Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 14
14
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sljórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Skynsemi en ekki skærur
Dagsbrúnarmenn standa við uppsögn kjarasamninga.
Þar með bættist öflugt verkalýðsfélag í hóp þeirra sem
kjósa uppsögn þegar samningstímabilið er tæplega hálfn-
að. Þótt þorri verkalýðsfélaga fylgi forystu Alþýðusam-
bandsins og niðurstöðu launanefndar um að ekki sé til-
efni til uppsagnar standa fimm félög þar fýrir utan.
Vinnuveitendasambandið hyggst svara þessum verka-
lýðsfélögum strax í dag og stefna þeim fyrir Félagsdóm.
Brátt er að vænta niðurstöðu í máli Baldurs á ísafirði
sem fyrst sagði upp samningum. Sá dómur verður
stefnumarkandi. Falli dómur verkalýðsfélögunum i óhag
standa þau frammi fyrir tveimur kostum. Fara að lögum
og undirbúa næstu samningalotu, eftir rúmt ár, eða
grípa til aðgerða. Þær aðgerðir, sem félögin eða félagar
innan þeirra vébanda gripu til, yrðu væntanlega ólögleg-
ar. Formaður Hlífar í Hafnarfirði hefur lýst því yfir að
nauðsyn brjóti lög. Hann hefur því boðað skærur.
Tapi verkalýðsfélögin fyrir Félagsdómi verða þau að
taka því. Ástandið nú réttlætir ekki ólöglegar aðgerðir.
Skynsamlegra er að nota tímann og undirbúa næstu
samningagerð. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur
ákveðið að gera samanburð á verslunarmönnum í
Reykjavík og K^aupmannahöfn. Formaður félagsins hefur
sagt að niðurstaðan verði notuð við gerð næstu samn-
inga. Hann bendir á að vinnuveitendur vilji búa við svip-
uð kostnaðarleg skilyrði og samkeppnisfyrirtæki í öðr-
um löndum. Það sé rétt en ekki sé nóg að horfa aðeins á
skatta, orkumál og annan kostnað en sleppa laununum.
Sé launamunur, verði að jafna hann sem fyrst.
Jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum hefur bætt sam-
keppnisstöðu fyrirtækja. Þar hafa launamenn lagt fram
drjúgan skerf með þjóðarsáttarsamningum undangeng-
inna ára. Stefnan hlýtur að vera sú að launamenn búi við
svipuð kjör og gerist í nágrannalöndunum og svipaðan
vinnutíma. íslendingar hafa unnið lengri vinnudag en
flestir aðrir. Auka þarf afköstin. Skila þarf verki á styttri
tíma og fá þá greitt í samræmi við það.
En fleira ræður afkomu launamanna og heimila en
bein laun. Þar ræður skattakerfið miklu. Almenn óá-
nægja er með það kerfi. Tekjuskatturinn er óréttlátur.
Virðisaukaskattkerfið átti að koma í-veg fyrir svarta at-
vinnustarfsemi og undanskot en það hefur brugðist. Það
er því vert að leggja eyrun við nýrri hugmynd Gunnars
Birgissonar, formanns bæjarráðs í Kópavogi. Gunnar
setur fram hugmynd sína í blaði sjálfstæðismanna í
Kópavogi, Vogum. Hann bendir flokksbróður sínum, fjár-
málaráðherra, á það að skattar hérlendis séu aflt of háir
og hættulega lítið verði eftir af launum fólks til ráðstöf-
unar. Jaðarskattar verði til þess að dugmikið fólk vinni
minna, framleiði minna og taki ekki áhættu.
Þekkt er að almenningur tekur þátt í nótulausum við-
skiptum og svartir peningar, taldir í milljörðum króna,
eru í umferð. Hugmynd Gunnars Birgissonar er sú að
neytendur með reikninga fyrir virðisaukaskattskylda
þjónustu, svo sem viðgerðir og viðhald á húsum og bíl-
um, geti nýtt sér greiddan virðisaukaskatt, að minnsta
kosti að hluta, til lækkunar á tekjuskatti. Freistingin til
að kaupa hlutina á lægra verði væri ekki lengur til stað-
ar og ríkissjóður því ekki hlunnfarinn. Með þessu væri
svarta starfsemin neydd fram í dagsljósið.
Hugmynd sem þessi kemur inn í umræðu um nauð-
synlega endurskoðun á öflu launa- og skattakerfi hér-
lendis. Þetta ættu verkalýðsfélögin að grípa á lofti frem-
ur en að íhuga skærur. Það er þörf á frjórri hugsun og
nýsköpun. Það gefst ár til þess.
Jónas Haraldsson
„Pað gilda engin önnur lögmál um verslun með þessa vöru en aðrar verslunarvörur," segir Stefán m.a. í grein
sinni.
75 ára einokun ÁTVR á innflutningi lokið:
Mikilvægur áfangi
Sögulegur áfangi náðist í versl-
unarsögu íslensku þjóðarinnar á
fullveldisdaginn, 1. desember síð-
astliðinn. Þann dag lauk nærri 75
ára einokun ÁTVR á innflutningi
og heildsöludreifingu áfengis. Inn-
flytjendum var um leið heimilað
að flytja inn og dreifa í heildsölu
áfengi til þeirra sem leyfi hafa til
smásölu á þeim varningi svo og til
veitingahúsa.
Umdeilt frá upphafi
Einokun ÁTVR má rekja allt aft-
ur til ársins 1909 þegar Alþingi
samþykkti aðflutningsbann á
áfengi. Varð Island um leið fyrsta
þjóðin í heiminum sem samþykkti
slíkt bann, finnska þingið hafði
reyndar samþykkt slíkt nokkrum
misserum fyrr, en Rússakeisari
synjaði um staðfestingu. Bannið
var umdeilt frá upphafi, en það
voru hins vegar Spánverjar sem
knúðu fram breytingu með upp-
sögn verslunarsamninga. Neituðu
þeir að kaupa íslenskan saltfisk,
nema aðflutningsbanninu yrði af-
létt. Það gerðist síðan 1922 þegar
leyfður var innflutningur á léttum
vínum. í kjölfarið var Áfengis-
verslun ríkisins stofnuð. Annað
áfengi fylgdi í kjölfarið 1933.
Fræðsla, ekki boð og bönn
Félag íslenskra stórkaupmanna
fagnar þeim áfanga sem nú hefur
náðst. Fjármálaráðherra, Friðrik
Sophusson, á sérstakar þakkir
skildar fyrir þá festu sem hann
hefur sýnt við að kpma breyting-
unum á. Hefur ráðherrann staðið
af sér úrtölur forsvarsmanna bind-
indishreyfingarinnar sem helst
vilja hverfa aftur til bannlaganna
Kjallarinn
Stefán S. Guðjónsson
framkvæmdastj. Félags íslenskra
stórkaupmanna - félags milliríkja-
verslunar og vörudreifingar
sem giltu á millistríðsárunum. Fé-
lagið getur vissulega tekið undir
að áfengisneysla unglinga er og
verður áhyggjuefni.
Því vandamáli á hins vegar að
mæta með aukínni fræðslu og for-
varnarstarfi en ekki boðum og
bönnum.
Afleiðingar þeirra í gegnum
árin tala sínu máli.
Fyllilega treystandi
Næstu skref hljóta að vera þau
að einkaaðilum verði heimilað að
reka smásöluverslun með áfengi
og að ríkisvaldið dragi sig að fullu
út úr þessum rekstri. Það gilda
engin önnur lögmál um verslun
með þessa vöru en aðrar verslun-
arvörur sem þurfa sérstakrar með-
höndlunar við. Má nefna í þeim
samanburði lyf, sprengiefni, sýrur
og skotvopn sem einkaaðilum er
treyst til að versla með.
Verslun er sú atvinnugrein sem
síst af öllum ætti að vera ríkisrek-
in. Þessi atvinnugrein krefst til-
tölulega lítillar fjárfestingar miðað
við flestar aðrar, þótt hún skapi
fleiri störf og henti þess vegna
einkaframtakinu best. Grundvall-
aratriði í verslun er samkeppni og
flutningur á boðum neytandans til
framleiðenda vöru. Verslunar-
rekstur í höndum ríkisins gengur
að öllu jöfnu þvert á þessi grund-
vallaratriði.
íslenskum verslunarfyrirtækj-
um er fyllilega treystandi til að
annast dreifingu áfengis, eins og
annarrar vöru. Og islenskir neyt-
endur eiga kröfu á að eðlileg sam-
keppni fái að njóta sín í þessari
verslun, rétt eins og annarri.
Stefán S. Guðjónsson
„Einokur ÁTVR má rekja allt aftur til
ársins 1909 þegar Alþingi samþykkti að-
flutningsbann á áfengi. Varð ísland um
leið fyrsta þjóðin í heiminum sem sam-
þykkti slíkt bann . . .“
Skoðanir annarra
Davíð þökkuð andstaðan
„í afstöðu sinni tfl Evrópusambandsins túlkar for-
sætisráðherra islenska hagsmuni og hefur haldið
þannig á málum að full ástæða er til að þakka hon-
um fyrir skelegga frammistöðu. í fyrirsjáanlegri
framtíð á ísland ekki heima í Evrópusambandinu.
Innganga í Evrópusambandið er okkur álíka nær-
tæk og að sækja um aðild að Bandaríkjum Norður-
Ameríku..íslenskir vinstrimenn sem renna hýru
auga til Brussel ættu að rifja upp feril þeirra manna
og kvenna sem fyrr á öldinni sóttu pólitíska sann-
færinu lenga austur."
Úr forystugreinum Vikublaðsina 8. des.
Alhliða þjóðfélag óhagkvæmt
„Um leið og verið er að ryðja tollmúrum úr vegi
fyrir alþjóðlegum viðskiptum kemur í ljós aö það er
mjög óhagkvæmt frá efnahagslegu sjónarmiði að
reka alhliða þjóðfélag á íslandi með fjölbreyttri
framleiðslu. Markaðurinn er lítill, vinnuafl er ekki
sérhæft, öll ræktun í landbúnaði er erfið miðað við
frjósamari héruð á suðlægari breiddargráðum, og
rannsóknir í hinum litla Háskóla íslands eru svo
óburöugar að þær geta tæpast orðið verulega frum-
legar á alþjóðlega vísu nema þær tengist íslenskri
menningu í víðasta skilningi; bókmenntum, sögu,
málfræði, jarðfræði og náttúrufræði manna, dýra og
plantna." Gfsli Sigurðsson í Alþ.bl. 7.des.
Lýðræðið bandingi flokkanna
„Stjórnmálaflokkar eru myndaðir til að treysta
tök nokkurra manna á lýðræðinu í nafni íjöldans.
Hlutverk flokkanna er að beisla félagsmenn sína í
þágu þessara forystumanna. Þannig er fjöldinn lát-
inn hlaða undir fámennið...Á meðan lýðræðið er
bandingi flokkanna verður ekki hróflað við þeim,
þrátt fyrir augljós þreytumerkin. Ekki nema for-
ystumenn flokkanna búi svo um hnútana að við taki
samskonar kerfi, sem ber flokkseigendur áfram á
höndum sér.“
Ásgeir Hannes í Tímanum 8. des.