Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 onn Okkar maður í NATO, Uffe Elle- mann-Jensen. Að f inna ein- hvern annan „Við stöndum við okkar stuðn- ing við Uffe Ellemann. Það geng- ur ekki til lengdar að einstaka NATO-þjóðir séu að reyna að finna einhvern annan bara til að finna einhvern annan." Halldór Ásgrímsson, íTímanum. Blóðugir upp að öxlum Meðan ráðamenn eru blóðugir upp að öxlum við slátrun á þeim, sem hlustuðu, trúðu og fram- kvæmdu, heyrist að skinnaverð sé á uppleið." Tryggvl Skjaldarson, í Alþýðublaölnu. Ummæli Orkestri Ravel þykir einn mesti or- kestri (vonandi er slettan brúk- leg; ekki er hljómsveitarbúnings- færandi skárra)." . Ríkarður Örn Pálsson, í Morgunblað- Inu. Hetjusaga „Liklega er eins mikið til í að Halldór Laxness sé söguhetja þarna og að Ólafur Thors hafi verið söguhetja í Atómstöðinni." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í Tímanum. Heill kvennakór „Er ekki heill kvennakór nefndur? Það er engin farin að syngja sóló ennþá." Guðrún Pétursdóttir, um forsetafram- boð, í Alþýðublaðinu. Belgaum var einn síðasti síðu- togarinn sem keyptur var til landsins á þriðja ártug aldarinn- ar. Fyrstu togarar á íslandi Það var 1899 sem togaraútgerð hefst hér á landi. Það ár gerði enskur maður, Pike Ward, út togarann Utopiu frá Hafnarfirði. Sama ár tók útgerðarfélagið ísa- fold til starfa. Það hafði aðal- bækistöð á Akranesi og gerði út sex togara. Þessi útgerð var al- mennt kölluð Vídalinsútgerðin því að aðalmaður hennar hér á landi var Jón Vídalín konsúll. Fyrsta tilraun íslendinga til togskipaútgerðar var gerð 1901-1902. Að henni stóð Valgarð Ólafsson Breiðfjörð sem keypti 90 rúmlesta seglskip á Englandi Blessuð veröldin vorið 1901 ásamt botnvörpubún- aði. Nefndi hann skipið Önnu Breiðfjörð. Árið 1905 keyptu nokkrir útgerðarmenn tólf ára gamlan togara, Coot, 151 brúttó- lest að stærð og gerðu út í Hafn- arfirði. Hann var fyrsta botn- vörpuskipið í íslenskri eign. Á meðan á heimsstyrjöldinni fyrri stóð steðjuðu ýmsir erfið- leikar að útgerðinni, einkum var erfitt um útvegun útgerðarvöru. Fremur kalt í veðri Yfir landinu og hafinu umhverfis er hægfara 1025 mb háþrýstisvæði en yfir Bretlandseyjum 988 mb lægð. Það er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum í veðri næsta sólarhringinn, áfram hægviðri og úrkomulaust, en fremur kalt verður Veðrið í dag í veðri, einkum í innsveitum. Á höf- uðborgarsvæðinu verður austan- gola eða hægviðri og lengst af létt- skýjað, frost 4 til 9 stig. Gert er ráð fyrir að fyrri part vikunnar verði hægviðri' og að mestu úrkomulaust á landinu, en þegar líða tekur á vik- una gengur í vaxandi suðvestan- og síðan sunnanátt með snjókomu eða slyddu vestast á landinu. Sólarlag í Reykjavík: 15.58. Sólarupprás a morgun: 10.35. Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.11. Árdegisflóð á morgun: 10.40. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: eðrið kl. 12 á hádegi Akureyri alskýjað -8 Akurnes alskújað 0 Bergsstaöir skýjaö -8 Bolungarvík alkýjað 1 Egilsstaðir alskýjað -2 Keflavíkurflugvöllur hálfskýjað -4 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö -2 Raufarhöfn skýjaó -4 Reykjavík léttskýjað -6 Stórhöföi skýjað 1 Bergen rigning 8 Helsinki súld 1 Kaupmannahöfn þokumóða 5 Ósló þokumóóa 7 Stokkhólmur þokumóða 4 Þórshöfn alskýjað 4 Amsterdam léttskýjaö 12 Barcelona léttskýjaö 16 Chicago skýjað -3 Feneyjar þokumóða 8' Frankfurt skýjað 4 Glasgow þokumóöa 6 Hamborg þokumóöa 4 London rigning 10 Los Angeles þokumóða 14 Lúxemborg skýjað 7 Madríd skýjaö 9 Malaga skýjað 15 Mallorca léttskýjaö 16 New York skýjað 3 Nice skýjað 12 Nuuk skýjað -2 Orlando þokumóða 8 París rigning 10 Róm skýjað 15 Valencia léttskýjað 17 Vín frostúói -2 Winnipeg skýjað -10 Logi Ulfarsson, framkvæmdastjóri Islensks markaðar: Spurningin er aðeins hvenær stöðin verður einkavædd Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Það er mín skoðun að flugstöð- in verði einkavædd. Spurningin er aðeins hvenær. Hún er mun betur komin í höndum einkaaðila. Ég vona að í þessari umræðu verði stigin nokkur skref í rétta átt," seg- ir Logi Úlfarsson, framkvæmda- stjóri íslensks markaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurfiug- velli. Logi hóf störf hjá fyrirtækinu 1987 og sá meðal annars um bók- Maður dagsins hald. Hann tók við stöðu fram- kvæmdastjóra 1990: „Starfið er mjög skemmtilegt og krefjandi, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ég er með úrvalsmannskap og góða stjórn sem gerir starfið enn áhugaverðara. Þetta er mjög sam- stilltur og góður hópur sem er bú- inn að vinna lengi saman." íslénskur markaður er eingöngu með íslenskar vörur. Logi segir Logi Úlfarsson. það bundið í samningi og skýrt tekið fram að í íslenskum markaði séu eingöngu íslenskar vörur. Frí- höfhin sé hins vegar með erlendar vörur. Logi segir verslunina hafa gengið mjög vel undanfarin ár: „Selt er fyrir 270 milljónir á ári. Það var minni sala í byrjun eftir að við fluttum Lflugstöðina en með fjölgun farþega og fjölbreyttara úr- vali hefur þetta veriö upp á við." Logi er mjög ánægður með þær áslensku vörur sem þeir selja. „Viö finnum greinilega fyrir því að við- skiptavinir okkar eru ánægðir með verslunina og þær vörur sem eru á boðstólum þar, en það má segja að íslenskar vörur sem seld- ar eru hjá okkur séu upp til hópa úrvalsvörur." Eins og gefur að skilja höfðar verslunin fyrst og fremst til útlend- inganna en Logi segir að breyting- ar hafi átt sér stað: „Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað Islendingar eru farnir að versla mikið hjá okk- ur og það er alltaf séö fyrir því að eitthvað sé til sérstaklega fyrir þá. Draumur okkar er að stækka verslunarplássið og auka vöruúr- val." Áhugamál Loga er körfubolti en hann er stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þá fer hann mikið á skíði og hefur ánægju af að vera með fjölskyld- unni. Eiginkona hans heitir Brynja Vermundsdóttir, leikskóla- fulltrúi hjá Reykjanesbæ, og eiga þau þrjá syni, Bjarka, 17 ára, Breka, 13 ára, og Boða, 7 ára. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1378: Myndir Sölva á Sóloni Á Sóloni íslandusi stendur yfir sýning sem hefur yfirskriftina Gull og gersemi eftir Sölva Helgason (Sólon íslandus). Er um að ræða litla myndaröð sem er á veggjum neðri hæðar veit- ingastaðarins. Sýning þessi er sett upp í tilefni þriggja ára af- Sýningar mæli veitingahússins og þaö að 100 ár eru frá því Sölvi Helgson lést Verkin eru öll í einkaeign fjöl- skyldu í Reykjavík. Myndheimur Sölva er afar sérstæður, mynsturkenndur og fínlegur. Þess má geta að málverk eftir Sölva fyrirfinnast einnig á Þjóð- minjasafhi íslands. Skak Svörtum nægði einn leikur til vinnings í meðfylgjandi stöðu, sem er frá opnu móti í Forli á ítalíu fyr- ir skömmu. Sigurvegari mótsins, rússneski stórmeistarinn Igor Naumkin, hafði svart og átti leik móti ítalska alþjóðameistaranum Sarno. Kemur þú auga á vinnings- leikinn? ABCDEFGH 38. - Hf3! og hvítur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Af sex, pörum sem enduðu í fjór- um spöðum á þessu spili í Politiken stórmótinu í Danmörku, voru þrjú sem fóru niður. Tvö pör spiluðu 4 hjörtu sem stóðu og eitt þrjú grönd sem fór niður vegna þess að útspilið var lauf. Ef vörnin sækir ekki hjartastungu í fjórum spöðum bygg- ist spilið fyrst og fremst á því að ör- yggisspila spaðalitinn og missa ekki nema einn slag á litinn. Þegar Dan- inn Jens Auken var sagnhafi í fjór- um spöðum í suður var hann fljótur að spila spilinu niður. Útspil vest- urs var laufgosi: * AG54 * ÁKD92 * K5 * 32 * 2 »8754 * G74 * KG1054 N ? D1086 » 10 ? D10862 ? Á98 Fjallsrætur EYbStKr Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. * K973 W G63 * Á93 * D76 Austur yfirdrap laufgosa á ás og spilaði meira laufi, Auken setti drottninguna heima og vestur drap á kóng. Vörnin spilaði þá tígli sem Auken drap á kónginn í blindum. Hann spilaði strax spaða á kónginn og síðan meiri spaða og var þar með búinn að tapa spilinu. Vandamálið er að verja sig fyrir 4-1 legunni með DlOxx hjá öðrum hvorum andstæð- inganna. Ekki dugar að leggja niður spaðaásinn og spila síðan spaða að níunni. Sú spilamennska dugar ekki ef vestur á DlOxx, því hann getur spilað sig út á laufi og stytt blindan. Hin rétta óryggisspilamennska er að leggja niður spaðaásinn, spila sig heim á tígulásinn og spila spaða að gosanum. Sú spilamennska tryggir 3 slagi á spaða, án tillits til þess hvor- um megin fjórliturinn liggur. í þessu tilfelli verður svinað í gegn- um spaðatíu austurs til að tryggja tí- unda slaginn. Isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.