Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 10
1« minnisstæðustu atburðir á árinu 1995 -j LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 J3"V Jóhanna Sigurðardóttir: Stofnun Þjóðvaka „Þaö er nú margt sem stend- ur upp úr á þessu ári. í mínum huga er það ekki síst stofnun Þjóð- vaka í janúar síð- astliðnum og svo að sjálfsögðu kosningabaráttan sem í hönd fór á eftir. Kosningaúr- slitin ollu mér að vísu vonbrigðum eins og fleiri. Þá standa líka upp úr í minningunni þau hörmuleg slys sem snjóflóðin á Vestfjörðum ollu á árinu. Varðandi árið sem er að koma vænti ég þess að stjómarandstöðu- flokkarnir beri gæfú til þess að stíga fyrstu skrefm í átt til samein- ingar. Það tel ég vera forsenduna fyrir breytingum í þessu þjóðfé- lagi.“ -S.dór Halldór Ásgrímsson: Kosningabaráttan „Kosningabar- áttan i vor er mér einna minnis- stæðust af atburð- um ársins. Allir þeir atburðir sem þar áttu sér stað og þau miklu samskipti við fólkið sem henni tengdust em mjög minnisstæð og standa upp úr í minningunni. Ég er bjartsýnn á komandi ár. Ég tel að við höfum fulla ástæðu til að-vænta góðs af nýju ári.“ -S.dór Páll Pétursson: Minnisstæð kosningabarátta Einar Daníelsson: Gleði og sorg „Mér er náttúr- lega minnisstæð- ast að fá þennan vinning og ég tala nú ekki um það að fara út með dömunum. Við fórum til Glasgow og það var alveg draumur. Al- mennt séð var þetta slys á Flateyri alveg hörmulegt en þar lést einn kunningi minn. Það má því segja að það hafi verið bæði gleði og sorg á árinu. Það er líka minnis- stætt að það skuli vera búið að semja friö í fyrrum Júgóslavíu,“ segir Einar Daníelsson, skipstjór- inn örláti á Suðumesjum. „Mér líst vel á nýja árið. Verður maður ekki bara að vera bjartsýnn á framtíðina? Það þýðir ekkert annað. Ég vona bara að árið verði friðsælt og öllum til gleði.“ Kristín Halldórsdóttir: Hestaferðir sumarsins „Hestaferðir sumarsins era alltaf toppurinn á tilvemnni. Ég eignaðist nýjan gæðing í sumar, son Sörla frá Sauðárkróki, svo nú hef ég þijá góða til reiðar. í pólitlkinni er mér minnisstæðust glíman vegna bótagreiðslna til þolenda ofbeldisafbrota sem ríkis- stjómin hugðist svíkja þá um. Sú glíma vannst ekki alveg en næstum því,“ segir Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Hvað næsta ár varðar vil ég bara þrátt fyrir allt halda áfram að trúa á hið góða og biðja um styrk til að varast hið vonda. Svo vonast ég til að fá tækifæri til að spretta úr spori á þingeyskum heiðum næsta sumar.“ -S.dór Margrét Frímannsdóttir: Fyrsta barnabarnið „Það sem mér er minnisstæðast frá árinu sem er að líða er það að ég eignaðist mitt fyrsta bamabam 5. febrúar. Þá fæddist hún litla nafna mín. Ég fékk að vera við- stödd fæðinguna og það er ógleym- anlegt. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á komandi ári. Það verður dálítið öðruvísi fyrir mig í nýju starfi sem formaður Alþýðubanda- lagsins. Ég hef þá tilfínningu að við séum á leið upp úr lægðinni sem verið hefur undanfarin ár. Þótt ríkisstjómin hafi ekki áttað sig á því held ég nú samt að það sé að gerast,“ -S.dór Ingibjörg Pálmadóttir: Ráðherradómur „Síðustu átta mánuðir, síðan ég tók við embætti heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, hafa að sjálfsögðu verið ógleymanlegir og rísa upp úr í minningunni um atburði ársins hjá mér. Varðandi komandi ár vænti ég þess fyrst og fremst að velferðar- kerfi landsins styrkist og dafni. Fyrir mig persónulega er ég aðeins farin að hugsa heim til mín. Ég hef ekki haft mörg tækifæri til þess aö undanfómu. Ég á þá ósk heitasta að geta verið meira með fjölskyldu minni á næsta ári en ég hef getað á þessu ári.“ -S.dór „Frá árinu sem er að líða er mér minnisstæðust ákaflega skemmti- leg kosningabar- átta. Það var gaman að vinna í þessum kosning- um. Það eina sem skyggði á var hve erfitt tíðarfarið var. Varðandi komandi ár vona ég að tíðarfarið verði gott. Ég vona að við fáum ekki annan eins vetur og var í fyrravetur og að sumarið komi fyrr en það gerði á þessu ári. Eins vona ég aö mér takist að koma ýmsu í verk sem ég ætla mér.“ -S.dór Elísabet Sif Haraldsdóttir: Keppnin í „Mér er minn- isstæðastur ár- angurinn í danskeppninni í Blackpool í Bret- landi í apríl. Þó að við lentum í 1. og 2. sæti í London í haust þá lentum við í 5. sæti í Blackpool og það var i fyrsta skipti sem við komumst í úrslit. Það var það æðislegasta sem ég hef upplifað," segir Elísabet Sif Har- aldsdóttir dansari en hún náði góð- um árangri á árinu með dansfélaga sínum, Sigursteini Stefánssyni. „Við ætlum pottþétt til Blackpool í apríl og ætlum helst að ná þar 1. sætinu. Það getur líka veriö að við tökum þátt í danskeppni í Kaup- mannahöfn i febrúar og þar setjum við líka markið hátt,“ segir hún. -GHS Vigdís Grímsdóttir: Gaman að spegla sig í Sigfúsi „Að sjálfsögðu eru hamfarirnar á Vestíjörðum of- arlega í hugar- fylgsnunum. Núna síðustu vik- umar hef ég lesið ógrynni af bók- um. Mér er mjög minnisstæð ein bók en það er Speglabúð í bænum eftir Sigfús Bjartmarsson. Það var gaman að spegla sig í henni. Síðan var auðvitað skemmtilegt að fá bókmenntaverðlaunin," sagði Vig- dís Grímsdóttir rithöfundur. Vigdís sagðist enn þá hafa „gam- aldags væntingar" um að bóka- skatturinn myndi hverfa á næsta ári. Síðan sagði hún: „Það verður spennandi að fylgjast með Dags- brúnarfólkinu, hvort það komi nú upp almennilegt baráttugengi. Gaman væri ef það gerðist á árinu 1996 að atvinnuleysi færi. Ég þekki allt of margt atvinnulaust fólk.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Ferðin til Kína „Öllum íslend- ingum hljóta að vera minnisstæð- astir þeir sorg- legu atburðir sem átta sér stað í Súðavík og á Flat- eyri. Þeir skyggja á allt annað. í persónulegu lífi mínu er mér minnisstæðust ferð mín til Kína,“ segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri. „Ég er bjartsýn varðandi nýja árið. Mér íinnst ýmis teikn á lofti um að þjóðin sé að komast upp úr öldudalnum. Ég hef það líka á til- finningunni að vitsmunaleg póli- tísk umræða eigi meiri möguleika á næsta ári en því síðasta." -JJ Katrín Ósk Þráinsdóttir: Lottóvinningur og hörmungar „Það er opnun veitingastaðarins míns og svo lottó- vinningurinn sem stendur upp úr hvað mig varðar persónulega. Ann- ars standa upp úr hörmungamar og öll þessi slys sem orðið hafa á ís- landi á árinu. Utan úr heimi eru það líka hörmungarnar þar,“ segir Katrín Ósk Þráinsdóttir, lottóvinn- ingshafi og veitingakona á Eyrar- bakka. „Ég vona að næsta ár verið gott og blessað en ég ætla bara að halda áfram að lifa lífinu. Ég set mér ekki nein sérstök markmið eða strengi áramótaheit." KK: Líf mitt hefur tekið nýja stefnu „Þetta hefur verið viðburða- ríkt ár hérlendis og mikið dunið á þjóðinni af hörm- ungum. Af góðum hlutum má nefna að heimurinn virðist vera að taka sig á og lítur vel út með frið um aldamótin ef þjóðir heims einbeita sér að því. Hvað varðar mig persónulega hefur líf mitt tekið nýja stefnu sem er mjög góð,“ segir Kristján Kristjáns- son tónlistarmaður. „Ég get ekki gert mér neinar væntingar á nýju ári en ég vona að ég verði betri maður og það hafí já- kvæð áhrif á umhverfi mitt. Einnig stefni ég á að gefa út margar góðar plötur." -bjb -JJ Björn Bjarnason: Mýtt starf „Ef ég nefni það sem að mér sýnr persónulega þá er mér það minnisstæðast frá árinu sem er að líða að ég tók við starfi mennta- málaráðherra með litlum fyrir- vai-a. Væntingar mínar til ársins sem er að koma era þær að við höldum áfram á sömu braut, íslendingar. Það hefur tekist að leggja grund- völlinn að góðri framfarasókn og ég vona að við höldum áfram á þeirri braut og að áhrifin muni skila sér út í þjóðlífið allt.“ -S.dór Hjálmar Jónsson: Bjartsýnn „í lok ársins hugsar maður til þeirra fjölmörgu sem hafa misst ástvin á árinu og eiga um sárt að binda. Þar hugsa ég einkum til þorþanna tveggja á Vestíjörðum. Það jákvæða er að hagur landsmanna fer batnandi með auknum hagvexti, meiri at- vinnu og fleiri tækifæmm og möguleikum. Persónulega er mér minnisstæðast að ég skipti um starfsvettvang á árinu,“ segir Hjálmar Jónsson, þingmaður og prestur. Hann segist bjartsýnn á betri tíma á komandi ári, betri tima með auknum möguleikum. „Það er mjög brýnt að við hefj- um umræðu um þjóðmál og endur- skoðum samfélagskerfið. í þjóðfé- laginu eru býsnin öll af þekkingu, tækni og góðum hugmyndum. Við þurfum að beita öllu til að vinna að betri framtíð.“ -sv Hlynur Halldórsson: Niðurstaða silfurmálsins „Að því er snýr að okkur hér að Miðhúsum þá stendur nú niður- staðan i silfur- málinu upp úr. Hún varð okkur léttir eftir tölu- vert erfiða tíma. Ég vona að fram- tíðin megi gefa að menn fari að vinna af heilindum í þessu máli og svona málum almennt," sagði Hlynur Halldórsson, bóndi að Mið- húsum, í samtali við DV. Hann sagðist vona að mál þeirra Mið- húsahjóna tæki enda á næsta ári. -sv Guðni Guðmundsson: Uppgötvaði ellina „Það sem er minnisstæðast er aö hafa á árinu uppgötvað að ég væri orðinn svo gamall að ég mætti ekki vinna lengur. Það var óþægilegt að standa allt í einu frammi fyrir þvi þótt maður vissi auðvitað alltaf af þessu,“ sagði Guðni Þ. Guðmundsson en hann lét af starfi rektors í MR á árinu. Guðni sagðist vænta góðs af nýju ári og að hann ætlaði að halda áfram að láta sér þykja gaman að vera til. -sv Ólafur Egilsson: Bróðurhugur Færeyinga „Einstæður bróðurhugur Fær- eyinga, þrátt fyrir eigin erfiðleika, í snjóflóðunum í Súðavík og á Flat- eyri er mér ofar- lega í huga þegar ég lít yfir árið. Við heimsóttum þá í september og það var einkar ljúft. Þeir líta á íslendinga sem bestu vini sína. í ár var 150. ártíð Jónasar Hallgrímssonar og það var gaman að einmitt á því sama ári skyldi íslendingur vinna bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þá var ennfremur haldið upp á 50 ára afmæli flugs á milli Reykjavík- ur og Kaupmannahafhar og það setti svip á hátíðahöldin að þrír úr áhöfn fyrsta flugsins gátu verið þar viðstaddir," segir Ólafur Egilsson sendiherra. Hann segir að á næsta ári muni hann og Ragna kona hans flytja heim eftir 9 ára viðburðaríka dvöl í Moskvu, London og nú síð- ast í Kaupmannahöfn. „Við emm full tilhlökkunar að fá að njóta aftur þess að vera á þeim slóðum þar sem ræturnar liggja.“ -sv Hrafn Gunnlaugsson: Hermt eftir Halldóri „Tveir menn sem ég hitti. Það var þegar norski listmálarinn Odd Nerdrum færði mér fisksúpu í gamalli, stein- runninni haus- kúpu og við ræddum væntan- lega leikmynda- gerð og þegar ég hitti þýska kvik- myndaleikstjórann Werner Herzog á aðalfundi Evrópsku kvikmynda- akademíunnar í Berlín og við sórumst í fóstbræðralag. Að lokum minnist ég mér til gamans að Thor Vilhjálmsson skammaðist út í mig fyrir að herma eftir Halldóri Laxness í út- varpið þegar ég las þar litla skemmtisögu. Thor virðist halda að hann hafi einkarétt á að herma eft- ir Halldóri. Ég held að þetta sé misskilningur hjá Thor, það er öll- um frjálst að herma eftir Halldóri, jafnvel þó að Thor sé orðinn svo fastur í eftirhermunni eftir alla þessa áratugi að hann sé búinn að gleyma að herma eftir sjálfum sér. Ég dreg stórlega í efa að með því hafi Thor tryggt sér einkaleyfið á að herma eftir Halldóri." -ÞK Hörður Guðmundsson: Ný verkefni á komandi árí „Okkur Vest- firðingum eru efst í huga hörm- ungarnar í Súða- vík og á Flateyri. Kosningamar í vor eru líka minnisstæðar. Fyrir okkur per- sónulega eru það breytingamar en starfsemi Flugfé- lagsins Emis leggst niður í núver- andi mynd um áramótin," segir Hörður Guðmundsson, flugstjóri og framkvæmdastjóri Ernis. „Mér líst ágætlega á nýtt ár og trúi að það geti orðið okkur Vest- firðingum gott ef við vinnum sam- an að framfóram. Hjá mér er það nýr starfsvettvangur því ég kem til með að reka mitt fyrirtæki út frá Reykjavík. í ársbyrjun fer ég í sam- starf með Atlanta og hlakka til að takast á við ný verkefni innan- lands og utan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.