Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 26
38 MANUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 Fréttir Samningarnir milli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í Kópavogi: Storka leikreglum og sýna lítilsvirðingu „Þessir samningar hafa aldrei verið lagðir fram í stjórnkerfi bæj- arins. Bæjarstjóra hefur aldrei verið heimilað að ganga til neinna samn- inga. Þeir taka þetta bara upp hjá sjálfum sér og setja það svo niður í skúffu. Þetta sýnir að þeir storka öllum venjulegum leikreglum og æðsta valdi bæjarins, bæjarráði og bæjarstjórn, er sýnd einstök lítils- virðing með því að haga sér á þenn- an hátt," segir Kristján Guðmunds- son, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi nýlega voru lögð fram svör við fyr- irspurnum um þrjá verksamninga Sigurðar Geirdals bæjarstjóra við Gunnar I. Birgisson, formann bæj- arráðs og forstjóra Klæðningar, um framkvæmdir við Kópavogshöfn. Þar kemur fram að Klæðning hefur þegar fengið um 26 milljónir króna greiddar fyrir verkið án þess að því sé lokið. Þegar annar samningurinn var gerður var búið að greiða Klæðningu um níu milljónir króna umfram fyrsta samninginn. „Maður spyr sig að því hvar sé heimild til slíkra greiðslna. Hún er ekki fyrir hendi. Mönnum hefði ver- ið í lófa lagið að kalla saman auka- bæjarráðsfund og fá það samþykkt í krafti síns valds þó við værum á móti því. Svo hefðu menn getað deilt um hvort samningurinn væri góður eða vondur," segir Kristján. „Mér finnst að menn eigi að gæta sín mjög vel í öllum svona viðskipt-" um, hvort sem það eru sveitar- stjórnarmenn eða menn í opinber- um stöðum. Það er bara frumregla. Þess vegna hefur verið full sam- staða um það í Reykjavík að setja reglur þannig að menn geti stundað viðskipti með fullum sóma," segir Vilhjálmúr Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi og formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. í Reykjavík gildir sú meginregla að verk yfir 500 þúsundum króna séu boðin út eða verðkannanir gerð- ar en í sérstökum tilfellum er samið beint gegnum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Öll verk yfir 30 milljónum króna þurfa staðfestingu frá borgarráði. -GHS Unnið við steikingu á laufabrauði hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akureyri. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, UV, Akureyri: „Ég reikna með að við munum selja vel yfir 200 þúsund laufabrauð nú fyrir jólin, og stefnan er að selja eitt laufabrauð á hvert mannsbarn í landinu," segir Kjartan Snorrason '& iy Hljómbær • Skeifunni 7 • 533 2500 OPNUNARTILBOÐ flOPioNœir Verð Afsl. Stagr. geislaspilari m/fjarstýringu, PD 203 28.200 6.300 21.900 ODPioNeeRhljómtækjasamstæða, N-250 79.750 19.850 59.900 SHARpferðatæki með geislaspilara, QTCD 24.875 7.975 16.900 ferðatæki, WQT 205 13.172 8.272 4.900 Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akureyri: Eitt laufabrauð á hvert mannsbarn í landinu hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akureyri, en það fyrirtæki er langstærst á sviði laufabrauðsfram- leiðslu hér á landi og löng hefð inn- an fyrirtækisins fyrir þeirri fram- leiðslu. Kjartan segir að „laufa- brauðsvertíðin" standi yfir frá 20. nóvember og alveg fram á Þorláks- messu. „Það hefur tognað úr þessu eftir að við fórum einnig að selja laufabrauðið steikt, en ekki einung- is útflattar kökur sem eftir er að skera og steikja. Það er mikill áhugi fyrir steikta laufabrauðinu, bæði hjá verslunum og veitingahúsum, og steikta laufabrauðið kemur sem hrein viðbót hjá okkur," segir Kjart- an. Hann segir verð á laufabrauði í verslunum ekki vera á uppleið. Heildsöluverðið sé það sama og í fyrra og svo bitist verslanir um að bjóða sem lægt verð. „í krónutölu hefur verðið á laufabrauöi lækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum," segir Kjartan. Kjallaragrein Ásthildar Ólafsdóttur - röng myndbirting myndbandstæki, VCA39 43.380 13.480 29.900 WQT 205 VERSLUNIN fc QTCD 44 Skeifan 7 - simi: 533 2500 10 & Þau leiðu mistök urðu við vinnslu kjallaragreinar eftir Ásthildi Ólafs- dóttur í DV föstudaginn 24. nóvemb- er að röng mynd birtist af Ásthildi. Eru báðar konurnar hér með beðn- ar velvirðingar. - Hér birtist rétta myndin af Ásthildi Ólafsdóttur skólaritara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.