Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 27. NOVEMBER 1995 Menning Til dyrðar heilog um Marteini - Þorgeröur Sigurðardóttir i Gerðarsafni Forn kirkjulist býr yfír mörgum dýrgrip- um sem varðveist hafa og geta verið mynd- listarmönnum í dag uppsprettulind, líkt og sést hefur á nýlegum sýningum í Hafnar- firði, Stefnumóti trúar og listar og í helgi- myndagerð Kristínar Gunnlaugsdóttur. Önnur listakona, Þorgerður Sigurðardóttir, hefur einnig unnið mikið út frá fornri kirkjulist. Þorgerður vinnur í grafík og hef- ur einkum einbeitt sér að tréristu. Á laugar- dag opnaði Þorgerður sýningu á 32 trérist- um í Gerðarsafni sem hún hefur unnið út frá fornu altarisklæði frá Grenjaðarstað sem sýnir sögu heilags Marteins frá Tours, en klæðið er nú varðveitt í Louvre-saminu í París. Segja má að Þorgerður sé að hluta til að grafast fyrir um eigin rætur með því að útfæra sögu heilags Marteins, því sjálf er hún fædd á Grenjaðarstað þar sem klæðið hékk uppi í kringum 1400. Tólf myndir í ýmsum tilbrigðum Á klæðinu er sögð saga Marteins í tólf myndum. Þar er fyrst til að taka mynd sem sýnir hið afdrifaríka atvik er Marteinn gef- ur betlara helming riddaraskikkju sinnar er markaði upphaf trúboðsferils hans. Þessa mynd útfærir Þorgerður langsamlega oftast á sýningunni og í verkum nr. 16, 30 og 31 er nánast eins og um mynstur sé að ræða þar sem myndin er síendurtekin. Raunar endur- tekur Þorgerður allar tólf myndirnar oft á sýningunni og útfærir í ýmsum tilbrigðum. Þar er um að ræða þrenns konar plötur með útlínuteikningu; einfalda og hráa teikningu á ferhyrndum fleti og dráttmeiri teikningu bæði á ferhyrndum fleti og hringlaga, líkt og á altarisklæðinu sjálfu. Raunar virka fyrr- nefnd verk nánast eins og útsaumsklæði úr fjarlægð. Heildstæð og stórbrotin verk Best tekst Þorgerði upp í verkum þar sem litasamspilið nálgast hið upprunalega klæði eins og í verkum nr. 1 og 4. í verkum nr. 5" til 7 er einni myndinni sleppt, þeirri fimmtu, og hinar mynda krossmark. Þetta gengur sérstaklega vel upp í mynd nr. 6. Sumstaðar, eins og í nr. 2 og 3, er sem ein- hæfir litir hamli teikningunni, en víðast hvar nær Þorgerður upp stemningum sem Myndlist Ólafur J. Engilbertsson eru afar sjaldséðar í grafikverkum. Seríurn- ar nr. 8 og 17 standa upp úr að mínu mati sem heildstæð og stórbrotin verk þar sem áferðin og jarðtengdir litirnir haldast í hendur við andagift innihaldsins. Síðar- nefnda myndröðin er sérstaklega athyglis- verð fyrir það hve litir og mynstur er minn- ir á nótur vinna vel saman. ítarleg skrá Sýningimni er fylgt úr hlaði með ítarleg- um ritlingi upp á einar 43 síður sem Ólafur H. Torfason hefur ritað. Altarisklæðinu lík- ir hann við myndasögu og fjallar um sögu 19 9 l '•$ .» i ; __________.______^lii____ Þorgerður Sigurðardóttir fyrir framan verk sín. þessa merka dýrlings sem ellefu kirkjur voru helgaðar hér á landi, ýmist einum sér eða í félagi við aðra dýrlinga. Heilagur Mart- einn var verndari ferðamanna og ferðaðist viða um Evrópu á sinni tíð og varð þekktur af kraftaverkum hvar sem hann kom, en myndirnar sýna flestar hverjar kraftaverk- in. Myndir Þorgerðar og texti Ólafs vekja til umhugsunar um þá fjársjóði sem miðalda- kirkjan bjó yfir og að ef til vill segi þessir fjársjóðir, sem þrátt fyrir allt eru ekki allir glataðir, okkur meira um uppruna íslenskr- ar myndiðkunar en oft er látið í veðri vaka. Hér er um að ræða einhverja merkustu grafíksýningu hérlendis í langan tíma og eru áhugasamir hvattir til að líta inn í Gerð- arsafn fyrir 17. desember. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Álfheimar 74, hluti í verslun á 1. hæð, 113 frn f.m. í N-álmu, þingl. eig. Krist- ján Stefánsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, fbstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Árskógar 8, íbúð á 3. hæð t.h. í suð- austur horni merkt 0304, þingl. eig. Hallfríður Nielsen, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágr., föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30. Ásvallagata 33, íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Halldóra V. Gunnlaugs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð- ur verkamanna, föstudaginn 1. des- ember 1995 kl. 10.00._______________ Birkimelur 6, íbúð á 2. hæð t.h. og 1 herb. í risi, þingl. eig. Sigríður Krist- jánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, föstudaginn í. desemb- er 1995 kl. 10.00. ____________ Depluhólar 5, þingl. eig. Depluhólar 5 hf., gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður og Islandsbanki hf., föstudaginn 1. des- ember 1995 kl. 13.30._______________ Dugguvogur 15,01-01-01-76. þingl. eig. Svanhvít Erla Hlöðversdóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Dugguvogur 23, 3. hæð, þingl. eig. Jóhann Þórir Jónsson, gerðarbeið- andi tollstjórinn í Reykjavík, föstu- daginn 1. desember 1995 kl. 13.30. Dvergabakki 26, íbúð á 2, hæð t.v., þingl. eig. Rakel Jónsdótth', gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Verð- bréfasjóðurinn hf., föstudaginn 1. des- ember 1995 kl. 10.00. Fannafold 128, hluti, þingl. eig. Stein- ar I. Einarsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins. föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30. Fellsmúli 12, íbúð á 2. hæð t.h.. þingl. eig. Sigurður Guðmundsson, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 1. desernber 1995 kl. 10.00. Frostafold 22, hl. í íb. á 2. hæð 0201 og stæði nr. 2 í bílag., þingl. eig. Birg- ir M. Guðnason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fbstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30.__________ Frostafold 119, íbúð á 1. hæð, merkt 0102, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna. föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30. Guðrúnargata 10. hluti. þingl. eig. Kristján J. Reykdal. gerðarbeiðendui' Iðnþróunarsjóður og Lífeyrissjóður starfsmarina ríkisins, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30.____________ Hátún 4, íbúð á 3. hæð í n-álmu, merkt 0305, þingl. eig. Sveinn Guðmundsson, gerðai'beiðandi íslandsbanki M, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Hátún 7. kjallari, þingl. eig. Björgvin Ragnarsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, föstudaginn 1. des- ember 1995 kl. 10.00._______________ Hellusund 6a, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen Ósvaldsson, gerðarbeiðend- ur fjármálaráðuneyti, Landsbanki Is- lands. Bankastræti, Manni hf-Mynd- bandavinnslan . og Samvinnusjóður íslands hf., föstunaginn 1. desember 1995 kl. 10.00.__________ Hrísateigur 13, íbúð í kjallara, þingl. eig. Kristján Ágúst Gunnarsson, gerð- ai'beiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30. Hverfisgata 55, 1. hæð austurendi. þingl. eig. Kristján Gunnarsson, gerð- arbeiðendur Bernharður Sturluson og Lífevrissjóður verslunannanna, föstu- dagínn 1. desember 1995 kl. 10.00. Klapparstígur 1, íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Jóhann Sigurðsson, gerðarbeiðandi tollstjórinn í Reykja- vík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00._____________________________ Klettagarðar 1, þingl. eig. Magnús Hjaltested, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00.____________ Laufengi 144, hluti, þingl. eig. Stella Björg Kjartansdóttir og Páll Pálsson. gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna. Landsbanki íslands. Suðurlandsbr.. og tollstjórinn í Revkjavík. föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30._____________________ Maríubakki 20. 3. hæð t.h.. þingl. eig. Jón Árni Einarsson og Auðiu' Frið- riksdóttir, gerðai'beiðendui- Bygging- arsjóður ríkisins. húsbréfadeild, og Gjaldheimtan í Revkjavík, föstudag- inn 1. desember 1995 kl. 10.00. Reykjafold 20, þingl. eig. Sighvatui' Sigurðsson og Sigurður Helgi Sig- hvatsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Suðurnesja, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30._____________________ Síðusel 7 ásamt bílskúr. þingi. eig. Hannes Hólm Hákonarson, gerðar- beiðandi tollstjórinn í Reykjavík, fóstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Skarphéðinsgata 12, hluti, þingl. eig. Jón Hákonarspn, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands, Ingvar Helga- son hf., Islandsbanki hf., Landsbanki íslands, Langholtsútibú, Logi Dýr- fjörð og Sparisjóður vélstjóra, útibú, föstudaginn 1. desember 1995 kí. 13.30. Snæland 8, 2. hæð t.h., þingl. eig. Ólöf Guðleifsdóttir, gcrðarbeiðandi Is- landsbanki hf., föstudaginn 1. desemb- er 1995 kl. 10.00.__________________ Stigahlíð 4, kjallari, þingl. eig. Hörður Svavarsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild, og Lífeyris- sjóður verslunarmanna, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Stóragerði 14, hluti í 1. herb. í kjall- ara frá suð-v-horni, þingl. eig. Bene- dikt Jónsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna og tollstjórinn í Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 13.30._____________________ Unufell 11, hluti, þingl. eig. Hjálmtýr Sigurðsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Lífeyrissjóður verslunaimanna, föstudaginn 1. des- ember 1995 kl. 13.30._______________ Vallarás 2. íbúð á 6. hæð, þingl. eig. Gunnlaugur Gestsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands, Byggingar- sjóður ríkisins, . Gjaldheimtan í Reykjavík og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Vesturás 37, þingl. eig. Júlíus Arin- bjarnarson og Helga Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Lagastoð hf. og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00.____________ Þingholtsstræti 1, eignarhluti 01-01- 01-74, þingl. eig. Ferðamálasjóður, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00._____________________ Þingholtsstræti 1, eignarhluti 02-01- 01-74, þingl. eig. Ferðamálasjóður, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavíli, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. Þórufell 8, íbúð á 2. hæð t.h„ merkt 2-3, þingl. eig. Soffía Pálmadóttii', gerðarbeiðendur Byggingarsjóðui- verkamanna og Gjaldheimtan í Revkjavík, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00._____________________ Þverás 33, hluti, þingl. eig. Steinar Már Gunnsteinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURLMN1REYKJAVÍK UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjáifum sem hér segir: Borgaitún 32, ein. 0101, 200,1 nr' til vinstri á 1. hæð. þingl. eig. Skarðshús h£, gerðarbeiðendur Aðalsteinn Árni Hallsson. Gjaldheimtan í Reykjavík. Guðrún Jóhannesdóttii' og Lífeyris- sjóður verslunai-manna, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 16.00. Framnesvegur 56, þingl. eig. Pétur Axel Pétureson og Stephanie Scobie, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. og tollstjórinn í Reykjavfk, föstudaginn 1. desember 1995 kl. 14.30. Meðalholt 5, hluti, þingl. eig. Guð- björg Maríasdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudag- inn 1. desember 1995 kl. 15.30. Mjölnisholt 14, hluti, þingl. eig. Magnús Vigfússon, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudag- inn 1. desember 1995 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.