íþróttakennari í Reykjavík og landshðsmarkmað- ur í knattspymu í fjölmörg ár, kvæntur Ragnheiöi Lámsdóttur verslunarmanni, dóttur Lárusar Blöndals Guðmundssonar bóksala og Þómnnar Kjartansdóttur en synir Sigurðar og Ragnheiðar eru Lárus, f. 25.4.1971, háskólanemi í Reykjavík og markvöröur í meist- araflokki Vals í knattspymu, Dag- ur, f. 3.4.1973, nemi og landshðs- maður í handknattleik, og Bjarki, f.26.9.1980, nemi. Systir Dags, sem nú er á lífi, er Guðfinna Dagmar, f. 28.12.1906, búsett í Hveragerði. Systkini Dags, sem nú eru látin, eru Magnús, f. 28.7.1890, b. í Hóíum í Stokkseyrar- hreppi; Sigurður, f. 19.6.1894, b. í Hólum; Guðlaug, f. 6.9.1896, dó ung kona; Þórdís Ágústa, f. 31.8.1901, húsmóðir í Reykjavík; Jóna, f. 14.9. 1905, búsett í Hólum; auk þess sem þrír bræður létust í bemsku. Foreldrar Dags vom Hannes Magnússon, f. 19.10.1858, d. 21.12. 1937, b. í Hólum í Stokkseyrar- hreppi, og k.h., Þórdís Grímsdóttir, f. 9.4.1866, d. 8.10.1923, húsfreyja. * Ætt Hannes var sonur Magnúsar, b. á Baugsstöðum, bróður Bjama, afa Jóns sagnfræðings og Bjarna pró- fessors Guðnasona. Magnús var sonur Hannesar, formanns á Baugsstöðum Árnasonar, hrepp- stjóra á Selalæk, Ormssonar, prests á Reyðarvatni, Snorrasonar, prests á Mosfehi í Grímsnesi, Jóns- sonar, prests þar, Snorrasonar, smiðs á Hæringsstöðum í Flóa. Móðir Magnúsar var Ehn Jónsdótt- ir yngra, hreppstjóra á Stokkseyri, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergssonar, ættfoður Bergsættar- innar, Sturlaugssonar. Móðir Ehn- ar var Guðrún Einarsdóttir, prests á Ólafsvöhum, Jónssonar, prests á Hálsi í Hamarsfirði, Gissurarson- Dagur Hannesson. ar. Móðir Hannesar var Guðlaug Jónsdóttir, b. á Vestri-Loftsstöðum, Jónssonar og Sigríðar elstu Jóns- dóttur, hreppstjóra í Móhúsum, Þórðarsonar og Guðlaugar Jóns- dóttur, b. í Grjótlæk, bróður Ingi- mundaríHólum. Þórdis var dóttir Gríms, b. í Gljá- koti, Jónssonar, b. í Traðarkoti, Grímssonar, b. í Traðarkoti, Jóns- sonar, bróður Guðlaugar í Móhús- um. Móðir Þórdísar var Guðfinna Sig- urðardóttir, b. í Gljákoti, Sigurðs- sonar, smiðs í Efri-Gegnishólum, Gíslasonar, b. á Álfhólum, Sigurðs- sonar, b. í Alfhólshjáleigu, Þorkels- sonar. 90 ára 50 ára Sigríður Gísiadóttir, Brekku III, Djúpavogshreppi. Hjalti Svanlaugsson, Hrafnistuvið Skjólvang. Hafnar- firði, Andrea Ingibjörg Sigurðardóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. Kristján Margeir Jónsson, Þórunnarstræti 134, Akureyii. Sigriður Andrésdóttir, Barmahlíð, Reykhólum, Reyklióla- hreppí. Jóhanua Hannesdóttir, Freyjugötu40, Reykjavík. EinarS. Erlendsson, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnar- firði. Gerður Björnsdóttir, Leifsgötu 16, Reykjavík. 60 ára Sigríður Antoníusdóttir, Keilufelli 45, Reykjavík. Stefanía Magnúsdóttir, Stallaseh 1, Reykjavík. Ólína Helgadóttir, Kvíholti 12, Hafnarfirði. Þorsteinn Sigurðsson, Dúfnahólum 2, Réykjavík. HeimirBessason, Fossvöllum 23, Húsavík. Guðmundur Þ. Gíslason, Rjúpufehi 19, Reykjavík. JónA. Ágústsson, Tungubakka 6, Reykjavík. Haukur Ingi Hauksson, Heiðarbraut 1B, Keflavík. Sigurmon Þórðarson, Þúfum, Ilofshreppi. Ólafur Gunnar ívarsson, Vestursíöu 26, Akureyri. Vilborg Kristjánsdóttir, Reykjafold 7, Reykjavik. Hörður Hákonarson, Reynimel 39, Reykjarík. Þórður Sigurbjörn Magnússon, Þvervegi 4, Styktóshólmi Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Hálsaseh 46, Reykjavík. Ríkisstjómin ákveður vamir á Flateyri og uppkaup húsa í Súðavík og Hnífsdal: fréttir Meginmálið er að fólkið búi við öryggi á heimilum sínum segir félagsmálaráðherra - ánægjuleg niðurstaða, segir sveitarstjórinn 1 Súðavík „Rítósstjórnin tók þá póhtísku ákvörðun að kaupa íbúðarhúsnæði í Súðavík og fresta þar gerð varnar- garða. Meginmáhð er að fóltóð búi við öryggi á heimilum sínum,“ segir Páh Pétursson félagsmálaráðherra um þá ákvörðun rítósstjómarinnar aö leggja þær 500 milljónir sem ákveðið hafði verið að veita th vama og kaupa á húsum, eingöngu til upp- kaupa á húsum á hættusvæði í Súða- vík. Félagsmálaráðherra segir að einn- ig hafi verið ákveðið að kaupa upp hús í Hnifsdal en Flateyri verði var- in. Hann segir að þrátt fyrir að frysti- hús Frosta hf. í Súðavík sé á hættu- svæði þá sé einfaldara að rýma þar ef snjóflóðahætta sé yfirvofandi. „Það er tiltölulega einfalt að rýma frystihúsið og opinberar stofnanir ef hættuástand skapast," segir PáU. Hann segir að nú geti fólk fariö að snúa sér að því að koma sér upp nýjum heimilum utan hættusvæða. Agúst Kr. Bjömssón, sveitarstjóri í Súðavík, segist fagna þessari ákvörðun rítósstjómarinnar. „Ég veit ektó nákvæmlega hvemig framkvæmdin á þessum uppkaupum verður en það er ljóst að þetta er mikill áfangi fyrir Súðvítónga. Við emm afskaplega þakklátir ríkis- stjóminni fyrir þessi viðbrögð. Þetta er ánægjifleg niðurstaða," segir Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri í Súðavík. Ágúst segir að enn sé tími tfl að hefja byggingarframkvæmdir þrátt fyrir að nú er sá árstími genginn í garð aö snjór er kominn í byggð. „Það er ljóst að ef það vetrar ekki þeim mun hraðar þá er hægt aö ganga frá grunnum. Slíkt hefur verið gert hér áður,“ segir Ágúst. -rt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.