Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 34
42 unglingaspjall Allir í sömu kró Oft óskar maður þess að hafa þá eiginleika að geta skyggnst inn í huga fólks. Ekki til að forvitnast um - segir Hlynur Sigurðsson eitthvað sem ekki kemur manni við heldur til þess að leitast við að upp- lifa hversdagsleika einhvers annars í nokkrar mínútur eða klukku- stundir. Það væri gaman að líta yfir bekkinn og sjá að maður gæti brugði^sér í allra kvikinda líki. Hvernig ætli sé t.d. að vera þessi rauðhærði upp við kennaraborð- ið? Ganga beint inn í stofu, taka upp úr töskunni, fylgja í öllu skip- unum yfirboðarans, fá yfirgengi- legan hjartslátt, þó ekki nema bara við að segja , já“ þegar nafn manns er lesið upp úr kladdan- um. Eða kannski að vera töffar- inn á aftasta borði. Koma helst fimm mínútum of seint i tím- ann, bara til þess að vekja að- eins meiri athygli á sér, þó ekki sé nema í þá stuttu stund sem það tekur að ganga að borðinu sínu, og helst að segja einhverja hnyttna setningu á meðan, bara til að undirstrika hvað maður er nú svalur. Ég ætlaði nú reyndar líka að skyggnast inn í huga „hipp-hoppar- ans“ í víðu buxunum, síða bolnum og með húfuna en hætti snarlega við þegar ég heyrði í „geðveikinni" sem hann var að spila í vasadiskó- inu. En allt eru þetta nú bara vanga- veltur, aðeins ein af þeim þúsund- um sem fljúga um huga minn dag- lega. Ekki ætla ég þó að mynda mér skoðun á því hver þessara mann- gerða ég vildi helst vera og leyfi mér því þess í stað að vorkenna kennar- anum sem á einhvern undarlegan hátt þarf að koma þessum ólíku per- sónum í skilning um sama hlutinn. Ég er að hugsa um að sleppa því að bregða mér í heimsókn í hugar- heim kennarans, og ætli hann lái mér það nokkuð. Ég er svo sem ekkert að agnúast út í kenn- ara, þvert á móti getur mað- ur ekki annað en dáðst að þeirri hæfni sem þarf til að reka ólíka sauöi, alla í sömu kró. En eftir svona hring- ferð um kennslustof- una er maður feginn að lenda aftur í sín- um eigin hugarheimi. Þegar öllu er á hotninn hvolft á maður nóg með eigið ferðalag, svo maður fari nú ekki að gerast landnámsmaður í lífi annarra. Hlynur Sigurðsson, ritstjóri fréttablaðs í Flensborg í Hafnarfirði, veltir fyrir sér hvort ekki væri gaman að geta skyggnst inn í huga annarra og upplifa þannig hversdagsleikann í margbreytiiegri mynd í nokkrar mínútur. DV-mynd Sveinn in hliðin Langar mest að hitta guð segir Ari Matthíasson leikari Sá sem sýnir á sér hina hliðina í þetta skiptið er Ari Matthíasson leikari. Ari leikur glæpamann af verstu gerð í bíómynd Jóns Tryggvasonar, Nei er ekkert svar, og ennfremur leikur hann í leikrit- inu Við borgum ekki eftir Dario Fo sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Ari er einn af þeim „nýju“ leikurum sem hefur verið að hasla sér völl á leiksviðinu og borið hefur æ meira á undanfarið. Fullt nafn: Ari Matthíasson. Fæðingardagur og ár: 15. apríl 1964. Maki: Gígja Tryggvadóttir. Börn: Júlía, 8 ára, og Birta, 6 ára. Bifreið: Gömul Toyota Cressida. Starf: Leikari. Laun: Ég er víðs ijarri þvl að kom- ast á leynilistann. Áhugamál: íþróttir og áfengi. Hefur þú unnið í happdraetti eða lottói? Ég vann eitt sinn koníaks- ílösku á þorrablóti Leikfélagsins. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Lesa góða bók og sjá góða bíómynd eða leikrit. Hvað finnst þér leið- inlegast að gera? Opna gluggapóst. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstfmarit: KR-blaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefu séð fyrir utan maka? Hjú- skaparstöðu minnar vegna neita ég að svara þessari spurningu. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Guð, en ég óttast að það verði djöfullinn. Uppáhaldsleikari: Sá sem ég leik með hverju sinni. Mér dettur í hug Eggert Þorleifsson í Við borgum ekki. Uppáhaldsleikkona: Margrét Vil- hjálmsdóttir er góð Lína. Uppáhaldssöngvari: Ég held mest upp á sjálfan mig þar sem ég fékk gullplötu fyrir söng minn í Hárinu sem ég söng reyndar aldrei í. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dettur enginn í hug. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- sonfjölskyldan. Uppáhaldsmatsölustaður: Holt- ið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Góðan reyfara eftir Elmor Leonard. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Steinn Ármann Magnússon. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2? Nokkuð jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Gunnar Helgason, gamall skólafé- lagi minn. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffibarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni alla leið á toppinn. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Krítar og slappaði af. ■' • fflmmmmmmmmm Jr Ari Matthíasson leikur um þessar mundir í Við borgum ekki. DV-mynd Brynjar Gauti mmmmmtmmmmMmsmmmmmk LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 DV Jon Bon Jovi: Byrjafli snemma stelpum Breski rokktónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi getur þakkað móður sinni fyrir snillihæfileika sína í tón- listinni. Mamma hans var vön að syngja fyrir hann þegar hann var lítill og þegar hann var sjö ára gaf hún hon- um fyrsta gítarinn. Jon Bon Jovi hélt að stelpurnar myndu flykkjast að honum ef hann færi að spila á gítar á ströndinni og ákvað því að læra á gítar hjá nágranna sínum. Nágranninn sagði að hann væri al- gjörlega hæfileikalaus og Jon Bon Jovi hætti. Jon Bon Jovi byrjaði snemma að vera með stelpum og hann kynntist núverandi konunni sinni, Dorotheu, meðan þau voru enn í skóla. Hann var alltaf að spila með hinum og þessum hljómsveitum og fannst það miklu skemmtilegra en að sitja yfir skólabókunum. Hann var alltaf yfir sig þreyttur í skólan- um á morgnana og fór því að ganga með dökk gleraugu. í skólanum lærði hann að sofa uppréttur í tím- um. Eftir að hafa unnið við bílaþvott og á hamborgarastöðum og spilað með hverri hljómsveitinni á fætur annarri fór Jon að vinna í upptöku- veri hjá frænda sínum. í verinu kynntist hann frægum tónlistar- mönnum og þar lærði hann allt sem hann kann í sambandi við tónlist- ina. Þegar hann gaf út fyrstu plöt- una sína keypti hann sér bíl og sendi foreldra sína í ferðalag til út- landa. Jon Bon Jovi hefur nú náð langt í tónlistinni og miklu lengra heldur en nágranninn sem dæmi hann hæfileikalausan hefði getað ímynd- að sér. Hann ætlar sér að halda ótrauður áfram á tónlistarbrautinni en er samt búinn að leika í fyrstu myndinni sinni sem heitir Moon- light and Valentino. Tónlistin skipt- ir hann þó miklu meira máli en leiklistin og henni hefur hann helg- að líf sitt. Hákon, krónprins í Noregi: Stjórnar landinu meáan pabbinn fer í ferðalag Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera prins og verðandi konungur. Hákon, krónprins í Nor- egi, er aðeins 22ja ára en þrátt fyrir það verður hann öðru hverju að leysa föður sinn af i landsstjórninni og stjórna ríkisstjórnarfundum með gamalreyndum ráðherrum. Harald- ur Noregskonungur og Sonja drottn- ing eru ejnmitt þessa dagana á ferðalagi í Bandaríkjunum og því hefur Hákon orðið að taka sér frí frá sjóhernum til að sinna lands- stjórninni. Hákon er náttúrlega vanur til- standinu kringum konungsembætt- ið og landsstjórnina því að hann er alinn upp með það að markmiði að taka við krúnunni einn góðan veð- urdag. Hann var aðeins 18 ára þeg- ar hann sat fyrsta ríkisstjórnar- fundinn og var þá yngri en nokkur krónprins fram að því. Faðir hans, Haraldur Noregskonungur, var til dæmis 23ja ára þegar hann sat sinn fyrsta fund. Hákon krónprins er í norska sjó- hernum og deilir 7,5 fermetra káetu með tveimur öðrum. í nýjasta hefti Hákon, krónprins í Noregi, tekur við landsstjórninni meðan foreldrar hans eru á ferðalagi í Bandaríkjun- um en hann var aðeins 18 ára þegar hann sat sinn fyrsta ríkisstjórnar- fund. Cathrine Knudsen, 21 árs kærasta Hákonar, starfar sem fyrirsæta samhliða hagfræðinámi sínu. Hún fer i framhaldsnám til Spánar á næsta ári og Hákon til Bretlands þannig að þau hafa trúlega ekki mikinn tíma til að hittast. Norsk Ukeblad segir að sem krón- prins hafi hann að sjálfsögðu allt annan bakgrunn en félagar hans á herskipinu. Hann hlífi sér þó ekki við vinnu, sé 100 daga á ári til sjós, og hitti því ekki kærustuna sína, fyrirsætuna og hagfræðinemann Cathrine Knudsen, 21 árs, mjög oft. Cathrine og Hákon huga bæði á framhaldsnám erlendis. Á næsta ári ætlar hann að halda menntun sinni áfram á svipaðri braut og faðir hans og afi en þeir lærðu báðir við Ox- ford-háskóla í Bretlandi. Cathrine fer hins vegar í framhaldsnám til Spánar þannig að parið fær ekki mörg tækifæri til að hittast meðan á því námi stendur. Það væri þá helst þegar Hákon þarf að taka við lands- stjórninni og Cathrine getur skotist heim til Noregs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.