Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 17
MANUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 17 : Fréttir Orka Blonduvirkjunar aukin með hækkun stíflu Þórhallur Asmundsson, DV, Nl. vestra: Stækkun Blöndulóns er einn þáttur í orkuöflun Landsvirkjunar vegna stækkunar álvers í Straums- vík og verður stækkun lónsins boð- in út í febrúar. Framkvæmdir hefj- 'ast næsta vor og á að vera lokið um haustið. Við það eykst orkugeta Blönduvirkjunar úr 600 gígavatts- stundum i 700. Við hönnun Blönduvirkjunar var gert ráð fyrir möguleika á stækkun Blöndulóns með því að hækka Blöndustíflu um tæpa fjóra metra. Skerðingu lífeyris- réttinda mótmælt Daníel Ólafsson, DY Akranesi: Á aðalfundi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akranesi, kom fram hörð gagnrýni á þá skerðingu lifeyrisrétt- inda sem boðuð er'í fjárlagafrum- varpinu. Því er mótmælt að afnumið verði ákvæði 65. greinar al- mannatrygginga um að lifeyrisþeg- um beri sömu kjarabætur og samið er um hjá láglaunafólki á almennum vinnumarkaði. Lífeyrisgreiðslur lækka um 450 millj. króna með af- tengingu við almenna kjarasamn- inga. Jón Sverris og Jóhanna Harðar sungu eigin lög DV-mynd Magnús Blönduós: Landssöfnun- inni lagt lið Magnús Ólatsson, DV, Húnaþingi: Hátt á annað hundrað manns kom á Sveitasetrið á Blönduósi þeg- ar harmonikuunnendur í Húna- vatnssýslu stóðu þar fyrir samveru- stund til styrktar Flateyringum. Boðið var upp á fjölbreytta tónlistar- dagskrá ásamt veitingum. Allur ágóði af samkomunni rann óskiptur i landssöfnunina og var húsnæði, kaffi og meðlæti án endur- gjalds og tónlistarfólkið tók ekkert fyrir vinnu sína. Fjölmargir aðilar í héraði stóðu að baki harmoniku- unnendum til þess að gera þessa samkomu sem besta og ágóðann sem mestan. Mikið byggt I Árneshreppi Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Það var óvenjumikið um húsa- meistara í Árneshreppi á Ströndum í sumar. Tvö hús eru þar í byggingu og eru komin undir þak. Það verður flutt í þau bæði fullkláruð í febrúar eða mars, Þá var kaupfélagshúsið allt klætt að utan með fallegri álklæðningu og var þörf á því þótt húsið hafl verið byggt fyrir nokkrum árum. Efni var forunnið til hliöar við stífl- una og því hægt um vik að vinna verkið. Við hækkun stíflunnar fara 17 ferkílómetrar til viðbótar undir vatn. Uppistöðulón Blönduvirkjunar nær þá yfir 56 ferkílómetra svæði samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, verkfræðings hjá Landsvirkjun. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fyrirhugað væri að veita Vestari- Jökulsá frá upptökum hennar við Hofsjökul í Haugakvísl og auka með þvi vatnsmagn Blöndu- lóns til muna. Menn vita af þessum möguleika og hann er bara einn möguleikinn af nokkrum á nýtingu vatnsorku Vestari-Jökulsár sem óráðið er hvernig nýtt verður í framtíðinni. Auk stækkunar Blöndulóns verð- ur ráðist í að auka afkastagetu Búr- fellsvirkjunar um 35 megavött vegna stækkunar álversins. 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stærðir 5513010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG ERTÞU AÐ MISSA AF LESTINNI? AFSKRIFT 0G1997 HJÁ REKSTRARAÐILUM SEM FJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÓT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. Ráðgjafar Glitnis eru sérfróðir um hvernig rekstraraðilar geta nýtt sér þessar heimildir. Þórður Kr. Jóhannesson Sigfús Á. Kárason % Sigurður L. Sævarsson ráðgjafi ráðgjafi ráðgjafi Hafðu samband og kynntu þér málið. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.