Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1995, Page 12
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1995 JÖ"V : erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Wllbur Smlth: ’ The Seventh Scroll. I 2. Dlck Francls: Wlld Horses. ! 3. Terry Pratchett: Interestlng Tlmes. 4. Doug Naylor: !! The Last Human. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Jane Austen: Prlde and Prejudlce. 7. Robert Goddard: Borrowed Tlme. 8. Maeve Binchy: The Glass Lake. 9. Danlelle Steel: The Glft. 10. Catherlne Cookson: The Tinker’s Glrl. Rit almenns eölis: 1. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahavlng Badly. Í2. Alan Bennett: Wrltlng Home. 3. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. !Í 4. S. Birtwlstle & S. Conklln: The Maklng of Prlde and Prejudlce. 5. Gary Larson: The Far Slde Gallery 5. 6. Andy McNab: Bravo Two Zero. 7. N.E. Genge: The Unofficlal Z-Files Companion. 8. Carl Glles: Glles 1996. 9. lan Botham: Botham: My Autoblography. 10. Blll Watterson: Calvin & Hobbes lOth Annlversary Book (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Use Nergaard: !De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Kirsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Robert J. Waller: Broerne I Madlson County. 5. Josteln Gaarder: Sofies verden. 6. Bret Easton Ellis: Uskrevne regler. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltiken Sendag) Læknar og stjörnustríð Bandarískir vísindamenn hafa þróað leysigeislatæki til lækninga sem er miklu öílugra en þau tæki sem notuð hafa ver- ið til þessa. Tæknin við fram- Íleiðslu þessa tækis er fengin úr svokallaðri stjörnustríðsáætlun sem Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, hratt af stað á sínum tíma. Hin nýja tækni gerir kleift að framleiða leysigeisla með hvaða bylgjulengd sem er. Þau leysi- geislatæki sem læknar nota nú senda aöeins frá sér geisla af ákveðinni bylgjulengd. Búist er við að tæki þetta verði tilbúið til notkunar innan árs. Húsamýsnar frá Indlandi Erfðafræðilegar rannsóknir á villtum indverskum músum sýna að allar heimsins húsamýs rekja uppruna sinn til Indlands. Visindamenn hefur lengi grunað að svo væri en með rannsóknum á DNA erfðaefni úr indverskum villimúsum hefur sá grunur fengist staðfestur. Uppgötvun þessi hefur orðið tO þess að áhugi visindamanna á indversku villimúsinni hefur aukist að undanfornu þar sem hún hefur erfðaeiginleika sem minna ef til vill á erfðaeigin- leika fyrstu músanna. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Skáld sem kvöddu heiminn á árinu Margir rithöfundar kvöddu þenn- an heim á árinu sem nú er að renna sitt skeið á enda. Fyrst^ber að nefna rithöfund sem tekinn var af lífi á árinu af spilltri herforingjastjórn í Nígeríu. Ken Saro-Wiwa, sem hafði náð 54 ára aldri er hann var líflátinn, var þekktur fyrir að beita vægðarlausu háði til að lýsa spillingunni í heima- landi sínu, ekki síst i skáldsögunni Sozaboy: A Novel in Rotten English og í röð sjónvarpsleikrita um uppá- tæki nígerísks svindlara sem var alltaf að reyna að verða ríkur. Þýska ævintýraskáldið Michael Ende lést aðeins 65 ára. Hann var einn kunnasti barnabókahöfundur Þýskalands á þessari öld. Fyrsta barnabók hans kom út 1960 en fræg- ust verka hans er Sagan endalausa. Enski rithöfundurinn Kingsley Amis náði 73 ára aldri. Hann sló í gegn sem einn hinna ungu reiðu manna sjötta áratugarins með skáldsögunni Lucky Jim. Margar sögur fylgdu í kjölfarið enda var Amis afkastamikill. 1986 fékk hann Bookerverðlaunin fyrir The Old Devils. Ljóðskáldið Stephen Spender lést á miðju sumri, 86 ára. Hann var ekki síður kunnur sem gagnrýnandi og fyrirlesari en ljóðskáld og fyrir að vera lífseigastur þeirra skálda fjórða áratugarins sem tengdust Auden. Spennusagnahöfundar Nokkrir kunnir spennusagnahöf- undar hurfu á braut á þessu ári. Þar ber fyrst að nefna Patriciu Highsmith sem fæddist í Bandaríkj- unum en lést í Swiss. Hún var 74 ára. Frægasta sögupersóna hennar er morðinginn Tom Ripley. Ken Saro-Wiwa var tekinn af lífi í Ní- geríu í nóvember. Umsjón Elías Snæland Júnsson Edith Pargbeter, sem notaði höf- undarnafnið Ellis Peters, sendi frá sér hátt í eitt hundrað bækur af ýmsu tagi. Kunnastar eru sögur hennar um munkinn Cadfael sem hófu göngu sína árið 1979. Elleston Trevor fæddist á Englandi en bjó lengi í Ameríku þar sem hann lést 75 ára að aldri. Hann var einn vinsælasti njósnasagnahöf- undur Vesturlanda allt frá því á sjötta áratugnum, í flokki með Ian Flemming, Len Deighton og John le Carré, ekki síst fyrir sögur sínar um njósnarann Quiller sem hann ritaði undir höfundarnafninu Adam Hall. Jack Finney var 84 ára þegar hann lést og einkum kunnur fyrir tvær sögur. Annars vegar The Body .Snatchers, sem varð að sígildri kvikmynd, hins vegar tímaflakks- söguna Time and Again. Herriot, Djilas og Delany James Herriot náði gífurlegum vinsældum með lýsingum á starfi sínu sem dýralæknir í sveitum Yorkshire á Englandi. Bækur hans seldust um allan heim og vinsælir sjónvarpsþættir voru á þeim byggð- ir. Hann lést í febrúar. Milovan Djilas, fyrrum forystu- maður júgóslavneskra kommúnista og einn nánasti samstarfsmaður Tít- ós um árabil, lést snemma á árinu. Hann var 83 ára. Djilas var mjög ósáttur við hvernig mál þróuðust undir stjórn kommúnista eftir síð- ari heimsstyrjöldina og ritaði fræga bók sem nefnist Hin nýja stétt. Fyr- ir vikið féll hann í ónáð og dvaldi löngum í fangelsi. Blökkukonan Bessie Delany var 104 ára að aldri þegar hún lést í september síðastliðnum. Hún samdi ásamt systur sinni, sem er 106 ára, bók sem náð hefur miklum vinsæld- um í Bandaríkjunum og nefnist: Ha- ving Our Say: The Delany Sisters’ First 100 Years. Þar segja þær frá lífi sínu í heila öld. Loks ber að nefna Olgu Ivanskayu sem andaðist í Moskvu 83-ára gömul. Hún var ekki skáld en átti engu að síður hlut að einu stór- verki aldarinnar sem fyrirmynd Pasternaks að Löru, ástinni miklu í lífi dr. Zivagos. Sykurátið alls ekki jafn heilsuspillandi og sagt er Dálaglegt sykurfjall kjarnafjölskyldunnar. Eftir allt sælgætisátið yfir hátíðarnar er ósköp gott til þess að vita að sykur er ekki eins slæm- ur fyrir heilsuna og oft hefur verið haldið fram. En sykrinum hefur jú verið kennt um fjöldann allan af kvillum, eins og oífitu, sykursýki og of- virkni. Hin síðari ár hefur far- ið fram eins konar endur- skoðun á sykri. Visinda- menn hvetja fólk enn til að gæta hófs en benda jafnframt á að sé jafnvægi í mataræðinu og líkams- þyngd hafi það enga ástæðu til að óttast ill áhrif sykurs á heilsufar- ið, íslendingar eru miklar sykurætur og því er ekki úr vegi að skýra frá því helsta sem vísindamenn segja um sykur um þessar mundir. Sykur veldur ekki sykursýki. Bandarisku sykursýkisamtökin hafa meira að segja tekið hann _af lista yfir bannvöru þar sem ekki voru nein vís- indaleg rök fyrir þeim staðhæfingum að hanip væri slæmur fyrir fólk með sykur- sýki. Sykur er ekki endilega fitandi. Satt er það að sumt fólk þyngist við of mikið sykurát en vísindamenn hafa meiri áhyggjur af því að sykur- sins er oft neytt samhliða mjög feit- um mat. Þeir segja því að fitan sé líklegri til að valda heilsuvandamál- um. Sykur veldur ekki unglingaból- um. „Við vitum ekki til þess að nein tengsl séu milli sykurs og unglingabólna og súkkulaðis og unglinga- bólna,“ segir Robert E. Cl- ark, yfirlæknir á húðsjúk- dómadeild læknadeildar Duke háskólans. Sykur veldur ekki of- virkni hjá börnum. For- eldrar halda því oft fram að börn þeirra fari öll á ið þegar þeim er gefinn syk- ur að boröa. Það eru hins vegar ekki neinar vis- indalegar sannanir fyrir því að svo sé, samkvæmt könnun sem gerð var á greinum í læknisfræðirit- um. „Sykur hefur ekki áhrif á hegðun eða hugræna getu barna,“ sagði í skýrslu um efnið í tímariti amer- ísku læknasamtakanna. Sykur veldur ekki tann- skemmdum. Það er kannski heldur mikið sagt. Vísindamenn benda hins vegar á að það sem skipti máli í því sam- bandi sé hversu lengi og hversu oft tennurnar komist í snertingu við sykur. Tannlæknar eru ekki eins gjarnir á það og fyrir tuttugu árum að segja fólki hvað það eigi ekki að borða. „Þess í stað segjum við því að borða ekki eins oft milli mála,“ seg- ir Ken Burrell hjá ameríska tann- læknafélaginu. I Metsölukiljur i ••••••»»♦•♦•••••••»• Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: Hlddel Jewel. 2. James Patterson: Klss the Glrls. 3. Jude Deveraux: The Helress. 4. Mary Hlggins Clark: The Lottery Wlnner. 5. Jonathan Kellerman: Self-Defense. 6. Dean Koontz: Dark Rlvers of the Heart. 7. Tom Clancy & Steve Pieczenik: Mirror Image. 8. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 9. Rlchard Paul Evans: The Chrlstmas Box. 10. Nancy Taylor Rosenberg: Californla Angel. 11. George Dawes Green: The Juror. 12. Carol Shlelds: The Stone Diarles. 13. Sandra Brown: Heaven's Price. 14. Lawrence Sanders: McNally's Trial. 15. Fern Mlchaels: To Have and to Hold. Rit almenns eölis: 1. Tlm Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 2. Richard Preston: The Hot Zone. 3. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 4. Mary Pipher: Revlving Ophelia. 5. R. McEntire & T. Carter: Reba: My Story. 6. Tom Clancy: Flghter Wlng. 7. Dorls Kearns Goodwin: No Ordinary Time. 8. David Wild: Friends. 9. Paul Relser: Copplehood. 10. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 11. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 12. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 15. Joe Montana & Dlck Schaap: Montana. (Byggt á New York Times Book Revl- ew) Megrun góð fyrir hjartað Feitir karlmenn, sem komnir eru á miðjan aldur og vilja gera hvað þeir geta til að forðast hjarta- og æðasjúkdóma, ættu I að einbeita sér að því að fara i megrun jafnhliða því sem þeir ! stunda líkamsrækt. Þetta eru niðurstöður bandarískrar rannsóknar sem birtar voru í vikunni. Vísinda- menn við Maryland-háskóla fengu til liðs við sig 111 kyrr- setumenn á aldrinum 46 til 80 j ára. Fjörutíu og fjórum var sagt I að léttast um tíu prósent af lík- amsþyngd sinni, 49 var sagt aö auka þolfimigetu sína um 10 ■prósent en halda sömu líkams- þyngd en 18 voru hafðir í Sam- | anburðarhópi. Mennirnir fengu I 9 mánuði til verksins. Skemmst er frá því að segja að mennirnir í fyrsta hópnum græddu mun meira á tilraun- inni. Til dæmis jókst magn svo- j kallaðs góðs kólesteróls i blóði j þeirra umtalsvert. Aldur hafði | líka áhrif á niðurstöðurnar. Risaeðlur forfeður fugla? Nýjar vísbendingar um að | risaeðlur kunni að vera forfeð- j ur nútímafugla hafa fundist í Mongólíu. Um er að ræða stein- 1 gvervða risaeðlu sem liggur á eggjum sínum, með afturlapp- irnar hvora sínum megin við hreiðrið, í sömu stellingu og I nútímafuglar sem eru að unga út eggjum sínum. Það voru visindamenn við j bandaríska náttúrufræðisafnið | sem skýrðu frá þessu i tímarit- inu Nature. ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.