Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Síða 23
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 35* Fréttir Guðrún Hauksdóttir, íbúi í Kópavogi: Safnaði fatnaði og sendi til Namibíu „Söfnunin stóð yfir í þrjár vikur og það safnaðist rúmlega eitt og hálft tonn af fötum, skóm og leik- föngum. Það var ótrúlegt hvað fólk tók fljótt við sér og var rausnarlegt og það var yndisleg tilfinning að horfa á eftir farangrinum um borð í Hannover vitandi þörfína í þessu fá- tæka landi,“ segir Guðrún Hauks- dóttir, íbúi í Kópavogi, en hún stóð nýlega upp á sitt eindæmi fyrir söfn- un á klæðnaði og ýmsum nauðsynj- um handa íbúum í Namibiu. Guðrún fékk starfsfólk tveggja leikskóla, nemendur í Fjölbrauta- skólanum i Ármúla, vini og vanda- menn til að safna fyrir sig. Hún fékk sendibílastöð til að flytja dótið ókeypis fyrir sig á hafnarbakkann og skip íslenskra sjávarafurða, Hannover, flutti farangurinn henni að kostnaðarlausu til Namibíu en skipið hélt einmitt áleiðis þangað nú nýlega. Myndin hér á síðunni er einmitt tekin áður en farangurinn var fluttur um borð. Systir Guðrúnar, sem er starfs- maður ÍS í L”deritz, mun afhenda vörurnar á áfangastað og segir Guð- rún að hún vilji gjarnan endurtaka söfnunina ef henni bjóðist aftur ókeypis flutningur til ákvörðunar- staðarins. -GHS Guðrún Hauksdóttir stóð nýlega fyrir söfnun á fatnaði, skóm og leikföngum fyrir íbúa í Namibíu og sendi með skipi íslenskra sjávarafurða, Hannover. Guðrún fékk starfsfólk leikskóla, nemendur, vini og vandamenn til að að- stoða sig við söfnunina. Hér er hún með dóttur sinni á hafnarbakkanum áður en dótið var flutt um borð. Magnús Ólafsson. DV-mynd Örn Norðurland vestra: Nýr Fram- sóknar- formaður Örn Þórarinsson, DV, Fljótnm: Magnús Ólafsson, bóndi á Sveins- stöðum í Austur-Húnavatnssýslu, var kjörinn formaður Kjördæmis- sambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra en þing flokks- ins var haldið í Siglufirði fyrir stuttu. Magnús tekur við for- mennskunni af Boga Sigurbjörns- syni, Siglufirði, sem gegnt hefur því starfi í 8 ár. Sérmál kjördæmisþingsins var þróun atvinnulífs í kjördæminu til aldamóta. Mikil umræða varð um atvinnumál og horfur í kjördæminu sem að margra mati eru ekki bjart- ar eftir nokkurra ára samfellt sam- dráttarskeið í sauðfjárbúskap. Á þinginu kom fram hjá mörgum ræðumönnum ótti við að uppsveifla í atvinnulífi samfara umsvifum,við stækkun álvers á Reykjanesi og hugsanlega stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar ásamt jarðganga- gerð undir Hvalljörð muni ekki ná út á landsbyggðina, heldur auka fólksflótta þaðan. Til að sporna við neikvæðum áhrifum á uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni sé brýnt að stjórnvöld bregðist við með markvissum aðgerðum. Egilsstaðir: Ullarpeysur til Alaska Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Prjónastofan Dyngja á Egilsstöð- um tók til starfa að nýju í fyrrasum- ar eftir tveggja ára hlé. Framleidd er voð fyrir Rússland og nýverið fóru 3 1/2 tonn þangað. Þá eru saumaðar peysur og smávörur sem fara til Norðurlandanna og Dyngja er að ná fótfestu í Alaska - selur þangað ullarpeysur. Enn starfa að- eins 5 við framleiðsluna og fram- haldið ræðst af því hvernig gengur að afla markaða. Okkar stórglæsilega Jólahlaðborð er hlaðið kræsingum með hefðbundnum jólamat ásamt fjölda annarra kaldra og heitra rétta að ógleymdu hinu fjölbreytilega ábætisborði sem engan svíkur. Borðaðu eins og þig lystir Um helgar í desember munu Grétar Örvarsson, Sigga Beinteins og Bjarni Ara koma matargestum í sannkallaða jólastemningu. Jólavínið í ár Borðapantanir í síma Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi á föstudögum frá kl. 23.30 og verður í dúndur jóladískó-stuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.