Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 21
JjV LAUGARDAGUR 21. OKTOBER iysu 21 Systir Elvíru finnur leynivopnið sem á eftir að breyta gangi sögunnar til muna. Fyrsta íslenska teikni- myndin í fullri lengd - frumsýnd næstkomandi föstudag Eftir tæpa viku verður fyrsta ís- lenska teiknimyndin í fullri lengd frumsýnd hér á landi. Myndin, sem er framleidd af Skífunni, í sam- vinnu við danska og þýska aðila, ber heitið Leynivopnið og fjallar um tvær apafjölskyldur sem hafa væg- ast sagt illan bifur hvor á annarri. „Hugmyndasmiður og leikstjóri myndarinnar er Daninn Jannik Hastrup sem einnig var maðurinn á bak við hina feikivinsælu teikni- mynd Fuglastríðið í Lumbruskógi, sem útnefnd var besta myndin í samkeppni barna- og unglinga- mynda í Cannes 1991. Skífan tók Fuglastríðið upp á sína arma hér- lendis og lét talsetja myndina með íslenskum leikurum. Viðbrögð ís- lenskra bíógesta við sýningunum hér á landi voru slík að nú er vart sýnd sú teiknimynd í hérlendum bióhúsum að henni fylgi ekki ís- lensk talsetning," sagði Róbert S. Róbersson hjá Skífunni í samtali við DV. Framlag íslendinga til myndar- innar er meira en einungis peninga- hliðin því Hilmar Örn Hilmarsson hafði mestan veg og vanda af tónlist- inni og Egill Ólafsson samdi eitt lag sérstaklega fyrir myndina. Þá var teiknarinn Ásta Sigurðardóttir, sem búsett er í Danmörku, í hópi mynd- listarmannanna sem unnu að gerð teiknimyndarinnar. minnist mamma Attila sögunnar af Leynivopninu sem hún telur falið einhvers staðar á yfirráðasvæði Weissmuller-fjölskyldunnar," segir Róbert um söguþráð teiknimyndar- innar. Atburðarásin beinist svo í þá átt að systir Elvíru finnur leynivopnið, boga og ör, eftir að Hektor hefur tek- ið Elvíru í gíslingu og krafist leyni- vopnsins. Svo kemur í ljós á tákn- rænan hátt að stutt er á milli ástar og haturs þegar líður á myndina. Ekkert hefur verið til sparað að gera íslenska útgáfu myndarinnar sem vandaðasta. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur þýddi text- ann yfir á íslensku og Þórhallur Sig- urðsson var fenginn til að leikstýra íslensku talsetningunni. Leikraddir eru í höndum valinkunnra leikara en þar koma við sögu Jóhann Sig- urðarson, Örn Árnason, Magnús Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Vigdís Gunnars- dóttir, Stefán Jónsson, Þór Sigurðs- son, Álfrún Örnólfsdóttir, Anita Briem og Guðlaug María Bjarna- dóttir. Leikstjórinn, Jannik Hastrup, fæddist árið 1941 en Leynivopnið er fjórða teiknimynd hans í fullri lengd. -PP Spennandi, fyndin og fjörug „Leynivopnið er spennandi, fyndin og fjörug barna- mynd er segir skemmtilega dæmisögu af tveim- ur apafjölskyldum í frumskóginum. Fjölskyldurnar tvær hafa vægast sagt ill- an bifur hvor á annarri. Ástarsaga Rómeós og Júlíu endurtekur sig er tveir ungir apar, Hektor og Elvíra, verða ástfangin en þar sem þau koma hvort úr sinni fjöl- skyldunni er þeim meinað að eigast. Attila, höfuð ann- arrar fjölskyldunn- ar, bannar Hektori allt samneyti við Weissmuller-fjöl- skylduna, þar á meðal Elvíru, en þá Teiknarinn Ásta Sigurðardóttir, sem búsett er í Dan- mörku, var í hópi myndlistarmannanna sem unnu að teiknimyndinni. I Villibráðarkvöld allar helgarfram til nóvemberloka AÐALRETTIR hreindýrasteikur steiktar í salnurn • rjúpur pönnusteiktar gœsabringur • villikryddað jjallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira Verð kr. 3-990 Borðhald hefst kl. 20:00 Landsfrœgir tónlistannenn munu skemmta matargestum Dagskrá: Föstudag20. okt. Föstudag27. okt. Helga Möller & Magmís Kjartansson Grétar Öwarsson&BjamiAra d laugardag 21. okt. Laugardag 28. okt. Helga Möller & Magmís Kjartansson AnmPálína &AðalsteinnÁsberg Laugardag 4. nóv. Laugardag 11. nóv. HelgaMöller&MagnúsKjartansson AnmPálína&AðalsteinnÁsberg Sunnudag 5. nóv. Sunnudag 12. nóv. Kristín Erm Blöndal & Kristín Ema Blöndal & Brynhildur ÁsgeirsdóMir Brynhildur Ásgeirsdóttir Föstudag 17. nóv. Grétar Örvarsson &BjarniAra Laugardag 18. nóv. Óákveðið Sunnudag 19. nóv. Óákveðið LOFTLEIÐIH Borðapantanir í síma5050925 eða 562 7575 Gestir verða sjáljkrafa þátttakendur íferðateik Flugleiða ogG&G veitinga. Dregið í lok nóvember. Einnig verða dregnir út tveir vmningar á bvetju kvöldi ljW i ÍKMw 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.