Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Side 18
26 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Fréttir_____________________________________________________________________________________x>v Breyttir bílar vinsælir á íslandi: Þekki dæmi um þrja síma í einum bíl DORjQey'hf dempara, gorma og svona mætti lengi telja,“ segir Baldvin Einars- son, sem einnig starfar hjá Bílabúö Benna. Hann segir aö meðalbreyt- ing á vænum bil kosti um 300-350 þúsund og síðan sé vitaskuld hægt aö hækka sig í verði með því að kaupa allt það dýrasta og flottasta. Reynir Jónsson er yfir aukahluta- deildinni hjá Toyota. Hann segir að í raun sé hægt að breyta öllum bíl- um en mismunandi sé hvort tala eigi um lúxus eða hagsýni. í sumum tilvikum láti menn breyta bílunum sínum til þess eins að aka niður Laugaveginn en oftar séu þetta hag- kvæmnissjónarmið sem ráði. Hægt sé að spara mikla peninga með því að gera mönnum kleift að aka nán- ast um allt land. -sv Höfn: Metfrysting í síldinni hjá Borgey á vertíðinni DV, Höfn: Framleiðsla og vinnsla á síld hjá Borgey hf. hér á Höfn á nýlið- inni síldarvertíð nam alls 87.480 tunnu-ígildum. Saltað var í 24.852 tunnur af heilsaltaðri síld og hausskorinni. Saltað var í 13.182 tunnur af söltuðum flökum og fryst voru 4.848 tonn. í fréttabréfi frá Borgey segir að enginn innlendur framleiðandi hafl áður fryst jafn mikið af síld- arafurðum á einni vertíð. Borgey hefur getið sér gott fyrir gæði síld- arafurða og starfsmenn fyrirtæk- isins hafa fengið viðurkenningar fyrir síld sem seld hefur verið til Frakklands. Rekstur Borgeyjar hefur gengið vel og hagnaður á síðasta ári nam 43,6 milljónum króna. Það er þriðja árið í röð sem Borgey skil- ar hagnaði. Loðnuvinnsla stendur nú sem hæst og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Miklar breytingar hafa verið gerðar á aðstöðu og af- köstum við pökkun. Bætt hefur verið við einni pökkunnarlínu og aðstæðum breytt til að bæta vinnuaðstöðuna. Frystigeta hefur verið aukin verulega og hefur fyr- irtækið leigt Dalborgina frá Dal- vík - áður Othar Birting - til loðnufrystingar. Með tilkomu skipsins er hægt að frysta hátt í 250 tonn á sólarhring hjá Borgey. Frystitæki sláturhússins eru einnig nýtt fyrir loðnufrystinguna og er óhætt að segja að öllu er tjaldað sem til er. Þann 18. febrú- ar var búið frysta 2.050 tonn sem er 1.242 tonnum meira en fryst hafði verið á sama tíma 1995. JI Gríðarleg vinna hefur verið í frystihúsi Borgeyjar í vetur. DV-mynd Jl Sumir koma með nýja bíla og vilja fá á allt það besta og flottasta. Hægt er að breyta öllum bílum, segja sérfræðingarnir hjá Bílabúð Benna og Toyota. „Það er misjafnt hvað menn leyfa sér í sambandi við aukahluti í bíla en mér kemur strax í hug einn bíll sem við vorum að gera við héma. í honum voru þrír símar, einn hjá bílstjóra, annar aftur í og sá þriðji var þráðlaus. Þegar við spurðum hvað í ósköpunum maðurinn væri að gera með þrjá síma í bílnum sagði hann að sér fyndist engin ástæða fyrir sig að fara aftur í til þess aö hringja eða farþegana fram í. Síðan tæki hann þráðlausa sím- ann með sér ef hann þyrfti að hlaupa úr bílnurn," segir Gunnar Sigurðsson hjá Bílabúð Benna. DV lék forvitni á að vita hvað það væri helst sem menn gerðu í sambandi við breytingar á bilum. - segir Gunnar Sigurðsson hjá Bílabúð Benna Meðaljóninn lætur lítið breyta jeppanum sínum. Hækkar hann kannski lítið eitt og fær sér örlítið stærri dekk. Það flottasta „Sumir koma með nýlega bíla og vilja fá allt það besta og flottasta. Bíllinn er hækkaður eins og hægt er og keypt em 38“ dekk í innanbæj- araksturinn og 44“ í jeppaferðimar. Menn fá sér síöan spil, setja loftlæs- ingar á hjólin, fá dempara, sem hægt er að stilla inni í bíl, til að gera bílinn misstífan eftir hleðslu, og við erum að selja fjarstýrð ljós sem draga yfir 100 metra. Bens- íntankurinn er gjama stækkaöur, skipt er um hlutfoll, skipt er um Ólafsfjarðarkirkja sem vígð var 1916 er friðuð - safnaðarheimili fyrirhugað við kirkjuna Samkvæmt gildandi aðalskipu- lagi Ólafsfjarðar er gert ráð fyrir því að ný kirkja verði byggð við Að- algötu á móts við kirkjugarðinn. Þegar teikningar vora kynntar kom í ljós að ekki var samstaða um þá staðsetningu sem aðalskipulag gerði ráð fyrir. í framhaldi vom skoðaðar hug- myndir um stækkun kirkjunnar ásamt viðbyggingu. Kom þá í ljós að Ólafsfjarðarkirkja er friðuð enda vígð 1916. Fanney Hauksdóttir arki- tekt var fengin til þess að hanna safnaðarheimilið og gera tillögu að stækkun kirkjunnar sem Húsfrið- unarnefnd ríkisins gæti samþykkt. Því verki lauk á árinu 1994. Mikil þrengsli eru í kringum nú- verandi kirkju og keypti Ólafsfjarð- arbær eitt hús til niðurrifs til að stækka kirkjulóðina. Þrátt fyrir þessar aðgerðir var enn þrengt að kirkjulóðinni. Vegna þessara að- stæðna þótti nauðsynlegt að vinna deiliskipulag lóðarinnar sem nú hefur verið samþykkt af bæjar- stjóm. í síðasta mánuði barst sóknar- nefnd Ólafsfjarðarkirkju bréf frá Tréveri hf. þar sem fyrirtækið býðst til að kaupa húseignina að Strand- götu 11 - rífa bílskúr og viðbygg- ingu við húsið og gefa síðan Ólafs- fjarðarkirkju húsið ásamt lóðarrétt- inum. í staðinn óskaði Tréver eftir því að fá að gera tilboð í fyrirliggj- andi útboðsgögn vegna safnaðar- heimilisins og fá samning um aðrar þær framkvæmdir sem fyrirhugað- ar eru samkvæmt tillögu arkiteks. Sóknarnefnd fól byggingamefnd Ólafsfjarðarkirkju að fara yfir þetta tilboð ásamt hönnuðum og eftir ítar- lega skoðun nefndarinnar mælti hún með því að gengið yrði að þessu tilboði Trévers hf. Á fundi sóknar- nefndar Ólafsfjarðarkirkju 8. febrú- ar sl. var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Tréver á grundvelli þeirra tillagna sem bygg- ingarnefnd kirkjunnar lagði fyrir sóknamefnd. Tilboð Trévers hljóðar upp á 15.472.000 krónur sem er um 95,8% af kostnaðaráætlun hönnuða. Ef íbúðarhúsið og lóðarréttindi að Strandgötu 11 er metið inn í tilboð verktaka er það um 93% af kostnað- aráætlun hönnuða. (Fréttatilkynning frá Sóknar- nefnd Ólafsfjarðarkirkju). í frétt sl. mánudag hér i DV um Ólafsfjarðarkirkju urðu mistök í sambandi við myndbirtingu. Mynd- in með greininni var ekki af Ólafs- fjarðarkirkju heldur Ólafsvíkur- kirkju. Fallið í Lagadeild: Könnum af hverju útkoman er svo slök - segir formaður Orators „Almennt séð kemur þessi háa fallprósenta svolítið á óvart. Við ætlum að fara ofan í kjölinn á þessu prófi og kanna hvort próf- ið hafi verið sanngjarnt og hvort eðlilegt hafi verið að útkoman hafi verið svona slök. Ef það kemur í ljós að prófið hafi verið ósanngjarnt reynum við að gera eitthvað í málinu," segir Sigurð- ur Kári Kristjánsson, formaður Orators, félags laganema. Um 91% laganema á fyrsta ári féll í prófi í almennri lögfræði í Lagadeild Háskóla íslands í janú- ar og var þar um óvenjumikið fall að ræða. Sigurður Kári segir að janúarprófið hafi til margra ára verið notað sem sia og fallið hafi gjaman verið 85% og allt upp undir 90% en aldrei farið yfir 90% áður. í samtali við DV í gær sagðist Sigm'ður Kári búast viö að eiga fund með kennslustjóra út af málinu. Kæmust menn að þeimi niðurstööu að prófið hefði verið ósanngjarnt myndi félagið beita sér í málinu. -GHS Fór úr axlarlið á miðunum DV, Suðurnesjum: Togarinn Sturla kom til Grindavikur með slasaðan sjó- mann, yfirvélstjóra togarans, 47 ára, í gærmorgun, þriðjudag. Sjúkrabíll beið á hafnarbakkan- um og var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja í Keflavík. Að sögn lögreglu hafði sjómaður- inn farið úr axlarlið. Eftir að kippt var í liðinn var maðurinn lagður inn á sjúkrahúsið til frek- ari rannsóknar. Atvikið átti sér stað þegar tog- arinn var á veiðum út af Eldey. Verið var að setja veiðarfærin út og maðurinn sem slasaðist hélt í vírinn við spilið. Slinkur kom á vírinn og hrasaði maðurinn meö fyrrgreindum aíleiðingum. Tog- arinn var 20 mínútur i land og hélt síðan á veiðar aftur. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.