Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétl til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Skýr og einbeittur vilji
Samkeppnisstofnun telur, aö Félag eggjaframleiöenda
hafi notiö samþykkis landbúnaöarráðuneytisins fyrir
hluta af alvarlegum og ámælisverðum brotum á sam-
keppnislögum. Stofnunin notar samt ekki niðurstöðuna
til að draga ráðuneytið til hluta ábyrgðarinnar.
Eðlilegt hefði verið að sekta bæði félagið og ráðuneyt-
ið, því að brotin eru skýr, að mati Samkeppnisstofnunar.
Heimilt er að sekta aðila um 40 milljónir króna eða um
10% af ársveltu þeirra, ef hagnaðurinn af brotunum er
meiri. Þetta þorði Samkeppnisstofnun ekki.
Samt telur stofnunin ljóst, að Félag eggjaframleiðenda
hafi árin 1994 og 1995 hvatt til samráðs um verð og afslátt
á eggjum, haft forgöngu um skiptingu eggjamarkaðar eft-
ir svæðum og viðskiptavinum og reynt að takmarka að-
gang nýrra aðila að markaðinum.
Samkeppnisstofnun notar orðin „alvarleg og ámælis-
verð“ um brot félagsins. Hún segir líklegt, að þau hafi
leitt til hærra eggjaverðs en ella hér á landi. Hún telur
líka, að skipting eggjamarkaðarins hafi farið fram með
vitund og vilja landbúnaðarráðuneytisins.
Stofnunin bendir á, að félagið starfi í skjóli búvörulaga
og hafi ákveðnu hlutverki að gegna við framkvæmd
þeirra, en hafi notað aðstöðuna til að hamla gegn sam-
keppni og vinna gegn markmiðum samkeppnislaga. Hafi
félagið sýnt „skýran og einbeittan“ brotavilja.
Eftir lýsingar stofnunarinnar vekur furðu, að hún
skuli ekki láta til skarar skríða gegn svo forhertum aðil-
um, sem hafa „skýran og einbeittan“ vilja til „alvarlegra
og ámælisverðra" lögbrota. En þar njóta félagið og ráðu-
neytið þess að vera ofan við lög og rétt.
Þrátt fýrir kjarkleysi Samkeppnisstofnunar er úr-
skurður hennar gagnlegur, því hann veitir innsýn í spillt
einokunarkerfi, þar sem hagsmunaaðilar í landbúnaði og
landbúnaðarráðuneytið gera samsæri gegn þjóðinni um
að halda uppi óeðlilega háu matarverði í landinu.
Þetta samsæri kemur skýrast í ljós í búvörusamning-
um, sem ráðuneytið gerir við hagsmunaaðila landbúnað-
ar um tilflutning á milljörðum króna á hverju ári úr vasa
skattborgaranna til hagsmunaaðilanna og um innflutn-
ingshöft til að halda uppi okri og einokun.
í þessum aðgerðum sem öðrum kemur ráðuneytið ekki
fram sem gæzluaðili þjóðarhagsmuna, heldur hegðar sér
eins og hluti þjófaflokks, sem skiptir með sér ránsfeng
búvörulaganna. Ráðuneytið er ekkert annað en hluti af
viðamiklu hagsmunagæzlukerfi landbúnaðarins.
Pólitísku öflin hafa ekki frekar en Samkeppnisstofnun
manndóm í sér til að hamla gegn skýrum og einbeittum
einokunarvilja ráðuneytis og hagsmunaaðila. Þau láta
yfir sig ganga hvern búvörusamninginn á fætur öðrum
án þess að rísa upp og reka ósómann af höndum sér.
Eindregnast er þetta ástand, þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn og Framsóknarflokkurinn sitja að völdum í landinu.
Með stuðningi þéttbýlisþingmanna sinna gæta þessir
flokkar alltaf ýtrustu hagsmuna landbúnaðarins gegn
vægustu hagsmunum neytenda og skattgreiðenda.
Pólitísku öflin haga sér svona, af því að kjósendur
halda áfram að þola sem neytendur og skattgreiðendur,
að fjármunum þjóðarinnar sé sóað í búvörusamninga í
stað þess að halda uppi vel stæðu þjóðfélagi með fullri
reisn, öflugum skólum og virku heilbrigðiskerfi.
Þetta ástand hefur gert einokunarkerfl landbúnaðar-
ins að ríki í ríkinu, sem hefur „skýran og einbeittan“
vilja til „alvarlegra og ámælisverðra“ lögbrota.
Jónas Kristjánsson
Einstæður árangur hefur náðst
í Noregi í því að koraa á og efla
framtaksfræðslu í skólum. Á 10
árum hefur frumkvæði Norð-
mannsins Hákons Landráks leitt
til þess að mikill fjöldi norskra
skóla hefur tekið upp fræðslu af
þessu tagi. Efling framtaks hefur
hlotið viðurkenningu sem ný meg-
ináhersla í námi og norsk stjóm-
völd hafa ákveðið að styðja hana
dyggilega. í Noregi er auk þessa
búið aö efna til landsátaks á þessu
sviði.
Kraftmikill frumkvöðull
Hákon Landrák er enginn við-
vaningur innan norska skólakerf-.
isins. Hann hefur um árabil verið
kennari við Kennaraháskólann í
Stavanger þar sem hann hefur
meðal annars haft yfirumsjón með
kennslufræðimenntun (n. pedago-
gikk). Af þessu leiðir að hann hef-
ur haft einstaklega góðar forsend-
ur til að ná árangri. Hann gjör-
þekkir skólakerfið, veikleíka þess
og styrk og kann því að fóta sig
við nýsköpunarstarf sitt.
Norskur afreksmaður
í framtaksfræðslu
Árið 1983 hóf Hákon Landrák
það verk sem nú hefur skilað þeim
glæsilega árangri sem fyrr gat. I
upphafi fólst það í tilraunaverk-
efnum með svokölluð nemendafyr-
irtæki (n. elevbedrifter). I stað
hefðbundinnar kennslu með til-
heyrandi yfirferð á námsefni var
beitt þeirri aðferð að láta nemend-
ur stofna og reka fyrirtæki innan
skólans. Þeir þurftu að skipuleggja
verkaskiptingu sín á milli eins og
tíðkast í fyrirtækjum og finna
sjálfir upp á vörum til að þróa og
framleiða. Enn fremur að afla sér
nauðsynlegrar þekkingar. Að auki
bám þau fjárhagslega ábyrgð á
rekstrinum. Fljótt náðist miklu
betri árangur þannig en með hefð-
bundnum aðferðum. Nemendumir
fengu sýnu meiri áhuga á þessum
verkefhum en venjulegri fræðslu.
í Noregi era nú starfandi um 200
nemendafyrirtæki.
Stofnun nemendafyrirtækja er
enn meginkjarninn í framtaks-
fræðslunni. Nú er á hinn bóginn
búið að útvíkka upphaflega hug-
myndarammann og verksviðið.
Því er nú talað um þjálfun í fram-
taki (n. entreprenörskap) almennt
og ekki einvörðungu stoftiun fyrir-
tækja. Að auki er húið að móta þá
stefnu að hefja slika fræðslu á
flestum stigum skólakerfisins, allt
frá grunnskóla til æðri menntun-
ar.
Gagngerar breytingar
Enginn vafi er á að nái þau
áform sem hér er lýst fram að
ganga þá munu þau leiða til gagn-
gerra breytinga. í stað nánast full-
kominnar stýringar kennara á
námsferlinu munu nemendur
þurfa að sýna mjög aukið eigið
frumkvæði, sköpun og ábyrgð f
nokkrum hluta námsins. Þetta
þýðir í mörgum tilvikum verulega
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
tak er ekki eitthvað sem einungis
nýtist í hefðbundnu atvinnulífi.
Nánast öll gróska og framþróun
mannlegs samfélags byggist á ein-
staklingum sem móta nýja hugsun
og eiga frumkvæði að nýjum verk-
efnum auk þess sem þeir hafa dug
til að koma þeim á leiðarenda.
Þeir sem ná árangri með eigin
sköpun og framtaki rekast illa í
kerfum sem krefjast hlýðni og
undirgefni í einu og öllu. Skóla-
kerfið er dæmi um þjóðfélagskerfi
sem hefur haft tilhneigingu til of-
stýringar sem gefur þessum hæfi-
leika lítinn kost á að þroskast. í
sumum tilvikum hefur það verið
litið neikvæðum augum þegar
nemendur sýna frumkvæði og at-
hafnasemi. Vonandi verða nú
gagngerar breytingar í þessu efni
á komandi árum hér á landi líkt
og gerst hefur í Noregi.
„Nánast öll gróska og framþróun mann-
legs samfélags byggist á einstaklingum
sem móta nýja hugsun og eiga frumkvæöi
að nýjum verkefnum auk þess sem þeir
hafa dug til aö koma þeim á leiðarenda.“
breytingu. Ef vel tekst til má búast
við því að nemendur sem njóta
slíkrar þjálfunar verði mun lík-
legri til að sýna framtak í atvinnu-
og menningarlífi, bæði með hvers
kyns nýsköpun en einkum með
því að eiga frumkvæði að því að
sýna athafnasemi með því að nýta
þekktar hugmyndir. Þessi hópur
er ávallt miklu stærri en sá sem
ræður við frumlega nýsköpun.
Almennt gildi
Vert er að undirstrika að fram-
Mikið má læra af því góða for-
dæmi sem Hákan Landrák hefur
þróað með einstökum dugnaði sín-
um og skipulagshæfileikum. Þess
má geta að hafin er fræösla af
þessu tagi hér á landi, það er í
Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Fræðsla þessi mun styðjast við
norsku fyrirmyndina sem hér hef-
ur verið fjallað um.
Jón Erlendsson
HákOn Landráks kennari, við Kennaraháskólann í Stavanger. - Mikið má
læra af því góða fordæmi sem Hákon Landrák hefur þróað, segir Jón í
grein sinni.
Skoðanir annarra
Karpiö um smáatriðin
„Velferðarkerfið í heild er sjaldan eða aldrei til
umræðu. Oft virðist ekkert vera að gerast í mennta-
málum þjóðarinnar annað en að kennarar kvarta
yfir hve svívirðilega ríkisvaldið leikur þá í kjara-
málum. . .. Það hvort almannatryggingakerfið þjón-
ar því hlutverki sem væntingar stóðu til er ekki til
umræðu, fremur en hvort breyta þarf því eða bæta
eða jafnvel draga úr umsvifunum. Mörg fleiri eru
þau svið þjóðlífsins sem nær aldrei er rætt um í
samhengi eða um meginlínur. Karpið um smáatrið-
in lokar fyrir heildarsýn.“
Úr forystugrein Tfmans 20. febr.
Fjárreiður ríkisins
„í raun erum við að færa ríkisreikninga og fjárlög
upp með svipuðum hætfi og gerist hjá fyrirtækjum,
þar sem stjórnendur verða að sýna eigendunum
reiknina á hluthafafundum. Með sama hætti hljótum
við að þurfa að færa okkar reikninga með þeim
hætti að almenningi og sérstaklega alþingismönnum
sé það ljóst við hvað ríkið er að fást hverju sinni,
hvaða efnahagsstefnu er fylgt og hvort framkvæmda-
valdið hafi farið eftir þeim ákvörðunum sem þingið
hefur tekið.“
Friðrik Sophusson fjármálaráðh. í Mbl. 18.
febr.
Biskupinn og siöanefnd
Prestafélagsins
„Það eru auðvitað siðferðilegar spurningar þarna
á ferðinni og siðferðilegar spurningar fyrnast ekki..
.. Ugglaust er ekki sama hvemig þetta endar, ég geri
mér það ljóst, en ég geri mér ekki ljóst hvemig þetta
mál jafnar sig.“
Sigurður Sigurðsson vígslubiskup í Alþbl. 20.
febr.