Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 29
1>V LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995
37
gsins, fann föðurfólkið sitt í fyrsta skipti í sumar:
á ættarmóti fiölskyldunnar
sinn við myndatöku DV á fimmtudag
Hann segist hafa frétt af því fyrir
15-16 árum að hann ætti hálfsystur
sem héti Margrét. Faðir hans hafi
einn góðan veðurdag komið og sótt
hann, sagst ætla með hann í bíltúr og
farið að hitta Margréti. Hún hafi ver-
ið veik og rúmliggjandi og því hafi
þeir stoppað mjög stutt. Hann segir
að móðir hans hafi alla tíð vitað af
Margréti, faðir hans hafi sagt henni
frá henni strax við
þeirra fyrstu
kynni. Hann
hafi alla tíð
langað til að
hafa samband
við systur
sína en ein-
hvern veg-
inn hafi
aldrei orðið
úr því.
Er sterklík
ömmu sinni
Ættingjar Margrétar í foðurætt
halda því fram að hún sé sterklík
föðurömmu sinni sem er látin fyrir
allmörgum árum en hún hafði
mjög mikinn áhuga á stjórnmálum
og var sjálfstæðiskona fram í fing-
urgóma, að sögn Árna, fóðurbróður
Margrétar. Árni segir að það sé
margt í fari Margrétar sem fjöl-
skyldan kannist við og ýmsir
spaugilegir taktar og tjáningarform
sem bara fjölskyldumeðlimir skilji.
Margrét styður þetta og segist hafa
séð á myndum að hún sé mjög lík
fóðurömmu sinni.
„Fólk hefur tekið eftir því hvað
móðir mín heitin og Margrét hafa
átt margt sameiginlegt og sjá
hana oft fyrir sér í Mar-
gréti. Það er líka mjög
ánægjulegt. Mér
finnst Margrét að
mörgu leyti
minna
|ll||"■ 3 skylduna og þá sérstak- lega móð- ur mína. Móðir
íÆ mín var
g, spíritisti
ipllPjgpp j % W og hafði
áhuga á
Margarét Frímannsdóttir ólst upp á Stokkseyri hjá móðurömmu sinni, Önnu Pálmeyju Hjartardóttur, og manni hennar,
Frímanni Sigurðssyni. Hún hefur þó alla tíð haldið góðu sambandi við líffræðilega móður sína og kallaði þær báðar
mömmu. Hér má sjá Margréti með dóttur sinni, Áslaugu Hönnu, barnabarni, Margréti Sól, og mæðrum sínum, Önnu
Pálmeyju og Áslaugu.
stjórnmálum. Hún var mjög
einörð og leyndi ekki skoðun-
um sínum,“ segir Árni.
Kristinn tekur í sama streng.
Hann segir að Margrét sé
mjög lík ömmu sinni, þær
séu „alveg ofsalega líkar“ og
hafi „alveg sömu röddina“.
Margrét, Kristinn og Árni segjast
öll hafa hugsað mikið um það að taka
upp samband sín í milli en skort til
þess kjarkinn. Öll lýsa þau yfir vilja
til þess að viðhalda því sambandi
sem er komið á.
Þegar DV hafði samband við Ás-
laugu Sæunni Sæmundsdóttur, líf-
fræðilega móður Margrétar Frí-
mannsdóttur, sagðist hún fagna því
að Margrét hefði náð sambandi við
föðurfólkið sitt. Einhvern veginn
hefði aldrei orðið úr því að sambandi
væri komið á fyrr en nú. Það sé mjög
gott að samband sé loks komið á.
-GHS
Margrét Frí-
mannsdóttir,
nýkjörinn for-
maður Alþýðu-
bandalagsins,
hitti yngri hálf-
bróður sinn,
Ólaf Hannes-
son, í fyrsta
skipti við
myndatöku
DV í Alþingis-
húsinu á
f immtudag
en eldri hálf-
bróður sinn
hafði hún hitt
í fyrsta skipti
í nokkrar
mínútur fyrir
15-16 árum.
Hún kynntist
honum og
hans fjöl-
skyldu * hins
vegar ekki fyrr
en á ættarmóti
fjölskyldunnar í
sumar þegar
föðurbræður
Margrétar sáu til
þess að henni yrði boðið.
DV-mynd BG
Margrét Frímannsdóttir fann föðurfólkið sitt á ættarmóti þess að Reykhólum í Sumar. Margrét
segir að hún hafi séð í föðurfólkinu sínu ýmsa takta sem hún þekki úr eigin fari. Hún hafi strax
fengið á tilfinninguna að hún hafi þekkt þetta fólk alla ævi. Hér má sjá Margréti með ömmubróð-
ur sínum og föðurbróður sínum, Arna Ólafssyni.