Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 34
42 unglingaspjall Allir í sömu kró Oft óskar maður þess að hafa þá eiginleika að geta skyggnst inn í huga fólks. Ekki til að forvitnast um - segir Hlynur Sigurðsson eitthvað sem ekki kemur manni við heldur til þess að leitast við að upp- lifa hversdagsleika einhvers annars í nokkrar mínútur eða klukku- stundir. Það væri gaman að líta yfir bekkinn og sjá að maður gæti brugði^sér í allra kvikinda líki. Hvernig ætli sé t.d. að vera þessi rauðhærði upp við kennaraborð- ið? Ganga beint inn í stofu, taka upp úr töskunni, fylgja í öllu skip- unum yfirboðarans, fá yfirgengi- legan hjartslátt, þó ekki nema bara við að segja , já“ þegar nafn manns er lesið upp úr kladdan- um. Eða kannski að vera töffar- inn á aftasta borði. Koma helst fimm mínútum of seint i tím- ann, bara til þess að vekja að- eins meiri athygli á sér, þó ekki sé nema í þá stuttu stund sem það tekur að ganga að borðinu sínu, og helst að segja einhverja hnyttna setningu á meðan, bara til að undirstrika hvað maður er nú svalur. Ég ætlaði nú reyndar líka að skyggnast inn í huga „hipp-hoppar- ans“ í víðu buxunum, síða bolnum og með húfuna en hætti snarlega við þegar ég heyrði í „geðveikinni" sem hann var að spila í vasadiskó- inu. En allt eru þetta nú bara vanga- veltur, aðeins ein af þeim þúsund- um sem fljúga um huga minn dag- lega. Ekki ætla ég þó að mynda mér skoðun á því hver þessara mann- gerða ég vildi helst vera og leyfi mér því þess í stað að vorkenna kennar- anum sem á einhvern undarlegan hátt þarf að koma þessum ólíku per- sónum í skilning um sama hlutinn. Ég er að hugsa um að sleppa því að bregða mér í heimsókn í hugar- heim kennarans, og ætli hann lái mér það nokkuð. Ég er svo sem ekkert að agnúast út í kenn- ara, þvert á móti getur mað- ur ekki annað en dáðst að þeirri hæfni sem þarf til að reka ólíka sauöi, alla í sömu kró. En eftir svona hring- ferð um kennslustof- una er maður feginn að lenda aftur í sín- um eigin hugarheimi. Þegar öllu er á hotninn hvolft á maður nóg með eigið ferðalag, svo maður fari nú ekki að gerast landnámsmaður í lífi annarra. Hlynur Sigurðsson, ritstjóri fréttablaðs í Flensborg í Hafnarfirði, veltir fyrir sér hvort ekki væri gaman að geta skyggnst inn í huga annarra og upplifa þannig hversdagsleikann í margbreytiiegri mynd í nokkrar mínútur. DV-mynd Sveinn in hliðin Langar mest að hitta guð segir Ari Matthíasson leikari Sá sem sýnir á sér hina hliðina í þetta skiptið er Ari Matthíasson leikari. Ari leikur glæpamann af verstu gerð í bíómynd Jóns Tryggvasonar, Nei er ekkert svar, og ennfremur leikur hann í leikrit- inu Við borgum ekki eftir Dario Fo sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Ari er einn af þeim „nýju“ leikurum sem hefur verið að hasla sér völl á leiksviðinu og borið hefur æ meira á undanfarið. Fullt nafn: Ari Matthíasson. Fæðingardagur og ár: 15. apríl 1964. Maki: Gígja Tryggvadóttir. Börn: Júlía, 8 ára, og Birta, 6 ára. Bifreið: Gömul Toyota Cressida. Starf: Leikari. Laun: Ég er víðs ijarri þvl að kom- ast á leynilistann. Áhugamál: íþróttir og áfengi. Hefur þú unnið í happdraetti eða lottói? Ég vann eitt sinn koníaks- ílösku á þorrablóti Leikfélagsins. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lesa góða bók og sjá góða bíómynd eða leikrit. Hvað finnst þér leið- inlegast að gera? Opna gluggapóst. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstfmarit: KR-blaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefu séð fyrir utan maka? Hjú- skaparstöðu minnar vegna neita ég að svara þessari spurningu. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Guð, en ég óttast að það verði djöfullinn. Uppáhaldsleikari: Sá sem ég leik með hverju sinni. Mér dettur í hug Eggert Þorleifsson í Við borgum ekki. Uppáhaldsleikkona: Margrét Vil- hjálmsdóttir er góð Lína. Uppáhaldssöngvari: Ég held mest upp á sjálfan mig þar sem ég fékk gullplötu fyrir söng minn í Hárinu sem ég söng reyndar aldrei í. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dettur enginn í hug. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- sonfjölskyldan. Uppáhaldsmatsölustaður: Holt- ið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Góðan reyfara eftir Elmor Leonard. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Steinn Ármann Magnússon. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2? Nokkuð jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gunnar Helgason, gamall skólafé- lagi minn. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffibarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni alla leið á toppinn. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Krítar og slappaði af. ■' • fflmmmmmmmmm Jr Ari Matthíasson leikur um þessar mundir í Við borgum ekki. DV-mynd Brynjar Gauti mmmmmtmmmmMmsmmmmmk LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 DV Jon Bon Jovi: Byrjafli snemma stelpum Breski rokktónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi getur þakkað móður sinni fyrir snillihæfileika sína í tón- listinni. Mamma hans var vön að syngja fyrir hann þegar hann var lítill og þegar hann var sjö ára gaf hún hon- um fyrsta gítarinn. Jon Bon Jovi hélt að stelpurnar myndu flykkjast að honum ef hann færi að spila á gítar á ströndinni og ákvað því að læra á gítar hjá nágranna sínum. Nágranninn sagði að hann væri al- gjörlega hæfileikalaus og Jon Bon Jovi hætti. Jon Bon Jovi byrjaði snemma að vera með stelpum og hann kynntist núverandi konunni sinni, Dorotheu, meðan þau voru enn í skóla. Hann var alltaf að spila með hinum og þessum hljómsveitum og fannst það miklu skemmtilegra en að sitja yfir skólabókunum. Hann var alltaf yfir sig þreyttur í skólan- um á morgnana og fór því að ganga með dökk gleraugu. í skólanum lærði hann að sofa uppréttur í tím- um. Eftir að hafa unnið við bílaþvott og á hamborgarastöðum og spilað með hverri hljómsveitinni á fætur annarri fór Jon að vinna í upptöku- veri hjá frænda sínum. í verinu kynntist hann frægum tónlistar- mönnum og þar lærði hann allt sem hann kann í sambandi við tónlist- ina. Þegar hann gaf út fyrstu plöt- una sína keypti hann sér bíl og sendi foreldra sína í ferðalag til út- landa. Jon Bon Jovi hefur nú náð langt í tónlistinni og miklu lengra heldur en nágranninn sem dæmi hann hæfileikalausan hefði getað ímynd- að sér. Hann ætlar sér að halda ótrauður áfram á tónlistarbrautinni en er samt búinn að leika í fyrstu myndinni sinni sem heitir Moon- light and Valentino. Tónlistin skipt- ir hann þó miklu meira máli en leiklistin og henni hefur hann helg- að líf sitt. Hákon, krónprins í Noregi: Stjórnar landinu meáan pabbinn fer í ferðalag Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera prins og verðandi konungur. Hákon, krónprins í Nor- egi, er aðeins 22ja ára en þrátt fyrir það verður hann öðru hverju að leysa föður sinn af i landsstjórninni og stjórna ríkisstjórnarfundum með gamalreyndum ráðherrum. Harald- ur Noregskonungur og Sonja drottn- ing eru ejnmitt þessa dagana á ferðalagi í Bandaríkjunum og því hefur Hákon orðið að taka sér frí frá sjóhernum til að sinna lands- stjórninni. Hákon er náttúrlega vanur til- standinu kringum konungsembætt- ið og landsstjórnina því að hann er alinn upp með það að markmiði að taka við krúnunni einn góðan veð- urdag. Hann var aðeins 18 ára þeg- ar hann sat fyrsta ríkisstjórnar- fundinn og var þá yngri en nokkur krónprins fram að því. Faðir hans, Haraldur Noregskonungur, var til dæmis 23ja ára þegar hann sat sinn fyrsta fund. Hákon krónprins er í norska sjó- hernum og deilir 7,5 fermetra káetu með tveimur öðrum. í nýjasta hefti Hákon, krónprins í Noregi, tekur við landsstjórninni meðan foreldrar hans eru á ferðalagi í Bandaríkjun- um en hann var aðeins 18 ára þegar hann sat sinn fyrsta ríkisstjórnar- fund. Cathrine Knudsen, 21 árs kærasta Hákonar, starfar sem fyrirsæta samhliða hagfræðinámi sínu. Hún fer i framhaldsnám til Spánar á næsta ári og Hákon til Bretlands þannig að þau hafa trúlega ekki mikinn tíma til að hittast. Norsk Ukeblad segir að sem krón- prins hafi hann að sjálfsögðu allt annan bakgrunn en félagar hans á herskipinu. Hann hlífi sér þó ekki við vinnu, sé 100 daga á ári til sjós, og hitti því ekki kærustuna sína, fyrirsætuna og hagfræðinemann Cathrine Knudsen, 21 árs, mjög oft. Cathrine og Hákon huga bæði á framhaldsnám erlendis. Á næsta ári ætlar hann að halda menntun sinni áfram á svipaðri braut og faðir hans og afi en þeir lærðu báðir við Ox- ford-háskóla í Bretlandi. Cathrine fer hins vegar í framhaldsnám til Spánar þannig að parið fær ekki mörg tækifæri til að hittast meðan á því námi stendur. Það væri þá helst þegar Hákon þarf að taka við lands- stjórninni og Cathrine getur skotist heim til Noregs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.