Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 21 Fréttir Akureyringar í atvinnu- rekstri á Seyðisfirði Jóharm Jóhannsson, DV, Seyðisfirði: Nýlega keypti SR-mjöl það sem eftir stóð af verksmiðju Vestdals- mjöls eftir snjóflóðið í marsmánuði og skömmu áður höfðu þeir keypt eignir frystihúss Norðursíldar af Landsbankanum. Frystihúsið hafði ekki verið starfrækt um nokkurt árabil. Ungir menn, Sverrir Hermanns- son og Örn Óskarsson, tóku eignina á leigu. Hófu þeir lagfæringar og endurbætur með loðnu- og sildar- frystingu í huga sem framtíðarverk- efni. Fjármögnun á frystibúnaði og tækjum mun eitthvað hafa vafist fyrir þeim fjárhagslega. Fjármögn- unin reyndist þeim ofviða og fengu þeir þá Útgerðarfélag Akureyringa til samstarfs við sig. Stofnað var einkahlutafélag sem nefnt er S.Ú.A. og ætlar það að kaupa tæki og ann- an búnað og hefja frystingu og skylda starfsemi á næstunni. Nýtt tölublað á næsta blaðsölustað María Sigurðardóttir skyggnilýsingamiðill í viðtali. Kombúkha-sveppurinn. Nýir tímar, vandað tímarit um það sem skiptir máli. Áskriftarsími: 581-3595. Áskriftartilboð: Bókin um áruna eftir Edgar Cayce. Sýnir Ulfs Ragnarssonar-iæknis Tímamóta- samningur Akraness og Borgarbyggðar Daniel Ólafsson, DV, Akranesi: Nú nýverið tókust samningar á milli Akraneskaupstaðar og Borgar- byggðar um að íbúar skuli njóta sömu greiðslukjara fyrir þá þjón- ustu sem sveitarfélögin veita í hvoru sveitarfélaginu sem er. Ef íbúi í öðru hvoru sveitarfélag- anna þarf að sækja þjónustu í hitt greiðir hann sama verð og ef um íbúa heimabyggðar væri að ræða. í þessu sambandi er veriö að tala um gjald fyrir þjónustu - fyrir tónlistar- skóla, leikskóla, heimilishjálp, vinnuskóla og fleira. Hornaflörður: Fundum bæjar- stjórnar sjón- varpað Júlía Imsland, DV, Hö£n: Sjónvarpsfélag Hornafjarðar hef- ur verið með útsendingar frá tveim- ur siðustu fundum bæjarstjórnar Hornaíjarðar og geta allir, sem tengdir eru kapalkerfi sjónvarpsfé- lagsins, fylgst með fundunum á SkjáVarps-rásinni. „Þetta hefur mælst vel fyrir og hjálpar okkur til að viðhaida form- festu og hefðum slíkra funda. Fólk virðist fylgjast vel með út- sendingunum sem verið hafa og ég vona að sjónvarpsfélagið haldi þessu áfram. Þetta er góður vett- vangur til að tengja böndin milli íbúa og bæjarstjórnar," sagði Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjar- stjórnar, við DV. Skólaskrif- stofa í Eyjum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Vegna væntanlegrar yfirfærslu á rekstri grunnskóla frá ríki til sveit- arfélaga, sem Alþingi hefur sam- þykkt að eigi sér stað 1. ágúst 1996, hefur bæjarráð Vestmannaeyja sam- þykkt að koma á fót skólaskrifstofu. Gengið er þá út frá því að samn- ingar takist við ríkisvaldið sem tryggi viðunandi fjárveitingar eða tekjustofna til að mæta auknum verkefnum sveitarfélaganna í land- inu. „í þessu felst að Vestmannaeyja- bær verður ekki aðili að rekstri Fræðsluskrifstofu Suðurlands eftir að yfirfærsla á grunnskólum til sveitarfélaga hefur komið til fram- kvæmda," segir í tillögunni. Arnar Sigurmundsson, formaður skólanefndar grunnskóla, sagði þetta mjög jákvætt. „Flutningur grunnskóla frá ríki á eftir að efla skólastarf í Vestmannaeyjum og það er eðlilegt framhald af því að hér verði sett á stofn skólaskrifstofa. Við stofnun skrifstofunnar verða til eitt til tvö störf sem er mjög mikil- vægt fyrir okkur,“ sagði Arnar. -----------7//, lilboð yikunnar * Tímamótatilbofi vepð með VSK. PREDATOR LEO ÞaíS skiplir máli \ ift kaiip á mur<'nii(\limurtölvii aft (liskiiriiui sr nójíii (illiijíiir... Ilrr hjnóiiin viö Sra"ali* (lisk mró 5100 siiiniiii^iiin á míii(itii (\\l*M) <mrö snknarliraúa 10.5 msrk. Pentium 90Mhz 8 MB RAM 1080 MB diskur 15" litaskjár 105 hnappa Windows'95 lyklaborð Mús Meiriháttar Creative SBL4X margmiðlunarpakki-12 titlar Verð aöeins Clmrk Yrajírr's Air ('onihat lloiljj; Knn«í Mahjnil'í l*rn Hoptlloiis II Tlir Svajír Kinpire Srvrn (’itirs nl' (told Shadowrastrr Sparr Hnlk liltima VII-Tlir Bluek Catr- Ultiina Undrrworld Wiiijí (iOiiiniaiidiM'- \radrmy Grolirr Midtimrdia Knryrloprdia Creative Utilitv MEDALIST Elsta tölvufyrírtæki á Islandi MULTlMEDIAffC41>F Á L L Y Hannað fyrir Microsoft Windows 95

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.