Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Leikhús LEIJŒELAG REYKJAVÍ.KUR SÍMI 568-8000 ðj? STÓRA SVIÐ: LÍIMA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 2/12 kl. 14, sun. 3/12 kl. 14, sun. 10/12 kl. 14, lau 30/12 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Lau. 2/12, föst, 29/12, lau. 30/12. STÓRA SVIÐ KL. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson Aukasýning 2/12. Pú kaupir elnn mlða, færð tvol STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Aukasýning föstud. 1/12. Þú kaupir einn miða, færð tvol Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BARPAR eftir Jim Cartwright Fös. 1/12, uppselt, lau. 2/12, fáein sæti laus, fös. 8/12, lau. 9/12, lau. 26/12. STÓRA SVIÐ KL. 20.30: Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Flm. 30/11, uppselt, allra síðasta sýningl Tónleikaröð LR Á stóra svi6i, alltaf á þriöjudögum kl. 20.30: Bubbi Morthens þri. 28/11, miðaverð 1.000. Til Jólagjafa fyrir börnin: Línu-ópal, Lfnu-bollr og Línu-púsluspll. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ISLENSKA OPERAN =ÍIMI Sími 551-1475 Lau. 2/12 kl. 21.00. . ÍWAMA ! BUTTERFLY Sýn. fös. 1/12 kl. 20. Miðasalan er opin kl. 15—19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA tíM}i WÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 30/11, uppselt, Id. 2/12, uppselt, föd. 8/12, örfá sæti laus, Id. 9/12, örfá sæti laus. GLERBROT eftir Arthur Miller 5. sýn. fös. 1/12, 6. sýn. sud. 3/12,7. sýn. fid. 7/12. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 2/12, uppselt, sud. 3/12, uppselt, Id. 9/12, uppselt, sud. 10/12, uppselt, Id. 30/12, uppselt. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: SANNUR KARLMAÐUR eftir Tankred Dorst Mvd. 29/11, föd. 1/12, næstsíðasta sýning, sud. 3/12, síðasta sýning. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Á morgun, aukasýning, laus sæti, fld. 30/11, uppselt, Id. 2/12, uppselt, mvd. 6/12, laus sæti, föd. 8/12, uppselt, Id. 9/12, uppselt, sud. 10/12, uppselt. Ath. SÍÐUSTU SÝNINGAR. <r Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf! LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mád. 27/11 kl. 21.00. „Skáldkonur fyrri alda" Dagskrá i umsjá Helgu Kress. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá ki. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig síma- þjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMi MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Fréttir Jólagjafir til barna í Bosníu Ægir Mái Kárason, DV, Suðurnesjum: Alþjóðastofhunin Friöur 2000 hefur fengið til liðs við sig ís- lenska jólasveininn til að safha pökkum og færa stríðshrjáðum börnum í Sarajevo jólagjafir. Send verður þota, sem flugfélag- ið Atlanta lánar til flugsins, til Bosníu 21. desember með jóla- pakkana. „Með jólagjöfum til Bosníu munum við færa jólaboðskapinn með friði og gjöfum til stríðs- hrjáðra barna sem mörg hafa misst vini og vandamenn í blóð- ugum deilum. Við munum sýna þeim samhug okkar um þessi jól og gefa þeim framtíðarvon með boðskap okkar og kærleika," sögðu jólasveinarnir í gær á Keflavíkurflugvelli. Án efa munu jólapakkarnir gleðja fjölmörg börn í Bosníu sem eiga um sárt að binda eftir hörmungar styrj- aldar sem hefur staðið á fjórða ár. Friður 2000 tekur ámóti pökk- um að Austurstræti 17, Reykja- vík. Einnig opna pakkamóttökur á ýmsum stöðum á Reykjavíkur- svæðinu og landsbyggðinni úm mánaðamótin. Þá óskar Friður 2000 eftir sjálfboðaliðum tjl að- stoðar við undirbúning flugsins og efnir til fundar á Hótel Borg næstkomandi sunnudag kl. 14, Afmæli Ramanic Cooray Braim Murial Ramanic Cooray sem starfar við heimilis- hjálp, Fífumýri 1, Garðabæ, varð fertug í gær. Starfsferill Ramanic fæddist í Kandy á Sri Lanka og ólst þar upp. Hún er elst níu systkini og varð snemma að gæta systkina sinna. Ramanic giftist er hún var tuttugu og eins árs og á hún tvær dætur. Til að sjá fjölskyldu sinni farborða og mennta dætur sinar hefur hún unnið almenn heimilisstörf sl. tíu ár, langt frá sínum nánustu og sínum heima- högum. Ramanic er mikils metin hjá þeim sem hana þekkja fyrir heið- arleika, traust og gott skap. Fjölskylda Dætur Ramanic eru Renuka Belegala, f. 11.8.1979, og Harsani Ramanic Cooray. Belegala, f. 13.10.1982. Systur Ramanic hér á landi eru Sirani Cooray, f. 15.10. 1961, og Manel Cooray, f. 13.2. 1966. Foreldrar Ramanic: Cystopar Martinu Cooray, f. 16.7. 1934, d. 22.8. 1983, smiður, og Nandawathi Cooray, f. 8.4.1936, kennari. Menning Nýju fötin keisarans Frederick Moyer lék einleik á píanó með Sin- fóníuhljómsveitinni. í Háskólabíói voru haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands síðastliðið fimmtudagskvöld. Á efnisskránni voru verk eftir Ravel, Beethoven og Haydn. Srjómandi var Keri-Lynn Wilson en einleikari á píanó Frederick Moyer. Nokkra eftirtekt vakti í fjölmiðlum fyr- ir þessa tónleika að hljómsveitarstjórinn var kvenkyns. Enda var troðfullt í salnum; hingað til hafa karlar nefnilega svo til einok- að stéttina. Það er áð- eins nú hin síðari ár að ein og ein kona hef- ur verið að hasla sér völl á þessum vett- vangi. Strax í upphafi tón- leikanna var greinilegt að Keri-Lynn Wilson er enginn viðvaningur. Hún hélt á tónsprotanum með styrkri hendi og vissi nákvæmlega hvað hún var að gera. Fyrsta verk efnisskrárinnar var líka ágætlega flutt en það var sinfónia nr. 96 eftir Jósef Haydn. Túlkun Wilsons var lífleg og kraftmikil; þar var hvergi dauðan punkt að finna. Um leið var nákvæmnin í fyrirrúmi, og var unaður á að hlýða. Næst á dagskrá var Le tombeau de Couperin eftir Maurice Ravel. Verkið er upphaflega samið fyrir píanó en Ravel umskrifaði það fyrir hljómsveit, eins og hann gerði reyndar við fleiri píanóverk - bæði sín --------------------------------------- og annarra. Almennt má segja um tónlist hans að hún sé mjög glæsi- leg en að líka megi skynja í henni — ákveðna tilfinningalega fjarlægð. Einmitt þetta var einkennandi fyr- ir flutning Sinfóníunnar umrætt kvöld; leikur hennar var tær og dá- lítið kuldalegur, sem er við hæfi þegar þessi tónlist er annars vegar. Mikið mæðir á blásurunum í verkinu og stóðu þeir sig með stakri prýði. Síðasta atriðið á efnisskránni var svo píanókonsert nr. 5 opus 73 eft- ir Beethoven. Hann er gjarnan kallaður Keisarakonsertinn því um hann hefur verið sagt að hann sé keisari allra píanókonsérta. í öllu falli er hann geysilega vinsæll, eins og flest annað eftir Beethoven. Þvi er orðið hálfhættulegt að spila hann opinberlega; hann hefur verið leikin svo pft af fremstu píanóleikurum heims að erfitt er að gera betur en þeir. Frederick Moyer er reyndar ágætur á slaghörpuna; hann hefur mikla leiktækni en er dálítið meðvitaður um hana. Að minnsta kosti kaus hann að leika fyrsta og síðasta þátt konsertsins hraðar en oft heyr- ist, og með miklum göslagangi. Væntanlega ætlaði hann þannig að „slá í gegn" og sýna landanum hversu flinkur hann væri. En því miður"- flutningurinn varð bara yfirborðskenndur; maður fann ekki fyrir dýpt- inni sem einkennir tónlist eins mesta snillings sem uppi hefur verið. Tónlist Jónas Sen tfHHfln 9 0 4-1700 Verð aöeins 39,90 mín. öttir JJ Fótbolti 2] Handbolti f|3 Körfubolti 4j Enski boltinn _5j ítalski boltinn léj Þýski boltinn 7 Önnur úrslit 8 NBA-deildin Vikutilboð stórmarkaðanna 21 Uppskriftir 1[ Læknavaktin 2J Apótek 3 Gengi H Dagskrá Sjónvarps 2 j Dagskrá Stöðvar 2 3J Dagskrá rásar 1 fH Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5j Myndbandagágnrýni 6 ísl. listinn -topp40 7j Tónlistargagnrýni 8 i Nýjustu myndböndin _9 ] Gervihnattardagskrá Sl^ár 2j Dansstaðir _3J Leikhús '"4j Leikhúsgagnrýni _5jBíó 6 j Kvikmyndagagnrýni 1 Lottó _2J Víkingalottó .31 Getraunlr %Þi\ +x-= ss 9 0 4-1700 Verð aöeins 39,90 mín. » P '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.