Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 9
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
9
■
Utlönd
Karl Bretaprins í sálarkreppu:
í viðtal til geð-
læknis Díönu
Karl Bretaprins hefur leitað að-
stoðar sama geðlæknis og hjálpaði
Díönu þegar hún átti í sem mestum
erfiðleikum í hjónabandi sínu, varð
fórnarlamb lotugræðgi og martraða
sem einkenndust af ólgusjó og sæsk-
rímslum. Karl hefur átt erfitt eftir
að Díana kom fram í klukkustundar
löngu sjónvarpsviðtali á dögunum
þar sem hún sagði opinskátt frá
framhjáhaldi sínu með öðrum
manni og sagðist enn fremur efast
um hæfni eiginmanns síns til að
taka við krúnunni.
Samkvæmt bresku dagblaði var
mikil leynd yfir heimsókn Karls til
geðlæknisins. Sá er 90 ára gamall
sálkönnuður sem leggur mikla
áherslu á þýðingu drauma. Öryggis-
verðir réðust að ljósmyndara sem
átti leið fram hjá aðsetri geðlæknis-
ins í þann mund sem Karl kom það-
an út en ljósmyndarinn fór strax til
blaðanna.
Talsmenn bresku hirðarinanr
neituðu að tjá sig um málið í gær.
Samkvæmt heimildum innan hirð-
arinnar hefur geðlæknirinn þekkt
Karl í um 10 ár. Karl treystir lækn-
inum fullkomlega enda tókst honum
að lina þjáningar Díönu þegar sálar-
háski hennar var sem mestur.
Heimildirnar segja að fullyrðingar
Díönu um vanhæfni Karls sem arf-
taka krúnunnar hafi sært hann
mjög. Þá þykir ekki bæta úr skák að
Karl, sem nú er 47 ára og hefur ver-
ið í fréttum vegna samtala sinna við
blóm og jurtir, hefur þurft að hægja
á ferðinni í hefðbundnum karlaí-
þróttum og ævintýrum. Þannig hafi
karlmennskuímynd hans beðið
hnekki.
Ritzau
Joseph Robladt, 87 ára, eftir að hafa tekið við friðarverðlaunum Nóbels í
Ósló í gær. Símamynd Reuter
Friðarverölaun Nóbels afhent í Ósló:
Engin gagnrýni á
kjarnorkutilraunir
Það var lítillega minnst á kjarn-
orkutUraunir Frakka í Kyrrahafi og
alls ekki á tilraunir Kínverja neðan-
jarðar í þeim ræðum sem haldnar
voru við afhendingu friðarverð-
launa Nóbels í Ósló í gær. Sendi-
herrar Frakka og Kínverja, sem við-
staddir voru afhendinguna, önduðu
þvi léttar að henni lokinni.
Það voru hinn 87 ára Joseph Ro-
bladt, sem er pólskur að uppruna,
og Pugwash-stofnunin, sem hann
stofnsetti ásamt fleirum, sem skiptu
með sé friðarverðlaununum, um 70
milljónum króna, fyrir áralanga
baráttu gegn gerðeyðingarvopnum.
Robladt sagði í ræðu sinni að það
yrði að vera hluti af siðareglum vís-
indamanna að þeir kæmu upp um
misnotkun á vísindunum og allir
vísindamenn ættu að neita að vinna
að gerð gereyðingarvopna.
„Það er hrein og bein heppni en
ekki beinskeytt forusta eða skynsam-
leg ögun sem gert hefur stórveld-
unum kleift að ramba á barmi kjarn-
orkuhyldýpisins í 40 ár án þess að
detta ofan í. Hætturnar sem eru til
staðar í dag eru jafn ógnvænlegar og
þær hættur sem stofnendur Pugwas-
h-stofnunarinnanr stóðu andspænis í
skugga kaldastrísðins 1950,“ sagði
John P. Holdren, stjórnarformaður
Pugwash-stofnunarinnar. NTB
Helmingi minni fjárlagahalli
Fjárlagahallinn í Færeyjum lítur
út fyrir að verða meira en helmingi
minni en búist var við í upphafi árs,
eða um 950 milljónir króna í stað
2.300 milljóna. Ástæða þessa er fyrst
og fremst auknar tekjur í formi
beinna og óbeinna skatta. í kjölfarið
hefur landstjórnin samþykkt að
létta skattheimtuna á færeyskum al-
menningi um 1.100 milijónir króna.
Færeyska landstjórnin hefur gert
samkomulag við Dani um að fjár-
lagahallinn minnki markvisst fram
til ársins 1998 en þá á að vera kom-
ið jafnvægi í færeyskum ríkisfjár-
málum. Ritzau
r;; • v _
I TÖLVUSKJÁRIN
’ 'Xf.,! v ’J; >
TOLVUSKJAIRNIR FRA
SAMSUNG HAFA FENG-
IÐ VIÐURKENNINGAR OG
: SÉRLEGA GÓÐA DÓMA í
ERLENDUM FAGBLÓÐ-
UM, EINS 0G SÉST HÉR
: TIL HLIÐAR.
; M.A. HEFUR SAMSUNG-
TÖLVUSKJÁR FENGIÐ
HÆSTU EINKUNN HINS
VIRTA TÍMARITS: *PC-
PR0FESSI0NELL í
ÞÝSKALANDIIAPRÍL '95.
STÆRÐIRNAR ERU 15",
17 OG 20" OG VERÐIÐ
ER HREINT FRÁBÆRT.
I
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Sími: 5 886 886
Flest okkar viljum hafa myndbands-
úr garði gert að það sé
í allri notkun og ekki
sérfræðiaðstoð þegar eitthvað
bjátar á.
Panasonic SD200 myndbandstækið er
einmitt þannig úr garði gert, frábær
myndgæði, [Super Drive, Ai Crystal
viewj allar aðgerðir koma fram á skjá,
innstilling stöðva sjálfvirk ásamt
langu'ma upptöku- minni og þess háttar
búnaði sem okkur þykir sjálfsagður nú
til dags.
BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200