Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fréttir Kvóti Vestfiröinga að mestu á hendi örfárra Qölskyldna: Þetta er alvarlegt áhyggjuefni segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV „Ég hef áhyggjur af því að kvóti á Vestfjörðum er að langmestu leyti í eigu örfárra fjölskyldna. Maður spyr sig hvað gerist ef þær ákveða að flytja sig um set. Þetta er alvar- legt áhyggjuefni," segir Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Pétur vitnar þarna til þess að mest af kvóta Vestfirðinga er á höndum örfárra fjölskyldna. Þar má nefna tvær fjölskyldur sem ráða Hrönn hf., útgerð Guðbjargar ÍS sem er kvótahæsta skip á Vestfjörð- um. í Hnífsdal er um að ræða kvóta Miðfells, útgerðar togarans Páls Pálssonar ÍS. Þá tengjast Ósvör hf. í Bolungarvík og Bakki hf. í Hnifsdal þeirri útgerð þar sem Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdasrjóri og stærsti eigandinn, er jafnframt stjórnarformaður og einn eigenda Miðfells. Frosti hf. í Súðavík er í eigu nokkurra fjölskyldna en meðal eigenda þar er Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri sem jafnframt er einn eigenda Miðfells hf. Gunnvör hf., útgerð frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar á ísafirði, á jafn- framt meirihlutann í íshúsfélagi ís- firðinga hf. sem aftur á tvo togara, Stefni ÍS og Framnes ÍS. Noröur- tanginn hf. á ísafirði, sem er að mestu í eigu tveggja fjölskyldna, á mestan kvóta fyrirtækja á Vestfjörð- um, eða rétt um 3000 þorskígildi. Þar er Ásgeir Guðbjartsson og fjöl- skylda hans meðal eigenda en hann á stóran hlut í Hrönn hf. Á Flateyri er Kambur hf. fjöl- skyldufyrirtæki og ræður yfir nán- ast öllum kvóta staðarins og þar eru því öll eggin í sömu körfu. Pétur Sigurðsson segir að þrátt fyrir að fjölskyldurnar hafi haldið kyrru fyrir í fjórðungnum þá sé ljóst að brotthvarf einhverra þeirra gæti orðið mikið áfall fyrir byggðarlög vestra. „Það hafa enn ekki tekið sig upp fjölskyldur með stóra kvóta og fiutt í burtu en ég hugsa til þess með hryll- ingi ef slíkt gerist. Við getum á eng- an hátt varist slíkum áföllum sem myndu hafa í för með sér atvinnu- leysi," segir Pétur Sigurðsson. -rt Hafharfjörður: Bjóðum helmingi starfsfólksins óbreytta yfírtíð - segir Tryggvi Harðarson Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trui í Hafnarfirði, segir að bæj- aryfirvöld hafi gert helmingi þeirra ríflega 90 bæjarstarfs- manna sem sagt hafi verið upp sérkjörum frá 1. janúar 1996 tií- boð um óbreytta yfirvinnu. Ekk- ert hafi verið ákveöið með þá sem eftir eru. Tryggvi segir að bæjarráð eigi viðræður við full- trúa starfsmanna fljótlega í vik- unni helgi og að málið eigi að skýrast þá. „Að okkar mati er kominn miklu mýkri tónn í öll þessi mál þó að ekkert formlegt sé komiö í sambandi við lendingu. Starfs- mannafélagið hefur bent á þann möguleika að hægt sé að taka þessi mál út af borðinu og setja inn í þá vinnu sem á sér stað i sambandi við skipulagsbreyting- ar," segir Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. -GHS Fræðsluskrifstofur: Starfsmönnum hefur verið sagt upp Fræðslustjórinn á Suðurlandi, Jón Hjartarson, liefur sent öllum starfs- mönnum fræðsluskrifstofunnar, sjö talsins, uppsagnarbréf og taka upp- sagnirnar gildi 1. ágúst á næsta ári. Uppsagnarbréfin voru send í fram- haldi af tilkynningu menntamálaráð- herra til allra fræðslustjóra í landinu nýlega um að taka til viðeigandi ráð- stafana vegna lokunar fræðsluskrif- stofa 1. júlí 1996. Helgi Jónasson, fræðslusrjóri í Reykjanesumdæmi, sagði í samtali við DV í gær að fræðslusrjórar um allt land væru búnir að segja upp starfsfólki sínu. Sér vitanlega væri starfsfólkið ekki búið að ráðstafa sér í aðra vinnu en hann sagðist vita til að búið væri að ræða við suma. Starfsfólkið á fræðsluskrifstofunni væri það sérhæft að það væri bjart- sýnt á að fá vinnu. Uppsagnirnar ná til 60-70 starfs- manna á fræðsluskrifstofum um allt land, að fræðslusrjórum meðtöldum. Enn er óákveðið hjá flestum sveit- arfélögum hvemig verkefhum fræðsluskrifstofa verður hagað eftir flutning grunnskólans til sveitarfé- laga á næsta ári. Á Austurlandi hafa sveitarfélögin þó ákveðið að stofna fræðsluskrifstofu með svipuðu sniði og áður. -GHS Töluverður fjöldi ísiendinga fer til útlanda á ári hverju til að sjá knattspymuleiki. Þessi galvaski hópur fór til Newcastle að sjá heimaliðiö spila við Blackburn og hitti Kevin Keegan, framkvæmdastjóra Newcastle, við St. James Pnrk UMBOÐSAÐILAR UM ALLT LAND: Akranes: Versl. Perla • Borgnrnes: Kf. Borgfirðinga • Ólafsvík: Utabúðin • Patreksfjörður: Ástubúð • Bolungarvík: Versl. Hólmur* ísafjörður: Þjótur sf.« Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj.' Hvammstangi: Kf. v-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga* Sauðárkrókur: Hegri • Slglufjörður: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjörður: Versl. Valberg • Akureyrl: Versl. Vaggan (Sunnuhlið) • Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egllsstaðir: Kf.Héraðsbúa • Eskifjörður: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: KF Ámesinga • Garður: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavik: Bústoð hf.« Grindavík: Versl. Palóma • Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiðistorgi). • Þekking Reynsla Þjónusta Goöo £ 0>-^ SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 nóttog sofðu rótt ÞARABAKKA - MJODD • S: 567 0100 • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans ? Heimilistækjadeild Falkans Björn Steinar Sólbergsson við hljómborð orgelsins. DV-mynd gk Orgel Akureyrar- kirkju endurvígt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta orgel, sem var það stærsta á landinu þangað til orgelið í Hall- grímskirkju var sett upp, er án efa eitt besta konsertorgel á landinu. Ég tel að mjög vel hafi tekist til með þær endurbætur sem hafa verið gerðar á hljóðfærinu og nú höfum við yfir aö ráða hljóðfæri sem á að endast í 150-200 ár með reglulegu viðhaldi," segir Björn Steinar Sól- bergsson, orgelleikari við Akureyr- arkirkju. Umfangsmiklum endur- bótum á orgeli kirkjunnar er nú lok- ið, og verður það endurvígt nk. sunnudag, nákvæmlega 34 árum, upp á dag, eftir að það var uppháf- lega vígt. Orgelið var byggt af þýska fyrir- tækinu Steinmeyer & Co en endur- byggt nú af danska fyrirtækinu P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri. Björn Steinar segir að meginbreytingin á orgelinu sé sú að í stað þess að knýja það með rafmagni, eins og verið hefur, hafi nú verið settar í það vindhlöður sem knúnar eru af blásara. Er þar horfið til þess fyrir- komulags sem viðhaft var áður en farið yar að nota rafmagn til að knýja hljóðfæri sem þetta. í orgelið hefur verið bætt fjórum röddum og er það nú 49 radda. í því eru 3.290 pípur sem skiptast á þrjú hljómborð og pedal. Útlit orgelsins hefur haldið sér í grundvallaratrið- um en skartar nú nýju orgelhúsi úr gegnheilli eik. Kostnaður við breytingarnar nemur á bilinu 30-40 milljónum króna eða um 3/4 þess sem nýtt hljóðfæri kostar. Sérstakur orgel- sjóður var stofnaður og hafa farið fram sérstakir tónlistarviðburðir í kirkjunni í fjáröflunarskyni og fleiri eru fyrirhugaðir. Pétur Sigurgeirsson biskup mun vígja orgelið nk. sunnudag í hátíðar- messu kl. 14 en hann vígði orgelið upphaflega fyrir 26 árum. Tónlistar- flurningur við messuna verður mjög fjölbreyttur og orgelið að sjálfsögðu í fyrirrúmi í þeim flutningi. Akranes: Góður árangur hjá Hitaveitunni Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: í sex mánaða uppgjöri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar kemur fram að tekjur hennar voru einni milljón króna yfir áætlun. Tekjur voru 128 milljónir en gjöld með af- skriftum 146,3 milljónir. Afskriftir 71 milljón. Nettóskuldastaða 9.nóvemb- er er tveir milljarðar 133 milTjónir. Að sögn Ingólfs Hrólfssonar er rekstur hitaveitunnar kominn á rétta braut og hefur hún undanfarin ár borgað sig. Ingólfur lætur um ára- mótin af starfi hitaveitustjóra þegar nýtt sameinað veitufyrirtæki tekur til starfa. Það verður sjónarsviptir af Ingólfi á Akranesi því hann hefur unnið af krafti við að byggja upp rekstur hitaveitunnar og átt sinn þátt í því að hún stendur nú undir rekstrinum. 4 í 1 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.