Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
Fréttir
Meirihlutinn í Borgarbyggð í hættu vegna fj árhagsáætlunar:
Deilt um framkvæmdir
fýrir landsmót UMFÍ
- sem verður í júlí á næsta ári
Hrikt hefur í stoöum meirihluta-
samstarfs Framsóknarflokks og Al-
þýðubandalags í Borgarbyggö aö
undanförnu vegna lokafrágangs
fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár og
skýrist ekki endanlega hvort meiri-
hlutinn stendur eða fellur fyrr en á
bæjarstjórnarfundi á mánudag.
Bæjarfulltrúarnir hafa deilt um það
hversu miklar fjárhæöir skuli setja
í framkvæmdir á þessu ári vegna
landsmóts Ungmennafélags íslands,
UMFÍ, í Borgarbyggð í júlí á næsta
ári. Reynt hefur veriö að miðla mál-
um svo meirihlutinn haldi.
ÞegcU- ákveðið var í lok síðasta
kjörtímabils að halda landsmót
UMFÍ í Borgarbyggð var lauslega
áætlað að bærinn þyrfti að veita 100
milljónum í gerð íþróttavallar,
byggingu útisundlaugar og tilheyr-
andi aðstöðu vegna landsmótsins.
Við endurskoðun þeirrar áætlunar
hefur komið í ljós að framkvæmd-
irnar kosta röskar 200 milljónir
króna eða um 100 þúsund krónur á
hvern einstakling í sveitarfélaginu.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV hefur Jenni R. Ólason,
bæjarfulltrúi Alþýöubandalags,
ekki getað sætt sig viö að svo miklu
fé sé veitt í einn málaflokk á svo
skömmum tíma og hafa bæjarfull-
trúar meirihlutans því verið að tog-
ast á um það hvort ætti að blása
mótið af og halda það annars staðar,
til dæmis á Laugarvatni þar sem öll
aðstaða er fyrir hendi, eða hvort
stíga ætti skrefið tO fulls og byggja í
bænum.
Sömu heimildir herma að til um-
ræöu sé sú miðlunartillaga innan
meirihlutans að ljúka íþróttavallar-
framkvæmdum fyrir 60-80 milljónir
króna á þessu ári og hefjast handa
við vélarhús og potta í útisundlaug.
Samtals yrðu þetta framkvæmdir
fyrir um 120-130 milljónir króna og
yrði sú upphæð líklega að megninu
til tekin að láni. Sjálf laugin yrði
svo byggð í byrjun næsta árs en aðr-
ar framkvæmdir, til dæmis breyt-
ingar á gömlum byggingum, fengju
að bíða síöari tíma.
Borgarbyggð stendur fjárhagslega
vel. Skuldir bæjarins nema um 120
milljónum króna en bæjarsjóður á
um 75 milljónir króna I lausum pen-
ingum eftir söluna á Rafveitu Borg-
arness í fyrra. -GHS
Úrslit voru kunn á öðrum tímanum í nótt í kosningu til formanns Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Sjöfn Ing-
ólfsdóttir hlaut 703 atkvæði sem voru 47,6 prósent gildra atkvæða í kosningunni. Grétar Jón Magnússon hlaut 534
atkvæði og Marías Sveinsson 240 atkvæði. Fimm voru kosnir í helming af tíu sætum í stjórn félagsins. Þau voru Guð-
rún Guðjónsdóttir, Helgi Eiríksson, Jakobína Þórðardóttir, Jónas Engilbertsson og Óskar D. Ólafsson. Myndin ertek-
in á kjörstað í gær. DV-mynd GS
Stóra íikniefnasmyglið:
E-pillurnar voru
amfetamín
- tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Réttarhöld í kvótamálinu:
Ari kominn
til landsins
til að svara
til saka
- var yfirheyrður í gær
Ari Halldórsson hjá Lúbbert
GmbH í Bremerhaven, svokallað-
ur höfuðpaur í sakamálinu sem
snýr að meintri ólöglegri sölu á
kvóta úr landi, er kominn til ís-
lands til að svara til saka í þriggja
daga réttarhöldum sem eiga að
heljast á ísafirði á morgun. Þegar
DV fór í prentun í morgun haföi
Ara ekki verið birt ákæra enn þá
en reiknað var með að málið yrði
þingfest í upphafi aðalmeðferðar
þess á ísafirði. Fulltrúi hjá RLR
fer með málið af hálfu ákæru-
valdsins.
Rjórir aðrir sakbomingar eru í
málinu, fyrrum framkvæmdastjóri
og útgerðarstjóri Ósvarar í Bol-
ungarvík, núverandi fram-
kvæmdastjóri Frosta í Súðavík og
framkvæmdastjóri umboðsfyrir-
tækis í Reykjavík. Sú ákæra var
gefin út þann 5. desember.
Samkvæmt upplýsingum DV
telur Ari að hann og fyrirtæki
hans í Þýskalandi sé saklaust af
sakargiftum um brot á lögum um
fjárfestingu erlendra aðila í at-
vinnurekstri og brot á lögum um
rétt til fiskveiða i íslenskri land-
helgi. RLR yfirheyrði Ara í á átt-
undu klukkustund á mánudag
vegna málsins.
Sakargiftir í upphaflegu
ákærunni á hendur fjórmenning-
unum snúa að miklu leyti að ráð-
stöfun eða sölu á fiskkvóta úr ís-
lenskri fiskveiðilögsögu til
Lúbberts.
í réttarhöldunum verður að
miklu leyti tekist á um hvort
menn hafi gerst sekir um ólögleg-
ar fjárfestingar.
Vegna óveðurs sem gengur yfir
landið i dag er óljóst hvort eða
hvenær réttarhöldin hefjast á
morgun en stefnt hafði verið að
því að málflutningi lyki á laugar-
dag. -Ótt
Rannsókn á fíkniefnunum, sem
reynt var að smygla til landsins um
Keflavíkurflugvöll á sunnudaginn,
hefur leitt í ljós að eingöngu var um
amfetamín að ræða. í formi dufts
voru 1365 grömm en 808 pillur sem
litu út eins og E-pillur reyndust
innihalda amfetamin.
Smyglið komst upp fyrir sam-
vinnu tollgæslunnar á Keflavíkur-
flugvelli og fíkniefnalögreglunnar.
Fólkið, sem handtekið var, kom frá
Lúxemborg. Tveir karlar og tvær
konur tengjast málinu en karlarnir
tveir hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 1. mars. Konun-
um hefur verið sleppt. Umrætt fólk
er á þrítugsaldri.
Þetta er eitt af stærri smyglmál-
um sem komist hafa upp síðustu
misseri. Amfetamíniö var mjög
hreint og er talið að með því að
blanda það hefðu fengist þrjú til
fjögur kúó til sölu á götunni.
Stuttar fréttir
Barist gegn
frumvarpi
Formaður BHMR segir að
lagafrumvörp rikisstjórnarinn-
ar þýði skerðingu, að sögn
Sjónvarps. Barist verði gegn
henni með öllum ráðum.
Með lífeyri í
fullu starfi
Steingrímur Hermannsson
fær 190.000 og Sverrir Her-
mannsson 140.000 króna lífeyr-
isgreiðslur á mánuði þó báðir
séu í fullu starfi. Sjónvarpið
greindi frá.
Leikari segir upp
Sigurður Karlsson leikari
hefur sagt upp hjá Leikfélagi
Reykjavikur vegna óvissuá-
stands í félaginu, að sögn Út-
varps.
Samkeppnislög
brotin
Samkeppnisráð telur að
ákvæöi búvörulaga um fimm-
og sexmannanefnd striði gegn
samkeppnislögum, skv. Út-
varpi.
Bannað að fara
á fund
Slökkviliðsmenn í Reykjavík
fengu ekki að fara á fund um
Neyðarlínuna nýlega. Þeir ætla
að bera málið undir borgar-
stjórn, að sögn Morgunblaðs.
36 milljarðar í laun
Ríkið greiddi samtals um 36
milljarða í laun til alls 25.000
starfsmanna í hittifyrra eða um
þriðjung af ríkisútgjöldum, skv.
Viðskiptablaðinu.
Aðgerð gegn blindu
Koma má í veg fyrir blindu
hjá börnum sem fæðast með
ský á augasteini með aðgerð.
Lítill drengur sér nú með þykk-
um gleraugum. Stöð 2 sagði frá.
Hafnarhúsið
til umræðu
Kaup á Hafharhúsi undir
listasafn var rætt í borgarráði í
gær. Stofnkostnaður verður um
400 milljónir, þar af eru fram-
kvæmdir um 300 milljónir
króna. Tíminn greindi frá.
Halda þarf áfram
Borgarráð hefur skorað á
fjármálaráðherra og fulltrúa
kennarasamtaka að leysa deil-
ur sínar og halda áfram vinnu
við yfirfærslu grunnskólans.
Kratar bæta við sig
Alþýðuflokkur bætir við sig
fylgi í Gallupkönnun og er nú
með 16,2% fylgi, skv. Alþýðu-
•blaöi. -GHS
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
r ö d d
^ FÓLKSINS
904-1600
Berðu traust til
þjóðkirkjunnar?
-GK
Fyrir samvinnu tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og fíkniefnalögreglunnar
tókst að koma í veg fyrir smygl á 1365 grömmum af amfetamíni í duftformi
og 808 amfetamínpillum um helgina. DV-mynd BG