Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 45 Fréttir Færeyingar dýpka Grindavíkurhöfn DV, Suðurnesjum: DV, Egilsstöðum: og bisplöntur Hald var lagt á nokkrar kanna- bisplöntur og um 200 lítra af bruggi í uppsveitum Kópavogs í fyrra- kvöld. Kópavogslögreglan og flkni- efhadeildin stóðu saman aö málinu og er það nú í rannsókn. -GK Leiörétting í DV í gaer var sagt að 464 nem- endur hefðu innritast á tæknisvið FB í haust. Hið rétta er að 464 nem- endur innrituðust á tækni- og mat- vælasvið. Grindavíkurbær hefur samið við færeyska verktakafyrirtækið J&P Petersen um dýpkunarframkvæmd- ir í höfninni. Fyrirhugað er aö dýpka hjá viðlegukantinum í Eyja- bakka og við löndunarbryggju Fiskimjöls og lýsis. Þegar þessum framkvæmdum er lokið verður dýp- ið á þessum stöðum í höfninni sjö metrar. Framkvæmdir hefjast 1. apríl og á að ljúka 1. september 1996. „Þá eiga loðnubátar og aðrir bát- ar að geta farið um höfnina án þess að eiga á hættu að stranda," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Færeyingarnir voru með lægsta tilboð í verkið, 93 millj. króna. Þeir sögðu Jóni Gunnari að þetta væri í fyrsta sinn sem færeykst verktak*"*- fyrirtæki fengi verk utan Færeyja. -ÆMK Jólatréð er 12,5 metrar á hæð. DV-mynd Sigrún Egilsstaðir: Stærsta jólatré landsins Bókhaldsforrit Búnaðarbankans: Viðskiptavinum er mismunað - segir Macintosh-eigandi Stærsta íslenska jólatréð hefur eins og undanfarin ár verið sett upp við verslun Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Það er auðvitað höggvið í Hallormsstaðaskógi og tréð, sem þessi jól er helsta prýði Egilsstaðabæjar, er 12,5 metrar á hæð. Kveikt var á því 2. desember að viðstöddu fjölmenni og auðvitað létu jólasveinamir sig ekki vanta. Þeir sungu við undirleik hljómsveit- ar frá tónskólanum og spjölluðu við börnin. Ekki er þó hægt að segja að veðrið hafi verið jólalegt - sunnan- strekkingur og rigning. -SB Hólmavík: Dýralæknis- húsið selt DV, Hólmavlk: Húsið að Borgarbraut 13 á Hólmavík, sem ríkissjóður keypti á sínum tíma til þess að vera aðsetur fyrir dýralækni sem þjónaði Strandasýslu, hefur nú verið selt. Frá 1989, þegar Guðbjörg Þor- varðardóttir dýralæknir flutti sig um set eftir 6 ára þjónustu við Strandamenn, hefur húsið verið leigt út og allar tilraunir til þess að fá dýralækni til fastrar búsetu og þjónustu hafa reynst árangurslaus- ar. Kaupandi að húsinu er Jón Ólafs- son, kennari á Hólmavík, en fjöl- skylda hans missti hús sitt í júní sl. er það brotnaði niður þegar átti að framkvæma lagfæringu á grunnin- um. -GF Tóku brugg kanna- „Ég er svekktur út af þessu. Ég vil gjarnan fá þetta forrit og mér finnst að það sé verið að mismuna viðskiptavinum. Bankinn auglýsir forritið stórum stöfum og að það sé eitthvað sem viðskiptavinir Búnað- arbankans eigi að geta notið góðs af. Það er eins og að segja við Macin- tosh-eigendur: Við afgreiðum ekki rauðhærða hér,“ segir Edvard Fred- riksen, Macintosh-eigandi og við- skiptavinur Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn hefur að undan- förnu boðið viðskiptavinum bank- ans upp á heimilisbókhaldið Homer fyrir heimili og fyrirtæki og fylgir forritið ókeypis fyrir þá sem hafa keypt aðgang að heimabanka Bún- aðarbankans. Forritið kostar 450 krónur og er eingöngu fyrir PC-tölv- ur en Ingi Örn Geirsson, forstöðu- maður tölvudeildar, segir að forrit fyrir Macintosh komj eftir áramót. „Það hefúr ekki verið mikil eftir- spum hjá eigendum Macintosh-véla en það verður að skrifa forritið fyr- ir Macintosh-umhverfi sérstaklega. Það gerist vonandi á næsta ári, fljót- lega eftir áramót,“ segir Ingi Örn. Að sögn Sigurveigar Jónsdóttur hjá íslandsbanka býður bankinn sínum viðskiptavinum ekki upp á neitt heimilisbókhaldsforrit en Þor- steinn Þorsteinsson í Landsbankan- um segir að slíkt forrit komi að öll- um líkindum frá bankanum fyrir jól, fyrst fyrir PC og skömmu síðar fyrir Macintosh. -GHS Árneshreppur: Stólpagripur sem fer um allt í hreppnum DV, Selfossi: Mjög góð veðrátta var allan nóvember í Árneshreppi á Strönd- um en í byrjun desember gerði hávaðarok. Séra Jón ísleifsson ætlaði að messa á sunnudag, 2. desember, en frestaði messunni vegna veðurs til mánudagskvöld og þá mætti fjöldi fólks í nýju kirkjuna eins og alltaf þegar séra Jón messar. Stórbændurnir á Melum, Krist- ján Albertsson og Björn Torfason, fóru suður með jepparæfll nýlega og seldu hann vel. Keyptu þeir stóran og mikinn jeppabíl í stað- inn, Nissan Patrol, fjórhjóladrif- inn með meiru, sem kemst um allt í hreppnum hvort sem kafsnjór er eða ekki. Stólpagripur fyrir íbú- ana og slíkur gripur hefði átt að vera kominn í Árneshrepp fyrir löngu. -Regenía Ólöf Kolbrún Harðardóttir, ein ástsælasta óperusöngkona landsins, er löngu hætt að fljúga. Auk þess að syngja og kenna söng gegnir Ólöf Kolbrún starfi framkvæmdastjóra íslensku óperunnar. En hefði hún ekki sjálf sinnt því að breyta skráningu sinni í Símaskránni til samræmis við breytingar á högum sínum, gæti hún enn haft þar starfsheitið flugfreyja. Ólöf Kolbrún Harðardóttir flugfreyja! Símaskráin 1996 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtœki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 21 í nafnaskrá Símaskrár 1995. Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! PÓSTUR OG SÍMI Símaskrá |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.