Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Page 10
10
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
Fréttir
Hassleit
áHöfn
Lögreglan á Höfn í Hornaflrði
lagði hald í liðinni viku á áhöld
til fíkniefnaneyslu og fáeina
skammta af hassi. Farið var í
þrjú hús þar sem grunur var um
að eiturlyfja væri neytt. Fíkni-
efnalögreglan aðstoðaði við leit-
ina.
-GK
LJOMA
I.jónwndi
laleilk
VINNINGSHAFAR
9. DESEMBER 1995
KITCHENAID HRÆRIVEL
Guðlaug Bjarnþórsdóttir, Kambahrauni 37, Hverageröi
ELDHUSVOGIR
Lára Björg Jónsdóttir, Heiðarvegi 14, Reyðarfirði
Eygló Alexandersdóttir, Hæðarg. 8, Reykjavík
SODASTREAM TÆKl
Björn Þór Reynisson, Vallarbraut 3, Akranesi
Sigríður B. Steinþórsd., Hala Suðursveit, Hornarfjörður
Halla G. Torfadóttir, Álfaheiði 26, Kópavogi
24 L AE SAFA AÐ EIGIN VALI
Nína Þrastardóttir, Bugðutanga 3, Mosfellsbæ
Steinunn Ólafsdóttir, Furugrund 8, Akranesi
Danlel Stefánsson, Rauðási 7, Reykjavík
Ellsabet Guðmundsdóttir, Háseylu 33, Njarðvík
Ólöf Guðmundsdóttir, Grænuvöllum 5, Selfossi
Lára Halldórsdóttir, Ásbúðartröð 3, Hafnarfirði
Guðrún Eiríksdóttir, Asparlundi 5, Garðabæ
Drífa Garðarsdóttir, Klukkubergi 15, Hafnarfirði
Elín Arnarsdóttir, Laxakvísl 31, Reykjavík
Anna Magnúsdóttir, Hverfisgötu 41, Reykjavík
VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF.,
ÞVERHOLTI 19-21, SÍMI 562 6300
ijoivA
Ljómandi
jóIaleiWr
VINNINGSHAFAR
10. DESEMBER 1995
KITCHENAID HRÆRIVEL
Haraldur Pálsson, Höfðavegi 65, Vestmannaeyjum
ELDHUSVOGIR
Ólöf J. Þórarinsdóttir, Búhamri 3, Vestmannaeyjum
Rebekka Benjamlnsdóttir, Borgarvík 18, Borgarnesi
SODASTREAM TÆKI
Margrét Erna Þorgeirsdóttir, Veghúsum 13, Reykjavík
Erla Bára Gunnarsdóttir, Ásbúð 22, Garðabæ
Hulda Smáradóttir, Eyjabakka 4, Reykjavík
24 L AF SAEA AÐ EIGIN VAEI
Jónlna Sigurbergsdóttir, Smárahlíð 6B, Akureyri
Þuríður Hermannsdóttir, Fossvöllum 2, Húsavík
Emilía Sveinsdóttir, Flétturima 16, Reykjavík
Kristín Þórmundsdóttir, Reykjabyggð 19, Mosfellsbæ
Geirrún Tómasdóttir, Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum
Sigrún Þorláksdóttir, Fjólugötu 5, Vestmannaeyjum
Margrét Harðardóttir, Gnoðarvogi 56, Reykjavík
Árni Grétarsson, Hverafold 10, Reykjavík
Sigrlður Friðgeirsdóttir, Bæjargili 80, Garðabæ
Ragna Erlendsdóttir, Hjallabraut 14, Þorlákshöfn
VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF.,
I»VERHOLTI 19-21, SÍMl 562 6300
Héraðsdómur Vestfjarða:
Krókakarli stefnt fyr-
ir fiskveiðilagabrot
- reri á banndegi ásamt 15 öðrum
DV, ísafirði:
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur Sveinbimi Jóns-
syni, trillukarli á Suðureyri, fyrir
meint fiskveiðibrot og krafist- þess
að hann verði dæmdur til refsingar.
Sveinbjörn reri til fiskjar og lagði
línu 7. apríl sl„ sem var banndagur
krókabáta, en þann dag rem sam-
tals um fimmtán trillur frá Suður-
eyri, Bolungarvík og Flateyri.
Trillukarlarnir töldu sig í fullum
rétti tU þess að veiða steinbít og aðr-
ar tegundir utan kvóta en Fiskistofa
kærði málið tU lögreglu og hélt því
fram að allar veiðar á banndögum
væru óleyfilegar.
Mál Sveinbjarnar var þingfest
fyrir Héraðsdómi Vestfjarða i gær.
Athygli vekur að gefin er út ákæra
á hendur Sveinbirni einum en ekki
neinum hinna sem reru sama dag.
Það bendir tU þess að ákærúvaldið
telji vafa leika á um úrslit og vilji
því láta á það reyna í prófmáli.
Sveinbjörn hefur lengi verið í for-
ystusveit þeirra sem berjast fyrir
mannréttindum trillukarla. Lög-
maður hans er Tryggvi Gunnarsson
hrl.
í ákærunni er Sveinbjörn sakað-
ur um „fiskveiðibrot, með því að
Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, til hægri, tok við fyrsta eintakinu af domasafni Hæstaréttar fyrir árin 1982-1994
á tölvutæku formi við athöfn sem haldin var á Grand Hótel á fimmtudag. Þetta mun auðvelda leit að Hæstaréttardóm-
um til muna fyrir þá sem á þurfa að halda. Stofnáskriftarverð er 139 þúsund krónur en fyrir notendur tölvuneta kost-
ar safnið 250 þúsund krónur. Með Hrafni á myndinni eru Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, sem gefur safnið út ásamt ísflex hf. DV-mynd BG
hafa, föstudaginn 7. apríl 1995, róið
til fiskjar frá Suðureyri í Nesdýpi út
af Vestijörðum á m/b Sæstjörnunni
ÍS-188, skipaskrárnúmer 2106, sem
er 5,76 brl. að stærð, en þann dag
voru veiðar krókabáta bannaðar, og
að hafa lagt þar línu og veitt 131 kg
af steinbit, sem landað var á Suður-
eyri sama dag.“
-HÞM
Þórshöfn:
Ráöu-
neytið
staðfesti
úrskurð-
inn
DV, Akureyri:
Félagsmálaráöuneytið hefur
staðfest að sveitarstjórn Þórs-
hafnarhrepps hafi verið i fullum
rétti þegar hún leysti fjallskila-
og riðunefnd hreppsins frá störf-
um og yfirtók starfsemi nefndar-
innar.
Miklir samstarfsörðugleikar
og ósætti voru innan nefndar-
innar og hafði verið um
nokkurn tíma og var hún nánast
óstarfhæf af þeim sökum. Hluti
nefndarmanna vildi ekki una
ákvörðun sveitarstjórnarinnar
um að leysa nefndina frá störf-
um og kærði þann úrskurð til
ráðuneytisins. Sveitarstjórnin
hefur því yfirtekið starf nefndar-
innar tímabundið a.m.k. -GK
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fulltrúi stúdentaráös í stjórn LÍN:
Verið að vega að hugtak-
inu um jafnrétti til náms
- vísum því á bug að verið sé að ýta barnafólki úr námi, segir Gunnar I. Birgisson
í könnun sem Hagstofan lauk í
október sl. kemur fram að mati
námsmanna staðfesting á því sem
þeir hafa haldið fram. Það er að
segja að barnafólk teljist til þess
hóps námsmanna sem einna helst
þarf lán til að framfleyta sér. Þegar
barnafólki fækki meðal lánþega
fækki því einnig meðal námsmanna
yfirhöfuð.
Fulltrúar ríkisvalds halda því
fram að námsmönum í lánshæfu
námi hafi fjölgað en færri taki lán.
í könnuninni kemur fram að lán-
þegum LÍN í íslenskum skólum með
börn á framfæri fækkaði um 640 við
gildistöku laganna um LÍN 1992.
Enn fremur að námsmönnum með
börn á framfæri fækkaði um 476 á
sama tíma. Það túlka námsmenn
þannig að meginhluti barnafólks
sem hætti að taka lán við gildistöku
laganna hafi endanlega hrakist út
námi. Heildarfækkunin var 518
námsmenn, þar af 471 með börn á
framfæri. Barnafólki í námi hefur
fækkað um yfir 500 frá haustinu
1991 til haustsins 1994 en þangað
nær könnunin.
Ekki nægjanlegt svigrúm
Að mati námsmanna veita nýju
lögin ekki nægjanlegt svigrúm. Eft-
irágreiðslur námslána hafi reynst
barnafólki of erfiðar.
Tekið er dæmi af einstæðri móð-
ur með tvö börn, samkvæmt út-
reikningum námsmanna, og gert
ráð fyrir að henni takist að ljúka
100% árangri í námi á haustmisseri
en ekki nema 75% árangri á
vormisseri. Hún verður þá að taka
haustpróf næsta haust. Að því
loknu skuldar hún 122.322 krónur
vegna þess að hún fær ekki fullt lán
nema skila 100% árangri en hefur
lifað á yfirdrætti í banka.
„Ráðherraskipuð nefnd, þar sem
námsmenn eiga fulltrúa, er að
kanna hvað hægt er að gera. Hún
átti að skila af sér tillögum um
breytingu á lögunum um áramót en
það dregst til loka janúar. Aðal-
stefnumál okkar námsmanna eru að
endurgreiðslubyrði námslána verði
skoðuð í samræmi við húsnæðis-
kerfi og skattkerfi, komið verði á
samtímagreiðslum á lánunum og
svigrúm verði aukið í náminu.
Þetta er þannig núna að ef t.d.
dauðsfall verður í fjölskyldu og
námsmaður getur ekki af þeim sök-
um skilað 100% árangri í námi þarf
hann að koma með læknisvottorð
um eigið heilsufar til að það sé tek-
ið gilt hjá LÍN,“ sagði Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, fulltrúi Stúdentaráðs
í LÍN.
Liðkað til fyrir barnafólki
Gunnar I. Birgisson, formaður
sjórnar LÍN, segir að þau dæmi,
sem stúdentar komi með um að
barnafólk hafi hrakist úr námi, séu
ekki rétt. „Það varð óeðlilega mikil
fjölgun barnafólks í námi síðustu
árin áður en lögunum var breytt
1992. Fjöldi námsmanna með böm
1994 og 1990 var sá sami. Þær tölur
sem stúdentar eru að gefa upp eru
ekki réttar. Lánþegahugtakinu var
breytt með nýju lögunum. Sá sem
ekki skilaði árangri í námi þurfti að
greiða tU baka þau lán sem hann
hafði fengið, það var oft mjög erfitt.
í endurskoðun laganna nú er ekki
talað um að breyta gagnvart barna-
fólki. Það hefur verið liðkað til fyr-
ir því á ýmsan hátt. Barnabætur
skerða ekki rétt til námslána. Við
vísum því á bug að verið sé að ýta
barnafólki úr námi. 96% barnafólks
í námi skila 100% árangri. Það
bendir ekki til að verið sé að fara
illa með það,“ sagði Gunnar.
-ÞK