Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Side 52
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. -Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Pottormar á Patró: Slátra refum í dagog - borða - í lágfótujafningi „Við eru að fara að slátra fjórum refum á Barðaströndinni á morgun (í dag). Þetta verður síðan borðað í vikunni. Við ætlum að reykja og marinera og síðan munum við hafa lágfótujafning," sagði Björn Jó- hannsson, apótekari á Patreksfirði, í samtali viö DV í gærkvöld. Björn sagði að hér væri um að ræða tillögu af hálfu fjögurra hug- aðra pottorma - fólks sem stundar heita pottinn á Patró síðdegis. Auk sín væru það Eiður Thoroddsen, rekstrarstjóri vegagerðarinnar, sem verður kokkur, Sólrún Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari og Erlendur . Kristiánsson rafvirkjameistari sem inundu leggja sér rebbakjötið til muns í vikunni. „Við höfum frétt af fólki sem hef- ur borðað þetta - þessi réttur er til dæmis á veitingahúsum í Grikk- landi. Kjötið er svipað kanínukjöti á bragðið. Það eru helst lærin sem eru borðuð. Ég get ekki sagt annað en að það er dálítið gaman að þessu,“ sagði Björn. -Ótt Leitin að Ernu árangurslaus Leitin aö Ernu Arnardóttur, 35 ára gamalli konu úr Reykjavík sem saknaö hefur verið frá því aðfara- nótt fimmtudagsins, hefur enn eng- an árangur borið. Leitað var i Sundahöfn og fjörur og eyjar í Sund- unum gengnar. Dregið verður úr leit nema nýjar vísbendingar komi fram um ferðir hennar. -pp Grindavík: Stútur endaði í húsagarði Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Grindavík um helg- ma. Annar ökumannanna endaði för sína inni í húsagarði við Ása- braut þar í bæ. Hann slapp þó ómeiddur en ekki er hægt að segja sömu sögu um fjórar hríslur í garð- inum sem brotnuðu. Þá brotnaði grindverk sem liggur umhverfis garðinn. Bíllinn sem maðurinn ók skemmdist talsvert. -pp Laugalækj arskóli: Laugar og lækir Slökkvilíoið í Reylyavik var kall- að að Laugalækjarskóla í hádeginu í gær en töluvert vatn hafði safnast fyrir í skólanum. Slökkviliðið dældi tugþúsundum lítra úr skólanum og kom þá í ljós að vatn seytlaði upp úr sprungum á gólfi skólans. Síðdegis í gær voru menn enn að hreinsa vatn úr skólanum. -pp ÞEIR ÆTLA SEMSÉ AÐ BRAGÐA REFI! Regin Grímsson í stórframleiðslu á íslenskri hönnun í Kanada : Pantanir á bátum upp a 700 milljonir - umsvifin munu að líkindum aukast vegna áhuga Kanadamanna Regin Grímsson, athafnamaður í Kanada, hefur fengið pantanir upp á andvirði um 700 miHjóna ís- lenskra króna vegna smábáta, ís- lenskrar hönnunar, sem hann hef- ur framleitt þar í landi. Einn aðili hefur staðfest pöntun á fyrstu fjór- um af 50 bátum hjá honum en ann- að fyrirtæki sendi honum símbréf í fyrrinótt þar sem pöntun á fyrsta bátnum af 20 var staðfest. Hver bátur mun verða seldur á um tíu milljónir íslenskra króna. Regin hefur auk þess hafið smíðar á um einum tug báta fyrir aðila í Trinidad i Karíbahafinu. Hann vildi í samtali við DV í gær ekki gefa upp hverjir það væru sem væru með tvær fyrrnefndar stórpantanir en þar væri um að ræða „önnur svæði“ en Trinidad. Regin sagði að framleiðsla hans á næsta ári muni tífaldast miðað við árið sem nú er að ljúka. Stóra málið væri síðan að Kanadamenn hefðu rennt hýru auga til fram- leiðslu hans á hinum hraðskreiðu króka- og handfærabátum. Þar séu mestu hagsmunirnir. Hann kvaðst vera kominn í gott samband við hinn kanadíska formann félags smábátaeigenda sem reyndar er nágranni hans ytra. Kanadamenn hygðust færa út kvíarnar í veiði- skap á smábátum með „vistvæn veiðarfæri" enda sé þorsknum að vaxa fiskur um hrygg í kanadískri lögsögu eftir nokkurra ára friöun- araðgerðir. „Það hefur tekið langan tíma að byggja þetta upp með þrotlausri vinnu," sagði Regin sem rekur fyr- irtæki sitt í Kanada þó að fjöl- skylda hans búi hér á landi - eig- inkona og sex börn, þar af funm stúlkur og drengur sem fæddist á laugardag. -Ótt Þúsundir manna og barna söfnuðust saman á Austurvelli síðdegis í gær þegar kveikt var á Óslóarjólatrénu með viðhöfn. Egill Fivelstad kveikti á trénu í ár en hér stendur hann hreykinn fyrir framan tréð að loknu verki ásamt bróð- ur sínum, Vébirni. Eftir á söfnuðust háir sem lágir saman og sungu jólalög undir öruggri stjórn jólasveinanna sem fara óðum að tínast til byggða. DV-mynd JAK Austurland: Þrennt flutt í sjúkrahús eft- ir bílveltu Þrennt var flutt í sjúkrahús eftir bílveltu 5 til 6 kílómetra norður af Egilsstöðum um helgina. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn ,á bO sínum með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki voru sjáanlegir al- varlegir áverkar á þeim sem í bíln- um voru en bíllinn er talsvert skemmdur. -pp Sumarhiti: 15,2 stiga hitiá Vopnafirði Þau tíðindi gerðust í gær, hálfum mánuði fyrir jól, að hitastigið fór upp í 15,2 gráður á Vopnafirði, 14,3. gráður á Siglufirði og 11,5 gráður á Akureyri. Þessar tölur eru vissu- lega mjög háar miðað við meðalhita- stig á landinu i desember sem er við frostmark. Að sögn veðurfræðings í gær- kvöldi gerist það gjarnan að hitastig hækkar verulega á Norðurlandi þegar suðlægar áttir ríkja þó svo að tölurnar í gær séu með því hæsta sem sést á þessum árstíma. Suðvestlæg átt verður á landinu í dag en á morgun kólnar með norð- anátt. Á miðvikudag snýst hins veg- ar í suðvestlægar áttir á ný. -Ótt Veðrið á morgun: Léttskýj'að sunnan- lands Á morgun verður norðlæg átt á landinu, nokkuð hvöss norðaustan til en annars kaldi víðast hvar. Snjókoma eða élja- gangur verður norðanlands en léttskýjað sunnan til. Frost verður á bilinu 0-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 60. Grensðsvegi 'II Sími: 5 886 886 Fox: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 , K I N G L0TT# alltaf á Miövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.