Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 14
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnatformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Óásættanlegar kröfur Svo viröist sem íslenskir flugumferðarstjórar séu ger- samlega verideikafirrtir. Þeir hafa átt í launadeilu við ríkið og ekki sætt sig við þá launahækkun sem í boði er, hækkun á sömu nótum og aðrar stéttir hafa fengið. í skjóli sérhæfingar beita þeir viðsemjandann fantaskap með fjöldauppsögnum sem taka eiga gildi um áramót. Til þess að leggja enn frekar áherslu á fautaskapinn hafa þeir auglýst eftir störfum ytra í víðlesnu sérriti. Upp úr viðræðum aðila slitnaði í síðustu viku og þá kom fram að óbrúanlegt bil er á milli þeirra. Samgöngu- ráðherra segir að kröfur flugumferðarstjóranna séu metnar til 26-30 prósenta hækkunar á næsta ári en kröf- ur þeirra til aldamóta nemi 82 prósent hækkun. Tilboð ríkisins felur í sér tæplega 8 prósent kauphækkun. í kjaradeilum eru prósentutölur túlkunaratriði og flugum- ferðarstjórarnir hafa sagt það rangt að kostnaðarauki ríkisins verði 82 prósent gangi það að kröfunum. Óum- deilt er þó að kröfurnar nema tugum prósenta. Þessar kröfur flugumferðarstjóra eru úr öllu samhengi við það sem verið hefur að gerast á íslenskum vinnu- markaði. Að mati Þjóðhagsstofnunar fengu félagar ASÍ 7 prósenta launahækkun á samningstímanum. Hann gild- ir út næsta ár. Á sama tíma segir Þjóðhagsstofnun að op- inberir starfsmenn, aðrir en kennarar, hafi fengið 10,7 prósenta hækkun. Kennarar höfðu meira upp úr krafs- inu með löngu verkfalli sem lamaði skólastarf á liðnu skólaári. Ef samningar kennara eru teknir með nam meðaltalshækkunin 13,7 prósentum. Munurinn milli samninga á almenna markaðnum og hins opinbera veldur nú deilum í þjóðfélaginu. ASÍ met- ur muninn á rúmlega 3000 krónur á mánuði og viil sækja þann mismun. BSRB hefur aftur á móti lýst því yfir að allar launahækkanir, sem samið verði um á almenha markaðnum, gangi einnig til aðildarfélaga samtakanna. Þrátt fyrir deilur og samanburð eru menn þarna á svipuðu róli. Það verður hins vegar ekki sagt um flugum- ferðarstjórana. Kröfur þeirra eru ekki í neinu samræmi við það sem er að gerast hérlendis. Kröfurnar eru óásætt- anlegar. Flugumferðarstjórar eru heldur engin láglauna- stétt. Það var upplýst nýlega, í frægri skýrslu um launa- hæstu menn ríkisins, að flugumferðarstjórar væru með- al hæstu manna. Fram kom í vikunni að meðallaun flug- umferðarstjóra væru 320 þúsund krónur á mánuði. Samgönguráðherra lýsti því yfir í liðinni viku að hann tæki uppsagnir flugumferðarstjóra gildar. Það hefði hann átt að gera fyrr. Næsta skref er því að auglýsa eft- ir flugumferðarstjórum erlendis. Fræg var hatrömm deila flugumferðarstjóra í Bandaríkjunum sem forseti landsins leysti með því að setja hermenn í störf flugum- ferðarstjóra. Við höfum ekki her og verðum því að grípa til annarra ráða. Lagaheimild er fyrir því að framlengja uppsagnarfrest flugumferðarstjóranna. Þann tíma verð- ur að nýta til samningaviðræðna og þess að koma flug- umferðarstjórum niður á jörðina. Takist það ekki verður að fá útlendinga í þeirra stað. Hér er mikið í húfi, bæði fyrir íslenskt flug og einnig flugumsjón á Atlantshafi. íslenskir flugumferðarstjórar hafa sinnt því starfi. Alþjóðaflugþjónustan, deild innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, greiðir 95 prósent launa 38 íslenskra flugumferðarstjóra vegna þessa. Þessi starf- semi flyst hugsanlega annað vegna uppsagna flugumferð- arstjóranna. Tekjur sem íslendingar hafa haft af þessari starfsemi hafa numið um 800 milljónum á ári. Koma verður í veg fyrir það að fámennum hópi manna takist að valda svo miklum skaða. Jónas Haraldsson „Það hefir meira en tvöfaldar tekjur fyrir sömu vinnu í Hanstholm og allur aðbúnaður stórum betri," segir m.a. í grein Önundar. - íslendingar í Hanstholm. Landflótta fiskvinnslufólk „Við erum landflótta íslending- ar. Gáfumst upp á skuldabaslinu heima. Flýja spillingu og fátækt. íslendingar einangrast. Loksins efni á að eignast barn. Hér er greiðsluöryggi. Svelti ekki fyrir söknuðinn. Landráðamenn eða bjánar. - Landflóttinn verður ekki stöðvaður." Þörf kynning DV vann þarft verk þegar blaðið kynnti umsagnir og sjónarmið ís- lendinga sem búsettir eru í Hanst- holm í Danmörku undir fyrirsögn- inni „Flúðu ísland" í helgarblað- inu 4. nóvember en ofanritað eru undirfyrirsagnir blaðsins sem hafðar eru eftir nokkrum þeirra 160 íslendinga sem búa þar og vinna í fiski. Þetta fólk hefir verið hrakið burt vegna fiskistefnunnar hér heima þar sem nokkrum mönnum eða fyrirtækjum í útgerð hefir ver- ið falið vald yfir lifi og örlögum alls fjölda fiskvinnslufólks og fisk- vinnslufyrirtækja í landinu. Spegilmynd 1 skjóli kvótakerfisins frá 1984 hefir stórútgerðin nú í 12 ár unnið samfellt að stækkun úthafsveiði- flotans og breytt honum í fisk- vinnsluskip og með því flutt at- yinnu þessa fólks ýmist út á haf eða úr landi. „Landflóttinn verður ekki stöðvaður," segir það eðli- lega. Þetta er stjórnarstefna okkar tíma en hversu lengi fær hún stað- ist? Þótt þetta fólk sakni íslands, vina og frændgarðs þá vill það ekki „svelta fyrir söknuðinn." Það hefur meira en tvöfaldar tekjur fyrir sömu vinnu í Hanst- holm og allur aðbúnaður stórum betri. Það veltir fyrir sér hvort ráðamenn á íslandi-séu „landráða- menn eða bjánar," nema hvort- tveggja sé. Þetta er spegilmynd af framkvæmd afnotanna á „auðlind- Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís hætti íslenskra stjórnvalda sendir ríkisstjórnin embættismenn til viðræðna við Norðmenn og Rússa um pinulitla kvóta sem þessi ríki mættu allranáðarsamlegast veita vesalings litla íslandi. Jónsbók gildir enn Svo kemur fjármálaráðherrann, sem orðinn er langþreyttur á skuldasöfnun ríkissjóðs og þjóðar- innar allrar, og stingur upp á að opnað verði fyrir erlent fjármagn í fiskveiðum íslendinga. Þetta gæti aðeins þýtt að erlend félög gætu keypt veiðikvóta í íslenskri fiski- lögsögu af svonefndum „kvótaeig- endum." „Sameign þjóðarinnar" er innihaldslaus fagurgali í fram- kvæmd ráðamanna. Félagsmálaráðherrann reyndi „Eina skynsamlega lausnin er sú að beita úthafsflotanum á úthafið og hætta að út- hluta honum kvótum í fiskilögsögunni. í flskilögsögunni á að stjórna veiði með umhverfisvænum veiðarfærum en ekki veiðikvótum." inni" sem þó er sameign þjóðar- innar allrar samkvæmt lögum. íslenskum útgerðum þykir sjálf- sagt að þær fái að kaupa upp þýsk- ar útgerðir með kvótum í Barents- hafi og við Reykjaneshrygg og þær viðurkenna i framkvæmd drottn- unarstefnu Norðmanna yfir ölíu Norðurhafinu frá Jan Mayen til Noregs og frá mörkum 200 mílna fiskilögsögu íslands og Færeyja til Norður-íshafsins, svo sem sjá má af opinberum sjókortum sem út- gefin eru af Sjókortagerð Noregs í Stavanger i október 1994 og ísland hefir ekki mótmælt. Til staðfestingar á undirlægju- að slá um sig í sjónvarpi með því að bjóða atvinnu í fiskvinnslu en varð lítið ágengt. „Landflóttinn verður ekki stöðvaður," segja þeir sem flúið hafa Stormskerið. Eina skynsamlega lausnin er sú að beita úthafsflotanum á úthafið og hætta að úthluta honum kvótum í fiskilögsögunni. í fiskilögsögunni á að stjórna veiði með umhverfis- vænum veiðarfærum en ekki veiðikvótum. „Ailir menn eigu rétt at veiða fyrir utan netlög at úsekju," segir samkvæmt Jónsbók frá árinu 1281 .og gildir enn. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Veiðileyfagjald „Þaö eru öll rök, siðferðileg og hagfræðileg sem mæla með því að veiðleyfagjaldið verði tekið upp. Sér í lagi ætti skynsemin að kenna sjávarútvegsráð- herra, sem er einn helsti talsmaður aflamarkskerfis- ins, að ef hann vill fá einhverja sátt um aflamark- skerfið, þá verður hún aldrei fyrr en framsalsrétt- indum verður fylgt eftir með veiðileyfagjaldtöku." Jón Balvin Hannibalsson í Alþbl. 24. nóv. Láglaunaparadís? „Miklir en þröngir hagsmunir eru bundnir við óbreytt ástand í efnahagslífinu. Sterk öfl standa fast gegn þeim efnahags- og stjórnskipunarumbótum, sem þjóðin þarf á að halda til að snúa vörn í sókn. Þessi öfl ráða ennþá lögum og lofum í þremur stærstu stjórnmálaflokkum landsins og í banka- og fjármálakerfmu og þá um leið í atvinnulífinu að verulegu leyti, en þau hafa þó smám saman verið að missa tökin annars staðar í þjóðfélaginu, einkum í fjölmiðlaheiminum og meðal menntamanna. Þessi öfl verða brotin á bak aftur fyrr eða síðar en hætt er við því, að þau eigi eftir að kalla enn meiri fátækt yfir fólkið í landinu fram að því." Dr. Þorvaldur Gylfason i Vísbendlngu 23. nóv. Aðför að ábyrgðarmönnum „Það er mikil lenska lánastofnana að gera þriðja aðila ábyrgan fyrir lánum sem hann hvorki tekur né nýtir á nokkurn hátt. Með því firra peningastofn- anir sig allri ábyrgð á viðskiptavinum sínum og þurfa ekkert að velta því fyrir sér hyort þeir séu borgunarmenn fyrir lánum sem þeir fá eða ekki. Að- fór að ábyrgðarmönnum leysir vanda lánastofnana ... Athæfi og framkoma lánastofnana er lögleg en ef- ast má um hversu siðleg hún er. Eðlilegt væri að krefjast þess að lánastofnanir bæru traust til við- skiptavina sinna og lánuðu ekki nema þeim sem álitnir eru borgunarmenn fyrir skuldinni." OÓ i Timanum 24. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.