Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 24
36
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995
Fréttir
Verksamningarnir í Kópavogi:
Pólitískur aurburður
- segir Gunnar I. Birgisson
sonar um að samningarnir séu
þvert á allar leikreglur og lítilsvirð-
ing við bæjarráð og bæjarstjóm
öðmvisi en með því að segja:
„Það er alls ekkert óeðlilegt i
þessu máli.“
-GHS
„Kristján er að slá sig til pólitísks
riddara í þessu máli þar sem Guð-
mundur Oddsson er að hætta. Hann
er að sýna að hann er verðugur for-
ingi og reynir að koma pólitískum
aurburði á mig og Sigurð. Mér þyk-
ir þetta lágkúran í hámarki enda
virðist það vera aðalstíll Kristjáns
Guðmundssonar að rægja menn og
fyrirtæki," segir Gunnar I. Birgis-
son, formaður bæjarráðs í Kópavogi
og forstjóri Klæðningar hf.
Gunnar segir að gerð hafi verið
verðkönnun vegna uppfyllingar í
Kópavogshöfn siðasta vetur og í
framhaldi af því hafi hafnarstjórn
ákveðið að ganga til samninga við
Klæðningu. Sú fundargerð hafi ver-
ið samþykkt athugasemdalaust í
bæjarráði og bæjarstjórn.
Hann segir að verksamningur
hafi verið gerður milli bæjarstarfs-
manna og starfsmanna Klæðningar
og Sigurður Geirdal bæjarstjóri og
Gunnar Birgisson forstjóri síðan
skrifað undir. Gunnar segist ekki
hafa komið nálægt samningsgerð-
inni sjálfri og samningurinn hafi
ekki verið lagður fyrir bæjarráð
frekar en aðrir samningar.
Gunnar segist ekki vilja svara
yfirlýsingum Kristjáns Guðmunds-
Kj alarneshreppur:
Seljum eignir til
að ná skuldunum
í viðunandi horf
- segir sveitarstjórinn
Það eru lönd og jarðir sem við eig-
um og fleira tengt því sem er engin
þörf á til að reka sveitarfélagið,
heldur eignir sem við eigum um-
fram það sem sveitarfélög þurfa al-
mennt á að halda. Það var alltaf
meiningin að eiga þetta í handrað-
anum og selja ef á þyrfti að halda en
þetta er töluvert stór eign. Þá erum
við komnir niður í töluvert góða
stöðu í þessum samanburði," segir
Jón Pétur.
Skuldir Kjalarneshrepps eru til
komnar vegna byggingar -íþrótta-
húss, sundlaugar, félagslegra ibúða
og fleiri framkvæmda í hreppnum á
síðasta ári. -GHS
Nefnd um fóstureyðingar:
Ekki tekist á um
völd við landlækni
háttar afstöðu hans sjálfs gagnvart
nefndinni og starfi hennar.
„Berist nefndinni vitneskja um
brot á lögunum hlýtur hún að bregð-
ast við því samkvæmt starfsskyld-
um sínum. Fóstureyðingalöggjöfin
fjallar ekki einvörðimgu um rétt
kvenna til fóstureyðingar heldur er
það jafnframt tilgangur laganna að
vemda líf. Brot á lögunum era því
alvarlegs eðlis og viðbrögð nefndar-
innar við þeim eiga ekkert skylt við
valdabaráttu af nefndarinnar
hálfu,“ segir í tilkynningu nefhdar-
innar, sem undirrituð er af þeim
Benedikt Sveinssyni, Sigríði Ólafs-
dóttur og Kristínu Kristmundsdótt-
ur.
-kaa
Vagga Landsímans
var á Seyðisfirði
sumar morsesendiborð sem tengdi
saman Seyðisfjörð, Þórshöfn, Lerwick
og London. Reykjavík fékk svo sam-
band við London gegnum Seyðisfjörö.
1942 fluttust aðalstöðvamar til
Reykjavíkur með aukinni tækni.
Á afmælisárinu hefur verið gagn-
merk og áhugaverð sýning í minja-
safninu á alls konar tækjum allt frá
fyrstu áram Landsímans. Þau era
langflest í nothæfu ástandi enn þá
og hefur umhirða þeirra og viðhald
vakið undrun og aðdáun sýningar-
gesta. Siðustu daga hafa grunn-
skólanemendur skoðað safnið og
kynnst því hver munur er á fjar-
skiptum í upphafi aldarinnar og
tölvusamskiptum nú í aldarlok.
Jóhann Jóhannsson, DV, Seyðisfirði:
Um fáein ártöl í íslandssögunni
leikur ljómandi birta. Árið 1904
varð Hannes Hafstein fyrsti íslenski
ráðherrann - og yfirstjórn málefna
landsins varð nú stöðugt meira í
stjórnarráðinu í Reykjavík. 1906
komst landið í beint samband við
umheiminn með símastreng. Átti
ráðherra þar drýgstan hlut að máli.
Strengurinn var tekinn í land á
Seyðisfirði og enn þá stendur húsið
sem fyrsta landsímastöðin var í og
er það nú bæði ráðhús og minjasafn.
Höfuðstöðvar ritsímans voru á
Seyðisfirði til 1942 og fyrr á tíð störf-
uðu þar oft einir 14 símritarar. í
Tækjaminjasafninu hefur verið sýnt í
Nefnd um fóstureyðingar og ófrjó-
semisaðgeröir hefur sent frá sér til-
kynningu þar sem því er lýst yfir að
nefndin sé ekki í valdabaráttu við
landlækni. Fyrir tveimur mánuðum
lagði nefndin fram kæru til ríkis-
saksóknara á hendur landlækni þar
sem hann heimilaði fóstureyðingu
hjá konu eftir að nefndin hafði neit-
að henni. Málið er nú til meðferðar
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
í tilkynningu nefndarinnar segir
að skilja megi yfirlýsingar land-
læknis í fjölmiðlum á þann veg að
um valdabaráttu sé að ræða. Af
hálfu nefndarinnar sé svo ekki þótt
hins vegar megi vera að þær aðgerð-
ir landlæknis, sem leiddu til
kærannar, hafi einkennst af þess
Sveitarstjómin í Kjalarneshreppi
ætlar að selja félagslegar íbúðir,
jarðir og aðrar eignir sveitarfélags-
ins til að ná skuldum sveitarfélags-
ins í viðunandi horf auk þess sem 43
milljóna króna framlag fáist úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna
nýbyggðs íþróttahúss á Kjalarnesi.
Jón Pétur Líndal sveitarstjóri segist
búast við að skuldunum verði náð
úr 415 þúsund krónum niður í 70-90
þúsund krónur á hvern íbúa innan
ekki of langs tíma en hreppurinn er
eitt skuldugasta sveitarfélagið á
landinu í dag.
„Síðan eram við með nokkrar
eignir sem við höfum hug á að selja.
Heiðurshjónin Grýla og Leppalúði ætla að skreyta bæ sinn með 15 metra háu rauðgrenitré nú fyrir jólin. Tréð kom
til landsins í vikunni og er nú komið á sinn stað í jólabænum Hveragerði en þar mun boðið upp á jólagleði mikla
með fjölskylduskemmtun í desember. DV-mynd GVA
Hrossaræktardeild Svarfdælinga óánægö með ráðunaut:
Bændaforystan
veiti honum
áminningu
- margar smásýningar eru molbúaháttur segir Kristinn Hugason
Hrossaræktardeild Svarfdælinga
hefur óskað eftir því við forystu
Bændasamtakanna að Kristni Huga-
syni hrossaræktarráðunauti verði
veitt áminning vegna ummæla hans
viö hestamenn eftir héraðssýningu
kynbótahrossa á Dalvík í vor.
Vegna slæmrar hegðunar ráðunaut-
arins óska hestamennimir eftir því
að bændaforystan sjái til þess að
þeir þurfi ekki að hafa nánari sam-
skipti við hann.
Við kaffiborðið á héraðssýning-
unni í vor spurði einn sýnenda
hrossaræktarráðunautinn hvort
hægt væri að hafa yfirlitssýningu á
staðnum strax að lokinni forsýn-
ingu til að spara mönnum kostnað
og fyrirhöfn við að flytja hrossin 150
kílómetra leið fram og til baka á
Melgerðismela.
í bréfi Hrossaræktardeildarinnar
til formanns og framkvæmdastjóra
Bændasamtakanna segir að hrossa-
ræktarráðuneyturinn hafi við þessa
fyrirspum umhverfst, ausið skömm-
um og persónulegum svívirðingum
yfir mennina, „kallaði þá gamaldags
molhúa og álíka skáldlegum nöfn-
um,“ eins og segir í bréfinu.
Þá mun ráðunauturinn hafa sak-
að menn um „flokkspólitíska and-
stöðu“ við sig og vikið „ósmekkleg-
um orðum að starfsbróður sínum og
fleiri mönnum að þeim fjarstödd-
um“, eins og segir í bréfinu. Vegna
þessa óska hrossaræktarmennimir
eftir því að þeim verði forðað frá
nánari samskiptum við manninn.
„Mér koma þessi bréfaskrif ákaf-
lega á óvart og ég tel viðbrögð Svarf-
dælinga óskiljanleg þar sem þarna
var um fámennt kaffisamsæti í
kafíistofu í hesthúsi að ræða. Mér
þykir hlálegt að menn telji það efni
til bréfaskrifa. Ég tel að ég hafi ekki
á nokkurn hátt brotið á móti því
sem snertir mitt embætti eða starf,“
segir Kristinn Hugason hrossarækt-
arráöunautur.
„Ég hef ýmislegt að athuga við
sýningahald á Eyjafjarðarsvæðinu
og lét þær aðfinnslur í ljósi. Ég
sagði að það væri molbúaháttur að
halda margar smásýningar í litlu
héraði, eins og Eyjafirði, miðað við
Suðurland allt þar sem haldin er ein
stór sýning enda sýnir framvinda
hrossaræktar á Suðurlandi, svo
ekki verður um villst, að sýninga-
hald er þar á réttri leið,“ segir Krist-
inn Hugason hrossaræktarráðu-
nautur. -GHS