Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Meniúng Að bjarga barni ... og sjálfi Ferðalag á vegum úti með blótandi og brennivínsþefjandi ungling í aftursætinu. Varla eftirsóknarvert fyrir þreytta, einstæða móður en nauðsynleg ferð ef bjarga á barni. Svo ályktar Harpa Eir, aðalpersónan í Hjartastað Steinunnar Sigurðardóttur en hún gefst upp á Reykjavíkurlífinu og flýr austur á firði með einkabarnið sem öllum að óvörum hefur tekið upp á því að leggjast í drykkju og drabb. Harpa Eir fær bestu vin- konuna, Heiði, til að skutla þeim mæðgum austur þar sem þær ætla að búa um vetur- inn. Austur komast þær þrátt fyrir ýmis skakkaföll og í lok bókar er þungu fargi létt af Hörpu og lesandanum sem fær heldur bet- ur óvæntan endi. Hörpu tekst ekki aðeins að forða barninu, a.m.k. um stundarsakir, henni tekst einnig að ljúka upp leyndardóm- inum um uppruna sinn en hún hefur lengi efast um að hún sé rétt feðruð, svona dökk sem hún er á hörund og öðruvísi. Þannig er ferðin hjörgunarleiðangur í tvennum skiln- ingi, farin til að bjarga barni og finna konu sem veit ekki hvef hún er. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Hjartastaður er viðamesta verk Steinunn- ar til þessa, hátt í 400 síður af skemmtileg- heitum og óborganlegum lýsingum og til- svörum í anda höfundar. Aðalpersónurnar, Harpa Eir, dóttirin Edda Sólveig og Heiður bílstjóri eru eins ólíkar og mest má vera, margbrotnar persónur sem nálgast má frá mörgum hliðum, allar gæddar sérstæðum eiginleikum og ekki síður minnisstæðar en glæsikvendið Alda í Tímaþjófnum. Edda er kjaftfor unglingur á villigötum, Heiður rík- ur og þekktur flautuleikari, Harpa fátækur og óöruggur sjukraliði sem yrkir í laumi og á ekkert annað í veröldinni en barnið sem nú hefur brugðist rétt eins flestir aðrir. Sam- skipti þessara þriggja persóna eru þraut- hugsuð og einkar sannfærandi. Þær eru tengdar sterkum böndum en ekki má mikið út af bregða svo að pirringurinn komi í ljós. Togstreitan er mikil, bæði á milli móður og barns en einnig á milli vinkvennanna en í þeirra sambandi er Heiður gefandi en Harpa þiggjandi sem öfundar Heiði í laumi. Heiður vill allt fyrir Hörpu gera en öll hennar gæði minna Hörpu á eigin vanmátt svo hún laun- ar Heiði gjarnan greiðana með meinlegum athugsemdum. Þá verður Harpa sterk en Heiður lítil. Samband þeirra er á mörkum ástar og haturs, sterkt, flókið og undarlegtl rétt eins og samband'Eddu og Hörpu. Það eru þessi mögnuðu samskipti, gædd sál- fræðilegri dýpt, sem drífa söguna áfram. Inn í þau fléttast huggulegt spjall vinkvennanna þar sem Harpa rifjar upp gömlu, góðu dag- ana áður en barnið breyttist í skrímsli en inn í þær minningar blandast aðrar verri um meitt og hálfdautt barn. Hún rifjar upp æskuminningar og gamla kærasta, unaðs- stundir í útlöndum og syrgir horfið frelsi og horfna hamingjudaga. Þessar ' upprifjanir sögukonu renna þægilega saman við höktið á þjóðveginum og það er skemmtileg viðbót að kynnast móður Hörpu sem er löngu látin en dúkkar upp í hugarfylgsnum Hörpu þeg- ar minnst varir. Fleiri skrautlegar persónur koma við sögu, sérsinna og sérkennilegt fólk úr ættarflóru Hörpu sem stöRurnar heim- sækja áleið sinni; það þarf stundum að rétta úr skönkum þótt stuttir séu, en Harpa minn- ir lesendur ósjaldan á hve litil hún er og skrítin! Eins og við er að búast af Steinunni eru þær lýsingar fullar af hálfkæringi, spotti og spéi og kalla á bros og jafnvel hrossahlát- ur lesandans. En Steinunn er ekki bara fyndin, hún er snillingur í að flétta saman gáska og kvöl svo úr verður sérstæð og manneskjuleg blanda. Þó Harpa grínist með sjálfa sig og aðra er hún á háalvarlegu ferða- lagi upp á líf og dauða og lesandinn missir ekki af þeim sannleika þrátt fyrir léttleik- ann. Enda óbærilegur léttleiki sem Harpa brynjar sig með í sárum söknuði eftir sak- lausu stelpuskotti með koparrauðar krullur sem hún elskar allra mest og best. Það má segja að Hjartastaður sé bæði þroskasaga og gamansöm ferðasaga með harmþrungnu, ívafi - eða öfugt - en kannski er hun fyrst og síðast ástarsaga. Hún fjallar um ástina í öllum sínum margbreytilegu myndum, brokkgenga vináttuást, ást á milli foreldra og barna, ást á milli karls og konu: ást sem er eins og íslenska landslagið, stund- um græn, björt og safarík en einnig dökk, dimm og drungaleg. Hjartastaður birtir sannfærandi og eftirminnilega mynd af mannlegum samskiptum, sorgum, gleði og væntingum sem brandaraflaumur Steinunn- ar nær aldrei að kæfa. Hjartastaður Steinunn Sigurðardóttir Mál og menning 1995 Aðalfundur íbúasamtaka Grafarvogs verður haldinn þriðjud. 5. des. í Gullöldinni, Hverafold 1-3, kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þar að auki verður rætt um nágrannavörslu, umferðar- og umhverfismál. Stjórnin Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Utboð F.h. Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar er óskað eftir tilboðum í þvottaþjónustu (þ.e. þvott og flutning á líni, fatnaði o.fl.) fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavikurborgar. Um er að ræða þvott á: moppum, handklæðum, klútum, mottum, dúkum, vinnufatnáði og öðru tilfallandi. Fjöldi afhendingarstaða verður u.þ.b. 180. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. desember 1995 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 Loftburstinn og titlarnir - Tumi Magnússon í Ásmundarsal Nú fer hver að verða síðastur að njóta myndlistar í hinum sérstæðu húsakynnum meistara Ásmundar á Skólavörðuholtinu. Það er miður að borgaryfirvöld skuli ekki gera sér grein fyrir gildi þessa húss, Ás- ' mundarsalar, út frá því sjónarmiði að það er sniðið að þörfum myndlistar. Fer þá lítið fyrir húsverndarsjóði borgarinnar þegar ekki er litið til merkra húsa sem eru andlit borgarinnar út á við. Tumi Magnússon er líklega síðastur til að sýna í Ásmundarsal, en hann opnaði þar um helgina sýn- ingu á níu málverkum. Tumi hefur á undanförnum árum unnið málverk með rafmögnuðum loftbursta eins og auglýsingateiknarar fyrri ára notuðu óspart. Sjálfur kallar hann loftburstann loftpressu, ugglaust til að árétta að nokkur vinna liggur að baki þessum verkum. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Titlamir stór þáttur Titlar verkanna eru e.t.v. stærri þáttur í verkunum en jafhan er raunin. Þeir vísa til hluta og fyrirbæra sem ýmist virka aðlaðandi eða fráhrindandi, ljúffeng- ir eða eitraðir. Markmið listamannsins mun þó ekki vera það að örva eða draga úr kirtlaframleiðslu gest- anna, heldur að benda á hvernig hægt er að breyta því hvernig við horfum á hlutjna með því einu að láta þá heita eitthvað. í slíku samhengi verður málverkið sjálft nánast að aukaatriði og nánast eins og mynd- skreyting við skrautlegan texta. Það er þó öllu heldur samspil þessara tveggja þátta sem vakir fyrir lista- manninum. Að baki liggur sú afstaða til myndlistar- innar að hún komi alltaf til dyranna eins og hún er klædd og geti aldrei verið skálkaskjól til að sýnast vera annað en hún er, persóna listamannsins og fyr- irætlanir hans skíni aíltaf í gegnum verkið. Rík kímnigáfa Slík afstaða minnir um sumt á afstöðu skammtaeðl- isfræðinga til þess efnis sem þeir meðhöndla hverju sinni, og hún hefur, ásamt með ríkri kímnigáfu, jafn- an einkennt verk Tuma. Honum hefur auðnast að þróa verk sín frá hlutvökturh draumveruleika í ljóð- rænum anda de Chiricós til huglægrar afstraksjónar, sem minnir einna helst á smásjármyndir út úr fókus, án þess þó að henda kímnigáfunni fyrir borð. Þau verk sem að mínu viti bera af á sýningunni hafa jafn- framt þann eiginleika að mann sundlar nánast í um metra fjarlægð frá þeim. Þetta eru verk nr. 2, Ryð, kjötmygla, spanskgræna; nr. 3, Koparsúlfat, járn- drykkur, blýbensín og nr. 6, Flugneitur, joð, sæðis- drepandi krem. í þessum verkum er að finna dýpt þar sem mýkt litasamspilsins kallar fram fjarvíddarblekk- ingu hjá áhorfandanum sem veit ekki lengur hvort hann er úti í salnum eða kominn á kaf í vegginn. Andi og efni Annars er það undir hverjum og einum komið hvernig hann nálgast verk Tuma. Þessi aðferð hans hefur víðtækar skírskotanir; hún er í eðli sínu efn- islag sem virkar andlegt en hefur skírskotanlr til efn- isþátta utan við sjálft sig sem aftur hafa andlegar skír- skotanir. Þannig má endalaust leggja út frá verkum Tuma. Hitt er aftur annað mál hvort endalaust verði ausið úr þessum brunni. Kímnigáfan hefur þó haldið mörgum á floti, hvað sem því líður. 4J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.