Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Síða 32
44 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Menning Björgvin Halldórsson og fleiri - Hærra til þín ★★★ Halleluja Hærra til þín er sprottið af sama meiði og platan Kom heim sem Björgvin Halldórsson og samstarfs- fólk hans sendi frá sér fyrir tveim- ur haustum: dægurlög og gospelltónlist með trúarlegum text- um, út gefin til styrktar góðu mál- efni. Söngsveitin er hin sama og fyrr að því frátöldu að Bjarni Ara- son hefur leyst Egil Ólafsson af hólmi. Þórir Baldursson annast sem fyrr útsetningar og sér um hljóð- færaleik ásamt Einari V. Scheving, Kristni Sigmarssyni og Björgvin Halldórssyni. Textar eru sem fyrr eftir Jónas Friðrik Guðnason. Á Kom heim sló lagið Sendu nú vagninn þinn rækilega í gegn. Á nýju plötunni er enginn álíka smellur í augsýn. Lög eru tiltölulega jöfn að ---------------------------------- gæðum. Allir söngvaramir, Björg- vin, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bjarni Arason, eru í toppformi. Bjarni sækir sína túlkun nokkuð í smiðju til Elvis Presleys, sem var býsna duglegur við að syngja trúarsöngva um sína daga, og tekst vel upp. I heild er um áheyrilega og eftirminnilega plötu að ræða með vel ortum og innblásnum textum Jónasar Friðriks. Afar ólíklegt er að Hærra til þín eigi eftir að lenda á bálkesti ofsatrúarmanna. Og þó, maður veit aldrei hvað kann að gerast þegar brennisteinsberserk- ir eiga hlut að máli. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Munið nýtt símanúmer 550 5000 númerið - nafnið BOKIN ER KOMIN á næsta sölustað á aðeins 895 kr. og ennþá ódýrari i áskrift i síma URVALS BÆKUR Áhrifalítil étakasaga Það var með töluverðri eftir- væntingu sem ég beið útkomu Vetrarelds eftir Friðrik Erlingsson en bók hans Benjamin dúfa sló eft- irminnilega í gegn og hlaut verð- skuldaða athygli á sinum tíma. Þó að Benjamín dúfa sé markaðssett fyrir börn höfðar hún ekki síður til fullorðinna en í þetta skiptið rær höfundur eingöngu á mið síðar- nefnda hópsins. Þegar sagan hefst er Lilja, önnur aðalpersóna bókarinnar, á unga aldri og býr í litlu þorpi úti á landi ásamt föður sínum og móður. Þeg- ar faðirinn deyr flytjast þær mæðg- ur suður til Reykjavíkur og fá inni hjá Oddrúnu, fráskilinni móður- systur Lilju og tveimur dætrum hennar. Lilja er draumlynt bam, lítil og brothætt álfaprinsessa sem ekkert vill gera nema dansa. Hennar æðsta ósk er sú að verða ballerína og móðir hennar lætur það eftir henni að innrita hana í ballettskóla Þjóðleikhússins. Þar blómstrar þessi fagra lilja og verður áður en yfir lýkur besti dansarinn í hópnum ásamt vinkonu sinni Steinunni. Svo kynnist hún Hákoni, myndarlegum leikara sem allar stúlkurnar þrá og þar með eru örlög hennar ráðin. Sagan dregur nafn sitt af ljóðinu Minningu eftir Davíð Stefánsson en Friðrik vitnar I upphafi bókar til 1. erindis þess ljóðs sem endar þannig: „Við elskuðum hvort ann- að,/en urðum þó að skilja.“ Þetta er eitt af rómantísk- ari ljóðum Davíðs um fagra, ljúfa en sára ást og fylg- ir Friðrik þeirri rómantík óhikað eftir. Hákon og Lilja eru dæmigerðar rómantískar hetjur, hann hinn demóníski „snillingur" fullur heimshryggðar og þunglyndis, hún hin dularfulla gyðja, fögur, draum- kennd og vart af þessum heimi. Slíkar andstæður bjóða upp á þokkaleg átök sem lítið fer fyrir í sögu Friðriks kannski vegna einhliða og klisjukenndrar persónusköpunar. Lilja er alltaf jafn saklaus, góð, hrein og ... leiðinleg og þótt Hákon sýni villtari takta eru þau tilþrif í máttlausara lagi. Persónusköpunin er reyndar öll í hinum undarlegasta farvegi. Foreldr- ar Hákonar eru fómarlömb lífseigrar klisju um ríka pakkið sem er bæði spillt og illa innrætt og svífst einskis í samskiptum við minni máttar og kvenper- sónur sögunnar virðast margar hverjar þjóna litlum tilgangi öðrum en þeim að varpa enn skýrari ljósi á fegurð Lilju og fullkomnun. Dætrum Oddrúnar skammtar höfundur ótrúlega út- litslýsingu en þær eru feitar, há- vaðasamar og matgráðugar skess- ur. En það rennur þó í þeim blóð og það er meira en hægt er að segja um Lilju! Stelpurnar sem flykkjast í kringum Hákon og vini hans eru kallaðar fylgjur af þvi þær birtast alltaf þar sem þeir eru „eins og litlir hundar að betla at- hygli“ (146). í framhaldi af þessari lýsingu er lesandinn upplýstur um að Lilja sé ekki af þeirri tegund. En þótt höfundur reyni að hefja Lilju upp á kostnað annarra kvenna eykur það síst af öllu gildi hennar sem persónu. Hún er alltaf jafn litlaus, sama hvaða brögðum er beitt. Það er helst móðursystir Lilju sem hlýtur náð fyrir augum höfundar svo og Steinunn sem er ekki bara glæsileg útlits. Hún er framan af sögu at- hyglisverð persóna, bæði hress og skemmtileg týpa sem höfundi tekst þó að klúðra í neyðarlegri uppá- komu. Aðdragandinn að sambandi Hákonar og Lilju svo og slit þess eru fyrirsjáanleg og laus við spennu og sá harmur sem grípur Hákon þegar hann áttar sig á misgjörðum sín- um er ekki sannfærandi. Eftir þá lýsingu lekur Hákon út úr sögunni og birtist aðeins i mýtlugumynd undir lokin. Við fáum lítið að vita hvemig honum vegnar eða hvem- ig honum liður í sínu lífi. Þegar mesta havaríinu í kringum sambandið er lokið ákveður höfundur svo að láta þrjátíu ár líða í hendingskasti og í þeim hluta beinist kastljósið aðallega að Lilju. Sá hluti er sérlega illa unninn, vanhugsaður og klúðurslegur og ber þess merki að höfundur hafi verið að flýta sér. Vetrareldur stenst ekki þær væntingar sem til hennar voru gerðar, er saga sem hefði mátt geyma og hugsa betur. Friðrik leggur upp með hugmynd að for- vitnilegri sögu en framsetning, persónusköpun og tími sögu er illa ígrundaður. Á eitt ber þó að minnast. Þrátt fyrir alla gallana, klisjur og vandræðagang persóna er það með ólíkind- um hve vel höfundi tekst að halda manni við efnið. Sú staðreynd sýnir að þessum höfundi er ýmislegt fært, en það hefur hann reyndar sannað áður! Vetrareldur Friðrik Erlingsson Vaka-Helgafell 1995 Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Gaman og alvara Það má segja að söguhetjan í nýj- ustu bók Olgu Guðrúnar sé frekar ódæmigerður unglingur sem á nokkuð sérstaka foreldra. Sagan gerist í Reykjavík nútímans og sögumaður er Magga Stína sem er tæplega fimmtán ára. Magga er bráðgreind og þarf af- skaplega lítið að hafa fyrir lær- dómnum en það sama verður ekki sagt um vinkonu hennar, Völu. Þær tvær eru miklar vinkonur þrátt fyrir að góður húmor sé nán- ast það eina sem þær eiga sameig- inlegt. Magga er upp á kant við nokkra af kennurunum og stríðsá- stand ríkir milli hennar og handa- vinnukennarans, sem þolir hana ekki, enda Magga ekki mikil hannyrðakona. Vala á líka erfitt en aðallega heima fyrir. Foreldrar hennar eru skilin og mamma hennar berst í bökkum við að halda heimilinu saman. Þegar á reynir eru það for- eldrar Möggu sem koma þeim báð- um til hjálpar. Magga er ástfangin af Matta, sætasta töffaranum í bekknum en hann er að sjálfsögðu á föstu með mestu gellunni. Jónas vinur Matta er hins vegar ljótasti strákurinn í bekknum en þegar á líður uppgötvar Magga að það er mikið í hann spunn- ið og þau verða góðir vinir. Persónusköpun höfundar er mjög góð. Með 1. per- sónu sögumanninum skapast nálægð, ekki bara við aðalpersónuna heldur einnig fjölskyldu hennar og vini. Magga er einstaklega heilsteypt og skemmtileg manneskja og lesandi á auðvelt með að setja sig í hennar spor og bæði hlæja og gráta með henni. Lýs- ingar á foreldrum hennar eru einnig hnyttnar, t.d. segir Magga um mömmu sína 'að hún sé: „Barnaverndarfélag á tveim fótum með alheimsyfirsýn.“ Það má segja að helsta einkenni sögunnar sé húmorinn þar sem mikill léttleiki er áberandi í frá- sögninni og samskiptum söguper- sónanna. Foreldrar Möggu eru skemmtilegir og samræður ung- linganna byggjast oft upp á gríni. Meira að segja þegar þau lenda í vandræðum tekst þeim að slá því upp í kæruleysi eins og þegar þau ákveða að gera uppreisn og skrópa. Til að komast út úr skólan- um Ijúga þau því að þau séu að fara í jarðarför. Þegar yfirkennarinn verður hissa á því að þau fari saman er svarið, já,......-- Þetta er tvöföld jarðarför. Nú hleypti Hallgerður brúnum eins og sannur CIA-maður. - Og hverja á að jarða, með leyfi að spyrja? Jónas dró mig með sér út um dyrnar og kallaði um öxl: - Okkur!“ En þrátt fyrir allt grínið sleppa þau ekki auðveldlega frá vandræðum. Þau þurfa að takast á við vandamálin og lausn- ir eru aldrei ódýrar í sögunni. Olgu Guðrúnu tekst svo sannarlega að kitla hlátur- taugarnar með þessari bók. Þetta er ein sú skemmti- legasta sem ég hef lesið og tvímælalaust besta ung- lingasaga sem ég hef komist í tæri við undanfarin ár. Olga Guðrún Árnadóttir Peð á plánetunni jörð Mál og menning 1995 Olga Guðrún Árnadóttir. Bókmenntir Oddný Árnadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.