Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 9 Utlönd Breski popparinn Jarvis Cocker hneykslar á samkomu: Neitar að hafa ráðist á 3 börn Breska poppstjarnan Jarvis Cocker, aðalsöngvari hljómsveitar- innar Pulp, vísar á bug ásökunum um að hann hafi ráðist á þrjú böm sem tóku þátt í flutningi lags með Michael Jackson við afhendingu svokallaðra Brit-tónlistarverðlauna i London á mánudagskvöld. Michael Jackson nær hins vegar ekki upp í nefið á sér fyrir hneyksl- an á framferði hljómsveitarinnar, segist vera bæði reiður, vonsvikinn og í uppnámi vegna atviksins. Cocker var handtekinn eftir að hann ruddist upp á sviðið á meðan Jackson var að syngja. Lögreglan sagði aö hann væri grunaður um að hafa meitt þrjú böm. Popparinn var Jarvis Cocker hneykslar Michael Jackson. Símamynd Reuter síðan látinn laus gegn tryggingu. „Jarvis réðst ekki á neinn,“ sagði hins vegar talsmaður Pulp, ein- hverrar vinsælustu popphljómsveit- ar Bretlands um þessar mundir. Ryskingamar til hliðar við sviðið urðu þó ekki til þess að stöðva söng Jacksons, enda virðist sem hann hafi ekki orðið þeirra var þar sem hann sveif hátt yfir áhorfendum á risastórum krana. En í yfirlýsingu sem plötufyrirtæki Jacksons, Epic, sendi frá sér í gær sagði að hann væri hneykslaður á framkomu þeirra Pulp-manna og að hann skildi „alls ekki algjört virðingar- leysi þeirra í garð annarra lista- manna“. Reuter Strandað olíuskip náðist ekki á flot Fimm dráttarbátum mistókst að ná oliuskipinu Sea Empress á flot í gær en skipið strandaði við strendur Suður-Wales fyrir fimm dögum. Skipið snerist þegar togað var í það en ekki nægilega mikið til að það losnaði. Um 40 þúsund tonn af hráolíu hafa runnið í sjó- inn eða um þriðjungur af farmi skipsins. Vond veður hafa hindr- að björgunarstörf og hafa björgun- armenn tvívegis orðið að yfirgefa skipið vegna hættu. Reyna átti að draga skipið á flot á flóðinu í morgun en þá vora veðurskilyrði þau bestu síðan það strandaði. Dælt hefur verið gasi inn í tanka skipsins til að mynda þrýst- ing og minnka olíuleka úr því á fjöru. Um sex kilómetra langur ol- íufláki liggur frá skipinu en berst frá landi. Taliö er að það taki að minnsta kosti tíu daga að tæma alla olíu úr skipinu eða um 110 þúsund tonn. Reuter Elísabet Englandsdrottning tekur hér við blómvendi úr hendi barns en hún sótti sérstaka hátíðarsýningu Konung- legu óperunnar á Þyrnirós í London í gærkvöldi. Óperan fagnaði því að 50 ár voru liðin frá því opnað var aftur eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. En Elísabetu mættu ekki einungis brosandi barnsandlit heldur tóku reiðir mótmæl- endur á móti henni fyrir utan en þeir eru óhressir með uppsagnir hjá Konunglegu óperunni. Símamynd Reuter Verið velkomin HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöföi 20-112 Rvik - S:587 1199 Heildsöluverð eða neðar Verð f rá kr. 990 á kvenskóm úr ekta leðri Herraskór frá kr. 1990 Heffst ffimmtudag 22. ffebrúar kl. 10 Opið föstudag 10-18 laugardag 10-14 RR SKOR IO Skemmuvegi 32, s. 557 5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.