Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 10 Bjarni Jónasson er útvarpsstjóri í Eyjum: Utvarp Vestmannaeyjar í heimahúsi Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Fjölmiölaflóran í Vestmannaeyj- um er mun fjölbreyttari en gerist og gengur í bæjum af svipaðri stærð. Þar koma vikulega út tvö blöð, Dag- skrá og Fréttir, auk þess sem þar er rekin útvarpsstöð allt árið um kring. Á útvarpsstöðinni, sem heitir ÚV FM 104, ræður Bjarni Jónasson ríkjum. Hann byrjaði rekstur út- varpsstöðvarinnar fyrir hálfu öðru ári og útvarpar fjóra daga í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. „Á fimmtudögum og fostudögum er ég í loftinu í rúman klukkutíma og góða þrjá tíma á laugardögum og sunnudögum,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður um hvernig rekstrinum væri háttað. „Ég byggi dagskrána upp á viðtöl- um og tónlist og í viðtölum er ég ekkert að klippa á menn þegar þeir eru komnir I góðan gír heldur skipti ég efninu niður.“ Bjami er eini starfsmaður ÚV sem er í einu herbergi á heimili hans. Þar er að fmna þann búnað sem þarf til útsendinga. „Ég hef leyfí fyrir 100 vatta sendi og það er nægur styrkur til að út- sendingin náist í Vestmannaeyjum. Stöðin er fjármögnuð með auglýs- ingum. Fyrsta árið kom ekkert inn en núna er þetta að koma. Ég stað- greiddi allan búnaðinn og það hefur létt reksturinn en ég þarf aö borga Stefgjöld, leyfisgjald og svo kosta spólurnar sitt. Ég er farinn að fá upp í þennan kostnað en kaup er ég ekki farinn að sjá enn þá. Dagskráin byggist upp á viðtölum við bæjarbúa, eins og áður er komið fram, en í einum þætti fær Bjarni Odd Júlíusson til liðs við sig. Þar fara þeir yfir blöð sem gefin em út i Vestmannaeyjum. Kallast þátturinn Rýnt í sortann og vísar nafnið til prentsvertunnar. „Tónlistin, sem ég spila, er í eldri kantinum og ég veit að hún er vin- sæl hjá húsmæðrum. Alla vega láta þær mig vita ef þeim finnst of mik- ið um talað mál. Þeim flnnst nota- legt að hlusta á gömlu rómantísku lögin þegar þær eru að elda á sunnudögum. Þá upplifa þær gömlu góðu dagana," segir Bjarni að lok- um. Litla lúðrasveitin lék fyrir fullu húsi á afmælishátíð DV. DV-mynd RaSi Kristófer og Viktor, lengst til hægri á myndinni, og með þeim eru fjölskyldur þeirra og nokkrir vinir. DV-mynd Ómar Söluturn varð kermikverkstæði: Oryrkjar fundu vinnu við hæfi Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Við Bárustíg í Vestmannaeyjum stendur hús sem flestir Eyjamenn þekkja sem Blaðatuminn en þar var í áratugi rekin sjoppa. Nú hefur Blaðatuminn fengið nýtt hlutverk og kallast í dag Vinastaðir þar sem tengdafeðgarnir Kristófer Guðlaugs- son og Viktor Þór Reynisson og fjöl- skyldur þeirra reka smíða- og ker- amikverkstæði. Kristófer og Viktor eru báðir ör- yrkjar og geta ekki gengið í hvaða störf sem er. Eftir að hcifa árangurs- laust reynt að fá vinnu kviknaði hjá þeim hugmynd um að stofna hand- verksverkstæði. Smíða þeir ýmis- legt smálegt og selja. „Fólk virtist kunna vel að meta það sem við vorum að smíða og í framhaldi af því kom upp hugmynd- in að keramikverkstæðinu. Hvort tveggja hefur'gengið framar öllum vonum. Hingað kemur fólk og málar keramikstyttur sem við erum með á lager. JJúna eru það einkum munir sem tengjast jólunum og er oft mik- ið fjör hjá okkur,“ sagði Kristófer að lokum. Kvenfélagiö Líkn í Vestmannaeyjum: Nýársfagnaðir í sjötíu ár Ómar Garðarsson, DV Vestmamnaeyjum: Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyj- um á sér langa sögu en það var stofnað 14. febrúar 1909 og er því að nálgast níræðisaldurinn. En félagið ber aldurinn vel og það geta Vest- mannaeyingar vitnað um, ekki síst þeir sem njóta góðs af starfi þess. „Tilgangurinn með stofnun Líkn- ar var, eins og nafnið bendir til, að sinna sjúkum og þeim sem áttu í einhverri neyð eða máttu sín rninna," sagði Klara Bergsdóttir, formaður Líknar, í samtali við DV. „í félaginu eru um 130 konur og eru um 70 þeirra virkar. Við höfum reynt að halda uppi merki stofnend- anna og styrkjum ýmis góð málefni. Þar má nefna sjúkrahúsið, vistheim- ili aldraðra að Hraunbúðum, Þroskahjálp og síðustu misseri höf- um við styrkt fjölskyldur sem á ein- hvern hátt hafa átt í erfiðleikum, Kvenféiagskonur í Líkn sáu um allar veitingar á afmælishátíð DV í Vest- mannaeyjum. DV-mynd RaSi t.d. vegna veikinda bama.“ Klara segir að andinn í Líkn sé mjög góður. „Þetta er skemmtilegur félags- skapur og gefur manni mikið. Við höldum fundi einu sinni í mánuði en fram undan er okkar stærsti dag- ur en það er 1. desember. Þá bjóðum við bæjarbúum upp á kaffi og með’í og höldum jólabasar. Félagið hefur haldið þessum sið frá árinu 1938 og er hann mjög vinsæll hjá bæjarbú- um.“ Nýársfagnaður eldri borgara, sem Líkn stendur fyrir í janúar ár hvert, á sér enn lengri sögu. „Nýársfagnaðurinn var fyrst haldinn árið 1926 og hefur ekki fall- ið niður síðan. Verður hann haldinn í 70. skiptið í janúar á næsta ári. Þá er öllum Eyjamönnum 60 ára og eldri boðið til fagnaðar, þar sem er borðað, farið í leiki, boðið upp á skemmtiatriði og dans. Er aÚtaf rosastuð á þessum skemmtunum,” segir Klara að lokum. Dans á rósum í Vestmannaeyjum: Af pöbbum í poppmessur Litla lúðrasveitin í Vestmannaeyjum: Utanlandsferð næsta sumar Lffið er dans á rósum hjá félögunum sem spila á pöbbum og í poppmess- um. DV-mynd Ómar Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Litla lúðrasveitin er skólahljóm- sveit Tónlistarskólans í Vestmanna- eyjum og blés hún af miklum móð á afmælishátíð DV í Eyjum. Hljómsveitin var stofnuð 22. febrúar 1978 og hefur frá upphafi verið undir stjórn Hjálmars Guðna- sonar tónlistarkennara. Hljómsveit- in er venjulega skipuð um 20 ung- mennum og sagðist Hjálmar líta á hana sem uppeldisstofnun fyrir Lúðrasveit Vestmannaeyja. „Hún er líka stór hluti af skóla- starfmu og þarna fer fram gott æskulýðsstarf sem börnin eiga eftir að njóta góðs af þegar þau komast til fullorðinsára," sagði Hjálmar. Sveitin kemur fram við ýmis tækifæri og á skólatónleikum Tón- listarskólans sem eru haldnir tvisvar á ári. „Þetta er skemmtilegt og gefandi starf að vinna með krökkunum. Við höfum frá stofnun sveitarinnar sótt landsmót skólahljómsveita þangað til í fyrra en því réðu ýmsar ástæð- ur. En núna erum við að safna fyrir utanlandsferð sem fara á í sumar. Er mikil eftirvænting í hópnum fyr- ir þessari ferð,“ sagði Hjálmar að lokum. Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Dans á rósum í Vestmannaeyjum er skipuð þeim Viktori Ragnarssyni, sem leikur á bassa, Eðvald Eyjólfssyni, sem slær trommurnar, Þórarni Ólafssyni söngvara og Eyvindi Steinarssyni gítarleikara. Allt eru þetta þraut- reyndir menn í tónlistinni og það fengu gestir á afmælishátíð DV á laugardaginn að kynnast. Þessi útgáfa af hljómsveitinni hef- ur starfaö frá því um áramót og er markaðssvæði þeirra Vestmanna- eyjar þar sem þeir hafa spilað á böll- um og á pöbbunum við miklar vin- sældir, auk þess sem þeir eru að ryðjast inn á einkaböllin. En Dans á rósum á sér aðra hlið og hana þekkja þeir sem sækja poppmessur í Landakirkju sem haldnar eru einu sinni í mánuði og eru sóttar af allt að 500 manns. Hljómsveitin sér um tónlistarflutn- inginn í poppmessunum og fær þá þrjá söngvara til liðs við sig. Ekki er nóg með það því þama kemur hún fram undir öðru nafni og kallast Prelátamir. Þessi þáttur i starfseminni hefur vakið mikla athygli og er ákveöiö að þeir fari upp á fastalandið 1. helgina í mars á næsta ári og munu þeir spila í einum fjórum poppmessum í feröinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.