Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 35* Fréttir Guðrún Hauksdóttir, íbúi í Kópavogi: Safnaði fatnaði og sendi til Namibíu „Söfnunin stóð yfir í þrjár vikur og það safnaðist rúmlega eitt og hálft tonn af fötum, skóm og leik- föngum. Það var ótrúlegt hvað fólk tók fljótt við sér og var rausnarlegt og það var yndisleg tilfinning að horfa á eftir farangrinum um borð í Hannover vitandi þörfina í þessu fá- tæka landi," segir Guðrún Hauks- dóttir, íbúi í Kópavogi, en hún stóð nýlega upp á sitt eindæmi fyrir söfn- un á klæðnaði og ýmsum nauðsynj- um handa íbúum í Namibíu. Guðrún fékk starfsfólk tveggja leikskóla, nemendur í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla, vini og vanda- menn til að safna fyrir sig. Hún fékk sendibílastöð til að flytja dótið ókeypis fyrir sig á hafnarbakkann og skip íslenskra sjávarafurða, Hannover, flutti farangurinn henni að kostnaðarlausu til Namibíu en skipið hélt einmitt áleiðis þangað nú nýlega. Myndin hér á síðunni er einmitt tekin áður en farangurinn var fluttur um borð. Systir Guðrúnar, sem er starfs- maður ÍS í L"deritz, mun afhenda vörurnar á áfangastað og segir Guð- rún að hún vilji gjarnan endurtaka söfnunina ef henni bjóðist aftur ókeypis flutningur til ákvörðunar- staðarins. -GHS Guðrún Hauksdóttir stóð nýlega fyrir söfnun á fatnaði, skóm og leikföngum fyrir íbúa í Namibíu og sendi með skipi íslenskra sjávarafurða, Hannover. Guðrún fékk starfsfólk leikskóla, nemendur, vini og vandamenn tii að að- stoða sig við söfnunina. Hér er hún með dóttur sinni á hafnarbakkanum áður en dótið var flutt um borð. Magnús Olafsson. DV-mynd Örn Norðurland vestra: Nýr Fram- sóknar- formaður Örn Þórarinsson, DV, Fljótum: Magnús Ólafsson, bóndi á Sveins- stöðum í Austur-Húnavatnssýslu, var kjörinn formaður Kjördæmis- sambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra en þing flokks- ins var haldið í Siglufirði fyrir stuttu. Magnús tekur við for- mennskunni af Boga Sigurbjörns- syni, Siglufirði, sem gegnt hefur þvi starfi í 8 ár. Sérmál kjördæmisþingsins var þróun atvinnulífs í kjördæminu til aldamóta. Mikil umræða varð um atvinnumál og horfur í kjördæminu sem að margra mati eru ekki bjart- ar eftir nokkurra ára samfellt sam- dráttarskeið í sauðfjárbúskap. Á þinginu kom fram hjá mörgum ræðumónnum ótti við að uppsveifla í atvinnulífi samfara umsvifum_við stækkun álvers á Reykjanesi og hugsanlega stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar ásamt jarðganga- gerð undir Hvalfjörð muni ekki ná út á landsbyggðina, heldur auka fólksflótta þaðan. Til að sporna við neikvæðum áhrifum á uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni sé brýnt að stjórnvöld bregðist við með markvissum aðgerðum. Egilsstaðir: Ullarpeysur til Alaska Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Prjónastofan Dyngja á Egilsstöð- um tók til starfa að nýju í fyrrasum- ar eftir tveggja ára hlé. Framleidd er voð fyrir Rússland og nýverið fóru 3 1/2 tonn þangað. Þá eru saumaðar peysur og smávörur sem fara til Norðurlandanna og Dyngja er að ná fótfestu í Alaska - selur þangað ullarpeysur. Enn starfa að- eins 5 við framleiðsluna og fram- haldið ræðst af því hvernig gengur að afla markaða. V^sií? Okkar stórglæsilega Jólahlaðborð er hlaðið kræsingum með hefðbundnum jólamat ásamt fjölda annarra kaldra og heitra rétta að ógleymdu hinu fjölbreytilega ábætisborði sem engan svfkur. Borðaðu eins og þig lystir m Um helgar í desember munu Grétar Örvarsson, Sigga Beinteins og Bjarni Ara koma matargestum ísannkallaða jólastemningu. 'ÁJmk Jólavínið í ár fteaujolais Nouveau Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi á föstudögum frá kl. 23.30 og verður í dúndur jóladískó-stuði. AJ7M.IATHIN BiaiiotAis O fU ^ytrW Fb Boröapantanir í síma: 551 9636 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.