Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fréttir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins: Blasir við að segja kjarasamningunum „Það er enginn ágreiningur um það innan Alþýðusambandsins að það sem menn eru tilbúnir til að setja inn í samningana uppfyllir ekki þær kröfur sem við höfum ver- ið með i umræðunni. Eins og málin standa í dag þá blasir ekkert annað við en uppsögn samninga. Menn hafa ekki annan kost. Afstaða Verkamannasambandsins er alveg klár í því," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, í gær eftir formanna- fund Alþýðusambands íslands, ASÍ. Formenn aðildarfélaga innan ASÍ hittust á fundi síðdegis í gær til að ræða yfirvofandi uppsögn kjara- samninga um áramót. Bæði Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Björn Grétar Sveinsson sögðu eftir fund- inn að afstaða formannanna hefði verið einhuga: uppsögn samninga um áramót verði ekki komið betur til móts við kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar. Ljóst er að stuttur tími er til stefnu og enn hefur enginn fundur verið boðaður með VSÍ. „Málið er að við höfum ekki lang- an tíma. Samþykktir Verkamanna- sambandsins hljóða upp á það að skora eigi á félög innan sambands- ins til að segja upp samningunum ef á þarf að halda og sum eru þegar búin að því. Dagsbrún er búin að því og fjöldi félaga er með heimild til þess. Þessum félögum þarf að Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, og Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, hittust á formannafundi ASÍ í gær til að ræða yfirvof- andi uppsögn kjarasamninga um áramót. DV-mynd ÞÖK Grafarvogur. Þrír fimmtán ára hand- teknir Þrír fimmtán ára drengir voru handteknir laust upp úr miðnætti á föstudalgskvóld í Grafarvogi er þar kom til rysk- inga milli unglinga og lögreglu- manna. Lögreglan var kölluð að húsi við Langarima vegna há- vaða frá heimapartíi. Tveir lög- reglumenn fóru á staðinn en fljótlega óskuðu þeir eftir frek- ari aðstoð þar sem til átaka kom. Fjórir lögreglubílar voru þá sendir til viðbótar, að sögn varð- stjóra. Talið er að um. 30 ung- lingar hafi verið á staðnum. Unglingarnir þrír voru hand- járnaðir'og fiuttir á aöalstöö lög- reglunnar við Hverfisgötu. Þar fengu þeir að bíða í biðherbergi þar til foreldrar sóttu þá. Faðir eins drengsins sagði í samtali við DV að lögreglan hefði beitt drengina fantabrögð- um og ráðist að þeim með þeim afleiðingum að flytja þurfti þá á slysavarðstofu. Hann sagði for- eldra í hverfinu ósátta við fram- komu lögreglunnar og yrði rætt við lögreglustjóra eftir helgina vegna þessa máls. Að sögn varðstjóra hjá lög: reglunni hefur það færst í vöxt að unglingar hópi sig saman í hverfum borgarinnar og hefur lögreglan þurft að hafa afskipti vegna þess. Hins vegar hafa færri verið í miðbænum um helgar. -ELA Jólabærinn Hveragerði: Serstok vegabref þarf inn í bæinn - kveikt verður á jólaljósunum á föstudaginn Sigrún Lovísa, DV, Hveragerði: Eins og alþjóð veit er Sankti Kláus og allt hafurtask flutt til Hveragerðis. Þessa dagana er verið að gera allt klárt. Margur bæjarbú- inn er í vinnu hjá jólasveinafjöl- skyldunni og er verið að leggja síð- ustu Jiönd á jólasveinahöllina í gamla Tívolíhúsinu, sem búið er að breyta í risastórt jólaland, og á hún að verða tilbúin 1. des. nk. Bærinn verður allur uppljómað- ur, götur, íbúðarhús, fyrirtæki og gróðurhús. Kveikt verður á öllum jólaljósun- um samtímis, kl. 18 fóstudaginn 1. des. Nemendur grunnskólans fara blysför um bæinn sem endar með flugeldasýningu. Verslanir og fyrir- tæki verða með alls konar sértilboð og uppákomur allan desembermán- uð. Jólabærinn Hveragerði verður iðandi af lífi og fjöri alla daga og langt fram á kvöld. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og fullorðna sem Sankti Kláus mun stjórna að sínum hætti. Fluttir verða leikþættir, til dæmis sérsamd- ar dagskrár um íslensku jólasvehv ana. Hljómsveitir og kórar munu skemmta og önnur tónlistaratriði verða í boði. Brúðubíllinn verður á staðnum og margt fleira verður í gangi. Meðal flytjenda verða Leikfélag Frá Hveragerði þar sem bæjarbúar vinna hörðum höndum að breyta bænum í jólasveinaland. • DV-mynd Sigrún Lovísa Hveragerðis, tónlistarfólk á öllum aldri úr Hveragerði og nágrenni og Möguleikhúsið verður á staðnum. Sérstakt vegabréf þarf til aö kom- ast inn í Jólaland. Börn 6 ára og yngri fá ókeypis vegabréf en aðrir verða að greiða kr. 550 fyrir þau. Vegabréfið veitir aðgang að allri dagskránni og fylgja því afslættir í fyrirtækjum í Hveragerði, frítt á hestbak og ýmislegt annað sem koma á að óvörum. Jólaland verður opið fimmtudaga til sunnudagskvölds frá kl. 13-19 í sex vikur, frá 1. des. - 6. jan. Stórverslun Selfridges I London tók hugmyndina inn í árlega jólaget- raun verslunarinnar en þátttakend- ur eru um 250 þ. manns. Aðalverð- launin í ár eru ferð til íslands til að hitta jólasveininn og fjarskylda ætt- ingja hans, Grýlu, Leppalúða og allt það hyski og íslensku jólasveinana þrettán. Það þykja stórtíðindi úti í heimi að Sankti Kláus skuli eiga fjölskyldu á íslandi. Yfingar milli sjónvarpsstöðvanna: Sjónvarpsstjóri Stöðvar 3 bann- aði tökumanni að mynda vígsluna - segir Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar 2 „Ég sendi myndatökumann um sjöíeytið á fótudagskvöldið til þess að taka myndir af vígslu sjónvarps- stöðvarinnar Stöð 3, til þess að sýna í 19-19 fréttatímanum þá um kvöldið og þegar hann kom á staðinn var hann stoppaður við innganginn af móttökustúlku. Síðan var kallað á sjónvarpsstjórann, Úlfar Steindórs- son, og hann sagði myndatöku- manninum að það hefði verið ákveð- ið hjá Stöð á að þangað inn kæmi énginn frá Stöð 2," sagði Elín Hirst, fréttastjóri á Stöð 2, í samtali við DV. „Það var þarna ljósmyndari frá Morgunblaðinu og tökumenn frá Sjónvarpinu sem tóku myndir og sýndu í fréttatíma sínum og þeir virðast ekki hafa verið hindraðir. Þessar aðgerðir eru því greinilega til höfuðs okkur. Ég hef verið í blaðamennsku í meir en áratug og hef aldrei áður lent í neinu slíku," sagði Elín. „Það kom þarna einn tökumaður hlaupandi frá Stöð 2 við vígsluat- höfnina og hann vissi í rauninni ekkert hvað hann átti að vera að gera. Það var sagt við þennan töku- mann að það hefði ekki verið gert ráð fyrir honum við vígsluna og meö það fór hann," sagði Úlfar Steindórsson, sjónvarpsstjóri Stöðv- ar 3, við DV. „Viðstaddir vígsluna voru bara þeir sem búið var að ræða við fyrir fram og búið var að gera ráð fyrir, enda er plássið ekki mikið til að hrúga inn miklu af fólki og tækniliði. Við vorum ekkert að hópa fólki inn á stöðina hjá okkur við vígsluna og það er því rangt að einhverjum hafi verið hent út þarna. Það kom reyndar einhver frá þeim um daginn og þá voru engin vandamál. Menn frá Stöð 2 eru vel- komnir hingað hvenær sem þeir vilja," sagði Úlfar. -ÍS gefa svigrúm til að segja samning- unum upp," segir Björn Grétar. Sérfræðingar á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar eru þessa dagana að kanna hvernig samningunum verði sagt upp á löglegan hátt. Björn Grétar segist sannfærður um að efniviðurinn sé nægur. Hann bendir á þátt ríkissrjórnarinnar og segir að launastefnan hafi brostið og kjara- dómur flætt inn í borgarkerfið með launahækkunum til borgarfulltrúa og helstu embættismanna. Niðurstaða formannafundarins verður kynnt á sambandssrjórnar- fundi ASÍ í dag og þá verður fram- haldið ákveðið. '___________________-GHS Stuttar fréttir Obreyttur samningur Landbúnaðarráðherra hafnar því að gerðar verði brevtingar á .búvörusamningnum, skv. Stöð 2. Hann vill að Alþingi afgreiði samninginn fyrir mánaðamót. Vantar peninga Ekki tekst að ljuka fram- kvæmdum við flugvelli á lands- byggðinni á næsta ári ef fjár- lagafrumvarpið verður óbreytt, að mati Flugráðs. RÚV greindi frá. Útboö eftir áramót Framkvæmdir við Gilsfjarðar- brú og breikkun Ártúnsbrekku hefjast eftir áramót, skv. Stöð 2. Vegagerðin hefur fengið heimild til að bjóða verkin út. Vill svör um börn Barnaréttarnefnd SÞ vill að fulltrúi stjórnvalda svari spurn- ingum um réttindi íslenskra barna, skv. Útvarpi. ís í brúöargjöf Tveir Vestfirðingar fara með 10 kíló af ís úr Vatnajökli sem brúðargjöf til Indlands, að sögn Stöðvar 2. Hrókendur ógna Hrókendur hafa sest að hér á landi. Talið er að þær geti ógnað öðrum fuglastofnum, skv. Út- varpi. Nýtt flóttamannaráö Nýtt flóttamann'aráð verður skipað í tilefni af komu 25 flótta- manna frá Bosníu, skv. RÚV. -GHS Tilveran á morgun: Augun Ijúga aldrei í Tilverunni í blaðinu á morg- un verður fjallað um hvernig spegill sálarinnar afhjúpar fólk algerlega, ástir þess, afbrýði og kynóra. Augun ljúga aldrei. Af öðru efni má nefna að reynt verður að ráðleggja fólki hvernig hnífa sé best að nota við heitnilishaldið og hvernig eigi að meðhöndla þá. Þá verður að venju birt uppskrift úr Nagla- súpunni, uppskriftasamkeppni DV, og loks veröur fólki sagt að það geti verið lífsspursmál að nota endurskinsmerki. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.