Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 15 Auður Hrafns Fyrir nokkrum árum las ég virkilega skemmtilega smásögu eftir jafn skemmtilegan dreng, Hrafh Gunnlaugsson. Einhverra hluta vegna vakti hún ekki athygli „bókaþjóðarinnar" fyrr en hún var lesin upp í útvarpi á dögunum. Lýsandi. (Legg til að fyrri hluti þessa orðs „bókaþjóðin" verði í eintölu: bókarþjóðin, með tilvísun í símaskrána). Það er með ólíkind- um hvað ein lítil vel gerð fyndin saga getur vakið sterk viðbrögð hjá illa gerðri ófyndinni þjóð. Dasað skopskyn Allskonar siðprúðar blævæn- gjafrúr og teprulegir tesamkvæm- isrithöfundar gjörsamlega um- hverfðust af taugaæsingi í kjölfar þessarar meinleysislegu gaman- Kjallarinn Sverrir Stormsker tónlistarmaður og rithöfundur „Hrafn gefur Laxness hins vegar ekki einu sinni selbita í sögunni, heldur lýsir honum á alla lund sem skemmtilegum ernum kavaler, sannkallaðri hetju, mis- skildri af ýmsum." meiraðsegja nokkuð viss um að Halldór (stríðnasti maður lands- ins) myndi fara að skellihlægja að sögunni og þessu öllu saman ef hann hefði heilsu til. Sjálfur fékk hann á sínum tíma yfir sig heilu hestburðina af sví- virðingum og viðbjóði fyrir ósköp sakleysislegt sprell - t.d. fyrir að gera lítilsháttar grín að Ólafi Nor- egskonungi í Gerplu. Fyrir Atóm- stöðina var honum brigslað um mannhatur og allskyns vitleysu. Sumum þótti hann þar gera Ólaf Thors að óþarflega miklu fifli. Kristján Loksins Loksins AI- bertsson skrifaði ritdóm um þá bók þar sem þetta stendur m.a: „Þegar skáldið flýgur lægst verður sagan að pólitísku níðriti, sem hvorki að sannsögli né viti tekur fram því, sem óvandaðast er af þessu tagi í sumum íslenskum blöðum." Svo mörg voru þau orð um þetta klassíska rit. En þetta var náttúrlega fyrir nóbelinn. Á grátbólgnu landi einsog íslandi getur grín verið dýrt spaug. Glens er ekkert grin. Mál er að linni Ég held að þjóðin ætti með ein- hverjum hætti að reyna að venja sig af þeirri áráttu að tútna út af reiði og hatri einsog mannýgt naut í hvert skipti sem skemmtilegt listaverk skýtur upp kollinum. Hún hlýtur að geta fengið útrás fyrir smáborgaraháttinn, fáfræð- ina og húmorleysiö með örlítið sið- menntaðri hætti en að úthúða listamönnum sínum í ræðu og riti. Ég hélt satt að segja að hún hefði ekki þrek til að kasta fleiri drullukökum í Hrafn, en hún virð- ist aldrei þreytast á að níða þann góða dreng. Það verður að teljast dapurlegur vitnisburður um inn- ræti hennar. Illt er að búa á Óþollandi. Sverrir Stormsker sögu og helltu úr koppum háturs síns og hneykslunar yfir höfund- inn. T.a.m. skrifaði einhver brot- hætt postulínsdúkka með dasað skopskyn átakanlega sjálfslýsingu í Velvakanda sem átti víst að fjalla um mannfyrirlitningu Hrafns. Þar segir m.a. þessi kærleiksríka Poll- íana (allt útaf einni lítilli gaman- sögu) að Hrafn sé gjörsamlega laus við alla siðferðiskennd og tilfinn- ingar til meðbræðra sinna, hann sé fullur „af mannfyrirlitningu, ill- girni og vesalmennsku" og alger- lega „laus við sjálfsgagnrýni og réttlætiskennd" og það „eina sem hann kunni virkilega vel" sé „að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað." Á þessa lund kýs kærleiksdúkk- an að lýsa mannfyrirlitningu með- bróður síns. Spaugsögu hans, eða það sem hún kallar „ósóma, óhróð- ur og lágkúru" og það „auvirðileg- asta mannfyrirlitningarbull sem yfir íslenska þjóð hefur lengi dun- ið," held ég að sé akkúrat rétta lýs- ingin á grein hennar. Eitt af því óskiljanlegasta í „rök- semdafærslu" Barbí er að hún út- húðar Hrafni fyrir „að sparka á þennan hátt í aldraðan mann (Lax- ness) sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér og sinna nán- ustu." Hrafn gefur Laxness hins- vegar ekki einusinni selbita í sög- unni, heldur lýsir honum á alla lund sem skemmtilegum ernum kavaler, sannkallaðri hetju, mis- skildri af ýmsum. - Sumt fólk kann greinilega ekki að hlusta á útvarpssögur með eyrunum og við því er ekkert að gera. Glens er ekkert grín Þó að Auði Laxness sé lýst sem soldið seinheppnum en harðgerum „bítlagæslumanni," þá held ég að það sé ástæðulaust fyrir hana að fara á hvínandi bömmer einsog sagt er. Hún ætti að vera komin með örlítinn húmor fyrir sjálfri sér eftir að hafa verið gift brand- arakalli í öll þessi ár. Ég er Eiginkona nóbelskáldsins, frú Auður Laxness. - „Ætti að vera komin með örlítinn húmor fyrir sjálfri sér eftir að hafa verið gift brandarakalli í öll þessi ár," segir Sverrir m.a. í grein sinni. Skólar án markaðar A leið minni um grunn- og menntaskóla íslenska ríkisins sendu kennarar mig fimm sinnum heim þegar ég hefði með réttu átt að njóta leiðsagnar þeirra. Hann- yrðakennari varpaði mér eitt sinn á dyr í misgripum fyrir annan nemanda og fjórum sinnum voru það stéttarfélög kennara sem lok- uðu skólunum með verkfalli. 'Á liðnum vetri fór svo enn eitt kenn- araverkfallið fram, enda kjörið tækifæri fyrir kennarafélögin að þjarma að srjórnmálamönnum á kosningaári. Hvatann vantar Flest þjónustufyrirtæki hafa það að markmiði að sinna sem flestum viöskiptavinum og gera það þannig að þeir komi aftur og segi helst öðrum frá því að þar sé ábyggileg þjónusta á góðu verði. í ríkisskólunum gildir hins vegar annað lögmál, sama lögmál og í öðrum fyrirtækjum ríkisihs. Skólasrjórnendur og kennarar vita að það hefur engin áhrif á tekjur þeirra hvernig þjónustu þeir veita. Þeim er frekar i mun að nemendum (viðskiptavinum) sín- um fækki þannig að amstur þeirra vegna hverrar bekkjardeildar minnki. í ríkisreksturinn vantar hvatann sem einkafyrirtæki hafa til að sinna viðskiptavinum sínum og koma með nýjungar. Þessi hvati er hagnaðarvonin á frjálsum markaði. Ávísanakerfiö Milton Friedman, nóbelsverð- Kjallarinn einkareknir skólar á frjálsum markaði myndu leiða okkur. Við þekkjum þó hverju frjáls sam- keppni hefur áorkað í öðrum þjón- ustu- og iðngreinum þar sem aðal- atriðið er að gera viðskiptavinin- um til hæfis. Til dæmis hefur orð- ið bylting í símaþjónustu eftir að megi ræða einkarekstur á þessum sviðum. í stað þess þrasa stjórn- málamenn og kennarar t.d. um hvort skólinn eigi að byrja í ágúst eða september á haustin, hvort framhaldskólinn eigi að vera þrjú eða fjögur ár og hvort krisni- fræðsla eigi að vera í verkahring Glúmur Jón Björnsson formaður Heimdallar launahafi í hagfræði, kynnti fyrir 40 árum hugmynd sem gæti verið leiðin frá ríkisskólum til einka- skóla og þar með leiðin til sam- keppni og framfara í skólamálum. Hugmynd Friedmans, sem nefhd hefur verið ávísanakerfið (Vouvc- her system), felur það í.sér að rík- ið hætti rekstri skðla en styrki þess í stað alla nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri (6-9 ára) um ákveðna upphæð á ári. Féð (ávísunina) gætu nemendur notað til að kaupa sér skólavist í þeim skóla sem þeim hentaði best. í grein sem Friedman ritaði í Washington Post snemma á þessu ári segir hann m.a.: „Líklega getur enginn spáð fyrir um það hvert „Þjónustan felst í námsefni, starfstima, hæfni kennara, kennsluaðstöðu o.fl. Án frjálsrar samkeppni um hylli nemenda og foreldra eru skólarnir eins og járnbraut- arlest án áfangastaða. Hún heldur ferð- inni áfram án þess að óskum farþeganna sé sinnt." hún var gefín frjáls. Þetta er einmitt það sem skortir í skólun- um." Lúta skólar öðrum lögmálum? í nýlegri grein í tímaritinu Vís- bendingu, sem ber yfirskriftina „Fjárlög og rekstur háskóla", gerir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, það m.a. að um- ræðuefni hversu margir fylgis- menn frjálsrar verðmyndunar og markaðsbúskaps söðla um þegar kemur að rekstri skóla og sjúkra- stofnana. Þetta er umhugsunar- efni. Af einhverjum ástæðum hefur fólki verið talin trú um að ekki skólanna. Hvorki kennarar né stjórnmála- menn hafa þó hugmynd um vilja foreldra og nemenda sem eiga að nýta sér þjónustu skólanna. Enda er eftirspurn nemenda og foreldra eftir þjónustu skólanna á frjálsum markaði eini raunhæfi mæli- kvarðinn á þarfir þeirra. Þjónust- an felst í námsefni, starfstima, hæfni kennara, kennsluaðstöðu o.fl. Án frjálsrar samkeppni um hylli nemenda og foreldra eru skólarnir eins og járnbrautarlest án áfangastaða. Hún heldur ferð- • inni áfram án þess að óskum far- þeganna sé sinnt. Glúmur Jón Björnsson Þór Sigfússon, hagfræöingur ( fjármalaráðuncyt- inu. Meðog á mótí Nýsjálenska leiöin Þessi aðferðafræði ertil fyrirmyndar og eftirbreytni „Stjórnmála- menn í Nýja- Sjálandi, bæði til hægri og vinstri, settu fram fyrir kjós- endur heildar- sýn um velferð- arþjóðfélag sem veitti einstak- lingum aukið svigrúm til að athafna sig. Þessi heildarsýn miðaði að því að tryggja hag komandi kynslóða sem eins og víðar myndu að óbreyttu búa við auknar álögur og versnandi lífskjör vegna halla- reksturs og haftakerfls. Síðan var hafist handa á öllum meginsviðum og hafa umbæturn- ar skilað ótvíræðum árangri. Þessi aðferðarfræði er til fyrir- myndar og eftirbreytni." Tilraun með öfgafulla frjálshyggju „Nýja-Sjá- land hefur ver- ið einskonar til- raunabú öfga- fullrar frjáls- hyggju um nokkurra ára skeið. Unnið hefur verið að því að markaðs- ögmundur Jónas- T™s„ in. uíaa son, formaður væða allt þjoð- bsrb. félagið. Sett var ný vinnulöggjöf, opinberar stofh- anir voru einkavæddar og í stað almennra kjarasamninga komu einstaklingsbundnir samningar. Allt var þetta kallað fínum nöfh- um, svo sem nýskipan í ríkis- rekstri. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Kjara- og kynjamis- rétti hefur aukist og félagsleg þjónusta versnað til muna. Til dæmis hafa biðlistar á sjúkrahús- um lengst og bætur verið skertar til öryrkja, atvinnulausra og ann- arra sem ekki hafa aðstóðu til að sinna launavinnu. Þá er athyglis- vert að skoða ýmsar þjóðhags- stærðir í Ijósi þessara breytinga. Þannig hafa skuldir Nýsjálend- inga aukist, vextir hafa hækkað og hagvöxturinn er aftur á niður- leið. Það er áhyggjuefni að ríkis- stjórn íslands skuli sækja sér til ráðuneytis um nýskipan í ríkis- rekstri þann ráðherra nýsjá- lenskra úialdsmanna, Ruth Ric- hardson, sem hvað harðast gekk fram í niðurskurði og einkavæð- ingu, svo hart reyndar að Hægri- flokknum þótti ekki stætt á að hafa hana lengur í embætti flár- málaráðherra vegna óánægju landsmanna. Þessa konu hefur fjármálaráð- herra íslands flutt inn sem sér- staka lærimóður um nýskipan i' ríkisrekstrinum hér á landi. Von- andi þarf Alþjóðavinnumálastofn- unin ekki að beina sjónum sínum að íslandi eins og hún þurfti að gera í Nýja-Sjálandi eftir að Ruth Richardson hafði setið þar að völdum." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.