Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 21
JjV LAUGARDAGUR 21. OKTOBER iysu 21 Systir Elvíru finnur leynivopnið sem á eftir að breyta gangi sögunnar til muna. Fyrsta íslenska teikni- myndin í fullri lengd - frumsýnd næstkomandi föstudag Eftir tæpa viku verður fyrsta ís- lenska teiknimyndin í fullri lengd frumsýnd hér á landi. Myndin, sem er framleidd af Skífunni, í sam- vinnu við danska og þýska aðila, ber heitið Leynivopnið og fjallar um tvær apafjölskyldur sem hafa væg- ast sagt illan bifur hvor á annarri. „Hugmyndasmiður og leikstjóri myndarinnar er Daninn Jannik Hastrup sem einnig var maðurinn á bak við hina feikivinsælu teikni- mynd Fuglastríðið í Lumbruskógi, sem útnefnd var besta myndin í samkeppni barna- og unglinga- mynda í Cannes 1991. Skífan tók Fuglastríðið upp á sína arma hér- lendis og lét talsetja myndina með íslenskum leikurum. Viðbrögð ís- lenskra bíógesta við sýningunum hér á landi voru slík að nú er vart sýnd sú teiknimynd í hérlendum bióhúsum að henni fylgi ekki ís- lensk talsetning," sagði Róbert S. Róbersson hjá Skífunni í samtali við DV. Framlag íslendinga til myndar- innar er meira en einungis peninga- hliðin því Hilmar Örn Hilmarsson hafði mestan veg og vanda af tónlist- inni og Egill Ólafsson samdi eitt lag sérstaklega fyrir myndina. Þá var teiknarinn Ásta Sigurðardóttir, sem búsett er í Danmörku, í hópi mynd- listarmannanna sem unnu að gerð teiknimyndarinnar. minnist mamma Attila sögunnar af Leynivopninu sem hún telur falið einhvers staðar á yfirráðasvæði Weissmuller-fjölskyldunnar," segir Róbert um söguþráð teiknimyndar- innar. Atburðarásin beinist svo í þá átt að systir Elvíru finnur leynivopnið, boga og ör, eftir að Hektor hefur tek- ið Elvíru í gíslingu og krafist leyni- vopnsins. Svo kemur í ljós á tákn- rænan hátt að stutt er á milli ástar og haturs þegar líður á myndina. Ekkert hefur verið til sparað að gera íslenska útgáfu myndarinnar sem vandaðasta. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur þýddi text- ann yfir á íslensku og Þórhallur Sig- urðsson var fenginn til að leikstýra íslensku talsetningunni. Leikraddir eru í höndum valinkunnra leikara en þar koma við sögu Jóhann Sig- urðarson, Örn Árnason, Magnús Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Vigdís Gunnars- dóttir, Stefán Jónsson, Þór Sigurðs- son, Álfrún Örnólfsdóttir, Anita Briem og Guðlaug María Bjarna- dóttir. Leikstjórinn, Jannik Hastrup, fæddist árið 1941 en Leynivopnið er fjórða teiknimynd hans í fullri lengd. -PP Spennandi, fyndin og fjörug „Leynivopnið er spennandi, fyndin og fjörug barna- mynd er segir skemmtilega dæmisögu af tveim- ur apafjölskyldum í frumskóginum. Fjölskyldurnar tvær hafa vægast sagt ill- an bifur hvor á annarri. Ástarsaga Rómeós og Júlíu endurtekur sig er tveir ungir apar, Hektor og Elvíra, verða ástfangin en þar sem þau koma hvort úr sinni fjöl- skyldunni er þeim meinað að eigast. Attila, höfuð ann- arrar fjölskyldunn- ar, bannar Hektori allt samneyti við Weissmuller-fjöl- skylduna, þar á meðal Elvíru, en þá Teiknarinn Ásta Sigurðardóttir, sem búsett er í Dan- mörku, var í hópi myndlistarmannanna sem unnu að teiknimyndinni. I Villibráðarkvöld allar helgarfram til nóvemberloka AÐALRETTIR hreindýrasteikur steiktar í salnurn • rjúpur pönnusteiktar gœsabringur • villikryddað jjallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira Verð kr. 3-990 Borðhald hefst kl. 20:00 Landsfrœgir tónlistannenn munu skemmta matargestum Dagskrá: Föstudag20. okt. Föstudag27. okt. Helga Möller & Magmís Kjartansson Grétar Öwarsson&BjamiAra d laugardag 21. okt. Laugardag 28. okt. Helga Möller & Magmís Kjartansson AnmPálína &AðalsteinnÁsberg Laugardag 4. nóv. Laugardag 11. nóv. HelgaMöller&MagnúsKjartansson AnmPálína&AðalsteinnÁsberg Sunnudag 5. nóv. Sunnudag 12. nóv. Kristín Erm Blöndal & Kristín Ema Blöndal & Brynhildur ÁsgeirsdóMir Brynhildur Ásgeirsdóttir Föstudag 17. nóv. Grétar Örvarsson &BjarniAra Laugardag 18. nóv. Óákveðið Sunnudag 19. nóv. Óákveðið LOFTLEIÐIH Borðapantanir í síma5050925 eða 562 7575 Gestir verða sjáljkrafa þátttakendur íferðateik Flugleiða ogG&G veitinga. Dregið í lok nóvember. Einnig verða dregnir út tveir vmningar á bvetju kvöldi ljW i ÍKMw 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.