Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Okkar maður í NATO, Uffe Elle- mann-Jensen. Að finna ein- hvern annan „Við stöndum við okkar stuðn- ing við Uffe Ellemann. Það geng- ur ekki til lengdar að einstaka NATO-þjóðir séu að reyna að finna einhvem annan bara til að finna einhvern annan.“ Halldór Ásgrímsson, ÍTímanum. Blóðugir upp að öxlum Meðan ráðamenn eru blóðugir upp að öxlum við slátrun á þeim, sem hlustuðu, trúðu og fram- kvæmdu, heyrist að skinnaverð sé á uppleið." Tryggvl Skjaldarson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Orkestri Ravel þykir einn mesti or- kestri (vonandi er slettan brúk- leg; ekki er hljómsveitarbúnings- færandi skárra).“ , Ríkarður Örn Pálsson, í Morgunblað- inu. Hetjusaga „Líklega er eins mikið til í að Halldór Laxness sé söguhetja þarna og að Ólafur Thors hafi verið söguhetja í Atómstöðinni." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í Tímanum. Heill kvennakór „Er ekki heill kvennakór nefndur? Það er engin farin að syngja sóló ennþá.“ Guðrún Pétursdóttlr, um forsetafram- boð, í Alþýðublaðinu. Belgaum var einn síðasti síðu- togarinn sem keyptur var til landsins á þriðja ártug aldarinn- ar. Fyrstu togarar á íslandi Það var 1899 sem togaraútgerð hefst hér á landi. Það ár gerði enskur maður, Pike Ward, út togarann Utopiu frá Hafnarfirði. Sama ár tók útgerðarfélagið ísa- fold til starfa. Það hafði aðal- bækistöð á Akranesi og gerði út sex togara. Þessi útgerð var al- mennt kölluð Vidalínsútgerðin því að aðalmaður hennar hér á landi var Jón Vídalín konsúll. Fyrsta tilraun íslendinga til togskipaútgerðar var gerð 1901-1902. Að henni stóð Valgarð Ólafsson Breiðijörð sem keypti 90 rúmlesta seglskip á Englandi Blessuð veröldin vorið 1901 ásamt botnvörpubún- aði. Nefndi hann skipið Önnu Breiðfjörð. Árið 1905 keyptu nokkrir útgerðarmenn tólf ára gamlan togara, Coot, 151 brúttó- lest að stærð og gerðu út í Hafn- arfirði. Hann var fyrsta botn- vörpuskipið í íslenskri eign. Á meðan á heimsstyrjöldinni fyrri stóð steðjuðu ýmsir erfið- leikar að útgerðinni, einkum var erfitt um útvegun útgerðarvöru. Fremur kalt í veðri Yfir landinu og hafinu umhverfis er hægfara 1025 mb háþrýstisvæði en yfir Bretlandseyjum 988 mb lægð. Það er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum í veðri næsta sólarhringinn, áfram hægviðri og úrkomulaust, en fremur kalt verður skýjað, frost 4 til 9 stig. Gert er ráð fyrir að fyrri part vikunnar verði hægviðri og að mestu úrkomulaust á landinu, en þegar líða tekur á vik- una gengur í vaxandi suðvestan- og síðan sunnanátt með snjókomu eða slyddu vestast á landinu. Veðrið í dag í veðri, einkum í innsveitum. Á höf- uðborgarsvæðinu verður austan- gola eða hægviðri og lengst af létt- Sólarlag í Reykjavík: 15.58. Sólarupprás á morgun: 10.35. Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.11, Árdegisflóð á morgun: 10.40. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugvöllur Kirkjubœjarklaustur Raufarhöfn Reykjavíic Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca New York Nice Nuuk Orlando París Róm Valencia Vín Winnipeg alskýjað alskújað skýjaó alkýjaó alskýjaó hálfskýjaö léttskýjað skýjað léttskýjað skýjað rigning súld þokumóða þokumóða þokumóða alskýjað léttskýjað léttskýjað skýjað þokumóða skýjað þokumóða þokumóöa rigning þokumóða skýjað skýjaö skýjað léttskýjað skýjaó skýjað skýjað þokumóða rigning skýjað léttskýjað frostúði skýjað -8 0 -8 1 -P -4 -2 -4 -6 1 8 1 5 7 4 4 12 16 -3 8• 4 6 4 10 14 7 9 15 16 3 12 -2 8 10 15 17 -2 -10 Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar: Spurningin er aðeins hvenær stöðin verður einkavædd Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Það er mín skoðun að flugstöð- in verði einkavædd. Spumingin er aðeins hvenær. Hún er mun betur komin í höndum einkaaðila. Ég vona að í þessari umræðu verði stigin nokkur skref í rétta átt,“ seg- ir Logi Úlfarsson, framkvæmda- stjóri íslensks markaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli. Logi hóf störf hjá fyrirtækinu 1987 og sá meðal annars um bók- Maður dagsins hald. Hann tók við stööu fram- kvæmdastjóra 1990: „Starfið er mjög skemmtilegt og krefjandi, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ég er með úrvalsmannskap og góða stjórn sem gerir starfið enn áhugaverðara. Þetta er mjög sam- stilltur og góður hópur sem er bú- inn að vinna lengi saman.“ íslenskur markaður er eingöngu með íslenskar vörur. Logi segir það bundið í samningi og skýrt tekið fram að í íslenskum markaði séu eingöngu íslenskar vörur. Frí- höfnin sé hins vegar með erlendar vörur. Logi segir verslunina hafa gengið mjög vel undanfarin ár: „Selt er fyrir 270 milljónir á ári. Það var minni sala í byrjun eftir að við fluttum í flugstöðina en meö fjölgun farþega og fjölbreyttara úr- vali hefur þetta veriö upp á við.“ Logi er mjög ánægður með þær íslensku vörur sem þeir selja. „Við finnum greinilega fyrir því að við- skiptavinir okkar eru ánægðir með verslunina og þær vörur sem eru á boðstólum þar, en það má segja að íslenskar vörur sem seld- ar eru hjá okkur séu upp til hópa úrvalsvörur." Eins og gefur að skilja höfðar verslunin fyrst og fremst til útlend- inganna en Logi segir að breyting- ar hafi átt sér stað: „Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað íslendingar eru famir að versla mikið hjá okk- ur og það er alltaf séð fyrir því að eitthvað sé til sérstaklega fyrir þá. Draumur okkar er að stækka verslunarplássið og auka vöruúr- val.“ Áhugamál Loga er körfubolti en hann er stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild Njarðvikur. Þá fer hann mikið á skíði og hefúr ánægju af að vera með fjölskyld- unni. Eiginkona hans heitir Brynja Vermundsdóttir, leikskóla- fulltrúi hjá Reykjanesbæ, og eiga þau þrjá syni, Bjarka, 17 ára, Breka, 13 ára, og Boða, 7 ára. Myndgátan DV Myndir Sölva á Sóloni Á Sóloni íslandusi stendur yfir sýning sem hefur yfirskriftina Gull og gersemi eftir Sölva Helgason (Sólon íslandus). Er um að ræða litla myndaröð sem er á veggjum neðri hæðar veit- ingastaðarins. Sýning þessi er sett upp í tilefni þriggja ára af- Sýningar mæli veitingahússins og þaö að 100 ár era frá því Sölvi Helgson lést. Verkin eru öll í einkaeign fjöl- skyldu í Reykjavík. Myndheimur Sölva er afar sérstæður, mynsturkenndur og finlegur. Þess má geta að málverk eftir Sölva fyrirfinnast einnig á Þjóð- minjasafni íslands. Skák Svörtum nægði einn leikur til vinnings í meðfylgjandi stöðu, sem er frá opnu móti í Forli á Ítalíu fyr- ir skömmu. Sigurvegari mótsins, rússneski stórmeistarinn Igor Naumkin, hafði svart og átti leik móti ítalska alþjóðameistaranum Sarno. Kemur þú auga á vinnings- leikinn? 38. - Hf3! og hvítur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Af sex, pörum sem enduðu í fjór- um spöðum á þessu spili í Politiken stórmótinu í Danmörku, voru þrjú sem fóru niður. Tvö pör spiluðu 4 hjörtu sem stóðu og eitt þrjú grönd sem fór niður vegna þess að útspilið var lauf. Ef vörnin sækir ekki hjartastungu i fjórum spöðum bygg- ist spilið fyrst og fremst á því að ör- yggisspila spaðalitinn og missa ekki nema einn slag á litinn. Þegar Dan- inn Jens Auken var sagnhafi í fjór- um spöðum í suður var hann fljótur að spila spilinu niður. Útspil vest- urs var laufgosi: é ÁG54 V ÁKD92 * K5 4 32 * 2 V 8754 ♦ G74 * KG1054 * K973 * G63 * Á93 * D76 Austur yfirdrap laufgosa á ás og spilaði meira laufi, Auken setti drottninguna heima og vestur drap á kóng. Vömin spilaði þá tígli sem Auken drap á kónginn í blindum. Hann spilaði strax spaða á kónginn og síðan meiri spaða og var þar með búinn að tapa spilinu. Vandamálið er að veija sig fyrir 4-1 legunni með DlOxx hjá öðrum hvorum andstæð- inganna. Ekki dugar að leggja niður spaðaásinn og spila síðan spaða að níunni. Sú spilamennska dugar ekki ef vestur á DlOxx, því hann getur spilað sig út á laufi og stytt blindan. Hin rétta öryggisspilamennska er að leggja niður spaðaásinn, spila sig heim á tígulásinn og spila spaða að gosanum. Sú spilamennska tryggir 3 slagi á spaða, án tillits til þess hvor- um megin fjórliturinn liggur. í þessu tilfelli verður svinað í gegn- um spaðatíu austurs til að tryggja tí- unda slaginn. J Fjallsrætur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.