Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 35
MANUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 47 Fréttir Júlíus með hulstrió. DV-mynd Ægir Már Konurnar standa velfýrirsínu Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Skrifstofa Sjóvár-Almennra hefur verið færð af efstu hæðinni á Aust- urvegi 38 á Selfossi niður á jarðhæð- ina. Þar ræður rikjum sú þekkta kona á Selfossi, Bryndís Brynjólfs- dóttir, og hefur sér til aðstoðar Lóu Guðmundsdóttur. Þær standa vel fyrir sínu þótt ekki séu þær há- skólagengnar - báðar gagnfræðing- ar. Bryndís byrjaði snemma að vinna eh foreldrar hennar ráku Tryggva- skála hér á Selfossi við góðan orðstír i fjölda ára. Þegar þau hættu vegna aldurs tók Bryndís við hótel- inu og rak af miklum dugnaði ásamt því að vera með litla fataverslun, Lindina. Bryndís var bæjarfulltrúi á Sel- fossi í 8 ára og kom ýmsum góðum málum í höfn. Þá srjórnaði hún Hót- el Selfossi um tíma eftir að hótelið hafði lent í fjárhagsðrfiðleikum. Ásmundarsalur: Listamenn mótmæla Á fundi i Félagi íslenskra mynd- listarmanna, FÍM, var þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að kaupa Ásmundarsal við Freyjugötu og breyta í barnahehnili mótmælt og harmað að borgaryfirvöld og eig- andi hússins, Arkitektafélag ís^ lands, skyldu ekki hafa í heiðri ósk Ásmundar Sveinssonar'myndhöggv- ara um að nýta ævinlega húsið í þágu listarinnar eftir hans dag. -GHS Starfsfólk Hárhúss Kötlu. Listamenn sýna i Hárhúsi Kötiu Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Nýverið flutti Hárhús Kötlu i nýtt og glæsilegt húsnæði að Still- holti 14 á Akranesi. Hárhúsið varð 9 ára í september. Boðið verður upp á þá nýjung á nýja staðnum að einn listamaður í senn mun sýna verk i einu horni stofunnar. Fimm manns starfa á stofunni og er hún opin virka daga frá kl. 9-18 nema fimmtudaga frá 9-20 og laugardaga frá 10-14. DV-mynd Daníel Ólafsson Nýttu gömul plötu- umslög rokkarans í geislahulstur Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Við vorum að leita að leið til sparnaðar. Faðir minn á mikið af tómum, gömlum plötuumslögum sem við klipptum í sundur í sömu stærð og geislahulstur og sprautuð- um þau svo," sagði Júlíus Guð- mundsson í hljómsveitinni Deep Jimi, sem hefur gefið út nýja geisla- plötu. í stað hinna hefðbundnu plasthulstra eru hulstrin úr pappa úr gömlu umslögunum. Júlíus átti hugmyndina og þeir hafa gert þúsund eintök. Er það mikill sparnaður en Júlíus sagðist varla vera tilbúinn til að gera þetta aftur. Allir fjórir félagar hljómsveit- arinnar unnu hörðum höndum að verkefninu. Þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi og tók tvær vikur. Júlíus er sonur rokkarans mikla í Keflavík (Guðmundar) Rúnars Júl- iussonar. Framan á hulstrinu eru handmálaðar rósir og nafn hljóm- sveitarinnar. Með diskinum fylgir textablað, handskrifað af stúlku í Keflavík, sem einnig teiknaði mynd- ir á hulstrið. Strákarnir halda næstu daga tónleika og kynna plöt- una. #• UDAGATOIIN 011 Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnadur rennur til líknarmála. ^P^$j6 Gæði og hreinleiki ^^^ ^tr ofl*6 Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. feov BBhBbBBB ^^f Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. ^ f *bj- þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Innflutningsaðili Gustavsberg á Islandi: Krókháls hf. Sími 587 6550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.